Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 C 3
ÓLÖF María Jóns-
dóttir, Íslands-
meistari í golfi úr
Golfklúbbnum
Keili, tekur þátt í
sínu fyrsta móti
sem atvinnumaður
á Evrópumótaröð
kvenna sem hefst á
Kanaríeyjum á
morgun.
Ólöf María var
fyrsti íslenski kylf-
ingurinn sem
tryggði sér keppn-
isrétt á atvinnu-
mótaröð í Evrópu þegar hún
hafnaði í 30.–36. sæti á
lokastigi úrtökumóts
Evrópumótaraðar-
innar sem fram
fór á Ítalíu í nóv-
ember.
Bergsteinn
Hjörleifsson, for-
maður Golfklúbbs-
ins Keilis, og Júl-
íus Rafnsson,
forseti Golf-
sambands Íslands,
verða Ólöfu til
trausts og halds á
Kanaríeyjum.
Hægt verður að
fylgjast með gengi
Ólafar Maríu, holu fyrir holu
á vef Víkurfrétta, vikurfrett-
ir.is.
Ólöf María byrjar á
Kanaríeyjum á morgun
Ólöf María
Jónsdóttir
ÍVAR Ingimarsson var eini Íslendingurinn sem
fagnaði sigri í ensku 1. deildinni í knattspyrnu
í gærkvöld. Ívar lék allan leikinn með Reading
sem vann Millwall, 2:1, og er áfram í 5. sæti
deildarinnar.
Jóhannes Karl Guðjónsson fór af velli á síð-
ustu mínútunni þegar Leicester gerði jafntefli
við Wolves, 1:1.
Heiðar Helguson lék allan leikinn og Brynj-
ar Björn Guðjónsson í 84 mínútur með Watford
sem tapaði, 1:0, í Plymouth. Bjarni Guðjónsson
lék ekki með Plymouth vegna meiðsla.
Þórður Guðjónsson lék síðustu 15 mín-
úturnar með Stoke sem tapaði heima fyrir
Cardiff, 1:3, og á nú sáralitla möguleika á að
komast í umspilið.
Gylfi Einarsson var varamaður hjá Leeds
en kom ekkert við sögu þegar lið hans steinlá á
heimavelli gegn Sheffield United, 0:4.
Aðeins Reading
náði að sigra
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 11 mörk fyrir SK Aarhus
þegar lið hennar vann Ringsted,
33:24, í lokaumferð dönsku úrvals-
deildarinnar í handknattleik í gær-
kvöldi. SK Aarhus hefði þurft að
skora tvö mörk til viðbótar til að
halda sæti sínu í deildinni, en Kold-
ing, sem tapaði með 11 marka mun
fyrir Ikast/Bording, slapp með
skrekkinn. SK Aarhus féll ásamt
Ringsted.
RÓBERT Sighvatsson gerði 5
mörk fyrir Wetzlar þegar liðið tap-
aði 29:30 fyrir Lemgo í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gær. Logi
Geirsson gerði tvö marka Lemgo.
KRISTJÁN Andrésson skoraði 7
mörk fyrir GUIF gegn Hammarby í
oddaleik liðanna í 8 liða úrslitunum
um sænska meistaratitilinn í hand-
knattleik í gærkvöld. Það dugði
skammt því Hammarby vann
öruggan sigur, 33:26, sigraði 3:2 í
einvíginu og mætir Skövde í undan-
úrslitum.
ÁÐUR en leikur ÍR og KA hófst í
gærkvöldi í íþróttahúsinu Austur-
bergi var einnar mínútu þögn í
minningu Hákons Bjarnasonar,
heiðursfélaga ÍR, sem lést á dög-
unum. Hákon vann áratugum sam-
an mikið og óeigingjarnt starf fyrir
ÍR, var m.a. formaður handknatt-
leiksdeildar félagsins um nokkurra
ára skeið. Synir hans léku með ÍR-
liðinu.
BJARTUR Máni Sigurðsson,
hornamaður KA, lék ekki með Ak-
ureyrarliðinu sínu gamla félagi, ÍR.
Hann slasaðist á þumalfingri á dög-
unum, liðband rifnaði og það flís-
aðist úr beininu.
HANNES Jón Jónsson, leikmaður
ÍR, fór úr axlarliði eftir stundar-
fjórðungsleik. Svo virtist sem þetta
hafi ekki verið að koma fyrir hann í
fyrsta sinn því hann var fljótur að
kippa í liðinn og kom við sögu í
leiknum á ný nokkru síðar.
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis-
ráðherra, var á meðal áhorfenda á
leik ÍR og KA. Eftir leikinn heilsaði
hann m.a. upp á lærisvein sinn í
Framsóknarflokknum, Jóhannes
Bjarnason, þjálfara KA og bæjar-
fulltrúa á Akureyri.
