Morgunblaðið - 07.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2005, Blaðsíða 4
FÓLK  JACK Nicklaus, hin geðþekki bandaríski kylfingur, ætlar að taka þátt á Masters-mótinu í golfi sem hefst í dag á Augusta-vellinum en Nicklaus hafði áður gefið í skyn að hann myndi ekki keppa þar sem 17 mánaða barnabarn hans lést fyrir mánuði.  NICKLAUS sagði: ,,Augusta er staður sem hefur skipt miklu máli í mínu lífi. Ég mun uppfylla óskir for- ráðamanna klúbbsins en þeir ósk- uðu eftir því að ég yrði með og ég mun gera það,“ sagði Nicklaus en hann hefur að mestu verið með næstelsta syni sínum, Steve, und- anfarnar vikur en Steve var faðir barnsins sem drukknaði í heitum potti utan við heimili þeirra.  NICKLAUS hefur oftast allra sigrað á Masters eða sex sinnum og næstur í röðinni er Arnold Palmer með fjóra sigra. Tiger Woods hefur þrívegis sigrað og gæti skotist í þriðja sætið með sigri í ár.  SVÍINN Jesper Parnevik var eitt- hvað utan við sig þegar hann mætti til æfinga á Augusta-vellinum fyrir Masters-mótið, en Parnevik gleymdi golfsettinu heima hjá sér í Flórída. „Ég er líklega fyrsti kylf- ingurinn sem gleymir golfsettinu í bílskúrnum fyrir stórmót,“ sagði Parnevik á sunnudaginn en þetta er í sjöunda sinn sem hann tekur þátt á Masters-mótinu. „Þeir sem þekkja fjölskyldu mína skilja örugglega um hvað er að ræða,“ bætti Svíinn við en hans besti árangur á Masters- mótinu er 20. sæti árið 2001.  KAPPINN fékk þó settið sitt því hann hringdi í Tiger Woods félaga sinn og bað hann um að renna við heima hjá sér og kippa settinu með. „Eftir að hann hafði hlegið í tíu mín- útur samþykkti hann að gera það fyrir mig, en ég tel mig enn eiga nokkra greiða inni hjá honum,“ sagði Parnevik. Woods er giftur Elínu Nordegren, sem var barn- fóstra hjá Parnevik og þar kynntist Wood konu sinni.  FANNY Sunnesson, sem var kylfuberi hjá Nick Faldo í fjölda ára, er mætt á Augusta, en mun bera kylfur Ian Poulter að þessu sinni. Eiginkona kylfusveins hans á von á sér og hljóp Sunnesson í skarðið.  ÞAÐ eru margir skemmtilegir ráshópar fyrstu tvo dagana á Mast- ers. Sem dæmi má nefna að Vijay Singh verður með Bretanum Lee Westwood og með þeim leikur Chad Campbell. Tiger Woods verður með Darren Clarke og Carlos Franco frá Paragvæ í ráshóp.  PHIL Mickelson, sem verður í ráshópnum á undan Singh, leikur með Stuart Appelby og áhuga- manninum Ryan Moor sem er bandarískur. „Það hafa margir áhugaverðir áhugamenn keppt á Masters og ég geri fastlega ráð fyrir að Ryan eigi góða daga hér. Það kæmi alls ekki á óvart þó að hann næði langt,“ segir Mickelson um landa sinn.  EINS og venja er til var kvöld- verður í klúbbhúsinu á Augusta á þriðjudagskvöldið. Það er meistari síðasta árs sem ákveður matseðilinn og í kvöldverðinn mæta allir þeir sem sigrað hafa á mótinu. Mickel- son var með ítalska línu. „Ég á ættir mínar að rekja til Ítalíu, raunar tals- vert langt aftur í ættir. Ég er hrif- inn af ítölskum mat og ákvað að hafa það sem mér þykir gott, einfalt og gott,“ sagði meistarinn, sem bauð upp á humar-ravioli, hvítlauksbrauð og Caesar-salat.  ÞEGAR Tiger Woods sigraði bauð hann upp á hamborgara og mjólkurhristing. „Það er hluti af því að vera ungur! Þetta er það sem ég borða og þykir gott,“ sagði Tiger við það tækifæri. Mickelson hafði fyrir mótið ífyrra breytt áherslum í æfing- um sínum talsvert og þá fyrst og fremst með áherslu á að þjálfa hug- ann. Það gaf góða raun í fyrra og því segist kappinn einbeita sér á sama hátt núna enda ekki ástæða til ann- ars. Og sjálfstraustið ætti að vera í lagi því hann sigraði á móti í vikunni þar sem hann lenti í fimm manna bráðabana. „Ég hugsa oft um púttið á síðustu flötinni, púttið sem ég setti niður og tryggði mér sigur. Tilfinningin þegar boltinn datt ofan í holuna var stór- kostleg. Og ég fæ enn þann dag í dag hroll þegar ég hugsa um þetta atvik. Slíkir atburðir hvetja mann til þess að gera betur og halda áfram að bæta sig,“ sagði Mickelson en hann hefur miðað undirbúning sinn á þessu ári fyrir Masters-mótið. „Það er mikill heiður að vera kom- inn í þann hóp kylfinga sem fá boð um að leika á þessu móti það sem eft- ir er ævinnar. Ég er hluti af sögu mótsins og þetta mót er einstakt í alla staði.