Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 4
 Keflavík á möguleika á að brjóta blað í sögu úr- slitakeppni úrvalsdeildarinnar en frá stofnun henn- ar árið 1984 hefur engu liði tekist að vinna Íslands- meistaratitilinn þrjú ár í röð. Keflvíkingar hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár. Árið 2003 höfðu þeir betur í úrslitaeinvígi gegn Grindavík, 3:0, og í fyrra báru þeir sigurorð af Snæ- felli, 3:1. Snæfellingar unnu fyrsta leikinn, 80:76, en Keflvíkingar þrjá næstu, 104:98, 79:65 og 87:67.  Keflavík hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari und- ir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar, 1997, 1999 og 2003 en á síðustu leiktíð stýrðu Guðjón Skúlason og Falur Harðarson Keflvíkingum til sigurs.  Með sigri á Snæfelli getur Sigurður komist upp fyrir bróðir sinn, Val Ingimundarson, en hann á þrjá Íslandsmeistaratitla sem þjálfari Njarðvíkur, 1987, 1994 og 1995. Öll þessi ár spilaði Valur einnig með liðinu.  Auk bræðranna Sigurðar og Vals hafa Friðrik Ingi Rúnarsson, Jón Kr. Gíslason og Gunnar Þor- varðarson unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem þjálf- arar.  Njarðvík hefur oftast orðið Íslandmeistari frá stofnun úrvalsdeildarinnar eða 10 sinnum. Keflavík hefur unnið sjö meistaratitla, KR tvo og Haukar og Grindavík einn. Brjóta Keflvíkingar blað í sögu úrslitakeppninnar? FÓLK  BJARNI Þór Viðarsson lék allan leikinn með varaliði Everton sem sigraði Nottingham Forest á útivelli í fyrrakvöld, 1:0. Mark Hughes, fyr- irlið varaliðsins, skoraði sigurmark- ið á 85. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar brotið var á Bjarna Þór innan vítateigs.  MISTÖK hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands leiddu til þess að Númi var úrskurðaður hafa tapað 0:3 fyrir Reyni í Sandgerði í B-deild deildabikarkeppninnar. Hafsteinn Hafsteinsson, sem var talinn ólög- legur með Núma, var kominn með keppnisleyfi með félaginu. Upphaf- leg úrslit, 3:2 fyrir Reyni, standa því.  JARMEINE Pennant, knatt- spyrnumaður, sem er í láni hjá Birmingham frá Arsenal, var í gær látinn laus úr varðhaldi. Pennant hafði dúsað í steininum í 30 daga en hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis í síðasta mánuði. Honum var hins vegar sleppt fyrr út en ella vegna góðrar hegðunar og mætti á æfingu hjá Birmingham í gær.  EVERTON og Middlesbrough voru í gær sektuð um 8.000 pund hvort vegna ósæmilegar hegðunar leikmanna í viðureign liðanna á Riv- erside í janúarmánuði. Félögin fengu að auki áminningu frá aga- nefnd enska knattspyrnusambands- ins því verði önnur eins uppákoma aftur hjá liðunum eiga þau yfir höfði sér strangari viðurlög. Til hóp- stympinga kom í áðurnefndum leik hjá leikmönnum liðanna og munaði minnstu að allt syði upp úr.  BAYERN München ætlar að reyna að fá belgíska varnarmanninn Daniel van Buyten frá Hamburg til liðs við sig fyrir næstu leiktíð. Felix Magath knattspyrnustjóri vill fá Buyten í staðinn fyrir króatíska landsliðsmanninn Robert Kovac sem yfirgefur Bayern í sumar.  EKKI er loku fyrir það skotið að franski framherjinn Djibril Cisse geti leikið eitthvað með Liverpool áður en keppnistímabilinu lýkur. Cisse fótbrotnaði í október og var talið hann léki ekki meira með á leiktíðinni. Bati hans hefur hins veg- ar verið hraðari en reiknað hafði verið með. „Cisse er farinn að æfa með aðalliðinu á nýjan leik og sjúkraþjálfari okkar telur ekki úti- lokað að Cisse leiki með okkur áður en keppnistímabilið er úti,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, í gær.  