Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2005, Blaðsíða 4
FÓLK  SKAGAMENN lögðu sænska 3. deildarliðið Raslätts SK, 6:2, í æf- ingaleik á Spáni í fyrradag. Andri Júlíusson skoraði fjögur af mörkum ÍA og þeir Andrés Vilhjálmsson og Þorsteinn Gíslason gerðu hin tvö mörkin. Í dag mætir ÍA varaliði Espanyol og fer leikurinn fram í Barcelona.  ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður Skagamanna í knattspyrnunni, er byrjaður að æfa með liði þeirra á ný en hann hefur verið frá vegna meiðsla um skeið og ekkert spilað með ÍA í deildabikarnum. Hann fór með Skagamönnum til Spánar á sunnudaginn. Eyþór Frímannsson og Guðmundur Páll Hreiðarsson hafa varið mark ÍA það sem af er tímabilinu.  ÓLAFUR Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðjunni með varaliði Ars- enal sem sigraði Norwich, 4:0, í fyrrakvöld. Enski landsliðsmaður- inn Sol Campbell lék með Arsenal að nýju en hann hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í febrúar. Jeremie Aliadere skoraði tvö marka Arsenal og þeir Robert Van Persie og Sebastian Larsson sitt markið hvor.  CAMPBELL, sem aðeins hefur spilað 18 leiki með Englandsmeist- urunum á yfirstandandi leiktíð, lék allan leikinn og er Arsene Wenger bjartsýnn á að geta teflt honum fram í undanúrslitaleik bikarkeppn- innar en Arsenal mætir Blackburn á þúsaldarvellinum í Cardiff um aðra helgi.  BIRKIR Kristinsson markvörður ÍBV fór ekki með Eyjamönnum í æf- inga- og keppnisferðina til Portú- gals í gær vegna anna í starfi. Sömu sögu er að segja um Bjarna Geir Viðarsson sem er að búa sig undir lokapróf í læknisfræði.  FJARÐABYGGÐ hefur verið úr- skurðaður sigur gegn Leiftri/Dal- vík, 3:0, í B-deild deildabikarsins í knattspyrnu. Leiftur/Dalvík vann leikinn, 3:2, en tefldi fram ólöglegum leikmanni, Sasa Durasovic, sem þá var skráður í KS. Hann er hins veg- ar formlega kominn í raðir Leifturs/ Dalvíkur núna.  MAGNÚS Gunnarsson og Jón N. Hafsteinsson, tveir af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði Keflvíkinga í körfu, hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.  MÍLANÓLIÐIN Inter og AC Mil- an eigast við í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Síró í kvöld. Þó svo að fráfall Jóhannesar Páls páfa hafi sett Ítalíu á annan endann ríkir mikil eftir- vænting fyrir rimmu erkifjendanna.  LIÐIN áttust við í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og eftir tvo jafnteflisleiki komst AC Milan áfram á útimarka- reglunni og fór alla leið í keppninni.  ADRIANO og Christian Vieri tveir skæðustu framherjar Inter eiga við meiðsli að stríða og þykir mjög ólíklegt að Adriano geti spilað en hann hefur farið á kostum með Inter í vetur og skoraði til að mynda þrennu þegar Inter sló Evrópu- meistara Porto út í 16 liða úrslit- unum.  ANDRIY Shevchenko kemur inn í lið AC Milan á nýjan leik en þessi frábæri úkraínski framherji hefur verið frá síðustu vikurnar vegna kinnbeinsbrots.  JENS Lehmann, markvörður Ars- enal, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í Evrópukeppn- inni af UEFA. Lehmann var sak- aður um að hafa sprautað vatni úr vatnsbrúsa sínum á dómara og að- stoðarmenn hans eftir leik Arsenal og Bayern München í Meistara- deildinni á Highbury í síðasta mán- uði. Lehmann tekur út keppnis- bannið á næsta tímabili. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðustrax á að spila vörn með einn mann framar til að hemja skyttuna Vilhjálm Halldórsson. Það gekk ágætlega framan af en þá léku aðrir Valsmenn lausum hala. Engu að síð- ur var jafnræði fram í miðjan fyrri hálfleik en þá fór flöt vörn Vals að ná saman svo að sóknarleikur HK fólst oft aðeins í því að láta boltann ganga hratt fyrir utan því enginn tók af skarið enda skoruðu HK-menn að- eins 2 mörk í rúmar 11 mínútur á meðan Valur skoraði níu, þegar vörnin hirti auðveldlega boltann af HK og Valsarar tóku á sprett upp völlinn. Þjálfari HK tók leikhlé þeg- ar rúmar sjö mínútur voru til