Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 1
2005  FIMMTUDAGUR 17. MARS BLAÐ D B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SNORRI SKORAÐI 8 MÖRK GEGN ÞÝSKU MEISTURUNUM / D3 ÁRNI Þór Sigtryggsson, leik- maður Þórs á Akureyri, er einn þriggja nýliða í landsliðinu í hand- knattleik, en hann var einnig val- inn í landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri sem þátt tekur í undankeppni HM hér heima um páskana. „Árni hefur leikið mjög vel í vetur og hann átti engan landsleik þannig að mér fannst kjörið að gefa honum tækifæri. Ólafur hefur varið vel í marki ÍR í vetur og Ólafur Víðir leikið vel með HK þannig að ég ákvað að velja þá til að sýna að við fylgjumst með því sem vel er gert hér heima,“ sagði Viggó. Hann sagði Árna fyrst og fremst leika með yngra liðinu en leikirnir sköruðust þannig að hann mundi í það minnsta fá tækifæri í síðasta leiknum gegn Pólverjum. Árni Þór er bróðir Rúnars, fyrrverandi leikmanns landsliðsins. Árni Þór valinn í tvö landslið Árni Þór ÁKVÖRÐUN sænska dómarans Anders Frisk um að hætta að dæma, virðist ætla að vinda upp á sig því í fjölmiðlum í gær kallaði Martin Ingvarsson, sem var fjórði dómarinn á leik Chelsea og Barcelona, Jose Mour- inho, stjóra Chelsea, lyg- ara og sakaði Mourinho um að hrekja Frisk úr dóm- arahlutverk- inu. „Það sem Chelsea segir eru hreinar og klárar lygar. Það kom eng- inn inn í bún- ingsherbergi okkar dómaranna og ég skil ekki af hverju Mourinho heldur því fram. Ég sá hvað gerðist enda var ég þarna. Frisk og Fran Rijkaard töluðust ekkert við, þeir tókust í hendur fyrir leikinn, ekki í hálf- leik. Þeir stóðu nærri hvor öðrum í um það bil tvær sekúndur, enda held ég að þeir þekkist ekkert, en sjálfsagt hefur Frisk dæmt ein- hverja leiki þar sem Rijkaard hef- ur komið við sögu,“ sagði Ingvars- son. Sepp Blatter, forseti alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði í gær að hann væri orðinn þreyttur á stöðugri gagnrýni og árásum á dómara. „Mér verður illt þegar ég hugsa um þær stöðugu árásir, með orðum og æði, sem dómarar verða fyrir. Ég held að þeir sem viðhafa slíkt ættu að hafa hugfast að með því að ráðast að dómurum eru þeir um leið að ráð- ast á knattspyrnuna og það um- hverfi sem viðkomandi lifir og hrærist í. Slíkar ásakanir verða oft kveikj- an að harkalegum viðbrögðum stuðningsmanna félaga og ég hvet menn eindregið til að sýna starfi dómara virðingu og viðhafa hátt- vísi,“ sagði Blatter. Eins og fram hefur komið hyggst Mourinho kæra Vokker Roth, formann dómaranefndar UEFA, fyrir að segja að hann sé óvinur knattspyrnunnar. Roth virðist ekki kippa sér upp við það: „Ég hef heyrt að Mourinho sé að íhuga að kæra mig og hlakka til að sjá hverjar ásakanir hans eru,“ segir Roth. Mourinho sakaður um lygar Mourinho Morgunblaðið/Þorkell Einar Sigurðsson, þjálfari og fyrirliði HK-manna, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með því að leggja Stjörnuna að velli í Digranesi í gærkvöldi, 3:1 – 25:17, 27:25, 21:25, 25:15. Einar heldur hér á verðlaunabikurum HK. Viggó sagði í gær að Einar Þor-varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, hafi mildað deilur hans og Garcia af snilld. „Ágreiningur okkar hefur verið settur niður og verður ekki ræddur frekar. Ég hef náð ágætis sambandi við félagið hans, en það hefur oft verið til vandræða og þjálfarinn segir að þeir hafi loksins fundið hvað amaði að honum í hnénu. Garcia þarf ekki í aðgerð heldur á sjúkraþjálfun að duga,“ sagði Viggó og fagnaði að Garcia væri kominn í hópinn á ný, enda öflug skytta á ferð. Landsliðshópurinn er þannig skip- aður að markverðir eru Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, Roland Eradze, ÍBV og ÍR-ingarnir Hreiðar Guðmundsson og Ólafur Gíslason. Aðrir leikmenn eru: Alexander Petersson, Düsseldorf, Árni Þór Sig- tryggsson, Þór, Bjarni Fritzson, ÍR, Dagur Sigurðsson, Bregenz, Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt, Guð- jón Valur Sigurðsson, Essen, Ingi- mundur