Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 2

Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ERNIE Els frá Suður-Afríku sigraði á Dubai- mótinu í golfi en annar varð Spánverjinn Miguel Angel Jiminez en hann var einu höggi á eftir Els. Stephen Dodd frá Wales varð þriðji. Els tryggði sér sigur með því að leika síðustu holuna á erni (–2) en hann setti niður um 5 metra pútt og lék á þremur höggum en Jimenez þrípúttaði á síðustu holunni og missti þar með af sigrinum. „Þetta pútt er eitt af þeim bestu á mínum ferli,“ sagði Els eftir að hafa landað 19. sigri sín- um á Evrópumótaröðinni. „Mér leið vel áður en ég púttaði og var sannfærður um að það færi of- an í. Og það var ljúft að sjá þegar boltinn datt of- an í holuna. Mótið var mikilvægur undirbúning- ur fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, og ég þurfti nauðsynlega að sigra. Eftir þriggja vikna frí er ekki slæmt að byrja vinnutörnina með sigri – þetta var mjög mikilvægur sigur og stór áfangi að mínu mati,“ sagði Els sem lék á 269 höggum samtals eða 19 undir pari en Jimenez og Dodd voru jafnir á 18 undir pari. Fyrir lokadaginn var Jimenez einu höggi betri en Els en Jimenez lék á 70 höggum á síð- asta hringnum á meðan Dodd var á 66 höggum og Els á 68 höggum. Skotinn Colin Montgomerie varð fjórði á 272 höggum eða 16 undir pari. Þetta er í þriðja sinn sem Els sigrar í Dubai en hann er í þriðja sæti heimslistans sem stendur en færist nær þeim Tiger Woods og Vijay Singh eft- ir sigurinn. Els hafði fyrir mótið ekki sigrað á þessu ári en hann tók sér þriggja vikna frí fyrir mótið og dvaldi heima með fjölskyldu sinni til þess að hlaða rafhlöðurnar eins og hann orðaði það sjálf- ur. Els mun taka þátt á móti sem fram fer í Katar í næstu viku en eftir það mót mun hann leika á ný á bandarísku mótaröðinni og undirbúa sig fyrir fyrsta stórmót ársins – Mastersmótið á Augusta-vellinum. Els sigraði á Dubai-mótinu 1994 og 2002. Lokakaflinn var magnaður hjá Ernie Els á Dubai-mótinu PÉTUR Eyþórsson úr KR og Soffía Björnsdóttir úr HSÞ urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í glímu á laugardaginn en þá fór þriðja og síðasta umferðin í Meistaramóti Íslands fram í íþrótta- húsi Hagaskóla í Reykjavík. Pétur sigraði bæði í opnum flokki karla og -85 kg flokki karla á mótinu og varð þar með Íslandsmeistari í báðum flokkum. Soffía varð í öðru sæti í +65 kg flokki á laugardaginn og í fjórða sæti í opnum flokki, og það dugði henni til að hreppa Íslandsmeistaratit- ilinn í báðum flokkunum. Stefán Geirsson, HSK, varð Íslandsmeistari í +85 kg flokki karla, Pétur Þórir Gunnarsson, HSÞ, í unglingaflokki karla, og Ragnheiður Jara Rúnarsdóttir, UÍA, í -65 kg flokki kvenna. HSK sigraði í heildarstigakeppni félaga, HSÞ varð í öðru sæti og KR í þriðja sæti. HSK varð stigahæst í kvennaflokki en KR í karlaflokki. Pétur og Soffía sigruðu tvöfalt ■ Úrslit /C7 RÓBERT Gunnarsson skoraði 11 mörk á laugardaginn þegar lið hans, Århus GF, mætti Kolding í uppgjöri tveggja efstu liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Það nægði ekki Ár- ósaliðinu því Kolding sigr- aði, 41:36, og náði með því þriggja stiga forystu í deild- inni, er með 31 stig en Århus GF 28 og GOG er í þriðja sæti með 26 stig. Fjögur efstu liðin leika til úrslita um meistaratitilinn. Sturla Ásgeirs- son skoraði 3 mörk fyrir Århus GF í leiknum. Róbert, sem tók á dögunum við stöðu fyrirliða Århus GF, er sem fyrr lang markahæstur í deildinni. „Kolding leikur frábæran sóknarleik og vinnur deildina örugglega. Okkar markmið er að komast í úrslitin, helst í öðru sæti, og við getum skákað Kolding þegar að úrslitakeppninni kemur,“ sagði Erik Veje Rasmussen, þjálfari Århus GF.  