Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 C 3 RAYMON Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, segir óhugsandi að liði hans takist ekki að vinna sér keppnisrétt- inn á heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi á næsta ári. Uppskera Frakkanna í síðustu leikjum hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Þeir gerðu markalaust jafn- tefli á heimavelli gegn Svisslendingum um síðustu helgi og 1:1 jafntefli gegn Ísraelsmönnum í fyrrakvöld. Frakkar tróna engu að síður á toppi 4. riðils með 10 stig eins og Ísrael en Svisslendingar og Írar koma fast á hæla þeirra, eru með 9 stig og eiga leik til góða. Það stefnir því í gríðarlega baráttu um efsta sætið í riðlinum. ,,Ég get bara ekki ímyndað mér úr- slitakeppni HM án Frakka og það er óhugs- andi í mínum augum að það gerist,“ segir Dom- enech sem þolað hefur mátt mikla gagnrýni við slælega frammistöðu sinna manna. Frakkar hafa aðeins skorað 5 mörk í leikjunum sex og hafa ekki virkað sann- færandi þrátt fyrir að eiga sæg af góðum knattspyrnu- mönnum. David Trezeguet, sem kom Frökkum yfir í leiknum gegn Ísr- aelsmönnum, á yfir höfði sér þriggja leikja bann en hann fékk að líta rauða spjaldið fimm mínútum eftir að hann skoraði. Frakkar í vandræðum MARTIN Jol, knattspyrnu- stjóri Tottenham, neitar þeim sögusögnum að félagið sé á höttunum eftir tékkneska landsliðsmanninum Tomas Rosicky sem leikur með Borussia Dortmund og hol- lenska landsliðsmanninum Mark van Bommel sem er á mála hjá PSV í Hollandi. ,,Við höfum ekkert verið í sambandi við þessa leikmenn. Að því er ég best veit er Bommel á leið til Barcelona. Ég er ánægður með þann leik- mannahóp sem ég hef yfir að ráða hjá Tottenham. Ég sá í blöðunum að við værum á höttunum eftir einhverjum fjórum eða fimm leikmönnum en ég þekki ekki þessa leik- menn,“ segir Jol. Hann blæs einnig á þær sögusagnir að markvörðurinn Paul Robinson sé á förum frá Tottenham og til Barcelona. Jol er ekki á eftir Bommel ist- ð í í yrir -11, auð- rra la. c í lit iða- 11, Heldur fór leikurinn rólega afstað, sóknir voru ekki mark- vissar og hægagangur á öllu. Smá líf færðist í leikinn um miðjan hálf- leik en spennan lét alveg á sér standa þegar jafnt var á öllum töl- um og 10:9 fyrir Val í hálfleik. Skipt var upp um gír í hálfleik, ef ekki tvo og þegar FH-stúlkur tóku sig á í vörninni tókst þeim að hemja vel sóknarleik Vals og ná meiri öryggi í sinn eigin, sem aftur skilaði þriggja marka forskoti, 19:16, þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka en þá skildi leiðir. „Þjálfarinn sagði við okkur inni í klefa í hálfleik að við værum að vanda okkur of mikið eins og við værum hræddar við að gera mistök og legðum ekki nógu mikið í færin,“ sagði Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, sem fór á kostum í gærkvöldi, hún varði 25 skot af miklum móð og skoraði auk þess tvö mörk. „Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik en tókum þá leikhlé og með ólíkindum hvað við náðum að komast inn í leikinn á ný og fáum ekki á okkur mark. Okkur var sagt í leikhléi í seinni hálfleik að við þyrft- um að hafa vilja til að vinna því það sást víst greinilega inni á vellinum að okkur langaði ekki að vera þar. Við ætlum að vinna strax fyrstu tvo leikina og komast þannig í fjögurra liða úrslit. Næsti leikur verður bar- átta uppá líf og dauða því það er öruggt að FH-liðið er ekkert frekar til í að gefa sig en við. FH-ingar eru komnir með bakið upp við vegg en við ætlum líka að hugsa þannig,“ bætti Berglind við. Soffía Rut Gísla- dóttir skoraði af öryggi fyrstu þrjú mörk leiksins og næstu þrjú skoraði Katrín Andrésdóttir með góðum skotum utan af velli. Reyndir leik- menn eins og Ágústa Edda Björns- dóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Arna Grímsdóttir náðu ekki fram sínu besta og eiga það þá til góða. Svipaða sögu má segja um FH þar sem lítið fór fyrir Dröfn Sæ- mundsdóttur