Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 8

Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 8
 BERGUR Ingi Pétursson úr FH setti unglingamet í sleggjukasti, bæði í flokkum 19–20 ára og 21–22 ára, á kastmóti í Finnlandi á laug- ardaginn. Hann kastaði 64,80 metra en Íslandsmet Guðmundar Karls- sonar í flokki fullorðinna er 66,28 metrar. Bergur, sem verður tvítug- ur í ár, átti sjálfur gamla metið í 19– 20 ára flokki, 61,36 metra, en það setti hann í fyrra. Jón Sigurjónsson átti hins vegar metið í 21–22 ára flokki, 62,02, sett fyrir 14 árum.  JOACHIM B. Olsen sigraði í kúlu- varpi á Evrópumeistaramótinu inn- anhúss í Madríd á Spáni en hann varpaði kúlunni 21,19 metra. Vé- steinn Hafsteinsson er þjálfari Ol- sens sem fékk bronsverðlaun í grein- inni á Ólympíuleiknum í Aþenu en hann 27 ára og vegur 135 kg. Kastið er það lengsta í Evrópu á þessu ári en annar varð hollendingurinn Rutg- er Smith með 20,79 metra og þriðji varð Spánverjinn Manuel Martinez sem hafði titil að verja á EM en hann kastaði 20,51 metra á heimavelli.  GREG Norman hætti keppni á Dubai-mótinu í golfi áður en önnur umferð hófst á föstudaginn vegna bakmeiðsla. Norman, sem einokaði efsta sæti heimslistans á árum áður, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í síð- asta mánuði, en hann lék á 74 högg- um á fyrsta keppnisdegi mótsins. Norman ætlar sér að leika á móti sem hefst þann 24. mars en um er að ræða fyrsta mótið á mótaröð eldri kylfinga þar sem hann tekur þátt.  JACKSON Richardson, fyrirliði franska landsliðsins í handknattleik, ætlar að hætta hjá Portland á Spáni þegar samningur hans þar rennur út í vor. Richardson, sem er 35 ára, sagði við franska blaðið L’Equipe að hann vildi ljúka ferlinum hjá frönsku félagi. Talið er líklegast að hann gangi til liðs við Paris Handball en Chambéry kæmi einnig til greina. Richardson sagði ennfremur að Barcelona og Flensburg hefðu viljað fá sig í sínar raðir og Portland hefði boðið sér nýjan samning. FÓLK BIKARMEISTARALIÐ Njarð- víkur í körfuknattleik karla hefur samið við tvo banda- ríska leikmenn sem leika með liðinu í úrslitakeppni úrvals- deildarinnar, Intersportdeild, en félagið sagði upp samning- um við Anthony Lackey og Matt Sayman fyrir skemmstu. Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkinga, sagði í gær að Alvin Snow, 24 ára bak- vörður, væri nú þegar kominn til landsins og von væri á öðr- um leikmanni á allra næstu dögum. „Ég vil ekki gefa upp nafnið á þeim leikmanni sem er á leið til landsins að svo stöddu,“ sagði Einar. Snow lék með liði í ABA-deildinni í vetur í Bandaríkjunum og sá leikmaður sem er á leið til landsins lék einnig með liði í ABA-deildinni í vetur. „Sá leikmaður er framherji og vonandi gengur þessi áætlun okkar upp í úrslitakeppinni. Við tökum vissulega mikla áhættu með þessu en við telj- um að þetta sé besti kosturinn í stöðunni,“ sagði Einar en Njarðvík leikur gegn ÍR í átta liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn á föstudaginn í Njarðvík. Snow til Njarðvíkur „ÉG er mjög ánægður,“ sagði Dýri Kristjánsson úr Gerplu en hann vann mikilvæg stig fyrir sitt lið, varð meðal annars stigahæstur á tvíslá og svifrá. „Í dag keppti ég meðal annars í gólfæfingum, sem ég hef ekki gert lengi því ég geri lítið af því í skólanum og hugsaði meira um svifrána og tvíslána, sem eru greinar sem ég er nógu góður í til að keppa fyrir skólaliðið mitt. Ég sé mikinn mun á strákunum hér heima síðan ég keppti hér fyrir fjórum ár- um. Það er gaman að sjá hvað það eru margir strákar með erfiðar æf- ingar, jafnvel litlir guttar sem eru orðnir stærri en ég. Það er líka meiri stemming á þessum mótum. Ég kom til landsins fyrir tveimur dögum síðan og hef reynt að sofa til að koma líkamanum í gott lag eftir langt flug því þegar ég keppti hér fyrir fjórum árum kom ég degi fyrir mót og klúðraði algjörlega,“ bætti Dýri við en hann er á fjórða og síð- asta ári við nám í hagfræði í háskól- anum í Minnaesota. Framtíðin er því björt. „Foreldrarnir vilja að ég komi heim en mig langar að vera lengur í Bandaríkjunum, mér líkar vel þar. Mér þætti gaman að komast á Evrópumót, og ef mér svo gengur vel, af hverju ætti ég ekki að fara á heimsmeistaramót? Ég sé til þegar ég útskrifast. Ég á enn nóg eftir og luma á mörgum æfingum, ég er allt- af að læra þó ég sé orðinn tuttugu og fimm ára gamlingi.