Gísli Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Fredericia sem tapaði á heimavelli, 21:27, fyrir Tvis/Holste- bro í úrvalsdeildinni í gærkvöld. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og þeg-ar tíu mínútur voru búnar var munurinn sjö mörk. Þá kom besti leikkafli Hauka í leiknum og náðu þeir að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé. Jafn- ræði var með liðunum fyrstu tíu mín- útur síðari hálfleiks en þá skellti Jó- hann Ingi Guðmundsson í lás í Eyjamarkinu og skoruðu Haukarnir ekki mark í tíu mínútur. Eyjamenn náðu þá sjö marka forystu á nýjan leik og eftir það fjaraði leikurinn út og Eyjamenn fögnuðu sigri á efsta liði deildarinnar annan leikinn í röð. Jóhann Ingi var frábær seinni hluta síðari hálfleiks og varði meðal annars tvö vítaköst. Það skipti máli sem og enn einn stórleikur Tite Kal- andadze sem gerði átta mörk. Kári Kristjánsson kom inn á línuna hjá ÍBV seinni hluta leiksins og stóð sig mjög vel, skoraði þrjú mörk og fisk- aði auk þess tvö vítaköst. Haukarnir náðu sér engan veginn á strik. Inn- koma Ásgeirs Arnar skipti þar engu en hann og Birkir Ívar í markinu voru þeirra bestu menn. „Menn voru greinilega ekki til- búnir í þennan leik, leikmenn voru ekki á tánum og því fór þetta svona.“ Hann sagði að það hefði vantað upp á hreyfingu í vörninni. „Þegar þeir komust fram hjá einum varnarmanni þá vantaði að næsti kæmi og hjálp- aði,“ sagði Birkir Ívar við Morgun- blaðið. Leikmenn og þjálfari ÍBV í fjölmiðlabanni Þegar leitað var til þjálfara ÍBV, Erlings Richardssonar eftir leikinn sagði hann að leikmenn ÍBV sem og hann væru komnir í fjölmiðlabann. Benti hann á Kristin Guðmundsson aðstoðarþjálfara sem var á leið í sjónvarpsviðtal og sagði hann tala við alla fjölmiðla fyrir hönd ÍBV. Þegar Erlingur var inntur eftir ástæðu fyrir banninu sagði hann að of oft hefðu blaðamenn haft rangt eftir þeim. Hann kannaðist þó ekki við að blaðamenn Morgunblaðsins hefðu gert sig seka um það. Þetta eru afar hörð viðbrögð en Eyjamenn hafa tvívegis talið sig þurfa að leið- rétta það sem haft hefur verið eftir þeim í fjölmiðlum, fyrst Erlingur og síðar Roland Eradze. Hvort þetta eru ástæðurnar skal ósagt látið en hart er það ef það bitnar á blaða- mönnum sem vinna starf sitt af heil- indum og hafa ekki orðið vísir að því að hafa rangt eftir leikmönnum né forráðamönnum ÍBV. Það hlýtur að vera val blaðamanns við hvern hann ræðir eftir leik, enda misjafnt hverj- ir eru í sviðsljósinu leik frá leiks og nauðsynlegt íþróttarinnar vegna að fá sem fjölbreyttust sjónarmið leik- manna og forráðamanna félaganna. Eins skal það tekið fram að Páll Ólafsson þjálfari Hauka neitaði að koma í viðtal eftir leikinn og sagðist ekkert hafa að segja. Slík viðbrögð sem og fjölmiðlabann