Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 C 3 HERMANN Maier frá Austurríki fagnaði sigri á heimsbikarmóti í risasvigi í Kvitfjell í Noregi í dag og er þetta í 50. sinn sem Maier sigrar á heimsbikarmóti. Didier Defago frá Sviss varð annar og Bandaríkja- maðurinn Daron Rahlves þriðji. Maier jafnaði þar með við ítalska skíðakappann Alberto Tomba sem sigraði á 50 heimsbikarmótum á sínum ferli en metið er í eigu Svíans Ingemar Stenmark sem vann 86 heimsbikarmót. Hinn 32 ára gamli Maier kom í mark á tímanum 1.32,98 mín., en Defago var 0,83 sekúndum á eftir Maier en Rahlves var 0,88 sekúnd- um á eftir sigurvegaranum. Maier sagði að hann væri að sjálf- sögðu ánægður með sigurinn. Hann telur þó að hann eigi langt í land með að ná fyrri styrk en hann slas- aðist alvarlega í umferðarslysi fyrir nokkrum misserum. „Ég veit ekki hvort ég næ að standa undir nafninu „Herminator“ á ný, þar sem ég hef breyst svo mik- ið. En ég er á réttri leið og verð örugglega sterkari á næsta keppn- istímabili og á Ólympíuleiknum ár- ið 2006,“ sagði Maier. Benjamin Raich frá Austurríki varð fjórði og Bandaríkjamaðurinn Bode Miller fimmti, en Miller er í efsta sæti í samanlögðum árangri á heimsbikarmótum vetrarins, með 52 stigum meira en Raich sem er annar. Síðustu heimsbikarmót vetr- arins verða í næstu viku í Lenzer- heide í Sviss. Hermann Maier upp að hliðinni á Alberto Tomba ÍSLENSKIR þjálfarar tókust í fyrsta skipti á sem stjórnendur er- lendra liða í Evrópukeppni þegar Bregenz mætti Magdeburg í EHF- bikarnum í handknattleik á laugardaginn. Alfreð Gíslason hafði þar betur gegn Degi Sigurðssyni því Magdeburg náði að knýja fram sig- ur, 30:28, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leik liðanna á sínum heimavelli. Sæti í undanúrslitum keppninnar er í húfi. Dagur átti stórgóðan leik sem leikstjórnandi Bregenz og skoraði sjálfur 2 mörk í leiknum. Arnór Atlason skoraði eitt marka Magde- burg en markahæstur hjá þýska liðinu var Stefan Kretzschmar með 8 mörk. Uppselt var á leikinn í Bregenz og 2.500 áhorfendur sáu viður- eign liðanna. Alfreð hafði betur gegn Degi VALUR varð Reykjavíkur- meistari kvenna í knattspyrnu fimmta árið í röð á laugardag- inn með því að gjörsigra KR, 8:0, í úrslitaleik mótsins. Vals- konum nægði jafntefli í leikn- um vegna hagstæðari marka- tölu en liðin voru jöfn að stig- um fyrir hann. Margrét Lára Viðarsdóttir lék KR-vörnina grátt og skoraði 4 mörk en hin mörkin gerðu þær Dóra María Lárusdóttir, Laufey Ólafsdótt- ir, Málfríður Sigurðardóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir. Valur vann alla fimm leiki sína í mótinu og skoraði 59 mörk, tæplega 12 mörk að meðaltali í leik, og fékk aðeins tvö mörk á sig. Yfirburðir Vals í úrslitaleik Vörn HK var í byrjun þétt svo aðsóknarleikur Víkinga varð oft ráðaleysislegur. Það var því tekist á en á 11. mínútu var Brjánn Bjarnason varnarjaxl Víkinga rekinn útaf fyrir að setja út á dóm, nokk- uð harður dómur sem fór illa í Vík- inga og þeir eyddu miklu púðri í að kvarta í dómurum leiksins á meðan HK sallaði inn mörkum svo að á 18. mínútu var staðan 12:4 fyrir HK og í hálfleik 19:10. Eftir hlé tókst Víkingum að saxa á forskotið enda búnir að ná að ein- beita sér meira að leiknum og minna að dómurunum. Í raun var það mjög gott hjá þeim