Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 5

Morgunblaðið - 07.03.2005, Síða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 C 5 BREIÐABLIK hélt í gær áfram sigurgöngu sinni í deildabikarkeppni KSÍ og lagði úrvalsdeildarlið Fylkis að velli, 2:1, í Egilshöll. Ungt Blikaliðið var betri að- ilinn á löngum köflum og komst í 2:0 með mörkum frá Steinþóri Þorsteinssyni og Ellert Hreinssyni en Björg- ólfur Takefusa minnkaði muninn fyrir Fylki úr víta- spyrnu. Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og er efst í 1. riðli keppninnar. KR-ingar náðu forystunni í 2. riðlinum í gærkvöld með því að sigra Þrótt R., 3:1, í Egilshöll. Arnar Gunn- laugsson skoraði tvö marka KR og Sigmundur Krist- jánsson eitt en Páll Einarsson svaraði fyrir Þrótt, minnkaði þá muninn í 2:1. Völsungar kræktu í fjögur stig Völsungar gerðu góða ferð suður um heiðar um helgina því þeir sóttu þangað fjögur stig og fengu ekki á sig mark. Fyrst unnu þeir HK, 1:0, í Fífunni á föstu- dagskvöldið með marki Hermanns Aðalgeirssonar úr vítaspyrnu, og í gær gerðu Húsvíkingar markalaust jafntefli við Fram í Egilshöll. Völsungar áttu í vök að verjast í báðum leikjum en héldu sínum hlut með sterk- um varnarleik og góðri markvörslu Björns H. Sveins- sonar. Þórsarar töpuðu tvívegis í Reykjaneshöll Þórsarar fengu hins vegar ekkert stig úr sinni suð- urferð því þeir léku tvo leiki í Reykjaneshöll og töpuðu báðum. Fyrst 2:3 gegn ÍA á laugardag og síðan 1:3 gegn ÍBV í gær. Ellert Jón Björnsson, Dean Martin og Gunnlaugur Jónsson komu ÍA í 2:0 og 3:1 en Baldur Sigurðsson skoraði bæði mörk Þórsara og var hársbreidd frá því að jafna á lokasekúndum leiksins. Bjarni Rúnar Einarsson gulltryggði sigur ÍBV á Þór, 3:1, með marki á síðustu mínútunni. Þórsarar höfðu þá sótt talsvert á lokakaflanum eftir að þeir minnkuðu muninn í 2:1. Breiðablik og KR í forystuhlutverkum í deildabikarnum eftir sigra í gær GUÐJÓN Valur Sig- urðsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði 6 mörk fyrir Essen í gær þegar þýska liðið náði jafn- tefli, 29:29, gegn Gra- nollers á Spáni. Þetta var fyrri viðureign lið- anna í átta liða úrslit- um EHF-bikarsins og Essen stendur því vel að vígi fyrir síðari við- ureign liðanna í Þýskalandi um næstu helgi. Essen var yfir lengst af en Granollers sneri leiknum sér í hag undir lokin. Mark Schmetz jafnaði fyrir Essen þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Auk Guðjóns Vals voru í aðal- hlutverkum hjá Essen þeir Vikt- or Szilagy með 7 mörk, Schmetz og Oleg Vel- yky sem gerðu 6 mörk hvor, ásamt Chrischa Hannawald markverði sem lék mjög vel. Pat- rik Cavar var atkvæða- mestur hjá Granollers með 12 mörk. Flensburg beið afhroð Þýsku meistararnir í Flensburg fengu aftur á móti óvæntan skell í gær. Þeir sóttu heim Montpellier, frönsku meist- arana, í Meistaradeild Evrópu og biðu þar afhroð, 36:22. Grégory Anquetil, hornamaðurinn eld- fljóti, skoraði 9 mörk fyrir Mont- pellier sem er með pálmann í höndunum. Guðjón Valur með sex gegn Granollers ERRY Henry, sóknarmaður Arsenal og nska landsliðsins í knattspyrnu, er æfur yfir ri sekt sem Luis Aragones fékk frá spænska ttspyrnusambandinu fyrir ummæli sín um ry fyrr í vetur. Frakkinn hefur skorað á Al- ða knattspyrnusambandið, FIFA, að gera hvað í málinu. Aragones var fyrir helgina taður um 