DANNY Coyne, markvörður Wal- es, hefur beðið félaga sína afsökunar á markinu sem hann fékk á sig í landsleiknum við Austurríki í und- ankeppni HM í fyrrakvöld. Þá missti Coyne boltann milli fóta sér í marki sem reyndist hið eina sem gert var í leiknum. Morgunblaðið leitaði til EinarsÁrna Jóhannssonar þjálfara bikarmeistara Njarðvíkinga og bað hann að velta úrslitaeinvíginu fyrir sér en lærisveinar Einars urðu að sætta sig við tap gegn ÍR-ingum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. ,,Ég held að þetta geti allt orðið hörkuleikir en ég er alveg harður á því að Keflvíkingar fara með sigur af hólmi í þessu einvígi. Þeir hafa aldrei tapað á heimavelli fyrir Snæfelling- um og það eitt og sér er ansi sterkt vopn,“ segir Einar Árni. Einar spáir því að Snæfell sigri í öðrum leiknum sem fram fer í Stykk- ishólmi en Keflvíkingar vinni tvo næstu og verði krýndir meistarar í Hólminum laugardaginn 9. apríl. Keflvíkingar njóta góðs af því að hafa verið lengi saman ,,Keflvíkingarnir eru með gríðar- lega sterka liðsheild og það verður að taka ofan hattinn fyrir þeim kar- akter sem leikmenn liðsins hafa að geyma. Sumir þeirra hafa mátt sætta sig við að spila sama og ekki neitt leik eftir leik en þegar tækifær- ið hefur komið þá hafa þeir gripið það svo sannarlega líkt og Gunnar Stefánsson gerði á móti ÍR-ingum. Það skilur Keflavík að við flest liðin. Hjá Keflvíkingum eru leikmenn sem taka sínu hlutverki og eru alltaf til- búnir þegar kallið kemur. Þetta er ákaflega samhentur leikmannahóp- ur. Keflvíkingar njóta góðs af því að hafa verið lengi saman og hafa verið með sama þjálfarann í mörg ár. Og hvað sem hver segir þá er hefðin gríðarlega sterk og hefur heilmikið að segja þegar út í svona baráttu er komið. Ég sá í fjórða leik ÍR og Keflavíkur að það er kominn glampi í augu leikmanna Keflavíkur, bikar- glampi, sem hverfur ekki svo glatt. Þrátt fyrir titil síðustu tvö árin er greinilega hungur í þeirra herbúð- um,“ segir Einar Árni. Snæfellingar reynslunni ríkari Einar segir að Snæfellingar hafi spilað vel í vetur og hafi í sínum röð- um frábæra íslenska leikmenn. Spurður hvort Hólmarar séu ekki betur í stakk búnir að mæta Keflvík- ingum en í fyrra segir Einar; ,,Þeir mæta reynslunni ríkari. Snæfelling- ar eru sterkari þegar litið er til ís- lensku leikmannanna samanborið við í fyrra en erlendu leikmennirnir eru ekki eins góðir og þeir sem voru með á síðasta tímabili.“ Hvað þarf Snæfell að gera til að eygja möguleika á að hrifsa titilinn úr höndum Keflvíkinga? ,,Þeir þurfa að vinna fyrsta leikinn til að eiga möguleika en ég sé það einfaldlega ekki gerast. Keflvíkingar voru vaktir hressilega til lífsins þeg- ar þeir töpuðu á heimavelli fyrir ÍR og sá leikur hefur virkað sem góð áminning fyrir þá. Mér heyrist á Hólmurunum að þeir séu ekki orðnir saddir og vonandi tekst þeim að velgja Keflvíkingum vel undir ugg- um. Þeir hafa verið svolítið rokkandi í vetur og þó svo þeir hafi lagt Fjölni, 3:0, í undanúrslitunum þá voru heimasigrar liðsins ekki sannfær- andi og miðað við þessa leiki þá eiga þeir töluvert inni. Hlynur Bærings- son, Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Sigurgeirsson þurfa allir að eiga stórleiki að mínu mati til að Snæfell eigi einhverja möguleika. Það er hins vegar eitt að vinna einn leik eða þrjá.“ Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga spáir í spilin fyrir úrslitarimmuna Kominn glampi í augu Keflvíkinga ANNAÐ árið í röð heyja Keflvík- ingar og Snæfellingar baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í Intersport-deildinni í körfu- knattleik en fyrsti leikur liðanna fer fram fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar eiga titil að verja, hafa reyndar unnið titilinn tvö ár í röð, en Hólmurum hefur aldrei tekist að landa þeim stóra og vilja örugg- lega bæta úr því í ár. Morgunblaðið/Einar Falur Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson gefur stoðsendingu á Jón N. Hafsteinsson í leik gegn ÍR í undanúrslitum í Seljaskóla. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.