Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 27
Felligardínur af ýmsu tagi eru framleiddar
hjá Skermi. „Við erum þeir einu á mark-
aðinum sem framleiðum trérimlagardínur
úr sedrusviði, sem er bæði fallegur og ilmar
einstaklega vel,“ segir Finnbogi Ingólfsson
sem á og rekur Skermi ásamt konu sinni
Birnu Jakobsdóttur.
Eru rimlagardínur alltaf jafn vinsælar?
„Hápunktur rimlagardínanna var fyrir ári.
Þær seljast eigi að síður vel en mest er selt
núna af felligardínum. Við kaupum inn efni
í gardínurnar frá frönsku fyrirtæki og sníð-
um síðan eftir máli.“
Viðarþynnur í gardínur
Eru þetta sólargardínur?
„Já, þetta er mjög góð sólvörn. Þetta eru
viðarþynnur, sumir kalla þetta bast, en í
raun er þetta viður, bara svona fínlegur.
Þetta efni er til í mjög mörgum litum og
gerðum. Það er ekki bara hægt að gera úr
þessu felligardínur heldur fleka á brautum,
slíkt er mjög skemmtilegt t.d. í stórum og
síðum gluggum. Þetta er létt í meðförum
og mjög auðvelt í þrifum. Einnig má gera
úr þessu efni eldhúskappa. Þá er sett á það
kósar úr ryðfríu stáli og svo eru kapparnir
þræddir upp á stangir. Þessar gardínur eru
mjög vinsælar og gerðar eftir máli og það
er enginn nema við hjá Skermi sem er með
svona framleiðslu.“
Hvað tekur langan tíma að fá gardínurn-
ar hjá ykkur?
„Afgreiðslufresturinn er svona tíu dagar
að jafnaði. Allar gardínurnar eru til í mjög
margvíslegum litum, líka viðargardínurn-
ar. Þess má geta að ef fólk óskar þá getum
við fóðrað gardínurnar með myrkvunar-
tjöldum og einnig að við komum á staðinn
og tökum mál ef þess er óskað.“
Felligardínur eru mjög mikið í tísku núna.
Morgunblaðið/Eyþór
Léttleikinn er mikill en eigi að síður eru gardínurnar góð sólvörn.
Einaldar en fallegar rimlagardínur.
Mest selt af felligardínum
Þegar sólin fer að skína er gott að geta skýlt sér fyrir geislum hennar,
rétt eins og notalegt er að geta dregið fyrir myrkrið á veturna. Rimla-
og felligardínur eru vinsælar um þessar mundir.
Morgunblaðið |27
Sólskyggni tilvalin
yfir pallinn,
heitapottinn og
fyrir verslanir og
veitingahús.
Framleitt eftir máli
og margir litir.
Vönduð vara.
Lækkað verð
SÓLSKYGGNI
Pílutjöld ehf.,
Faxafeni 12, 108 Reykjavík,
s. 553 0095, www.pilu.is