Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 4
Guðmundur í 64 manna úrslit á EM GUÐMUNDUR Stephensen og samherji hans Bojan Mil- osevic komust í 64 manna úrslit í tvíliðaleik á Evrópu- meistaramótinu í borðtennis í Árósum í Danmörku í gær. Guðmundur og Milosevic unnu portúgalska borðtenn- ismenn í forkeppni í þremur lotum. Halda þeir áfram keppni í dag. Matthías Stephensen, bróðir Guð- mundar, og Ingólfur Ingólfs- son féllu hins vegar úr leik, 3:1 fyrir Dönum í hörkuleik. Sömu sögu er að segja af Ingólfi og Kristín Ásta Hjálmarsdóttir í tvenndar- leik, 3:1. Þá heltust Kristín Ásta og Guðrún Björnsdóttir úr lestinni í fyrstu umferð í tvíliðaleik kvenna þegar þær töpuðu í þremur lotum fyrir konum frá Eistlandi í 64 manna úrslitum. Guðmundur og Guðrún keppa í einliðaleik í dag. hversu okkur gekk illa að halda bolt- anum innan liðsins í fyrri hálfleikn- um. Við ræddum um það í leikhléinu og í þeim síðari gekk strákunum bet- ur að halda boltanum hjá sér. Það er erfitt að draga út einhverja leikmenn Leikurinn þróaðist ekki ósvipað ogí leiknum við Króatana. Nú hélt vörnin hins vegar og strákarnir voru ákaflega vel vakandi í föstu leikatriðun- um. Við getum samt ekki litið hjá þeirri staðreynd að Króat- arnir eru sterkari í föstu leikatrið- unum en Ítalirnir og við lögðum ríka áherslu á fyrir leikinn að brenna okkur ekki aftur á að gefa mörk úr þessum atriðum.“ Logi hrósaði öftustu varnarlínunni og ekki síður Árna Gauti Arasyni sem átti stórleik í markinu. „Vörnin leysti sín mál ákaflega vel og fyrir aftan hana var Árni Gautur mjög traustur og góður. Við Ásgeir vorum ekki nægilega sáttir við sem léku betur en aðrir. Sterk liðs- heild stóð á bak við þessi góðu úrslit og þannig verður það alltaf að vera.“ Gekk þá leikaðferðin, sem þið lögðuð upp fyrir leikinn, algjörlega upp ? ,,Já, það má segja það. Við vorum mjög meðvitaðir um leikstíl Ítalanna þó svo að þeir hafi verið með marga nýja menn. Við þurfum á heppni að halda fyrir framan okkar eigið mark og að þessu sinni voru menn á tánum og á réttum stöðum. Við erum líka meðvitaðir um að við megum ekki falla í þá gryfju að ætla að ofmetnast eftir þessi úrslit. Okkar ætlunarverk er að reyna að byggja ofan á þennan leik.“ Logi segir að ungu leikmennirnir sem fengu eldskírnina í gær – Hann- es, Kári, Emil og Gunnar Heiðar ásamt Ólafi Inga, sem lék sinn annan landsleik, lofi allir mjög góðu. ,,Þeir falla mjög vel inn í hópinn og hafa sýnt gott framferði í ferðinni. Við stilltum Hannesi upp í byrjunarliðið og ég held að það sé alveg ljóst eftir frammistöðuna að hann sé búinn að stimpla sig inn í hópinn. Hann hefur þroskast mjög mikið og heldur til mynda ungverskum landsliðsmanni fyrir utan liðið hjá Víking. Það er mjög nauðsynlegt að fá Hannes inn í hópinn enda er Heiðar í banni í næsta leik gegn Ungverjum.“ Var rauða spjaldið sem Kári fékk réttlátur dómur? ,,Það var mikil synd fyrir Kára að fá brottrekstur í sínum fyrsta lands- leik. Hann var kýldur með krepptum hnefa skömmu áður beint í andlitið en hann var ekki að svara fyrir sig þegar hann braut á Ítalanum. Hann var óheppinn og það var ekkert ann- að fyrir dómarana að gera en að vísa honum út af. Reuters Brynjar Björn Gunnarsson verður hér að sjá á eftir Ítalanum Luca Toni, en hann fór ekki langt í jafnteflisleiknum í Padova, 0:0. Guðmundur Hilmarsson skrifar Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir jafnteflið, 0:0, við Ítali í Padova Gott fyrir sjálfstraustið ,,VIÐ vorum mjög sáttir við frammistöðu liðsins og úrslitin eru mjög gott og nauðsynleg fyrir leikmennina upp á sjálfstraustið að gera og hvernig þeir náðu að lagfæra þá hluti sem aflaga hafa farið í síðustu leikjum. Það hefði ekki verið gott veganesti upp á framhaldið að fara héðan með slæmt tap. Heimferðin verður ánægjulegri eftir þessi úrslit þrátt fyrir að við hefðum viljað skipta á úrslitum í þess- um leik og í leiknum við Króatíu,“ sagði Logi Ólafsson, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, við Morgunblaðið eftir markalaust jafn- tefli gegn Ítölum í gær.  