Morgunblaðið - 25.02.2005, Page 10
10 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
MICHELIN dekkjaframleiðandinn
hefur boðað nýtt vetrardekk sem
bæði er stöðugra og hemlar betur á
svelli en önnur vetrardekk. Nýja
vetrardekkið verður fáanlegt frá og
með næsta hausti. Í frétt frá Mich-
elin, sem sagt er frá á vef FÍB,
www.fib.is, segir að ýmsar framfarir
verði með þessu nýja vetrardekki
sem kallast X-Ice. Þær leiði allar til
þess að hemlunarvegalengd á svelli
styttist til muna. Meðal þess sem
það gerir mögulegt er að naglarnir
standa lengra út úr slitfletinum en
þeir gerðu á fyrri gerðum, eða 1,2
mm. Auk þess hafi verið gerðar
endurbætur á gúmmíinu og mynstr-
inu í gripfletinum. Allt þetta leiði til
þess að hemlunarvegalengdin á
svelli m.v. 30 km hraða styttist um
fjóra metra. Samkvæmt kenningunni
er nóg að lengja þann hluta nagl-
anna sem stendur út úr dekkinu til
að bæta gripið á ís. Svo dæmi sé
tekið er nóg að lengja naglana um
0,1 mm til að auka hemlunargripið
um 3%. En kenning og framkvæmd
er sitthvað í þessu efni því að ekki
er hægt að lengja bara naglana
meir og meir, því að því kemur að
þeir taka þá að liðast til í sætum
sínum og síðan að losna úr dekkinu.
Til að leysa þann vanda hefur
Michelin þróað nýja tækni til að
festa naglana í sætum sínum í slit-
fletinum. Hún er í stórum dráttum
þannig að innst í slitfletinum, þar
sem sætin fyrir naglana eru, er mun
harðari gúmmíblanda en í sjálfum
gripfletinum. Fullyrt er að naglarnir
muni, svo lengi sem slitflötur dekkj-
anna er innan löglegra marka,
standa 1,2 mm út fyrir gripflöt
dekksins. Mynstrið á þessu nýja
dekki er með V-löguðum rillum sem
eiga að hreinsa sig jafnharðan og
ryðja vel frá sér snjó, krapi og vatni.
Mynstrið er auk þess 40% „opið“
sem bætir þessa eiginleika enn frek-
ar.
Nýtt dekk
frá Michelin
EVRÓPURÁÐIÐ hefur haft frum-
kvæði að setningu laga um að í bílum
frá árinu 2009 verði lögskylt að hafa í
bílum búnað sem gerir mögulegt að
hringja í neyðarlínu ef slys eða óhapp
verður. Búnaðurinn sem á að lögleiða
nefnist eCall og gerir það mögulegt að
setja af stað neyðarupphringingu til
neyðarlínu eða þá að það gerist sjálf-
virkt ef högg kemur á bílinn og/eða
loftpúðar springa út. Þegar slík eCall
hringing berst frá bíl geta starfsmenn
neyðarlínu eða lögreglustöðvar strax
séð hvar viðkomandi bíll er staddur.
Þetta getur skipt sköpum um hve
björgunarfólk og lögregla eru fljót á
slysstaðinn. Hið nýja eCall kerfi er þeg-
ar til. Það verður undirbúið og prófað
rækilega til ársloka 2007 og frá og
með 2009 á það að vera í öllum nýj-
um bílum.
Neyðarhringibúnaður
gerður að skyldu
EKKERT verður af því að danski
ökuþórinn Nicolas Kiesa keppi í Form-
úlu-1 í ár en hann hafði gefið í skyn í
byrjun febrúar að samningur hans við
Minardi-liðið væri nánast frágenginn.
Danskir fjölmiðlar sögðu aðeins forms-
atriði eftir. Minardi réð á þriðjudaginn
austurríska ökuþórinn Patrick Fries-
acher til liðsins í staðinn en þeir Kiesa
hafa báðir sinnt tilraunaakstri fyrir lið-
ið í vetur og í fyrra. Kiesa keppti í fimm
mótum fyrir Minardi árið 2003 eftir að
annar keppnisþór liðsins, Justin Wil-
son, fór til Jaguar. Ástæða þess að
ekkert verður úr að hann keppi á ný á
komandi vertíð mun vera sú að hann
getur ekki borgað fyrir sæti í keppn-
isbílnum. Þegar á hefði reynt hefðu
fyrirhugaðir styrktaraðilar Kiesa ekki
efnt fyrirheit sín og því hefði samn-
ingur hans verið dauður og ómerkur.
Fregnir herma að Friesacher færi lið-
inu ekki nándar eins mikið styrktarfé
og danski þórinn hefði annars gert.
Undirritun samnings við Friesacher fór
fram í spilavíti í Velden í Austurríki. Við
það tækifæri reif Minardi-stjórinn Paul
Stoddart í sundur þykkan samning fyr-
ir augum blaðamanna. Stoddart, sem
á og stýrir Minardi, sagði að um hefði
verið að ræða samning um starf Fries-
achers sem þriðja ökuþórs liðsins – til-
raunaþórs. Aðrar fregnir herma hins
vegar að þar hafi allt eins getað verið
um samning Nicolas Kiesa að ræða.
