Morgunblaðið - 07.04.2005, Blaðsíða 1
2005 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
EYJAMENN HÖFÐU BETUR Í TVÖFALDRI VÍTAKEPPNI / C3
DRÖFN Sæmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik
og stórskytta í liði FH, hefur gert lánssamning við
spænska liðið Akaba Bera Bera frá San Sebastian.
Dröfn, sem er 22 ára gömul, ein efnilegasta hand-
boltakona landsins og lykilleikmaður í liði FH und-
anfarin ár, heldur utan á morgun og mun leika með
spænska liðinu í síðustu sex umferðum tímabilsins, sem
lýkur í maí. FH hefur lokið keppni á Íslandsmótinu, féll
út gegn Val í 8-liða úrslitunum. Dröfn skoraði 143 mörk
fyrir Hafnarfjarðarliðið í 20 leikjum í 1. deild kvenna í
vetur.
Akaba-liðið er í fjórða sæti spænsku 1. deildarinnar
og er Dröfn ætlað að styrkja liðið í lokabaráttunni en
það berst um sæti í Evrópukeppni næsta vetur.
Spænska liðið tók þátt í EHF-bikarnum í vetur en var
slegið út af þýska liðinu Leipzig í átta liða úrslitum
keppninnar, samtals með fjögurra marka mun. Akaba
er með 26 stig eftir 18 umferðir af 24 í deildinni en fyrir
ofan eru Sagunto með 35 stig, Orsan og La Union Rib-
arroja með 29 stig
Dröfn til liðs við
Akaba Bera Bera
AC Milan vann Inter, 2:0, í ná-grannaslagnum í Mílanó á sam-
eiginlegum heimavelli liðanna, San
Siro, í Meistaradeild Evrópu í gær-
kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í
átta liða úrslitum keppninnar. Jaap
Stam skoraði undir lok fyrri hálfleiks
og Andriy Shevchenko bætti öðru
marki við stundarfjórðungi fyrir
leikslok. Bæði mörk AC Milan voru
skoruð með skalla eftir aukaspyrnur
frá Andrea Pirlo.
„Þetta var vissulega ekki einn af
okkar bestu leikjum en við spiluðum
skynsamlega og erum með gott for-
skot. Við megum þó ekki hugsa of
mikið um það,“ sagði Carlo Ancelotti,
þjálfari AC Milan.
„Ég hafði áhyggjur af því að það
yrði erfitt að koma beint úr meiðslum
í þennan leik en það var ekki hægt að
hugsa sér betri endurkomu. Mér
tókst að skora og við sigruðum,“ sagði
Shevchenko, sem lék sinn fyrsta leik í
hálfan annan mánuð.
„Það er sárt að tapa svona eftir
mjög góðan fyrri hálfleik og jafnan
leik þegar á heildina er litið. Milan
nýtti sín færi en við þurfum að líta í
eigin barm fyrir að fá á okkur tvö
mörk eftir aukaspyrnur,“ sagði Ro-
berto Mancini, þjálfari Inter.
AC Milan vann
grannaslaginn
ANNA María Sveinsdóttir fagnaði í
gærkvöldi sínum 37. titli í körfu-
knattleik, en hún hefur verið að frá
því hún var 12 ára gömul. „Þetta er
alltaf jafn gaman og það eru auðvit-
að sigrarnir sem halda manni gang-
andi,“ sagði Anna María. „Þegar
við töpuðum fjórum leikjum í röð í
vetur sagði ég við stelpurnar að ef
þetta hefði verið svona hefði ég
verið hætt fyrir löngu. Nú sér mað-
ur bara til hvernig sumarið verður
og hvort mig langi enn að spila
næsta haust. Ég er í fínu formi og
því ekkert því til fyrirstöðu. Svo
klára strákarnir þetta bara á laug-
ardaginn og þá er veturinn fínn hjá
okkur Keflvíkingum. Laugardagur
er fínn dagur til að verða meistari,“
sagði Anna María, sem er 35 ára og
gefur þeim yngri ekkert eftir.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
37 titlar
■ Þriðji titillinn/C3
Eiður Smári lék sem fremstimiðjumaður Chelsea í leiknum
og stóð sig með mikilli prýði, vann
mjög vel og átti fjölda góðra send-
inga. Þá átti hann stóran þátt í fjórða
markinu, sem Didier Drogba skoraði.
