Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 6
6|Morgunblaðið
HVELLUR.COM - G. TÓMASSON ehf.
Smiðjuvegi 8 • 200 Kópavogur • Sími 577 6400
Hvellur@hvellur.com
Reiðhjól
Hlaupahjól
Hjólahjálmar
Körfuboltaspjöld
Jafnvægishjól
Hvellur.com býður mikið úrval fermingargjafa.
Allt sem nútíma fermingarbörn óska sér.
Um þessar mundir eru margirfarnir að hyggja að garðinumsínum. Ýmsir hafa skipt umhúsnæði síðan í fyrravor og
eignir með garða hafa ekki síst gengið
kaupum og sölum, mikið er því um að nýir
garðeigendur fari að hugsa sér til hreyf-
ings. Fyrst verður þessu fólki fyrir að velta
fyrir sér hvaða áhöld þurfi að vera til taks í
upphafi garðvinnunnar, ekki síst vefst fyrir
fólki meðhöndlun á trjám og runnum.
Steinn Kárason er mörgum kunnur fyrir
garðyrkjurit sín, en hann er auk þess að
vera garðyrkjumeistari með meistarapróf í
alþjóðlegri viðskiptahagfræði og umhverf-
isstjórnun. Hann hefur í bókum sínum
rætt um garðyrkju í víðum skilningi. Þess
má geta að hann verður með fyrirlestra um
trjáklippingar og vorverkin í garðinum á
sýningu Vorboðans í Smáralind.
Góðar greinaklippur
Hvað skyldi Steinn álíta að fólk þurfi að
byrja með þegar garðyrkjan á að hefjast?
„Við skulum tala hér um miðlungsgarð-
eiganda. Skipta má verkfærunum í tvo
hluta, annars vegar handverkfæri og hins
vegar vélar,“ segir Steinn.
„Ef við skoðum fyrst hin algengustu
handverkfæri byrjum við á verkfærum til
trjáklippinga. Langalgengasta verkfærið
er greinaklippur fyrir aðra hönd. Þær
þurfa að vera þannig að kjafturinn mis-
gangist, gott er að í klippunum sé skipt-
anlegt blað, stamt hald fyrir gott handgrip
og gúmmípúði til að dempa höggið þegar
klippt er og fyrir hendi sér hersluskrúfa
með læsingu. Svona klippur þurfa að vera
mjög vandaðar, fólk ætti ekki að spara
peninginn í kaupum á svona klippum, þær
eru svo mikið notaðar.
Limgerðisklippur
með löngu blaði
Næsta verkfæri er limgerðisklippur
með löngu blaði og höldum. Blaðið má
gjarnan vera bylgjað eða tennt í kverkina
og það er til mikilla bóta að gúmmípúðar
dempi átakið þegar klippt er. Þeir sem eru
með stór og mikil limgerði kaupa sér
gjarnan eða leigja vélklippur.
Bogasög og greinasög
Þá er gott að eiga boga-
sög til þess að saga sverari
greinar eða sérstaka
greinasög með holu haldi
sem hægt er að stinga
kústskafti inní til að ná
greina hátt uppi eða inni í
þéttum runnum.
Einnig er hægt að fá fyr-
ir mjög há tré toppklippur
með lengjanlegu skafti. Þá
er í raun togað í spotta til
að klippa.
Spíssskóflur og
laufhrífur
Þá skulum við snúa okk-
ur að handverkfærum til
jarðvinnu.
Til að moka mold er gott
að hafa skóflur sem margir
kalla spíssskóflur eða mal-
arskóflur með löngu skafti.
Garðhrífur eru notaðar í
moldarvinnu, 14 tinda
breiður haus er heppilegur.
Gott er að eiga sérstaka
skóflu sem nýtist jafnt til
að moka snjó og klaka og
líka má nota að einhverju
leyti í garðinum, slíkar
skóflur eru með flötu blaði.
Til er sérstakar lauf-
hrífur sem heppilegt er að
eiga. Slíkar hrífur eru með
plasthaus og gagnast í raun
bæði til raka hey og lauf og þá þarf ekki
endilega sérstaka heyhrífu af gömlu teg-
undinni.
Arfasköfur og litlar klórur
Í illgresiseyðinguna þarf arfasköfu með
löngu skafti. Hægt er að nota litlar klórur
inn á milli trjáa og runna. Og sérstaklega
er gott að eiga klórur til að skera burtu
ræturnar á fíflunum.
Til að stinga upp matjurtagarðinn og
blómabeð þarf að eiga góðan stungugaffal.
Loks þarf garðeigandi að eiga kant-
skera. Tvær gerðir eru til, sá sem er með
hálfmánalegu blaði hentar best í tyrfingu
en til viðhalds er kantskeri með ástigi sem
er heppilegastur.
Rafmagnssláttuvélar menga minnst
Til eru fleiri og sérhæfðari verkfæri sem
eru þá seinni tíma viðbót.
Þá er komið að stærri verkfærum.
Ég mæli með því að fólk noti rafmagns-
sláttuvélar á minni fleti til að forðast meng-
un. Bensínsláttuvélarnar menga meira en
meðalfólksbílar, þær eru hins vegar not-
aðar á stærri grasfleti. Gamla hand-
sláttuvélin stendur enn fyrir sínu, hún
mengar ekki og gefur góða hreyfingu og
góðan slátt.
Hjólbörur og léttir stigar
Hjólbörur eru tæki sem flestir garðeig-
endur þurfa á að halda. Þær eru mjög mis-
munandi að gerð og verði en miðlungs-
hjólbörur eru heppilegar fyrir almennt
viðhald.
Léttir stigar og strákústar eru líka með-
al þess sem garðeigandi þarf að eiga. Þeir
sem vilja vera umhverfisvænir koma sér
upp safnhaugum og þá er gott að eiga eða
leigja safnhaugakvörn. Einnig má leigja
sér mosatætara ef á þarf að halda.
Áríðandi að þrífa verkfæri vel
Mjög áríðandi er að þrífa verkfæri vel
eftir notkun og geyma þau á þurrum og
svölum stað. Gott er að olíubera málmhluti
á haustin. Það má gera með olíuúða eða
nota uppþvottabursta og sláttuvélaolíu. Ef
verkfæri með trésköftum eru geymd í
mjög þurri vetrargeymslu geta sköftin ver-
ið stökk á vorin en það jafnar sig þegar
raki kemst í viðinn.“
Verkfæri garðeigandans
Garðeigendur þurfa að eiga
verkfæri til þess að geta
sinnt garði sínum sóma-
samlega. En hvaða verk-
færi – það er spurning sem
Steinn Kárason leitast hér
við að svara.
Morgunblaðið/Golli
Steinn Kárason
F.v. plöntuskeið, plöntugaffall
og klóra. Úr Garðverkin eftir
Stein Kárason.
Tvær tegundir af
kantskerum sem gott
er að eiga.
F.v. Arfaskafa, garðhrífa, laufhrífur, skúffujárn, strá-
kústur og sandskófla.Teikningin er úr bók Steins Kára-
sonar, Garðverkin.
Morgunblaðið/Árni Torfason