Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 22
Hönnun svæða er jafnan mikiðumhugsunarefni, hvort semum er að ræða einkagarða,útivistarsvæði eða lóðir í
kringum fyrirtæki eða stofnanir eða sum-
arbústaði.
Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt
starfar hjá Landmótun, teiknistofu land-
lagsarkitekta sem vinna bæði að hönnun
og skipulagi. Hann var spurður hvað væri
helsta leiðarljós manna sem fást við hönn-
un slíkra svæða í þéttbýli?
„Við leggjum áherslu á að lesa vel í
landið. Tengja saman hið náttúrulega og
manngerða umhverfi, það falli vel að því
sem fyrir er á svæðinu og nýtist til þeirra
hluta sem ætlað er,“ segir Yngvi Þór.
„Núna er auðveldara að leggja til við
framkvæmdaaðila að notuð séu nátt-
úruleg efni og íslensk en áður var. Sem
dæmi um það má nefna áningarstað sem
við hönnuðum við snjóflóðagarð á Ísafirði,
þar var notað grjót af svæðinu og reka-
viður. Algengt er að menn noti efni af
staðnum, sem er mikilvægt. Dæmi um
það er að nota eða jarðvegsbæta mold á
svæðum í stað þess að aka nýrri mold á
staðinn.
Grjót notað í fleira en hleðslur
Það er einnig farið að nota grjót í fleira
en bara hleðslur. Það er t.d. hluti í leik-
umhverfi barna í nýjum leikskóla á Kjal-
arnesi, þar er grjót látið að hluta kom í
stað aðfluttra leiktækja. Þessi skóli er
sérstaklega með umhverfisstefnu að leið-
arljósi þannig að regnvatni er leyft að
vera sýnilegt ofanjarðar í stað þess að
láta það hverfa í lokuð rör.
Grjót er líka notað í svokallaðar netk-
istur, járngrindur eru fylltar af grjóti og
þær notaðar í hærri stoðveggi, dæmi um
þetta má sjá í snjóflóðavarnagörðum við
Neskaupstað og á lóð Samskipa við
Holtagarða. Aðrir spennandi hlutir eru að
gerast í efnisvali, t.d. er stálþil sem notað
er við bryggjugerð notað á nýjan hátt á
umræddri lóð Samskipa.
Við Íslendingar eigum góða fagmenn í
hleðslu þannig að hlaðnir grjótveggir eru
fjölbreyttari og vandaðari en áður var. Í
vinaskóginum við Kárastaði eru t.d. fal-
legar hleðslur og náttúrugrjót er notað í
staðinn fyrir steyptar hellur og efni í hlið
og girðingar eru úr trjám í Heiðmörk.
Nú verður æ algengara að hanna sett-
jarnir í tengslum við hönnun umferðar-
mannvirkja og líka á stærri útivistar-
svæðum. Tilgangurinn með þeim er að
sigta út óæskilegri efni áður en það fer út
í læki og ár.“
Skipulag sumarhúsabyggða
með nýjum áherslum
Hvað með sumarhúsabyggð?
„Skipulag sumarhúsabyggða er með
nýjum áherslum núna. Vaxandi eftir-
spurn og framboð er á sumarhúsalóðum.
Nú eru kortagrunnar mun vandaðri en
áður var, loftmyndir í lit sem við getum
unnið í tölvum gerir þetta mögulegt. Þá
er bæði hægt að lesa betur landið og
skoða það og öll staðsetning bæði lóða-
marka, vega og bygginga eru miklu
markvissari en áður. Af því að sumarhús-
in eru orðin vandaðri hafa þau breyst
nánast í heilsárshús og þess vegna hefur
fólk í ríkari mæli farið að láta skipuleggja
sumarhúsalóðina til þess að nýta hana
betur og áfangaskipt því sem það ætlar að
gera í ræktun og uppbyggingu.
Hvað gróður snertir er fólk farið að
átta sig á að gróður getur orðið mjög hár
en auðvitað þarf að velja gróður eftir að-
stæðum í hverju tilviki. Fólk þarf ekki að
hræðast það þótt gróðurinn vaxi því yfir
höfuð, bara að gera ráð fyrir því.
Húsfélög sem hafa plantað gróðri í
upphafi verða að gera ráð fyrir að honum
þurfi að sinna og halda við rétt einsog hús
eru máluð og þeim haldið við. Það er ekki
nóg að láta bara klippa og slá vor og
haust, heldur væri mun eðlilegra að fá
fagaðila sem fylgir gróðrinum eftir.
Þarna er þakniðurfall tengt við leiksvæði á leikskóla á Kjalarnesi.
Grjót og rekaviður var notað við hönnun áningarstaðar við snjóflóðagarð á Ísafirði.
Skeljasandur og tilhöggvið grágrýti við fjörumörk við Nauthólsvík.
Skipulag og
hönnun svæða
Hönnun svæða er mikilvægt umhverfisatriði. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi við Yngva Þór Loftsson landslagsarkitekt.
Yngvi Þór loftsson landslagsarkitekt
hjá Landmótun.
Frá útivistarsvæði í Fossvogsdal.
Útivistarsvæði í Fossvogsdal þar sem regnvatni er beint í endurgerðan Fossvogslæk.
22|Morgunblaðið