Morgunblaðið - 25.02.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.02.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 B 15 bílar Bæði með tegunda- merki og án. Netfang: gummimotun@gummimotun.is Kaldbaksgötu 8 • 600 Akureyri Sími 453 6110 • Fax 453 6121 www.gummimotun.is Framleiðum aurhlífar fyrir allar gerðir bifreiða Viltu vernda bílskúrsgólfið? Hlífir flísum og lökkuðum gólfum frá nöglum, tjöru og öðrum óhreinindum. Framleiðum renninga úr gúmmíi á bílskúrsgólf. „Mott urnar okkar eru tilvald ar und ir send ibíla“ B íolasýningin í Genf er í næstu viku og fjölmargar fréttir berast daglega um nýja bíla sem verða frumsýndir þar. Einn þessara bíla er hugmyndabíll- inn Nessie frá Mitsubishi. Hann er fyrsta tilraun Mitsubishi með vetn- isbíl. Mitsubishi framleiddi jeppling sem heitir Pinin og hann var ekki ein- ungis hannaður af Pininfarina heldur líka framleiddur af hönnunarfyr- irtækinu. Það kemur því eflaust mörgum á óvart að Nessie er hann- aður af helsta keppinaut Pininfarina sem heitir Italsdesign. Þetta er fimm sæta, þriggja dyra jeppi sem byggður er á sama undirvagni og Pajero. Undir vélarhlífinni er V8-vél en Mitsubishi gefur ekki upp aflið, en það merkilega við vélina er að hún brennir vetni. Drif er á öllum hjólum og auk þess sjálfskipting og raf- eindastýrt mismunadrif. Nessie er fyrsta tilraun Mitsubishi með vetnisbíl. Mitsubishi Nessie Drif er á öllum hjólum. SCANIA hefur staðið fyrir keppni ungra vörubílstjóra í Evr- ópulöndum. Segja talsmenn fyr- irtækisins að atvinnubílstjórar séu mikilvægasti hlekkurinn í slysalausum rekstri flutninga- og rútubíla og að fyrirtækið vilji leggja sitt af mörkum til að styðja ökumenn til aukinnar hæfni í starfi. Keppnin fór fyrst fram árið 2003 og tóku þá 6 þúsund ökumenn frá 20 löndum þátt í henni. Í 15 löndum ESB fórust um 37 þúsund manns í umferðarslysum árið 2002 og segjast for- ráðamenn Scania vilja stuðla að því að ESB nái því markmiði að fækka banaslysum um helming eigi síðar en árið 2010. Með keppninni telja þeir unnt að hvetja ökumenn til meiri aga og flutn- ingafyrirtækin til að styðja hvers kyns átak sem leiða megi til auk- ins umferðaröryggis. Gert er ráð fyrir að um 20 þúsund ökumenn í 26 löndum taki þátt í keppninni í ár en úrslit hennar fara fram í Svíþjóð um miðjan september. Fram að því keppa ökumenn í einstökum lönd- um um réttinn til að komast í úr- slitakeppnina. Er hún fyrir bíl- stjóra sem fæddir eru 1970 eða síðar og starfa í ESB-löndum en Sviss og Noregur eru einnig nefnd sérstaklega sem þátttökulönd. Í ráði er að Scania standi fyrir svipaðri keppni í Asíu og löndum Suður-Ameríku. 20 þúsund vörubílstjórar keppa  Iveco hefur útvegað 300 vörubíla til að sinna sorphirðu í Madrid, höfuðborg Spánar. Allir eru bílarnir búnir vél sem knú- in er af jarðgasi sem þýðir mun minni losun skaðlegra lofttegunda. Fellur hún undir svonefnd Euro 5-skilyrði sem eiga að ganga í gildi 2009. Bílarnir eru knúnir 260 hestafla vélum sem nefndar eru Cursor 8 CNG. Þeir geta borið 26 tonn eða 25 rúm- metra. Bílarnir eru aðeins 9,5 m langir og segir framleiðand- inn þá því sérlega hentuga til snúninga í borgum með mjóum strætum. Þá eru bílarnir búnir sex gíra sjálfskiptingu. Einnig kemur fram í frétt frá Iveco að í innkaupalista op- inberra aðila í Frakklandi sé mælt sérstaklega með þessum bílum í sorphirðu. Iveco útvegar 300 sorpbíla í Madrid ÞÝSKA olíufélagið ARAL tók í vik- unni í notkun hundruðustu bens- ínstöð sína þar sem auk bensíns og dísilolíu er einnig fáanlegt jarðgas sem eldsneyti fyrir bíla. Frá þessu er greint á vef FÍB, www.fib.is. Alls eru því afgreiðslustöðvar í Þýska- landi, þar sem jarðgas er fáanlegt, orðnar 540 talsins. Því er spáð að notkun á jarðgasi sem bílaeldsneyti muni aukast mjög á næstu árum. Bílar sem að staðaldri er ekið á jarðgasi eru flestir á Ítalíu um þessar mundir, eða rúmlega 400 þúsund. Í Danmörku eru þeir um 25 þúsund en reiknað er með að þeim fjölgi margfalt á næstu árum. Stærsti kosturinn við gasið umfram bensín er sá að mengun af gasinu er miklu minni. Miðað við bíl með engum úblásturshreinsibúnaði sem ekið er á jarðgasi, þá gefur hann frá sér aðeins um 20% af mengandi efnum öðrum en C02 miðað við það ef hann gengi á bensíni. Þetta er auðvelt að staðfesta með því að mengunarmæla þegar hann gengur á bensíni og síðan skipt yfir á jarð- gas. Við umskiptin minnkar C02 út- blásturinn um 25–30%. 25–30% minni C02 með jarðgasi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.