Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 46
46 F MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐINN KAUPANDI! SÓLTÚN - GLÆSILEG STÓRGLÆSILEG OG VEL HÖNNUÐ 130,3 FM ENDAÍBÚÐ Á 4. HÆÐ ÁSAMT STÆÐI Í BÍLA- GEYMSLU Í FALLEGU, VIÐHALDSFRÍU FJÖLBÝLISHÚSI MEÐ LYFTU Á FRÁBÆRUM STAÐ Í REYKJAVÍK. Hol með ljósu parketi, inn af holi er geymsla. Stofa, borðstofa og eldhús í alrými. Í stofu og borðstofu er ljóst parket, en flísar í eldhúsi. Fallegar og vandaðar innréttingar og tæki í eldhúsi. Úr borðstofu er útgengt á góðar svalir. Horngluggi í stofu. Þrjú svefnherbergi eru í íbúð- inni, tvö góð barnaherbergi og stórt hjónaherbergi, ljóst parket á gólfum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuklefa. Sér þvottahús er í íbúð. Í sameign er einnig geymsla. MJÖG GÓÐ EIGN Á VINSÆLUM STAÐ, AFAR VÖNDUÐ Í ALLA STAÐI. Verð 29,9 millj. GYÐUFELL - SÉRGARÐUR UM ER AÐ RÆÐA RÚMGÓÐA OG VEL SKIPU- LAGÐA 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ VIÐ GYÐU- FELL Í REYKJAVÍK. SÓLSKÁLI OG SÉRGARÐ- UR MEÐ RÓLUM OG FL. Komið inn á gang með parketi. Baðherbergi með dúk á gólfi, hvít innrétting, baðkar. Rúmgott opið rými með stofu og borðstofu í alrými. Rúmgott svefn- herbergi. Opið eldhús. Úr stofu er gengið út í sólskála og þaðan í sérgarð með rólum og fl. Í sameign er geymsla, sam. þvottahús og þurrkherbergi ásamt hjóla- og vagnageymslu. VERÐ 11,9 MILLJ. VESTURBERG - 2JA HERBERGJA ÚTSÝNISÍBÚÐ Góð íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi með glæsilegu útsýni. Gangur með skáp. Baðherbergi með flís- um og baðkari. Eldhús, eldri innrétting. Stofa og borðstofa í alrými, útgengt á svalir með frá- bæru útsýni. Rúmgott svefnherbergi með góðum skápum. Einstakt útsýni úr íbúðinni. Flísar og plastparket á flestum gólfum. Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvottahús á hæð. Sér- geymsla í kjallara. Verð 11,1 millj. SÍÐUMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI MJÖG GOTT 605,8 FM SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á 2. HÆÐ Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA Í REYKJAVÍK. Húsnæðinu hefur verið mjög vel haldið við, og er það tilbúið fyrir hverskonar skrifstofustarfsemi. Tveir inngangar, þannig að mjög auðvelt er að skipta húsnæðinu í tvennt. Húsnæðið skiptist í skrifstofur, stóran fundarsal, gott eldhús/mötuneyti og góða mót- töku. Næg bílastæði. Verð 65 milljónir. NAUSTABRYGGJA - GLÆSILEG Stórglæsileg 143,8 fm PENTHOUSE-íbúð á góðum stað við Naustabryggju í Reykjavík. Bílskýli fylgir eigninni. Um er að ræða fimm herbergja glæsiíbúð með góðu útsýni á tveimur hæðum. Allar innréttingar og gólfefni mjög vönduð. Komið inn í stórt alrými sem samanstendur af holi, stofu, borðstofu og eldhúsi. Mjög mikil lofthæð eða um 6 metrar sem gefur íbúðinni mikið. Á neðri hæð er einnig svefnherbergi og gestasnyrting. Gengið er upp afar fallegan stiga á aðra hæð. Þar eru 3 svefnherbergi og fallegt baðherbergi. Sér þvottahús í íbúð. Stórir og miklir gluggar sem gefa mikla birtu. Þrjár svalir, þar af verönd á þaki með skjólgarði og frábæru út- sýni. Verð 34,9 millj. ERUM MEÐ ÁKVEÐINN KAUPANDA SEM VANTAR 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ, 80-90 FM MEÐ BÍLSKÚR. STAÐSETNING SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI. AÐILINN ER SJÁLFUR MEÐ 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ GÓÐU ÚTSÝNI. SKIPTI KOMA TIL GREINA. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR ÚLFAR Á FOSS Í SÍMA 897-9030. HÁTÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 FAX 5 12 12 13 Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali www.foss.is foss@foss.is Reykjavík – Hjá Eignamiðlun er nú til sölu fallegt og virðulegt ein- býlishús við Unnarstíg 8, rétt við Landakot. Þetta er járnklætt timb- urhús á steyptum kjallara og byggt árið 1907. Bílskúr fylgir húsinu. Húsið skiptist þannig, að á 1. hæð er anddyri, tvö herbergi, eld- hús og tvær stofur. Í kjallara eru tvö herbergi, snyrting, þvottahús og geymsla. Í risi eru tvö herbergi og baðherbergi. Möguleiki er að fjölga herbergjum í risi. Gengið er inn í húsið baka til upp fallegar steyptar tröppur á 1. hæð. Þaðan er komið inn í and- dyri, en til vinstri er gott herbergi og við hlið þess er eldhús með eldri innréttingu. Úr anddyri er gengið inn í tvær samliggjandi stofur með stórum gluggum og mikilli lofthæð. Úr annarri stof- unni er gengið inn í svefnherbergi með skápum. Í risi er komið upp í hol. Bað- herbergið er með baðkari og gömlum tækjum, en herbergin eru tvö, misstór, björt og með stórum gluggum. Auðvelt er að gera þrjú herbergi í risi. Úr anddyri er gengið niður í kjallarann, en þar eru tvö góð íbúðarherbergi, þvottahús og rúm- góð geymsla. Ekki er full lofthæð í kjallara. Fyrir um 15 árum var húsið endurnýjað töluvert, m.a. járn, gler og gluggar ásamt rafmagni. Húsinu fylgir 18 ferm. bílskúr. Húsið er skráð 280 ferm. skv. Fasteignamati ríkisins en er minna eða ca. 240–250 ferm. Ásett verð er 39,5 millj. kr. Þetta er járnklætt timburhús á steyptum kjallara og með bílskúr. Ásett verð er 39,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignamiðlun. Unnarstígur 8 Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýs- ingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dag- blaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskatt- skyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fast- eignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríkisins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni. Minnisblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.