“ Alls mættu um 250 keppendur tilleiks og það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Helsta keppnin er í frjálsum æfingum því félögin geta að- eins sent til leiks 5 stúlkur eða 6 pilta sem hafa unnið sig upp í þann flokk. Það er því mikil keppni innan hvers lið um að komast að og margt gott fimleikafólk situr eftir. Þrjú lið voru skráð til leiks í karla- flokki, tvö frá Ármanni og eitt frá Gerplu. Í hverju liði eru 6 keppendur en 5 keppa og fjórar bestu einkunnir telja. Keppt var í gólfæfingum, boga- hesti, hringjum, stökkum, tvíslá og svifrá. Gerpla tefldi fram tveimur sterk- um keppendum, Dýra Kristjánssyni sem keppir og æfir í Bandaríkjunum og Viktori Kristmannssyni, sem er nýkominn úr tveggja mánaða æf- ingaferð. Lærði mjög mikið í Lettlandi „Við vorum alls ekki vissir um að vinna en strákarnir í okkar liði hafa æft mjög vel,“ sagði Viktor Krist- mannsson úr Gerplu en sjálfur var hann við æfingar með Rúnari Alex- anderssyni í Riga í Lettlandi. „Ég lærði mjög mikið þar og hef bætt mig mikið, eins og dómararnir hérna bentu á. Ég er að búa mig und- ir erfiðari æfingar á stóru mótunum til að eiga möguleika þar. Markmiðið er Ólympíuleikar en á Evrópu- mótinu í júní ætla ég að gera mitt besta og hef trú á til dæmis boga- hesti,“ sagði Viktor við Morgunblað- ið. Rúnar að jafna sig eftir uppskurð Ármenningar voru einnig með frambærilega drengi en meiðsli hafa hrjáð þá, Antoni Heiðari Þórólfssyni tókst þó vel upp. Rúnar Alexand- ersson úr Gerplu var ekki með fé- lögum sínum því hann er að ná sér eftir uppskurð á öxl, og Evrópumót framundan. Keppni í kvennaflokki var öllu meira spennandi þar sem keppt var í stökkum, gólfæfingum, jafnvægisslá og tvíslá. Grótta hefur tekið titilinn undanfarin tvö ár en Gerpla hefur með ungum stúlkum saxað á forskot- ið, það sýndi sig á Þorramótinu fyrir rúmri viku og á laugardaginn var ís- inn brotinn. Áttum ekki von á þessu „Við áttum alls ekki von á þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Gerpla vinnur allt,“ sagði Inga Rós Gunnarsdóttir, fyrirliði Gerplu, með bikarinn eftir mótið. „Við mættum til að gera okkar besta og sjá síðan hvert það skilar okkur. Okkur tókst ágætlega upp í heildina enda má lítið út af bregða til að úrslit breytist, það þarf ekki nema eina bogna tá í einni æfingu. Við brutum ísinn með þessu sigri og er- um komnar á bragðið.“ Engu að síður var Sif Pálsdóttir úr Gróttu stigahæst í kvennaflokki en það dugði ekki til. Sjálf er Sif að jafna sig eftir veikindi. „Það er ekk- ert að mér. Það má segja að þetta hafi verið sanngjarnt að þær vinni einhvern tímann eftir að við höfum unnið undanfarin tvö ár. Við tökum þetta bara næsta ár, það er alveg á hreinu,“ sagði Sif. Sögulegur sigur hjá Gerplu BLAÐ var brotið í fimleikasögunni í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Gerpla sigraði í fyrsta sinn í bæði karla- og kvennaflokki á Bikarmótinu í frjálsum æfingum. Reyndar voru piltarnir að vinna 10. árið í röð en stúlkurnar í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum, þegar þær tóku titilinn af Gróttu eftir harða keppni og unnu með 95,4 stigum gegn 94,219. Morgunblaðið/Ómar Inga Rós Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennaliðsins hjá Gerplu, á jafnvægisslánni í Laugardalshöll. Hún vann langþráðan sigur en Inga Rós hefur oft endað í öðru sæti með sínu liði. Morgunblaðið/Ómar Dýri Kristjánsson, fyrirliði karlaliðs Gerplu, í æfingum á boga- hesti í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stefán Stefánsson skrifar „Luma enn á æfingum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.