Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 1
2005  MÁNUDAGUR 7. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SÖGULEGUR SIGUR HJÁ GERPLU / C8 ÍTALSKA knattspyrnusambandið staðfesti formlega á laugardaginn að Ítalir myndu mæta Íslendingum í vin- áttulandsleik þann 30. mars og að hann yrði leikinn í Padova á Norður-Ítalíu. Padova er skammt vestan við Feneyjar og þangað er um tveggja tíma akstur í austur- átt frá Mílanó. Leikurinn fer fram á Stadio Euganeo leikvanginum, sem rúmar 32.366 áhorfendur og er stærri en vellir sjö félaga í 1. deild enda lék félagið um skeið á meðal þeirra bestu, síðast 1996. Padova er hinsvegar í ítölsku 3. deild- inni, C1, um þessar mundir og þar á aðeins eitt félag stærri heimavöll. Það er hið fornfræga félag Napoli en völlurinn þar rúmar 78 þúsund manns. Ítalir ætluðu að leika vináttuleik í Austurlöndum fjær eða í Katar á þessum degi en hættu við það og buðu Ís- lendingum til leiks í staðinn. Báðar þjóðirnar leika í undankeppni HM fjórum dögum áður, laugardaginn 26. mars. Íslendingar gegn Króötum í Zagreb og Ítalir gegn Skotum í Mílanó. Leikurinn gegn Ítölum í Padova Tillagan er byggð á niðurstöðuvinnuhóps sem komið var á fót eftir fund stjórnar HSÍ með for- mönnum félaganna í síðasta mánuði en þar kom fram eindreginn vilji til að breyta keppnisfyrirkomulagi Ís- landsmótsins. Ennfremur benti skoðanakönnun sem skrifstofa HSÍ gerði meðal þjálfara og forráða- manna í sömu átt en niðurstaða hennar var lögð fram á formanna- fundinum. Öll lið í einni deild næsta vetur Næsta vetur, 2005-2006, verða öll meistaraflokkslið í einni deild, bæði í karla- og kvennaflokki. Ef lið eru níu eða færri, eins og búast má við í kvennaflokki, verður leikin þreföld umferð, en ef þau eru tíu eða fleiri, verður spiluð tvöföld umferð. Í dag eru meistaraflokkslið karla 14 tals- ins og miðað við það yrðu 26 leikir á lið næsta vetur. Liðið sem vinnur deildina verður Íslandsmeistari. Átta efstu liðin á Íslandsmótinu 2005-2006, vinna sér síðan keppnis- rétt í nýrri úrvalsdeild sem fyrst verður keppt í veturinn 2006-2007. Lið sem enda í níunda sæti og neðar verða í 1. deild þann vetur. Til viðbótar verður komið á nýrri keppni, deildabikar HSÍ, en um hann leika fjögur efstu lið Íslandsmótsins, að því loknu. Þá er í tillögunni kveðið á um hvernig Evrópusætum skal úthlutað.  Íslandsmeistari fær sæti í Meist- aradeild Evrópu.  Bikarmeistari fær sæti í Evrópu- keppni bikarhafa.  Deildabikarmeistari fær sæti í EHF-bikarnum.  Annað sæti á Íslandsmóti gefur sæti í Áskorendabikarnum, ann- ars næsta sæti þar á eftir sem skipað er liði sem ekki hefur feng- ið sæti í annarri Evrópukeppni. Guðmundur Stephensen varði titilsinn að venju og bætti tólfta Ís- landsmeistaratitlinum í safnið – hann sigraði einnig í tvenndarkeppni með Magneu Ólafs og tví- liðaleik með Markúsi Árnasyni. Í kvennaflokki vann Guðrún Björnsdóttir sinn fyrsta Íslands- meistaratitil í meistaraflokki, sigraði Kristínu Hjálmarsdóttur örugglega 4:0 í úrslitaleiknum en þær leika báð- ar með KR. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Halldóra Ólafs, gat ekki varið titil sinn vegna meiðsla. Guðrún sigr- aði einnig í tvíliðaleik en þar lék hún einmitt með Kristínu. „Við Kristín erum búnar að eigast við lengi, æfum og spilum saman þannig að ég þekkti hennar leik vel. Ég bjóst þó ekkert frekar við að sigra, leikur minn small einfaldlega saman á besta tíma – í úrslitaleikn- um,“ sagði Guðrún. Nokkuð óvænt úrslit voru í 1. flokki karla þar sem KR-ingurinn Davíð Jónsson sigraði Íslandsmeist- arann frá því í fyrra, Daða Frey Guð- mundsson. Hins vegar kom þrefald- ur sigur Guðmundar Stephensens ekki neinum á óvart. „Keppnin hér verður alltaf léttari og léttari þar sem ég geri ekkert annað en að æfa og keppa, er því kominn svolítið langt fram úr keppendum á Íslandi. Ann- ars er mikið að gerast hjá liðinu mínu, Malmö, um þessar mundir. Það er komið í undanúrslit og skemmtileg og krefjandi verkefni framundan. Ég hef einnig spilað vel að undanförnu og sloppið alveg við meiðsli og leiðindin sem þeim fylgja,“ sagði Guðmundur Stephensen glað- lega eftir að hafa unnið tólfta Ís- landsmeistaratitilinn í röð, hvort sem er í meistaraflokki eða tvíliðaleik. LÍF og fjör var í íþróttahúsi TBR um helgina þegar Íslandsmótið í borðtennis fór fram í 35. skipti. Að sögn Helga Þórs Gunnars- sonar alþjóðadómara fór mótið mjög vel fram og var hann ánægður með aukna fjölbreytni keppnisliða í ár en alls tóku átta félög þátt, til að mynda komu ellefu keppendur úr liði Dímon- ar á Hvolsvelli, þar sem íþróttin er í miklum blóma, og átti liðið sigurvegara í 2. flokk kvenna, Örnu Þöll Hjartardóttur. Annars var Víkingur sigurvegari móts- ins, átti sigur í fimm flokkum en KR kom þar næst á eftir með þrjá titla. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Björnsdóttir úr KR, Íslandsmeistari í einliðaleik og tví- liðaleik kvenna í borðtennis, var einbeitt á svip í gær. Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi varð þrefaldur Íslands- meistari í borðtennis í gær og í tólfta sinn í einliðaleik. Andri Karl skrifar Guðmundur óstöðvandi Handknattleikssamband Íslands leggur til að úrslitakeppnin verði lögð niður Átta liða úrvalsdeild frá haustinu 2006 STJÓRN Handknattleikssambands Íslands leggur fram tillögu á ársþingi sambandsins um næstu helgi, þess efnis að úrslitakeppni verði lögð niður á Íslandsmóti karla og kvenna frá og með næsta tímabili, og frá og með haustinu 2006 verði leikið í 8 liða úrvals- deildum hjá báðum kynjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.