Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 28
Garðyrkja er list,“ segir Sigurð-ur Ólafur Ingvarsson hjáGarðorku, sem er nýtt ogferskt garðyrkjufyrirtæki.
„Við erum með ýmsar nýjungar sem
við bjóðum fólki upp á, t.d. villijurta-
garðyrkju. Nú reka eflaust ýmsir upp
stór augu þegar þeir lesa þetta og
blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað
villijurtagarðyrkja sé.
„Þetta virkar þannig að villijurtirnar
þrífast best í sínum eðlilega jarðvegi og
ef við tökum eitthvert þema, t.d. sjáv-
arþema, þá náum við í jarðveg niður á
strönd og setjum hann í garðinn. Þannig
þrífast jurtirnar best, í sínu eðlilega um-
hverfi,“ segir Sigurður.
„Arfatínsla verður ekki vandamál
vegna þess að þetta er næringarsnauður
jarðvegur. Þ.a.l. festir arfinn t.d. ekki
rætur í jarðveginum og fólk þarf ekki að
hugsa mikið um jurtirnar nema þá
kannski að vökva þær.
Við vinnum með viðskiptavininum að
hönnun garðsins og teiknum og hönnum
sjálfir ef því er að skipta. Við vinnum að
sjálfsögðu líka eftir hugmyndum við-
skiptavina okkar og getum framkvæmt
nánast allt sem fólki dettur í hug.“
Langar að græða upp Sahara
Er garðyrkja list? spyr blaðamaður.
„Að sjálfsögðu,“ segir Sigurður.
„Þetta er gott starf fyrir fólk með list-
ræna hugsun því þetta býður upp á
endalausa möguleika.“ Blaðamaður spyr
Sigurð hvort hann eigi einhvern
draumastað sem hann langi til að græða
upp og það stendur ekki á svari: „Það er
Sahara-eyðimörkin,“ segir Sigurður og
glottir.
Sigurður Ólafur Ingvarsson við einn af „villigörðum“ Garðorku.
Villijurta-
garðyrkja
„Garðyrkja er list,“ segir
Sigurður Ólafur Ingvarsson
í samtali við Guðlaug Júní-
usson um villijurtagarð-
yrkju.
28|Morgunblaðið
Garðhúsgögn
Vönduð garðhúsgögn
ýmsar gerðir
Blómaker úr tré
Blómakassar í grind
Bergiðjan
Víðihlíð við Vatnagarða,
104 Reykjavík,
símar 543 4246 og 824 5354
Jamis Lady Bug
12”, 2ja-5 ára
Verð 10.990 kr.
Jamis Laser 1.6
16”, 3ja-6 ára
Verð 11.990 kr.
Gæðahjól
frá Jamis
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
27
89
9
04
/2
00
5
Jamis Capri 2.0
20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra
Verð 17.990 kr.
Jamis Laser 2.0
20”, 5-9 ára, fótbremsa,
álstell, til í svörtu
Verð 12.990 kr.