HJÁLMAR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, verður orðinn leikfær um næstu helgi þegar lið hans, IFK Gautaborg, mætir Árna Gauti Arasyni og félögum í Våler- enga í Skandinavíudeildinni. Stefan Landberg, aðstoðarþjálfari Gauta- borgar, segist reikna með Hjálmari í þann leik. Hjálmar missti af lands- leikjunum gegn Króatíu og Ítalíu, og var ekki með Gautaborg í æfingaleik gegn Gais í gærkvöld.  JÓN Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg mæta öðru rússnesku liði, BC Khimki frá Moskvu, í undanúrslitum Evrópu- deildarinnar í körfuknattleik 27. apr- íl. Sama dag leikur BC Kiev frá Úkraínu við Fenerbache frá Tyrk- landi. Daginn eftir leika sigurliðin til úrslita um Evróputitilinn og tapliðin um 3. sætið. Leikirnir fara allir fram í Kiev. Khimki er í fjórða sæti rúss- nesku úrvalsdeildarinnar en St. Pet- ersburg er í 7. sæti.  STIG Tøfting segist hafa í hyggju að rifta samningi sínum við sænska liðið Häcken aðeins tæpum hálfum mánuði áður en keppni hefst í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Tøfting, sem víða hefur ver- ið til vandræða, segist í samtali við danska fjölmiðla ómögulega geta sætt við að vera skipað að leika í stöðu kantmanns hjá sænska liðinu, en það hefur honum verið gert að gera. Þá stöðu sé hann óvanur að spila og í henni nýtist kraftar hans ekki sem skyldi. Því sjái hann ekki aðra leið en að rifta samningnum skipti þjálfari Häcken ekki um skoð- un fljótlega.  TØFTING gekk til liðs við Häcken í byrjun þessa árs eftir að hafa verið rekinn frá AGF í Danmörku eftir slagsmál við samherja sína í jólaboði.  CLAUDIO Ranieri, fyrrverandi þjálfari Valencia, segir að sér sé nauðugur einn kostur að sækja mál fyrir dómstólum á Spáni til þess að fá greidd laun í þrjú ár samkvæmt samningi sem hann gerði við félagið á síðasta sumri þegar hann tók við þjálfun. Ranieri var leystur frá störf- um hjá Valencia fyrir skömmu en var aðeins boðin greiðsla fyrir hluta þess starfstíma sem hann átti eftir hjá félaginu. Við þær málalyktir sættir hann sig ekki. FÓLK KÁRI Árnason, miðjumaðurinn efnilegi í sænska liðinu Djurgården, kemur líklega ekki til með að gleyma fyrsta leik sínum með íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu. Kári kom inn á sem varamaður á 76. mínútu gegn Ítölum í gærkvöldi en hann staldraði stutt við því tveimur mínútum síðar fékk hann að líta rauða spjaldið hjá Alain Hammer, dómara frá Lúxemborg, fyrir að tækla leikmann Ítala gróflega í legginn. Kári var einn fjögurra leikmanna sem fengu að spreyta sig með A- landsliðinu í fyrsta sinn. Hinir þrír voru Hannes Þ. Sigurðsson, Emil Hall- freðsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Rautt í fyrsta landsleiknum ,,ÞAÐ VAR ekkert að þessu marki sem Luca Toni skoraði. Þetta var ekkert brot að mínu mati,“ sagði Marcelo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, eftir jafn- teflið við Íslendinga en mark Toni með skalla var dæmt af í fyrri hálfleik. ,,Íslendingarnir voru fastir fyrir, sterkir og á köflum grófir enda staðráðnir í að rétta sinn hlut eftir 4:0 tapið gegn Króötum. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki innbyrt sigur en vináttuleikir eru oftar en ekki notaðir til að prófa ýmsa hluti og skoða menn og það gerði ég í þessum leik,“ sagði Lippi sem tókst ekki að hefna ófaranna frá því á Laug- ardalsvelli í ágúst fyrra þegar Íslendingar höfðu betur, 2:0, í fyrsta leik Ítala undir stjórn Lippi. „Íslendingarnir fastir fyrir“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.