Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 3

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 C 3 Fimleikaveisla í Laugardalshöll 18. - 20. mars 2005 Íslandsmót í hópfimleikum 2005 Föstudagur 18. mars: Kl. 18:30 Undanúrslit í hópfimleikum. Krýndir verða Íslandsmeistarar á áhöldum. Laugardagur 19. mars: Kl. 11:00 Úrslit. Krýndir verða Íslandsmeistarar í hópfimleikum 2005. Aðgangseyrir: 500 kr fyrir 12 ára og eldri. Íslandsmót í áhaldafimleikum 2005 Laugardagur 19. mars: Kl. 15:00 Fjölþraut. Krýndir verða Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum 2005. Sunnudagur 20. mars: Kl. 14:00 Úrslit á einstökum áhöldum. 6 hæstu á hverju áhaldi frá laugardegi keppa til úrslita. Krýndir verða Íslandsmeistarar á einstökum áhöldum. Aðgangur ókeypis. Allt áhugafólk um fimleika er hvatt til að mæta. FÓLK  FYLKIR sigraði B-lið spænska liðs- ins Valencia, 2:0, í æfingaleik á Spáni í gær. Helgi Valur Daníelsson skor- aði fyrra markið úr vítaspyrnu á 18. mínútu sem dæmd var þegar Sævar Þór Gíslason var felldur innan teigs og Sævar Þór skoraði seinna markið tíu mínútum síðar.  VILHJÁLMUR Halldórsson úr Val er í íslenska landsliðshópnum í hand- knattleik sem mætir Pólverjum í þremur leikjum um páskana. Þau mistök urðu hjá HSÍ að nafn hans vantaði á leikmannalistann þegar hópurinn var tilkynntur á blaða- mannafundi í fyrradag.  JOHNNY Davis var í gær sagt upp störfum hjá Orlando Magic í NBA- deildinni en hann var þjálfari liðsins. Davis tók við liðinu í nóvember árið 2003 er Doc Rivers var sagt upp störfum. Chris Jent, aðstoðarmaður Davis, mun taka við liðinu fram að lokum tímabilsins en 18 leikir eru eft- ir af tímabilinu og en félagið hefur sigrað í 31 leik af alls 64. Davis skilaði ekki nógu góðum árangri með liðið að mati forráðamanna liðsins en hann stjórnaði liðinu til sigurs í 51 leik en 84 sinnum tapaði liðið undir hans stjórn. Davis var einnig þjálfari Philadelphia 76’ers 1996–1997 en lið- ið vann aðeins 22 leik það tímabil og tapaði 60 leikjum.  BRASILÍSKI framherjinn Ronaldo í liði Real Madrid og varnarmaðurinn Alessio Tacchinardi í liði Juventus voru í gær úrskurðaðir í tveggja leikja bann af aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins. Þeir voru reknir af velli í leik liðanna í 16 liða úr- slitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent í handarlögmálum. Tacch- inardi tekur bannið út í 8 liða úrslit- um keppninnar en Ronaldo afplánar bannið á næstu leiktíð.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, útilokar ekki að hann verði seldur frá Real Madrid í sumar. ,,Ég er ánægður hjá Real Madrid og vil vera um kyrrt hjá félaginu en mað- ur veit aldrei hvað getur gerst í knatt- spyrnunni. Fólk er að tala um að leik- menn verði seldir í sumar en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Beckham á blaðamannafundi hjá Real Madrid í gær.  MIDDLESBROUGH féll úr leik í UEFA-keppninni þegar liðið beið lægri hlut fyrir Sporting Lissabon, 1:0. „Boro“ var sterkari aðilinn lengst af leiksins en tókst ekki að nýta færin. HERBERT Arnarson verður áfram þjálfari úrvalsdeildar- liðs KR í körfuknattleik en hann gerði tveggja ára samn- ing við félagið síðastliðið sum- ar. Böðvar Guðjónsson, for- maður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í gær að þar á bæ ætluðu menn sér að fara yfir stöðu mála eftir páskahátíð- ina. En KR féll úr keppni í átta liða úrslitum gegn Snæfelli í oddaleik á miðvikudaginn, en KR endaði í sjöunda sæti deildarinnar. Böðvar býst ekki við því að núverandi leik- mannahópur liðsins breytist mikið en miklar breytingar voru á liðinu sl. sumar. „Við förum yfir málin eftir páska en Herbert verður áfram þjálfari liðsins og við munum í samráði við hann setja upp áætlun fyrir næsta keppnis- tímabil. En það eru margir óvissuþættir sem þarf að ráða fram úr áður,“ sagði Böðvar en á ársþingi KKÍ á Ísafirði verða væntanlega margar til- lögur hvað varðar erlenda leikmenn lagðar fram. Herbert verður áfram með KR eikur Íslandsmeistara Kefavíkur og ÍS fór hratt af stað og voru Keflvík- ar með yfirhöndina, forysta þeirra var samt aldrei mikil þar sem leikmenn ÍS hleyptu þeim aldrei langt frá sér. Keflavík spilaði svæðis- vörn nær allan leikinn og k hún vel á köflum enn samt komu ar þar sem Stúdínur sundurspiluðu nina og ógnuðu mikið fyrir utan og var Alda Leif Jónsdóttir