því oft var mikið mis- ræmi í dómum. Þeir náðu að minnka forskotið niður í 7 mörk en eftir rúm- ar tuttugu mínútur kom slakur kafli og slíkt létu HK-menn ekki segja sér tvisvar, skoruðu 5 mörk í röð og gerðum út um leikinn. Víkingar náðu ekki fram sínu besta, voru ekki alveg tilbúnir í byrj- un og var refsað fyrir það. Svo þegar þeir fengu á sig nokkra dóma, suma fyrir litlar sakir og aðra sanngjarna, misstu þeir einbeitinguna og það gengur ekki, sérstaklega ekki gegn kraftmiklu liði eins og HK. Þeim tókst þó um tíma að spila vel en það dugði ekki. „Þetta er skelfilega sárt og svíður rosalega að vera flengdur á heimavelli en við höfum sennilega ekki verið tilbúnir í leikinn og það má segja að HK hafi klárað okkur á fyrstu tuttugu mínútunum,“ sagði Reynir Þór Reynisson fyrirliði og markvörður Víkinga. Staða Víkinga er ekki góð, næst neðstir í úrvals- deildinni. „Ef það er einhvern tím- ann tímabært að hysja upp um sig brækurnar þá er það núna og ég bið fólk, okkur í liðinu og fólkið í kring- um það, að gefast ekki upp og halda áfram að styðja okkur. Þetta kemur hjá okkur og við ætlum sannarlega að mæta sterkir í næsta leik.“ Aðra sögu má segja af HK-mönn- um. Þeir byrjuðu af krafti og slógu ekki af fyrr en góðri forystu var náð. „Við byrjuðum vel og slógum Vík- inga útaf laginu,“ sagði Haukur Sig- urvinsson fyrirliði HK kampakátur eftir leikinn. „Við fórum í smá lægð eftir bikarleikinn og fundum okkur aldrei gegn ÍBV í Eyjum svo að við urðum að gera út um þennan leik al- mennilega. Það tókst, við náðum stemmningu í liðið og gerðum ná- kvæmlega það sem við ætluðum okk- ur. Við urðum að sýna hvað í okkur býr, við erum að mínu mati með langmestu breiddina í deildinni og nýttum hana í dag. Nú er allt komið í lag og við komnir á toppinn, þar sem við viljum vera.“ CIUDAD Real sigraði Fotex Vezsprém frá Ungverjalandi, 29:22, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik á laugardaginn og fer því með sjö marka forskot í þann síðari sem fram fer í Ungverjalandi um næstu helgi. Ólafur Stefánsson skor- aði 2 mörk fyrir Ciudad í leiknum en markahæstir hjá spænska liðinu voru Mirza Dzomba með 7 mörk, Hussein Zaky með 6 og Talant Dujshebaev með 5 mörk. Ciudad varð fyrir miklu áfalli í leiknum þegar markvörðurinn Arp- ard Sterbik slasaðist illa á hné og hann leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Logi Geirsson og félagar í Lemgo eiga litla möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar eftir tap á heimavelli, 29:33, gegn Celje Lasko frá Slóveníu í 8-liða úrslitunum á laugardaginn. Liðin mætast aftur í Celje um næstu helgi. Logi átti góð- an leik með Lemgo og skoraði 6 mörk en Florian Kehrmann var markahæstur hjá þýska liðinu með 8 mörk. Siarhei Rutenka gerði 9 mörk og Eduard Kokcharov 8 fyrir Evr- ópumeistarana í Celje Lasko. Gunnar og Stefán dæmdu stórleik Gunnar Viðarsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu stórleik Kiel og Barcelona í Ostsee-höllinni í Kiel en þar fór þýska liðið með sigur af hólmi, 30:25, frammi fyrir 12 þúsund áhorfendum. Gunnar og Stefán höfðu nóg að gera og vísuðu leik- mönnum liðanna 10 sinnum af velli, þar af fengu Spánverjarnir sjö brott- vísanir. Johan Pettersson og Markus Ahlm skoruðu 6 mörk hvor fyrir Kiel en Dragan Skrbic skoraði 9 mörk fyrir Barcelona og Iker Romero 5. Ciudad með sjö marka forskot  BJARKI Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, lék ekki með Víkingi gegn HK í úrvalsdeildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Bjarki fékk sýkingu í hné snemma í vikunni og var lagður inn á sjúkrahús. Hann má ekkert reyna á fæturna og mætti í hjólastól til að horfa á lið sitt í gær- kvöld en óvíst er hvort hann getur leikið meira með Víkingum á tíma- bilinu.  