Daninn Kiesa
situr eftir
„ÞRÁTT fyrir vangaveltur um hið gagnstæða er sam-
komulag níu keppnisliða Formúlu-1 af 10 um að draga
úr bílprófunum skothelt,“ segir Frank Williams, eig-
andi og aðalstjórnandi Williamsliðsins.
Williams segir að þrátt fyrir að BAR og Toyota hafi
verið tvístígandi hafi liðin komist að þeirri niðurstöðu
að samheldnin væri betri kostur „ef liðin ætluðu að lifa
af“.
Níu liða hópurinn svonefndi á í útistöðum um fram-
tíðarskipan mála í formúlunni við Alþjóðaaksturs-
íþróttasambandið (FIA), Bernie Ecclestone og Ferrari.
Sir Frank segir að löngum hafi Ecclestone verið höf-
uðandstæðingur en nú sé FIA-forsetinn Max Mosley
miklu verri. Skaut hann föstum skotum að Mosley í
vikunni er hann ræddi vandamál íþróttarinnar við fjöl-
miðla.
„Það væri fínt ef [Ecclestone] réði ferðinni. En [FIA-
forsetinn] getur ekki látið málin afskiptalaus. Það eru
engar vísbendingar um að peningar spilli Max en hann
er spilltur af valdi,“ sagði Williams.
Reuters
Frank Williams skýtur föstum skotum að Max Mosley.
Mosley spilltur af valdi?
ALEX Shnaider, kanadíski auðkýfingurinn sem keypti
Jordan-liðið á dögunum, segist ætla að verja 100 millj-
ónum dollara af eigin fé á ári til liðsins auk þess að afla
því styrktarfjár.
Shnaider er fæddur í Rússlandi en alinn upp í Ísrael.
Hann ætlar að frumsýna 2005-bíl Jordan á Rauðatorginu
í Moskvu á morgun. Liðið fær nýtt nafn á næsta ári og
verður þá nefnt eftir viðskiptaveldi Shnaiders og fær
nafnið Midland.
Shnaider segist eiga þann draum að aka sjálfur form-
úlubíl og kveðst munu væntanlega láta af því verða síðar
á árinu. „Kannski verður af því við bílprófun,“ sagði hann
í Moskvu í dag.
Heimildir herma að breska tóbaksfyrirtækið Gallaher
muni styðja liðið í ár en í stað Benson&Hedges-merki-
miðanna verði nafn tegundar sem seld er einkum í aust-
urhluta Evrópu og Asíu, Sobranie, á gulum bílum Jordan
í ár.
Shnaider keypti Jordan og fær nýja liðið nafnið Midland.
Shnaider leggur fram fé
RENAULT og Nissan hafa þróað saman nýja gerð leiðsögukerfis
sem verður fyrst um sinn boðið í nýjustu kynslóð Renault Lag-
una og Nissan Pathfinder. Það óvanalega við þetta kerfi er að það
getur sýnt veginn í þvívíddarmynd og auk þess inniheldur það
önnur tæki eins og síma og MP3 spilara. Kerfið var fyrst kynnt í
Nissan Tiida í september 2004 en blaðamaður Morgunblaðsins
kynntist því núna í vikunni í reynsluakstri á Nissan Pathfinder í
Portúgal. Búist er við að kerfið verði einnig boðið í Renault Scén-
ic, Espace og Vel Satis og NissanInfiniti M45.
Kerfið kemur í fjórum gerðum. Ein er ætluð fyrir Renault á evr-
ópskum markaði, annað fyrir Nissan á Japansmarkaði og hið
þriðja fyrir Nissan í Evrópu og loks hið fjórða fyrir Nissan í
Bandaríkjunum. Inn í kerfið er innbyggð blátannartækni sem gerir
notanda bílsins kleift að nota símann handfrjálst, en leið-
sögukerfið inniheldur upplýsingakerfi um umferðina þar sem boð-
ið er upp á slíkt.
Kortin í leiðsögukerfinu er hægt að kalla fram á litaskjáinn ann-
að hvort í tví- eða þrívídd.
Litaskjár fylgir kerfinu. Kerfið getur sýnt þrívíðar myndir af veginum. Blátannarsímkerfi er í kerfinu.
Nýtt margmiðlunarkerfi Nissan og Renault
FORD hefur ákveðið að öll vinna við
þróun á umhverfisvænni bílum sam-
steypunnar verði í höndum Volvo í
Gautaborg. Í samstarfi við sænska vís-
indamenn og yfirvöld í Svíþjóð verður
Volvo í Gautaborg miðpunktur allrar
framþróunar á þessu sviði, samkvæmt
samkomulagi sem Bill Ford, stjórn-
arformaður Ford, Göran Persson, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, og yfirvöld í
Gautaborg, gerðu. Ford hefur sett sér
háleit markmið á þessu sviði. Bill Ford
er sjálfum mjög umhugað að fyr-
irtækið standi sig vel á sviði umhverf-
ismála og það var hann sem var að-
aldriffjöðurin á bak við kaup Ford á
Think, norska rafbílnum, sem reyndar
skilaði Ford engu nema tapi.
Umhverfisbílar
Ford í Gautaborg
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010