“ Augusta völlurinn hentar Mickel- son ágætlega en til að ná góðum ár- angri á vellinum þurfa menn að vera með löng og nákvæm teighögg og stutta spilið þarf einnig að vera í lagi. „Völlurinn hentar mér ágætlega þar sem boltinn flýgur oftar en ekki í sveig frá hægri til vinstri hjá mér,“ segir Mickelson. „Nákvæmni er allt sem þarf á Augusta. Margir tala um að völlurinn sé opinn og auðveldur. En það er einfaldlega ekki rétt,“ seg- ir hann. Ernie Els varð í öðru sæti í fyrra og hyggst gera betur í ár. „Ég skal fúslega viðurkenna að hugurinn leit- ar oft til þessa vallar og síðustu vik- urnar fyrir mót er stundum erfitt að einbeita sér að öðru en undirbúningi fyrir þetta mót. Á æfingasvæðinu kemur Augusta völlurinn oft upp í hugann, allt árið, og þá fer maður ósjálfrátt að æfa höggin sem þurfa að vera í lagi þar. Upphafshöggin þurfa að vera frá hægri til vinstri og síðan þarf stutta spilið að vera nákvæmt og ef þetta tvennt er í lagi þá gengur þér vel á Augusta,“ segir Els. Einn af mestu efnum golfsins í dag er Ástralinn Adam Scott og fróðir menn telja aðeins spurningu hvenær hann stendur uppi sem sigurvegari á stórmóti. „Ég efast ekki um að ég hafi hæfileika til að sigra á stórmóti og ég hlakka mikið til að reyna mig á Augusta vellinum þar sem stutta spilið er lykilatriði,“ segir Scott sem er með löng teighögg og oftast ná- kvæm þannig að þau ættu ekki að vera vandamál hjá honum. Fjórir kylfingar þykja þó sigur- stranglegastir, auk þeirra Mickel- sons og Els eru það Vijay Singh, sem er í efsta sæti heimslistans, Tiger Woods, sem hefur þrívegis sigrað á Masters. „Þetta er allt að koma hjá mér,“ segir Woods en hann hefur verið að breyta sveiflunni hjá sér síð- ustu árin og ekki verið eins sigursæll og hann var þegar honum skaut upp á stjörnuhimininn. „Það hafa margir spurt hvers vegna ég sé að þessu, hvers vegna ég haldi ekki áfram að slá eins og ég gerði árið 2000 og halda sigurgöngunni áfram. Ég vil ekki vera eins og árið 2000, ég vil verða betri og það er tilgangurinn með þessum breytingum,“ segir Woods, sem vann sjö af ellefu stórmótum sín- um á árunum 1999 til 2002. Gamla kempan Jack Nicklaus, sem hefur sigrað oftast allra segir að þeir sem ætli sér sigur í ár, verði að leggja Tiger að velli. „Tiger þarf ekki að leika sitt besta golf til að sigra hér. Hann hefur ótrúlega hæfileika og aðrir verða að ná sínum besta leik ætli þeir sér sigur.“ Reuters Svíinn Jesper Parnevik er jafnan í litríkum fatnaði. Meistari Mickelson í fínu formi MASTERS-MEISTARI síðasta árs, örvhenti bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson, er í fínu formi þessa dagana og líklegur til að verja titil sinn á Augusta vellinum. Það mun sjálfsagt ekki ganga átaka- laust því flestir, ef ekki allir 93 keppendurnir, hafa fullan hug á að sigra á mótinu, sem er eitt af þeim fjóru stóru sem fram fara árlega. ,               /  0 *                                    *   , 1  2 1   (3( # (               4     .!!$.       5*6   7* 3$ 89 !  9           ! ! "   #   4*):;6)3 ## < % =   6 > ? -1  7* 3 $8   $    <$ <   -  @  $%  *   &&&    % 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.