Morgunblaðið - 25.02.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 B 9
bílar
nýjan staðal hvað staðalbúnað varðar.
Pathfinder er mjög alhliða jeppi,
eins og kom berlega í ljós þegar farið
var inn á torfærubraut sem Nissan
hafði útbúið í grennd við bæinn Obid-
os norðan við Lissabon. Þar sem
skögun að framan og aftan er fremur
lítil er utanvegagetan meiri en maður
hefði í fyrstu búist við. Berlega kemur
líka í ljós hvernig fjórhjóladrifkerfið
deilir aflinu milli hjóla því á stundum
var aðeins eitt hjól með viðkomu á
jörðinni þegar farið var í torfærurnar.
Nissan-menn höfðu komið fyrir
stórum speglum við mestu torfærurn-
ar þannig að hægt var að fylgjast með
þegar hjól sem var á lofti hætti snögg-
lega að snúast þegar kerfið flutti
átakið yfir á það hjól eða þau hjól sem
höfðu grip.
Það er ljóst við fyrstu kynni af Pat-
hfinder að þar fer jeppi sem á eftir að
auka breiddina á íslenskum jeppa-
markaði. Hann hefur allt til að bera til
að láta að sér kveða; stærðina, akst-
urseiginleika, pláss, hönnun og ríku-
legan búnað, og ef verð og þjónusta
verður á svipuðu stigi og hjá helstu
keppinautunum ætti Pathfinder að
vera góð söluvara.
Afturhlerinn er opnanlegur í tvennu lagi. Eins og sjá má er bakkmyndavél í bílnum og litaskjár. Stýrið er sportlegt og með stýringar fyrir ýmsan búnað.
gugu@mbl.is
Vél: Fjórir strokkar,
2.488 rúmsentimetrar,
16 ventlar, forþjappa og
millikælir.
Afl: 174 hestöfl við 4.000
snúninga á mínútu.Tog:
403 Nm við 2.000 snún-
inga á mínútu.
Skipting: Fimm þrepa
sjálfskipting með hand-
skiptivali.
Drifkerfi: All Mode fjór-
hjóladrifskerfi með lágu
drifi.
Hröðun: 12,5 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði: 174 km/
klst.
Eyðsla: 13,2 l í borg-
arakstri, 10,1 l í blönd-
uðum akstri.
Lengd: 4.740 mm.
Breidd: 1.850 mm.
Hæð: 1.763 mm.
Skögun að framan: 795
mm.
Skögun að aftan: 1.095
mm.
Eigin þyngd: 2.215–
2.280 kg.
Farangursrými: 190-515-
2.091 lítrar.
Hemlar: ABS, kældir
diskar að framan og aftan.
Veghæð: 25,4 cm.
Hjólbarðar: 255/65 R17.
Umboð: Ingvar Helgason hf.
Nissan Pathfinder
2.5 TD LE