Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráð- herra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrif- stofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is . Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sérfræðilæknir óskast við barna- og unglingageðdeild, geðsviði. Starf- ið er 100% og veitist frá 1. sept. nk. til 1 árs. Umsækj- endur skulu hafa sérfræðiviðurkenningu í barna- og unglingageðlækningum. Einnig kemur til greina að ráða sérfræðilækni í heimilislækningum, geðlækning- um eða barnalækningum. Starfssvið er þverfagleg teymisvinna á göngudeild ásamt öðrum verkefnum sem yfirlæknir felur sérfræðilækninum. Sérfræðilæknirinn tekur þátt í kennslu og vísindavinnu á deildinni og er því æskilegt að hann hafi reynslu á því sviði. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðu- blöðum og nálgast má á heimasíðu Landspítala - há- skólasjúkrahúss, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórn- unarstörfum, ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Umsóknargögn sendist í tvíriti til yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar, Ólafs Ó. Guðmundssonar, sími 543 4300, netfang olafurog@landspitali.is og veitir hann upplýsingar um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og með hliðsjón af yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna, dags. 2. maí 2002. Umsóknir skulu berast fyrir 10. maí nk. Mat stöðunefnda byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörð- un um ráðningu í starfið einnig á þeim. Laun eru skv. kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs. Hægt er að nálgast umsókn um lækningaleyfi, sérfræðileyfi eða lækn- isstöðu á heimasíðu LSH, á heimasíðu Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og hjá Landlæknisembættinu. Skrifstofumaður Skrifstofumaður óskast til starfa á svæfinga- og gjör- gæsludeild við Hringbraut. Starfshlutfall samkomulag. Starfið er laust frá 5. maí 2005. Skrifstofumaðurinn þjónar bæði svæfinga- og gjör- gæsludeild eftir því sem við á. Vaxandi hluti starfsins felst í ýmiss konar verkefnavinnu fyrir prófessor og sviðsstjóra, þ.á m. erlendum samskiptum. Áhersla er því lögð á góða tungumálakunnáttu, bæði í íslensku og erlendum málum, svo og góða tölvukunnáttu og lipurð í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt. Viðtal verður haft við valinn hóp um- sækjenda og byggist ákvörðun um ráðningu einnig á þeim. Umsóknir berist fyrir 2. maí nk. til prófessors Gísla H. Sigurðssonar, yfirlæknis, svæfinga- og gjörgæsludeild, Hringbraut, netfang gislihs@landspitali.is og veitir hann jafnframt nánari upplýsingar ásamt Kolbrúnu Þór- hallsdóttur, skrifstofustjóra, í síma 543 7348, netfang kolla@landspitali.is Starfsmenn óskast á Sjúkrahótel/Fosshótel við Rauðarárstíg. Við leitum að fólki með mikla þjónustulund til almennra starfa; þrif, vinna í matsal og létt aðstoð við gesti. Þeir, sem vilja vinna með góðu fólki í heimilislegu um- hverfi, hafi samband við Bryndísi Konráðsdóttur, for- stöðumann, í síma 562 3330, netfang sjukrahotel@foss- hotel.is. Umsóknir skulu berast til Bryndísar fyrir 2. maí nk. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. „Smørrebrød“ — smurbrauð Hefur þú áhuga á danskri matargerð? Hafðu þá samband, því okkur vantar starfs- mann í smurbrauðsdeild okkar hið fyrsta. Skemmtileg vinna. Góður félagsskapur og góð laun fyrir réttan aðila. Veitingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu 4, sími 551 0100. - Lifið heil www.lyfja.is Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek víðs vegar um landið og starfrækir lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur sem og að skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að allir fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Lyfjatæknir – fullt starf Starfið felst í að aðstoða lyfjafræðing í receptúr, m.a. við frágang og afgreiðslu lyfja, afgreiðslu á kassa og faglegri ráðgjöf um lausasölulyf til viðskiptavina. Starfið felur einnig í sér að aðstoða viðaskiptavini við vöruval og sjá um að merking og afgreiðsla lausasölulyfja sé rétt. Hæfniskröfur: Lyfjatækninám og reynsla úr apóteki er æskileg. Afgreiðsla/vörumóttaka – fullt starf – hlutastarf eftir hádegi (60 - 70%) Starfið felst í afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli og afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Starfið felur einnig í sér að taka á móti vörum og skrá þær, raða í hillur og að veita viðskiptavinum ráðgjöf við vöruval. Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 530 3800 eða í gegnum netfangið thorgerdur@lyfja.is Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Sækja má um störfin á vefslóðinni www.lyfja.is eða með því að senda ferilskrá til starfsmannastjóra. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Atvinnutækifæri hjá Lyfju - Nýtt apótek í Vesturbæ Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund og góða söluhæfileika, í eftirfarandi störf: ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - LY F 28 06 5 04 /2 00 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.