leikmanna ÍBV er ekki til þess fallið að auka hróður íþróttarinnar sem hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ásgeir Örn með Haukum á ný Ásgeir Örn Hallgrímsson spilaði sinn fyrsta leik eftir uppskurð í Eyj- um á laugardag. Hann byrjaði þó á bekknum en kom fljótlega inn á þeg- ar halla fór undan fæti hjá liðinu. Hann fór rólega af stað en skoraði sex mörk í leiknum og virtist í góðu formi. Verður athyglisvert að fylgj- ast með honum það sem eftir er vetr- ar og ljóst að innkoma hans styrkir lið Hauka mikið. Þriðja tap KA í röð Ég held að við höfum náð að skorahátt í fimmtán mörk í leiknum úr hraðaupphlaupum og á því bygg- ist okkar styrkur og við vitum það. Okkur tókst að koma okkur þannig inn leikinn og héldum það út. Ég er mjög ánægður með stigin, og mjög sáttur við leikinn í heild fyrir utan tíu mínútna kafla,“ sagði Júlíus Jónas- son, þjálfari ÍR, eftir sigurinn á KA, 35:32, í Austurbergi á laugardag. „Ég held að við séum að stefna í rétta átt en við megum ekki gleyma okkur í eina einustu mínútu því þetta er allt svo jafnt. Við erum búnir að setja stefnuna á að tryggja okkur eitt af fjórum efstu sætunum, út af heimaleikjarétti og ef eitthvað annað opnast þá erum við klárir að grípa það tækifæri,“ sagði Júlíus. Eins og fram kemur hjá Júlíusi þá tókst KA-mönnun ekki að stöðva hraðaupphlaup ÍR-inga og það skipti sköpum í leiknum. KA-menn voru lengi að skila sér aftur í vörnina og „rakettann“ Ragnar Helgason skor- aði hvað eftir annað úr hraðaupp- hlaupum. ÍR-ingar voru því skrefinu á undan allan leikinn og í síðari hálf- leik var lítil spenna þó svo KA-menn næðu að saxa á forskotið í blálokin með því að leika maður á mann vörn. Auk Ragnars var Hannes Jónsson duglegur að skora og markvarða- parið Ólafur Gíslason og Hreiðar Guðmundsson varði vel að vanda. Varnarleikur ÍR var einnig góður og vörðu þeir mörg skot í hávörninni. Hjá KA var ÍR-ingurinn fyrrver- andi; Bjartur Máni Sigurðsson best- ur og nýtti færin sín frábærlega vel í hægra horninu. Hann sagði að KA menn hefðu vitað að hraðaupphlaup ÍR-inga væru lykillinn að þeirra leik en samt hefði ekki tekist að stöðva þau: „Ef menn eru að missa boltann á miðsvæðinu gegn ÍR þá refsa þeir umsvifalaust. Við náðum því aðeins niður á tímabili í seinni hluta fyrri hálfleiks en náðum þeim aldrei í síð- ari hálfleik. Við þurfum að aga sókn- arleikinn okkar ögn betur í næstu leikjum, en hann er á köflum nokkuð óagaður. Við höfum sýnt að við get- um spilað fína vörn en það bara telur ekki þegar við erum að missa bolt- ann í sókninni og fá á okkur hraða- upphlaup. Deildin er mjög jöfn og við stefnum á að ná einu af fjórum efstu sætunum og við getum það vel,“ sagði Bjartur. Auðveldur sigur ÍBV á Haukum ÍSLANDSMEISTARAR Hauka voru langt í frá sannfærandi þegar þeir heimsóttu ÍBV á laugardaginn. Þeir komust aldrei í takt við leikinn og sigruðu Eyjamenn með fimm marka mun og í raun var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur urðu 30:25 eftir að ÍBV hafði náð sjö marka forystu í fyrri hálfleik og átta marka forystu í síðari hálfleik. Með sigrinum hafa Eyjamenn galopnað baráttuna í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deildinni, og geta enn komist í efri hluta deildarinnar. Þá lögðu ÍR-ingar KA að velli í Austurbergi, 35:32. Sigursveinn Þórðarson skrifar Kristján Jónsson skrifar Ellefu mörk Róberts ekki nóg Róbert  ALEXANDER Petersson skoraði 6 mörk fyrir Düsseldorf sem vann Pfullingen, 28:27, í botnslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laug- ardaginn. Markús Máni Michaelsson var ekki á meðal markaskorara Düsseldorf sem komst uppfyrir Minden og úr næstneðsta sætinu, og er nú stigi á eftir Pfullingen.  