ÞÓRÐUR Birgisson, knattspyrnu- maður úr 1. deildarliði KS á Siglu- firði, er til reynslu hjá norska 1. deildarliðinu Strömsgodset þessa dagana. Þórður er 22 ára sóknar- maður og skoraði 13 mörk fyrir KS í 2. deild í fyrra. Hann var eitt ár í röð- um ÍA, 2003, og lék þá tvo leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. Þórður lék æfingaleik með Strömsgodset gegn Alta á laugardag, sem endaði 1:1.  GUÐLAUG Jónsdóttir lagði upp 7 mörk og skoraði eitt sjálf þegar Breiðablik vann stórsigur á Kefla- vík, 8:0, í Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni á laugardaginn. Ólína G. Viðarsdóttir skoraði þrjú markanna. Með þessum sigri er Breiðablik nánast öruggt með efsta sætið í mótinu.  KEFLAVÍK, sem er nýliði í úrvals- deildinni, tefldi fram tveimur skosk- um leikmönnum í leiknum en þær heita Donna Cheyne og Claire McCombe. Cheyne er 27 ára miðju- maður sem hefur leikið með Kilm- arnock og 20 ára landsliði Skotlands. McCombe er 23 ára miðjumaður, einnig frá Kilmarnock, og hefur leik- ið með 18 ára landsliði Skotlands.  STEFAN Holm frá Svíþjóð varð Evrópumeistari í hástökki karla í Madrid á Spáni í gær en hann vippaði sér yfir 2,40 metra og er það besti ár- angur hans innanhúss, en hann hefur stokkið 2,36 metra utanhúss. „Ég er orðlaus yfir þessum sigri, ég trúi því vart að ég hafi rofið múrinn og farið yfir 2,40 metra,“ sagði Holm við sænska fjölmiðla eftir sigurstökkið.  HOLM er þar með komin í hóp þekktra kappa sem hafa stokkið yfir 2,40 metra. Sá síðasti sem stökk yfir þessa hæð var Vjatsejslav Voronin árið 2000 en Holm er sá fyrsti í 11 ár sem afrekar að fara yfir þessa hæð innanhúss. En Javier Sotomayor fór yfir 2,40 metra síðast innanhúss. Að- eins níu stökkvarar höfðu farið yfir 2,40 metra þar til í gær. „Dásamlegt að verða sá tíundi í röðinni,“ sagði Holm eftir sigurinn en hann stökk 59 cm., yfir eigin hæð, er 1,81 metrar á hæð en flestir af bestu hástökkvurum heimsins eru mun hávaxnari en Holm sem varð Ólympíumeistari í fyrra í Aþenu, heimsmeistari innan- húss 2001, 2003 og 2004. Hann fékk silfur á heimsmeistaramótinu árið 2003 og silfur á Evrópumeistara- mótinu 2002. FÓLK Morgunblaðið/Þorkell Karl Magnús Grönvold, leikmaður HK, skýtur að marki Víkinga í sigri Kópavogsliðsins í gær. HK kafsigldi Víkingana EFTIR tvo dapra leiki reif HK sig upp úr lægðinni í og sýndi mátt sinn og megin með því að leggja Víkinga að velli í Víkinni í gærkvöldi í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deildinni, 35:25. Kópavogs- búar kafsigldu Víkinga í byrjun þegar heimamenn létu slaka dóm- ara leiksins ræna sig mestallri einbeitingu. Sigurinn skilar HK í efsta sæti deildarinnar á ný en Víkingar eru eftir sem áður í því næstneðsta og verða nú að spýta í lófana þó ekki sé öll nótt úti enn. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.