leik- hlés og eflaust hefur hann skipað sínum mönnum að sækja á markið og taka almennilega á í vörninni. Það gekk fljótlega eftir, ekki síst þar sem Valsmenn voru heldur örir og jafnvel kærulausir í sínum sóknum, komnir með 14:8 forystu. HK-mönnnum tókst að halda sínu striki eftir hálfleikshléið og söxuðu hægt og bítandi á forskot Vals. Vörn- in var þá líka skárri, fór betur út í leikmenn og braut niður sóknarleik Vals. Á 14. mínútu síðari hálfleiks tókst HK loks að jafna í 19:19, ekki síst fyrir tilstilli Björgvins Gústavs- sonar í markinu og þá byrjaði fjörið fyrir alvöru. Leikmenn gerðust frek- ar spenntir og voru margir sendir í kælingu, meðal annars Björgvin markvörður. Valsmenn héldu alltaf naumri forystu og HK hafði mikið fyrir því að missa þá ekki frá sér. Þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir hafði Valur 26:23 forskot. Valdi- mar Þórsson minnkaði muninn úr vítakasti í næstu sókn, Björgvin varði í marki HK og Karl Grönvold minnkaði muninn í eitt mark þegar 55 sekúndur voru eftir. Valsmenn lögðu af stað í sókn en hentu bolt- anum út af fyrir einstakan klaufa- skap þegar 5 sekúndur voru eftir. HK-menn brunuðu í sókn en brotið var á þeim. HK-menn náðu skoti framhjá vörn Vals en Hlynur Jó- hannesson markvörður Vals varði vel niðri við stöng. Valsmenn voru góðir, margir lögðu hönd á plóg og ekki einhver einn, sem átti að bera uppi leikinn. Markverðirnir voru ágætir og Vil- hjálmur átti nokkur skotin eins og Hjalti Pálmason. Sigurður Eggert frískaði oft upp á sóknarleikinn með snaggaralegum tilþrifum. HK-menn voru ekki eins frískir en náðu sér á strik er á leið. Þeir geta þakkað Björgvini markverði fyrir ekki stærra tap. Augustas Strazdas og Ólafur Víðir Ólafsson voru ágætir „Ég er mjög sáttur, mér fannst við nokkuð góðir og besti leikur okkar í langan tíma,“ sagði Ólafur Víðir. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, sækir að vörn HK-manna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn sluppu með skrekkinn TAUGAR áhorfenda jafnt sem leikmanna voru þandar til hins ýtr- asta síðustu 15 mínúturnar þegar HK sótti Val heim í fyrsta leik í 8 liða úrslitum, DHL-deildarinnar í handknattleik, í gærkvöldi. Þá æstust leikar, menn voru ótt og títt reknir út af en HK alltaf í mesta basli með að jafna. Valsmenn höfðu þriggja marka forskot þegar lít- ið var eftir og voru næstum búnir að klúðra því en sluppu fyrir horn með 26:25 sigri. Næsti leikur liðanna verður nokkuð örugglega ekki síður spennandi en leikmenn beggja liða hlakka til. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is             #     $ #        ) (    ! "    $   %&  & &#& &'         „ÉG varð brjálaður þegar það var skotið í hausinn á mér og ákvað þá að þessum leik skyldum við ekki tapa,“ sagði Hlynur Jóhann- esson, markvörður Vals, eftir leikinn að Hlíðarenda. Hann hóf feril sinn með ÍBV en var síðan lengi í herbúðum HK og nokkur ár í atvinnumennsku erlendis áð- ur en hann gekk til liðs við Val. „Ég hef aldrei tapað fyrir HK- ingum, spilaði að vísu með þeim um árabil og hef ekki tapað fyrir þeim en ég var ekki með í leikn- um í Digranesi. Það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir að spila í úrslitakeppninni, maður getur verið að puða allan vetur en verð- ur að vera stemmdur þegar kem- ur í svona leik. Þetta var frábært, ég var alltaf viss um að við mynd- um hafa þetta. Við ætlum ekki að fara að gera okkur þetta erfitt með oddaleik hérna heima svo að við ætlum að fylgja þessu eftir og gera út um þetta í Digranesi, það er alveg öruggt.“ Pálmar Pétursson náði sér ekki á strik í markinu svo að Hlynur kom inn á eftir hlé og varði 10 skot, flest erfið. Honum fannst gott að komast loks inn á eftir langa bið á varamannabekknum og lét strax til sín taka. „Það þarf alltaf að láta skjóta nokkrum sinnum í sig til að komast inn í leikinn,“ bætti Hlynur við. Hef aldrei tapað fyrir HK-ingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.