Ingimundarson, ÍR, Jaleski Gardia, Göppingen, Logi Geirsson, Lemgo, Markús Máni Michaelsson, Düsseldorf, Ólafur Víðir Ólafsson, HK, Róbert Gunnarsson, Aarhus, Snorri Steinn Guðjónsson, Gross- wallstadt, Vignir Svavarsson, Hauk- um og Þórir Ólafsson, Haukum. „Það er nóg úrval af örvhentum mönnum,“ sagði Viggó og þegar hann var spurður hvort skyttustaðan vinstra megin væri orðin höfuðverk- ur sagði hann: „Já, það má eiginlega segja að þetta hafi flust yfir á hinn vænginn. En Garcia er kominn inn aftur og Markús Máni lék mjög vel í Túnis þannig að þetta er ekkert vandamál. Ég hugsa Loga sem hornamann þó hann leiki nú fyrir ut- an hjá Lemgo, ég tæki frekar Guðjón Val út fyrir ef sú staða kæmi upp. Þetta er svipaður hópur og var í Túnis og í raun bara framhald af því sem við vorum að gera fyrir þá keppni. Nú höldum við áfram að byggja þetta upp. Patrekur Jóhann- esson er því miður meiddur en ég hefði haft hug á að fá hann til liðs við okkur. Ég geri mér líka miklar vonir um að Sigfús Sigurðsson verði orð- inn góður fyrir leikina við Hvít- Rússa,“ sagði Viggó. Einar Örn Jónsson er ekki í hópn- um að þessu sinni. Snorri Steinn kemur á nýjan leik inn í landsliðið, en hann hefur leikið vel með Gross- wallstadt upp á síðkastið. Garcia á ný í landsliðið ÞAÐ kom vissulega á óvart í gær þegar Viggó Sigurðsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, tilkynnti landsliðshópinn fyrir leikina þrjá við Pólverja hér heima um páskana – að Jalieski Garcia Padron, leikmaður Göppingen, var á ný kominn í hópinn. Fyrir HM í Túnis í janúar var Garcia valinn, en þurfti að fara til Kúbu til jarðarfarar og lét ekkert vita af ferðum sínum í nokkra daga. Hann var settur út úr hópnum og í kjölfarið sendu Viggó og Garcia hvor öðrum hörð skot, stór orð féllu. Ég er mjög sáttur við það að verabúinn að ná að landa sigri í mjög erfiðum leik gegn sterku Grindavíkurliði. Við spiluðum svona þokkalega. Í miklum spennuleikjum vill oft leikurinn snúast í mjög tilviljunarkenndan leik í sókn- inni og þar áttum við fleiri vopn til að nota gegn þeim. En það sem skipti máli hjá okkur var að við héldum höfði á lokamínútunum og fengum góðar körfur frá Jóni Hafsteinssyni og Nick Bradford, sem vógu þungt undir lokinn,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Þetta var skemmtilegt að vinna þá hér í kvöld, við gáfum okkur alla í þennan leik og við uppskárum eftir því, undir lokin var þetta tæpt, en ég fann mig vel hér í kvöld og gat hrein- lega ekki hugsað mér að fara frá Ís- landi titlalaus og hugsa til baka að ég hefði ekki gefið mig allan í baráttuna í þessum leik,“ sagði Nick Bradford, leikmaður Keflavíkur, sem átti al- gjöran stórleik í sigri Keflavíkur gegn Grindavík í gærkvöld. Hann var með 29 stig, 16 fráköst og 72% skotnýtingu inni í teig, en hann átti stóran þátt í sigrinum þar sem hann tók mikilvægt sóknarfrákast þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum sem endaði með körfu einmitt frá honum. „Þetta var mjög góður leikur hjá báðum liðum – allt sem góður körfu- boltaleikur getur boðið uppá, spenna, tilþrif og mikið af áhorfend- um. Við klikkuðum aðeins í restina, þá aðallega á smáatriðum einsog vítaskotum og að stíga út í fráköst- um, annars vorum við að spila mjög vel og við löbbum í burtu frá þessari keppni stoltir því við gáfum okkar besta í þennan leik en það var því miður ekki nógu gott að þessu sinni,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkurliðsins. Ánægja í Keflavík ÍSLANDSMEISTARAR Keflavíkur fögnuðu sigri á Grindvíkingum í Keflavík í gærkvöldi í oddaleik þeirra í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik, Intersportdeildinni, 80:75. Keflvíkingar mæta ÍR-ingum í undanúrslitum og í hinni undanúrslitaviðureign- inni eigast við Snæfellingar og nýliðar Fjölnis. Snæfell lagði KR í gærkvöldi 116:105 og Fjölnir fagnaði sigri á Skallagrími, 72:70. ■ Leikirnir/D2,D3,D4 Davíð Páll Viðarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.