STEFÁN Gíslason lék á miðjunni
hjá norska liðinu Lyn sem sigraði
spænska liðið Málaga, 4:1, í æfinga-
leik í gær. Þetta var síðasti und-
irbúningsleikur Lyn fyrir tímabilið
en keppni í norsku úrvalsdeildinni
hefst um næstu helgi.
ENSKA knattspyrnusambandið
hefur vísað frá áfrýjun Newcastle
vegna brottvísunar Kierons Dyers í
leiknum við Aston Villa, þegar Dyer
og Bowyer voru reknir af velli fyrir
slagsmál. Newcastle hélt því fram
að Dyer hefði ekki átt neinn þátt í
átökunum, Bowyer hefði ráðist á
hann.
FÓLK
Við vorum mjög lélegir, ég veitbara ekki hvað var að okkur,
hvort við vorum þreyttir eða hvað
amaði að, við vorum rosalega þungir.
En við unnum og það var aðalmálið,“
sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR-
inga, að leikslokum. „Segja má að
Óli [Ólafur markvörður] hafi bjargað
okkur og tryggt sigurinn,“ sagði
Bjarni ennfremur en hafði enga ein-
hlíta skýringu á slökum leik ÍR-liðs-
ins, þá sérstaklega í sókninni þar
sem því voru afar mislagaðar hendur
lengst af.
Fyrri hálfleik var slakur. Tækni-
leg mistök leikmanna beggja liða
voru á þriðja tuginn og á stundum
virtist ekki vera heil brú í sóknarleik
liðanna. Einkum voru ÍR-ingar slak-
ir. Sóknarleikur þeirra var hægur og
afar ómarkviss, boltinn gekk illa
milli manna og einstaklingsframtak-
ið réð ríkjum. Þrátt fyrir þetta allt
saman tókst að ná þokkalegri for-
ystu snemma leiks en eftir að Jó-
hannes Bjarnason, þjálfari KA, hafði
tekið leikhlé, og lesið sínum mönn-
um pistilinn varð breyting á. KA
tókst að minnka muninn en frum-
kvæðið var ævinlega ÍR-inga. Stað-
an í hálfleik, 14:11, ÍR í vil.
Leikur ÍR skánaði lítt í síðari hálf-
leik og margháttaður klaufaskapur
setti sinn svip á leik KA. Þrautseigja
er mikil í KA-liðinu og það gafst
aldrei upp þótt því gengi margt í
mót. Upp úr miðjum síðari hálfleik
tókst liðinu að jafna metin, 21:21, og
hanga í ÍR-ingum eftir það. Sókn-
arleikur ÍR var byggður upp á ein-
staklingsframtaki sem fyrr og það
dugði ekki auk þess sem Hafþór
Einarsson, markvörður KA, varði
vel. Sérstaklega virtist Ingimundi
Ingimundarsyni vera mikið niðri
fyrir, vildi helst gera tvö mörk í
hverri sókn og þrátt fyrir 11 mörk í
leiknum var skotnýting hans óvið-
unandi.
Þegar um tíu mínútur voru eftir
þá átti KA möguleika á að komast
yfir í stöðunni, 24:24, en Ólafur var
þá kominn í markið. Hann varði
hraðaupphlaup og fleiri opin færi og
tókst að gera út um möguleika KA á
sigri sem liðið e.t.v. verðskuldaði
þegar öllu er á botninn hvolft, spila-
mennska ÍR var þannig að liðið átti
vart skilið að vinna. Auk slakrar
spilamennsku létu þeir dómgæslu
þeirra fóstbræðra, Anton Pálssonar
og Hlyns Leifssonar, fara meira í
skapið á sér en góðu hófi gegndi.
„Við vitum hvað til okkar friðar
heyrir í næsta leik á heimavelli, við
erum staðráðnir í að snúa við blaðinu
og gefa allt í þann leik,“ sagði Jó-
hannes Bjarnason, þjálfari KA, er
hann gekk af leikvelli í Austurbergi.
„Það hefur alltaf einkennt þennan
hóp að menn gefast aldrei upp þótt
ýmislegt gangi í mót, menn reyna að
grípa gæsina þegar andstæðingur-
inn gefur eftir og það gerðum við í
þessum leik. Mér fannst við vera að
ná tökum á leiknum í síðari hálfleik
en þá fórum við illa að ráði okkar í
dauðafærum. ÍR-ingar skiptu um
markvörð, Ólafur kom í markið, og
hann reyndist okkur svo sannarlega
óþægur ljár í þúfu,“ sagði Jóhannes
sem var ekki sammála þeirri fullyrð-
ingu blaðamanns að leikurinn hefði
verið slakur. „Mér fannst varnar-
leikur beggja liða vera ágætur. Nú
þurfum við bara að taka það góða út
úr þessum leik og nýta okkur í þeim
næsta,“ sagði Jóhannes Bjarnason,
þjálfari KA.