og Signý Her- nnsdóttir þar í aðalhlutverki. Þegar á leikinn skiptu Stúdínur yfir í svæð- rn og virkaði hún ágætlega og á tíma- var sóknarleikur Keflavíkur mjög ipulagður ásamt því að Signý Her- nnsdóttir kom í veg fyrir gegnumbrot lavíkur með góðri vörn sinni þar sem varði hvern boltann á fætur öðrum. ar um tvær mínútur voru eftir var ðan 54:60 og Signý Hermannsdóttir, m varði 11 skot í leiknum, fékk galopið t undir körfunni og hefði getað gert lvíkingum lífið leitt með því að skora, henni brást bogalistinn og Keflvíking- svöruðu með tveimur þriggja stiga fum frá þeim Önnu Maríu Sveinsdótt- og Birnu Valgarðsdóttur og eftir mik- atgang á lokasekúndunum endaði leikurinn, 64:64. Í framlengingunni var sama upp á teningnum, mikil spenna og vó reynsla Keflvíkinga þungt á loka- sprettinum, þær spiluðu sterka vörn og voru skipulagðar í sókninni sem gerði gæfumuninn í þessum leik og fögnuðu þær sigri, 77:71. „Sóknarleikur okkar á tímabili var mjög slakur enn vörnin var aftur á móti í lagi og það hélt okkur inni í þessum leik. En við þurfum að vinna inni í Kennarahá- skóla á laugardaginn og það verður hörkuleikur,“ sagði Sverrir Þór Sverris- son, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. Sigurkarfa úr vítaskoti Það var boðið upp á háspennu í gær-kvöldi þegar Grindavík sigraði Hauka, 72:71, og kom sigurstigið af víta- línunni eftir að leiktíma var lokið. Haukar byrjuðu betur fyrstu mínúturnar en svo fóru Grindvíkingar að taka við sér og þá einkum Rita Williams sem skoraði 21 stig í fyrri hálfleik og áttu Haukarnir í mestu vandræðum með að stöðva hana. Grindavík spilaði af krafti og yfirvegun, leysti pressuvörn Hauka auð- veldlega og þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan orðin 38:19. Á þess- um tímapunkti var eins og Haukaliðið væri að brotna en það er seigt í þeim. Þær komu hægt og rólega til baka og náðu áttum fyrir leikhlé en í hálfleik höfðu Grindavíkurstúlkur þægilegt for- skot, 44:32. Það tók Grindavík fjórar mín- útur að setja fyrstu körfu sína í seinni hálfleik og Haukarnir gengu á lagið. Haukarnir komust síðan yfir í lokaleik- hlutanum og náðu átta stiga forustu þeg- ar síðasti leikhluti var hálfnaður. Grinda- víkurliðið kom einbeitt eftir leikhlé og náði að skora 9 stig í röð og komast aftur yfir og eftir það virtist sigurinn ætla að verða þeirra. Haukastúlkur neituðu að gefast upp og náðu að jafna leikinn, 70:70, með þremur vítum fjórum sekúndum fyr- ir leikslok. Grindvíkingar ruku upp völl- inn, brotið var á Ritu Williams sem hitti ekki úr fyrra vítinu en það seinna fór nið- ur við mikinn fögnuð heimamanna. Best- ar í liði Hauka voru þær Ebony Shaw, Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigur- jónsdóttir. Hjá Grindavík voru þær Rita Williams, Svandís Sigurðardóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir bestar. „Það voru ótrúlegar sveiflur í þessum leik en við þurfum að laga það fyrir næsta leik. Sennilega þarf að stilla spennustigið. Karakterinn var góður hjá liðinu því við höfum ekki náð hingað til að rífa okkur upp þegar við lendum undir. Við gerðum það í kvöld. Þetta var alvöruleikur, svona eins og úrslitakeppnin á að vera,“ sagði Henning Henningsson, þjálfari Grinda- víkur. Tæpt hjá Suður- nesjaliðunum ÐURNESJALIÐIN Keflavík og Grindavík fögnuðu sigri í fyrstu leikjunum ndanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gær. Báðir leikirnir u æsispennandi. Keflavík hafði betur gegn ÍS í framlengdum leik, 71, og Grindavík vann eins stigs sigur á Haukum, 71:70, þar sem ndaríska stúlkan Rita Williams skoraði sigurstigið úr vítaskoti þegar ktíminn var að renna út. ð Páll rsson ar Garðar Vignisson skrifar VÍKINGUR varð í fyrrakvöld Ís- landsmeistari í 1. deild karla í borð- tennis. Liðið fékk 18 stig af 20 mögu- legum, tapaði aðeins fyrir KR í fyrri umferðinni. Þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð sneru Víkingar blaðinu við og unnu 6:4, og innsigl- uðu þar með titilinn. Þeir fengu síðan Íslandsbikarinn afhentan eftir síð- ustu umferðina en þá hafði sveitin unnið C-lið Víkings. Á myndinni fagna leikmenn Víkings sigrinum á Íslandsmótinu en þeir skipuðu einn- ig sigurliðið í fyrra, frá vinstri, Matthías Stephensen, Tryggvi Áki Pétursson og Magnús Magnússon. Morgunblaðið/Sverrir Víkingar vörðu titilinn ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.