EINAR Hólmgeirsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt sem vann Minden á útivelli, 28:22, í öðrum fallslag og fjarlægðist með því neðstu liðin. Snorri Steinn Guðjóns- son lék ekki með Grosswallstadt vegna veikinda og Patrekur Jóhann- esson skoraði ekki fyrir Minden.  BJÖRGVIN Þór Rúnarsson lék með ÍBV gegn Haukum í úrvals- deildinni í handknattleik á laugar- dag. Björgvin lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og skellti sér á sjóinn. Hann var fenginn aftur inn í hópinn þar sem hægri hornamaður ÍBV, Samúel Ívar Árnason var tæp- ur. Hann meiddist síðan í upphafi síðari hálfleiks og leysti Björgvin hann af hólmi. Björgvin stóð sig nokkuð vel, skoraði tvö mörk en var helst til harðhentur í vörninni og fékk í tvígang að hvíla sig í tvær mín- útur.  SÆNSKU tvíburasysturnar Sus- anna og Jenny Kallur komu fyrstar í mark í 60 metra grindahlaupi á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Madríd á Spáni. Susanna hljóp á 7,80 sekúndum en Jenny var aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir systur sinni. Tími Susanna er besti tími ársins. Í 60 metra grindahlaupi karla kom Ladji Doucoure frá Frakklandi fyrstur í mark en hann hljóp á 7,50 sekúndum en þrír keppendur voru dæmdir úr leik í úrslitahlaupinu vegna þjófstarts.  ROMAN Sebrle frá Tékklandi sigraði í sjöþraut karla en hann fékk 6.232 stig en annar varð Aleksandr Pogorelov frá Rússlandi en hann var með 6.111 stig.  NAIDE Gomes frá Portúgal sigr- aði í langstökki kvenna með stökki upp á 6,70 metra á sunnudag en keppnin var mjög sérstök þar sem Bianca Kappler frá Þýskalandi var krýnd sem sigurvegari á laugardag með stökki upp á 6,96 metra. En dómarar keppninnar fóru yfir mæl- ingar á stökki Kappler og kom í ljós að mistök voru gerð við mælinguna og keppnin þurfti því að fara fram á ný. Kappler neitaði hins vegar að taka þátt í keppninni á sunnudag þar sem aðeins sjötta og síðasta umferð keppninnar var endurtekin. Kappler fékk engu að síður bronsverðlaun frá mótsstjórn. FÓLK BJÖRGVIN Björgvinsson frá Dalvík endaði í fimmta sæti á alþjóðlegu FIS móti í svigi í Crnana Koroskem í Slóveníu í gær. Björgvin, sem var með rásnúmer 22, var með 13. besta tíma eftir fyrri umferð og átti besta tíma í þeirri síðari, þar sem hann var einni sekúndu á undan næsta manni. Fyrir mótið fær Björgvin 17,3 FIS punkta og er það besti árangur hans til þessa. Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, var með 10. besta tíma eftir fyrri umferð en tókst ekki að ljúka við þá síðari. Sindri Már Pálsson, Breiðabliki, og Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, tóku einnig þátt en helt- ust úr lestinni í fyrri umferð mótsins. Besti árangur Björgvins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.