og Guðrúnu Hólm- geirsdóttur fram eftir leik. Frekar var að Kristín M. Guðjónsdóttir verði oft vel, Bjarný Þorvarðardótt- ir skoraði nokkur góð mörk og Berglind Björgvinsdóttir berðist um á línunni. Best var samt Gunnur Sveinsdóttir enda má skrifa enda- sprett Vals að hluta á að hún var tvívegis utan vallar síðustu mínút- urnar. „Ég er mjög svekkt. Við vor- um komnar með 19:16 forskot en þá held ég að tvær brottvísanir á stutt- um tíma hafi skemmt fyrir okkur því það var einhver taugaveiklun og allt fór í klessu,“ sagði Gunnur en hefur ekki lagt árar í bát. „Við kom- um ennþá betri í næsta leik því það voru nokkrar okkar ekki nógu vel stemmdar og það verður bætt úr því. Við eigum að vinna Val og átt- um að vinna þennan leik en vorum óheppnar.“ Morgunblaðið/Golli Arna Grímsdóttir, hornamaður Vals, reynir að komast framhjá Bjarnýju Þorvarðardóttur, leikmanni FH. Valsstúlkurnar sterkari en FH á lokasprettinum LEIKHLÉ Valsstúlkna þegar tæpar tíu mínútur voru eftir gegn FH í Kaplakrika í gærkvöldi reyndist afdrifaríkt. FH-stúlkur höfðu þá þriggja marka forskot, 19:16, en eftir það skoruðu þær ekki mark á meðan Valsstúlkur léku á als oddi og með sex mörkum í röð snerist taflið alveg við og þær fögnuðu sigri, 22:19. Leikurinn var sá fyrri eða fyrsti í 8 liða úrslitum og næsti verður á laugardaginn. Eftir Stefán Stefánsson M  KRISTJÁN Andrésson skoraði 5 mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Guif vann Hammarby, 28:25, á úti- velli í úrslitakeppninni í sænsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær- kvöld. Með sigrinum tókst Kristjáni og félögum að knýja fram a.m.k. einn leik til viðbótar í rimmunni þar sem Hammarby hefur unnið tvo leiki en Guif einn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í næstu umferð.  EINAR Logi Friðjónsson var með eitt mark þegar lið hans Friesen- heim vann Gelnhausen, 34:28, á heimavelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrra- kvöld. Friesenheim er í 3.–4. sæti deildarinnar ásamt Bayer Dormag- en með 38 stig.  ÞÓREY Edda Elísdóttir, Norður- landamethafi í stangarstökki kvenna, heldur í dag til Suður-Afr- íku þar sem hún verður við æfingar í nokkrar vikur ásamt þýskum æf- ingafélögum sínum.  CAMILLA Andersen, ein þekkt- asta handknattleikskona Danmerk- ur, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor eftir langan og sigur- sælan feril. Andersen var ásamt Önju Andersen helsta driffjöður í hinu sigursæla danska landsliði á síðasta áratug sem m.a. varð heims- meistari og ólympíumeistari í Atl- anta 1996. Andersen hætti að leika með landsliðinu eftir að Danir vörðu ólympíumeistaratitilinn í Sydney ár- ið 2000.  DAVID Beckham leikur ekki með Real Madrid gegn Albacete í spænsku deildinni um helgina. Hann meiddist lítillega í landsleik Eng- lands og Aserbaídsjan á miðviku- dag. Beckham ætlar að safna kröft- um næstu daga til að vera klár í slaginn þegar Real Madrid mætir Barcelona um aðra helgi.  PAUL Scholes, sem hefur leikið mjög vel með Manchester United að undanförnu, ætlar ekki að svara kalli Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfara Englands, sem hefur beðið hann að endurskoða afstöðu sína – og byrja að leika með enska landslið- inu á ný. „Ég hef tekið ákvörðun um að leika ekki framar með landsliðinu og ég tel að hún hafi verið fullkom- lega rétt,“ sagði Scholes, sem ákvað að leika ekki oftar landsleik sl. sum- ar. Hann lék 66 landsleiki og skoraði fjórtán mörk í þeim.  OLIVER Kahn, markvörður Bay- ern München og þýska landsliðsins, hefur trú á því að Bayern geti unnið þrennu í vetur – Meistaradeild Evr- ópu, þýska meistaratitilinn og þýsku bikarkeppnina. Hann sagði í viðtali við SportBild að Chelsea væri ekki óyfirstíganleg gryfja. „Chelsea leik- ur ekki eins vel og áður. Það er spenna og þreyta í herbúðum liðs- ins,“ sagði Kahn. FÓLK Raymond Domenech

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.