Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 14
14 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Tjónaskoðun
Réttingar • Sprautun
Hvergerðingar
Árbæingar
Leitið ekki langt yfi r skammt
BYGGGÖRÐUM 8,
SÍMAR:
FAX:
561 1190
899 2190
561 1190
Alhliða bifreiðaverkstæði
réttingar og sprautun.
Bíldshöfða 18, 110 RVK• S: 567 6020 • Opið: 8-18
ab@abvarahlutir.is • www.abvarahlutir.is
Varahlutir fyrir
Evrópu- og Asíubíla
Varahlutir - betri vara - betra verð
CITROËN kynnir splunkunýjan bíl á bílasýningunni í Genf seinna í
mánuðinum. Sá heitir C6 og er í sama stærðarflokki og Peugeot 607,
Audi A6 og BMW 5. C6 er undir áhrifum frá stóru fólksbílunum frá
Citroën, bílum sem í gegnum tíðina hafa skapað þá hefð sem er fyrir
stórum bílum hjá Citroën.
1999 sýndi Citroën Lignage-hugmyndabílinn og C6 er greinilega
þróaður út frá honum. Með þessum nýja bíl ætlar Citroën að reyna
að gera sig gildandi á markaði fyrir stóra bíla í lúxusflokki, en þetta
er sá flokkur sem þýskir framleiðendur hafa nánast einokað síðustu
áratugi.
Franskur lúxus
Svo virðist sem Citroën gangi út frá því að til þess að eiga erindi
inn á lúxusbílamarkaðinn þurfi fyrirtækið að sýna áræði og vissan
frumleika, eins og það var þekkt fyrir á árum áður. Ekki nægi að
keppa við þýsku lúxusbílana á þeirra eigin forsendum. Fyrstu mynd-
ir af C6 bera með sér að frumleiki í hönnun er til staðar.
C6 er stór bíll, rétt undir fimm metrum á lengd. Hann er með mik-
ið hjólhaf og af myndum að dæma virðist Citroën hafa sótt í brunn
sögunnar án þess að endurgera hana. Línurnar í C6 lýsa í senn
glæsileika og þægindum. Og þægindi eru einmitt útgangspunktur
hönnunarinnar. Það á að vera meira en nóg pláss fyrir alla í bílnum
og öll sætin eru stillanleg. Citroën notar sjálft lýsinguna „hinn hreyf-
anlegi bíll“. Meira að segja miðstöðvar- og loftkælikerfið er með still-
ingu fyrir framsætis- og aftursætisfarþega. Eins og fram- og aft-
urrúðan eru hliðarrúðurnar samlímdar sem þýðir að hljóðeinangrun
ætti að vera til fyrirmyndar í bílnum.
Tæknilegur og aflmikill
Í Genf verður bíllinn kynntur með 2,7 lítra, V6 dísilvél með nýjustu
gerð sótagnasíu. Vélin skilar heilum 208 hestöflum. Bensínvélin er
líka V6, þriggja lítra og skilar 215 hestöflum. Sex þrepa sjálfskipting
fylgir þessum vélum. Bíllinn er með virku fjöðrunarkerfi, sem lagar
sig að undirlagi hverju sinni. Eins og C4 og C5 verður C6 með aðvör-
unarkerfi sem varar bílstjóra við, ef hann hefur ekki gefið stefnuljós,
en ekur óafvitandi yfir akreinamerkingu á veginum. Sömuleiðis eru
skynjarar bæði að framan og aftan sem gefa hljóðmerki þegar fyr-
irstaða er í nánd, t.d. þegar verið er að leggja bílnum í stæði. Þá eru í
honum stefnuvirk framljós, sem lýsa inn í beygjur, hraðatakmarkari
og skriðstillir. Stillanleg vindskeið að aftan sést ekki á bílnum fyrr en
við vissan hraða. Þá lyftist hún upp og þrýstir bílnum niður.
Sala hefst á C6 strax næsta haust í Evrópu og spurning hvort við
Íslendingar eigum eftir að sjá nokkra slíka vagna hérlendis innan
tíðar.
C6 er byggður á Lignage-hugmyndabílnum og er óneitanlega rennilegur.
C6 á að keppa við þýsku lúxusbílana BMW, Audi og Benz.
Citroën C6 – svar við þýskum lúxusbílum
FRÁ ÁRINU 2002 hefur vörubíla- og
rútuframleiðandinn Scania selt 250
strætisvagna sem framleiddir eru í
Rússlandi til notkunar þar í landi. Eitt
hundrað þeirra aka um götur Péturs-
borgar. Í fyrra voru alls seldir 136
vagnar í Rússlandi og stendur til að
bæta nýrri gerð við framleiðsluna á
þessu ári.
Scania hóf árið 2002 að setja
saman strætisvagna í Pétursborg og
starfa nú 200 manns í verksmiðju
fyrirtækisins.. Í samvinnu við Scania í
Moskvu hafa vagnarnir verið seldir
einkafyrirtækjum sem reka stræt-
isvagnakerfi í mörgum borgum Rúss-
lands. Flestir vagnar hafa selst í Pét-
ursborg og Moskvu og nágrenni
þeirra en einnig hafa þeir farið til Síb-
eríu. Þá hefur Scania í Svíþjóð útveg-
að undirvagna sem önnur fyrirtæki í
Rússlandi byggja yfir og þannig seld-
ust um 140 undirvagnar í fyrra.
Í frétt frá Scania kemur fram að
andlitslyfting hafi orðið í almennings-
samgöngum í Pétursborg með vögn-
unum frá Scania og það hafi ekki
skemmt fyrir að vagnarnir skuli settir
saman í borginni. Forráðamenn
Scania segja fyrirtækið standa vel í
samkeppninni í strætisvagnafram-
leiðslu og næsta skref sé að bjóða
vagn sem þjóni á leiðum milli borga.
Scania Omni Link-strætisvagninn er
lággólfsvagn, með 230 hestafla og
níu lítra vél en nýi vagninn sem ætl-
aður er einkum til ferða milli borga
verður með 310 hestafla vél.
Scania
sterkur í
Rússlandi