2.000 pund, um 240 þúsund ís- kar krónur, en hann viðhafði mjög ósæmi- orð um Henry við félaga hans hjá Arsenal, e Antonio Reyes, orð sem vísuðu til lit- áttar hans, á æfingu spænska landsliðsins. Forystumenn FIFA segjast ráða ferðinni í ttspyrnunni svo nú er boltinn hjá þeim, þeir ða að skipa spænska knattspyrnusamband- að taka á svona málum af alvöru. Spænska ttspyrnuforystan þarf að fara í naflaskoðun að er greinilegt að henni er nákvæmlega a um kynþáttafordóma. Það eru önnur mi um að hún hefur sektað félög um nokkr- rónur fyrir slíkt framferði. Þetta er hlægi- . Þeir sektuðu Aragones ekki vegna þess að m fyndist hann hafa brotið af sér, heldur a til að sýnast,“ sagði Henry við enska fjöl- la um helgina. rsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sektaður um 15 þúsund pund, 1,8 milljónir na, fyrir að kalla Ruud van Nistelrooy ndlara.“ „Það er nóg að bera saman sektina hann fékk og þá sem ég fékk, og fyrir hvað vorum sektaðir, til að sjá hve létt menn pa frá alvarlegum málum á Spáni,“ sagði nger. Henry vill að FIFA refsi Spán- verjum ANDREA Pirlo sá til þess að AC Milan héldi naumri forystu sinni í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Hann skoraði þá sigurmark liðsins gegn Atalanta í Bergamo, 2:1, með allra síðustu spyrnu leiksins. „Atalanta lék mjög vel og fékk mörg góð færi en við náðum frá- bærum úrslitum sem vonandi lyfta okkur upp fyrir leikinn í Meistara- deildinni,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan en lið hans tekur á móti Manchester United annað kvöld. Jafntefli í Bergamo hefði komið Juventus á toppinn á ný en Juve vann góðan útisigur á Roma, 2:1. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik og sigurmarkið gerði Aless- andro Del Piero úr vítaspyrnu. Leikurinn þótti gróft leikinn og var lítið fyrir augað, enda stöðugt stöðvaður vegna aukaspyrna. AC Milan og Juventus eru jöfn að stigum og með sama markamismun en Mílanóliðið hefur skorað einu marki meira. Mikið einvígi er því framundan í síðustu 11 umferðum deildarinnar. Pirlo var bjargvættur AC Milan Reuters Andrea Pirlo fagnar sigur- marki sínu fyrir AC Milan.  BRYNJAR Björn Gunnarsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Wat- ford síðan í janúar þegar lið hans tapaði, 2:3, fyrir Coventry á heima- velli í ensku 1. deildinni á laugar- daginn. Brynjar Björn meiddist gegn Liverpool í deildabikarnum og var frá keppni í sex vikur. Hann var meðal varamanna en lék síðasta hálftímann. Heiðar Helguson var ekki í liði Watford vegna meiðsla.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem gerði marka- laust jafntefli við QPR á útivelli í ensku 1. deildinni.  BJARNI Guðjónsson sat á vara- mannabekknum allan tímann þegar lið hans, Plymouth, tapaði, 1:0, fyrir Derby County í 1. deild.  JÓHANNES Karl Guðjónsson tók út fyrri leikinn í tveggja leikja banni þegar Leicester tapaði fyrir Nottingham Forest á heimavelli, 0:1, í 1. deild.  ÞÓRÐUR Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson voru ekki í leikmannahópi Stoke City sem vann Brighton, 2:0, í 1. deildinni.  GYLFI Einarsson lék ekki með Leeds vegna meiðsla þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Millwall í 1. deildinni í gær.  