Ólafur var
bjargvætt-
ur ÍR-inga
ÍR-INGAR sluppu með skrekkinn og mörðu sigur á síðustu mínútum
fyrstu viðureignar sinnar við KA, 29:26, í Austurbergi í gærkvöldið
eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Sigurinn geta
ÍR-ingar fyrst og fremst þakkað markverði sínum, Ólafi H. Gíslasyni,
sem varði frábærlega á lokakaflanum, eftir að KA-liðinu hafði af
harðfylgi tekist að jafna metin og var á mörkum þess að komast yfir.
Ólafur stóð í vegi KA-manna og slakt lið ÍR náði að kreista fram sigur,
en ljóst er að bikarmeistararnir verða ekki Íslandsmeistarar með við-
líka spilamennsku og þeir sýndu að þessu sinni.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
#
(
(
(
(
)"
#
!
"
#
*+
%&
& &#& &'
ÍÞRÓTTIR
Hafi FH-ingar gert sér einhverjar von-
ir um að velgja Haukunum undir uggum
hurfu þær vonir eins og dögg fyrir sólu í
upphafi síðari hálfleiks. Leikmenn FH
gerðu hver mistökin á fætur öðrum í
sókninni sem Haukarnir færðu sér vel í
nyt og til að bæta gráu ofan á svart
misstu FH-ingar á skömmum tíma þrjá
menn af velli. Haukar skoruðu á þessum
kafla fimm mörk í röð, breyttu stöðunni
úr 15:12 í 20:12 og þar með var eftirleik-
urinn auðveldur fyrir þá rauðklæddu.
,,Ég verð nú að segja eins og er að ég
bjóst við FH-ingunum sterkari og meiri
hörku og baráttu frá þeim en raun bar
vitni. Við vorum hins vegar alveg tilbúnir
og vorum staðráðnir í að bæta fyrir tapið
gegn þeim hér á Ásvöllum fyrr í vetur.
Við spiluðum góða vörn allan leikinn og
gerðum nóg í sókninni til að halda þeim
vel frá okkur allan tímann. Við áttum allt-
af nóg af trompum inni,“ sagði Andri
Stefan, leikstjórnandi Haukamanna, við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Spurður um leikinn í Krikanum sagði
Andri: ,,Ég trúi ekki öðru en FH-ingarnir
bíti meira frá sér í þeim leik. Við búum
okkur alveg undir það og stefnan er að
gera út um þetta einvígi svo við getum
byrjað að einbeita okkur fyrir undanúr-
slitin. Alla vega þarf ansi margt að lagast
hjá FH-ingum ef þeir ætla að vinna okk-
ur,“ sagði Andri Stefan.
Eins og oft áður var það liðsheildin
sem skóp sigur Hauka. Vörnin var sterk
fyrir og þó svo að Haukarnir hafi oft leik-
ið betur í sókninni voru þeir betri á öllum
sviðum en FH-ingar. Ásgeir Örn var
mjög drjúgur og dró vagninn í sókninni.
Andri stjórnaði sókninni af festu og skor-
aði góð mörk, Halldór Ingólfsson átti fína
innkomu og Jón Karl var öryggið upp-
málað á vítalínunni. Þá stóð Birkir Ívar
fyrir sínu á milli stanganna.
FH-ingar áttu á brattann að sækja all-
an tímann. Sóknarleikurinn fálmkenndur
og ansi mikið hnoð á köflum og lykilmenn
á borð við Arnar Pétursson og Guðmund
Pedersen náðu sér engan veginn á strik.
Jón Helgi Jónsson lék einna best hjá FH
og þá gekk Pálmi Hlöðversson hart fram
í vörninni en ætli FH-ingar sér ekki að
fara í sumarfrí annað kvöld verða þeir
heldur betur að spýta í lófana.
,,Við ætlum að gera það sem í okkar
valdi stendur til að knýja fram oddaleik.
Það er það eina sem við getum gert núna.
Við byrjuðum skelfilega og Haukarnir
keyrðu okkur hreinlega í kaf. Við áttum
eftir það á brattann að sækja,“ sagði Guð-
mundur Pedersen, fyrirliði FH, við
Morgunblaðið eftir leikinn. ,,Miðað við
þennan leik eigum við fullt inni og við
verðum bara að ná okkur á strik og taka
vel á þeim í Krikanum,“ bætti Guðmund-
ur við.
Morgunblaðið/Árni Torfason
uka í gær. Hér er hann að skora eitt af mörkum sínum án þess að Arnar
on komi vörnum við. Magnús Sigmundsson er til varnar í marki FH.
kar fóru létt
ð FH-inga
!
"
#
$
%&
& &#& &'