Drogba var geysilega ógnandi og
var maðurinn á bak við fyrstu tvö
mörkin. Joe Cole og Frank Lampard
skoruðu þau eftir að Drogba vann
skallaeinvígi við varnarmenn Bay-
ern. Á milli jafnaði Bastian Schwein-
steiger fyrir Bayern, í upphafi síðari
hálfleiks. Lampard skoraði öðru
sinni, 3:1, þegar 20 mínútur voru eft-
ir, með glæsilegu skoti eftir sendingu
frá Claude Makelele og síðan skoraði
Drogba af stuttu færi eftir að Oliver
Kahn varði skot Eiðs af markteig.
Mourinho fannst ekki
José Mourinho, knattspyrnustjóri
Chelsea, var ekki á Stamford Bridge
en hann er í leikbanni í báðum við-
ureignum liðanna. Fjölmiðlum tókst
ekki að grafa upp dvalarstað hans
þrátt fyrir mikla leit og getgátur en
athygli vakti að portúgalskur þrek-
þjálfari hjá Chelsea, Rui Faria, virt-
ist mjög áhrifamikill á varamanna-
bekk félagsins þar sem Steve Clarke
og Baltemar Brito, nánustu aðstoð-
armenn Mourinhos, stýrðu liðinu.
„Við undirbjuggum okkur mjög
vel. José skipulagði leikinn algjör-
lega, gerði áætlun um hvernig leik-
urinn myndi þróast og hélt síðan
opnu fyrir þær ákvarðanir sem við
þyrftum að taka meðan leikurinn
stæði yfir. Leikmennirnir stóðu sig
stórkostlega og sýndu að þeir geta
sigrað hvaða lið sem er. Við unnum
Barcelona og skoruðum fjögur mörk
hjá Bayern,“ sagði Baltemar Brito.
Ekki í sambandi við Mourinho
Þjálfarinn neitaði því jafnframt að
hafa verið í sambandi við Mourinho á
meðan leikurinn stóð yfir en margir
fullyrtu að símasamband hefði verið
milli hans og varamannabekkjarins.
„Ég sá José síðast 2–3 tímum fyrir
leik og hef ekki talað við hann síðan.
Við söknuðum hans sárlega en sýnd-
um styrk okkar í fjarveru hans,“
sagði Brito, sem þurfti að svara fleiri
spurningum um Mourinho en um
frammistöðu Chelsea í leiknum.
Markið í lokin vonbrigði
„Það voru vonbrigði að fá á sig
þetta mark í lokin, það hefði verið frá-
bært að sigra 4:1 en við slökuðum of
mikið á síðustu mínúturnar. Eftir að
þeir jöfnuðu, 1:1, þá gáfum við í, sett-
um mikla pressu á Bayern, spiluðum
vel og verðskulduðum þessi þrjú
mörk sem við bættum við. Þetta er
alls ekki búið, nú er bara hálfleikur
og við sáum hvernig þeir léku gegn
Arsenal í Þýskalandi. Við eigum von
á hörkuleik,“ sagði Frank Lampard.
Réðum aldrei við Drogba
„Við vorum nánast út úr myndinni
í stöðunni 4:1 en seinna markið gefur
okkur góðar vonir um að snúa
blaðinu við á heimavelli,“ sagði Felix
Magath, þjálfari Bayern. „Við áttum í
miklum vandræðum í okkar varnar-
leik, sem vanalega er mjög góður, og
við réðum aldrei við Drogba. Ég vona
að Makaay, Pizarro og Demichelis
geti spilað með okkur næsta þriðju-
dag, þá er ég bjartsýnn á góð úrslit,“
sagði Magath.
Sex mörk á
Stamford
EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea eiga góða möguleika
á að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Bay-
ern München, 4:2, í bráðfjörugum leik á Stamford Bridge í London í
gærkvöld. Þeir voru nærri því að fara með þriggja marka forskot til
Þýskalands því Michael Ballack náði að skora síðasta mark leiksins
fyrir Bayern úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yf-
ir venjulegan leiktíma. Liðin mætast aftur á Ólympíuleikvanginum í
München næsta þriðjudagskvöld.
„ÞAÐ var einkennilegt að vera
ekki með knattspyrnustjórann
í búningsklefanum eða á hlið-
arlínunni og ég hef aldrei upp-
lifað það áður. Það var mjög
sérstakt að sitja í klefanum í
hálfleik en við vorum vel und-
irbúnir og vissum við hverju
var að búast. Við erum ein stór
liðsheild og stöndum saman og
við fórum bara inn á völlinn og
spiluðum okkar leik,“ sagði
Eiður Smári Guðjohnsen,
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu,
við fréttamann Reuters eftir
leik Chelsea gegn Bayern
München í gærkvöld.
„Aldrei
upplifað
þetta áður“