HJÁLMAR Þórarinsson hjá Hearts og Þórarinn Kristjánsson hjá Aberdeen léku ekki með liðum sínum í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir hafa báðir verið frá keppni að undanförnu, Þórarinn vegna ökklameiðsla og Hjálmar vegna meiðsla í baki.  GRÉTAR Rafn Steinsson og fé- lagar í Young Boys gátu ekki leikið gegn Aarau í svissnesku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina þar sem heimavöllur liðsins í Bern var fros- inn. Þetta er þriðji leikur Young Boys síðustu vikurnar sem er frest- að af þessum ástæðum.  JEREMY Peace stjórnarformað- ur enska úrvalsdeildarliðsins WBA segir að nígeríski landsliðsmaður- inn Kanu geti farið frá félaginu fari svo að WBA falli úr ensku úrvals- deildinni. Kanu gerði þriggja ára samning við WBA s.l. sumar.  LÖGREGLAN í Manchester og nágrenni hefur hótað að afturkalla leyfi Wigan, efsta liðsins í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, til að spila á heimavelli sínum, JJB-stadium, frá og með deginum í dag. Wigan skuldar um 36 milljónir vegna ör- yggisgæslu á heimaleikjum og neit- ar að greiða vegna ósanngjarnar verðlagningar. Dave Whelan, eig- andi Wigan, segir að það nái ekki nokkurri átt að félagið þurfi að greiða um 5,2 milljónir króna fyrir löggæslu á hverjum leik en ná- grannaliðið Preston þurfi aðeins að greiða 900 þúsund krónur fyrir það sama. FÓLK Hermann lék að vanda allan leik-inn með Charlton sem er í átt- unda sæti, aðeins þremur stigum á eftir Liverpool sem er í fimmta sæti, en liðin sem enda í 5. og 6. sæti kom- ast í UEFA-bikarinn.  Baráttan um Evrópusætin harðn- aði enn því Newcastle vann Liver- pool, 1:0, með marki sem Laurent Robert skoraði beint úr aukaspyrnu.  Aston Villa vann Middlesbrough, 2:0, með mörkum frá Martin Laur- sen og Luke Moore.  Tottenham missti af góðu tæki- færi, tapaði 1:0 í Southampton þar sem Nigel Quashie skoraði eina markið, með hörkuskalla, og tryggði sínu liði þrjú mikilvæg stig í fallbar- áttunni.  WBA bætti einnig stöðu sína á botninum með því að sigra Birming- ham, 2:0, með mörkum frá Neil Clement og Kevin Campbell. WBA komst upp fyrir Norwich en er fimm stigum frá því að sleppa úr fallsæti. „Það er gott veganesti að komast úr neðsta sæti deildarinnar. Það er góð- ur áfangi en við vitum að barátta okkar um að halda sæti okkar í deild- inni verður hörð allt til enda. En við erum með meira sjálfstraust fyrir lokabaráttuna en áður,“ sagði Bryan Robson knattspyrnustjóri WBA en hann hrósaði Geoff Horsfield fram- herja liðsins í hástert eftir leikinn.  Blackburn vann óvæntan sigur á Everton á útivelli, 1:0, þar sem Jon Stead skoraði sigurmarkið, 20 mín- útum fyrir leikslok. Blackburn komst með sigrinum sjö stigum frá fallsæti deildarinnar. Everton nýtti hinsvegar ekki tækifæri til að ná ell- efu stiga forskot á granna sína í Liv- erpool í baráttunni um fjórða sætið og þátttökurétt í forkeppni Meist- aradeildarinnar. AP a Bouba Diop, leikmann Fulham í Lundúnaorrustu á laugardaginn. Dýrmæt stig í súg- inn hjá Charlton HERMANN Hreiðarsson og samherjar hans í Charlton misstu af dýr- mætum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Fulham á útivelli í nágrannaslag á laugar- daginn. Charlton fékk nokkur úrvalsfæri til að gera út um leikinn en leikmenn liðsins, sérstaklega Shaun Bartlett, virtust hafa skilið skotskóna eftir í Suðaustur-London. ■ Úrslit / C6 Guðjón Valur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.