Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fullinnréttuð 137 m² skrifstofuhúsnæði til leigu og afh. strax, í lyftuhúsi miðsvæðis í Reykjavík. Fimm skrifstofuherb., móttaka, kaffistofa og geymsla. Tölvulagnir. Næg bíla- stæði. Leiga hvern mánuð kr. 148.000. Áhugasamir hafi samband í síma 896 0747, eða sendi nafn og símanúmer á augldeild Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „F - 17002“ Útboð Malbikun og viðgerðir á götum í Kópavogi 2005—2007 Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í malbikun stíga og gangstétt og malbiks- viðgerðir á götum í Kópavogi 2005 til og með 2007. Í verkinu felst að gera við skemmd malbiks- slitlög á götum í Kópavogi og malbikun á gang- stéttum og stígum í nýbyggingahverfum í Kóp- avogi. Helstu magntölur eru: Fræstar viðgerðir 1.800 m2 Malbikssögun 5.300 m Malbikun viðgerðra flata 5.280 m2 Malbikun gangstétta og stíga 15.000 m2 Verkinu skal skila fullfrágengnu 15. september 2005. Útboðsgögn verða seld á kr. 5000 á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, III. hæð, frá og með þriðjudeginum 19. apríl 2005. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. maí 2005, kl. 11:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. Bílar Útboð Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum í verkið „Reykhólar - stofnæð vatnsveitu“. Í verkinu felst öll jarðvinna og vinna við lagningu nýrrar kaldavatnslagnar frá tengibrunni norðan við Reykhólasveitarveg (nr. 607) og að bryggju út í Karlsey, auk tenginga við núverandi lagnir o.fl. Helstu magntölur eru: Gröftur skurða 4.450 m Lagning pípna: ø140 mm PEH 1.490 m ø110 mm PEH 230 m ø90 mm PEH 2.190 m ø63 mm PEH 280 m ø40 mm PEH 260 m Uppsetningar á 5 stk. nýjum brunahönum Verklok eru 1. ágúst 2005. Útboðsgögn fást keypt á kr. 5000,- á skrifstofu Reykhólahrepps, Reykhólum, og hjá Verkfræði- stofunni Fjarhitun hf., 7. hæð, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. Tilboðum ber að skila fyrir kl. 14:00 þriðjudag- inn 3. maí 2005 á skrifstofu Reykhólahrepps, en þar verða þau opnuð kl. 14:00 sama dag. Reykhólahreppur s. 434 7880. Mercedes Benz 1120L Clubstar Árgerð 1988. 30 manna. Verð 2.200.000. Bílasalan Hraun, sími 565 2727 eða www.solutorg.is . Lóðir Atvinnuhúsnæði Til leigu verslunarhúsnæði 260, 150 og 760 m². Skrifstofu- og lager- húsnæði 60 og 140 m². Uppl. í síma 664 5901. __________Útboð ___________ Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið Frágangur lands á Kleppssvæði Verkið felst í frágangi lands á Kleppssvæði í Sundahöfn. Fylla skal land upp í rétta landhæð og ganga frá yfirborði á svæðinu. Helstu magntölur eru: Frágangur grúsarfyllinga................ 37.000 m3 Púkkmulningur ............................... 5.500 m3 Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Hnits hf. að Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 19. apríl n.k. á 3.000 kr. hvert eintak. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 2. maí kl. 14.00. ÚTBOÐ Strandgata 6 | 220 Hafnarfjördur | Sími 585 5500 Bréfasími 585 5509 | www.hafnarfjordur.is Fasteignafélag Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í verkið HVALEYRARSKÓLI - BREYTINGAR. Verkið felst í breytingum innanhúss á núverandi húsnæði skólans og ná þær til um 500 m² gólfflatar. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 2005. Útboðsgögn verða seld á kr. 5000 og fást afhent frá og með miðvikudeginum 13. apríl nk. hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Gögn má einnig nálgast á heimasíðu Strendings ehf., www.strendingur.is, án endurgjalds. Tilboðum skal skila til Fasteignafélags Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, 3. hæð, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 26. apríl nk. og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess kunna að óska. Skrifstofuhúsnæði Til leigu nýinnréttað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á Fiskislóð. Um er að ræða 6 lokaðar skrifstofur, opið rými fyrir 4 vinnustöðvar svo og stóran fundarsal, sem jafnframt getur nýst sem sýningarsalur. Aðgangur að kaffistofu. Samtals er húsnæðið 250 fm og leigist í einu lagi eða hlutum. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 893 1162. Lagerhúsnæði óskast! Okkur vantar lagerhúsnæði til leigu eða kaups í Reykjavík sem allra fyrst. Óskalistinn er 100 til 200 fermetrar, góð lofthæð og helst á Múla- svæði, en aðrir staðir koma til greina. Upplýsingar um staðsetningu, sendanda, stærð og fermetrastærð sendist á eirvik@eirvik.is, merkt framkvæmdastjóra, fyrir 23. apríl nk. Eirvík ehf. Tilkynningar Seljalandsskóli 50 ára Fyrrv. nemendur, kennarar, skólastjórar og aðrir velunnarar Seljalandsskóla. Ykkur er boðið á Vorhátíð Seljalandsskóla í tilefni af þessum tímamótum. Dagskráin fer fram í félagsheimilinu Heimalandi og hefst kl. 14, fimmtudaginn 21. apríl. Undirbúningsnefndin. Barnaverndarstofa Sumardvalir barna Barnaverndarstofa vill vekja athygli á því, að allir þeir, sem óska eftir að taka börn til sumar- dvalar á heimili sitt, hvort heldur sem er á veg- um barnaverndarnefnda eða annarra, þurfa að sækja um leyfi til þess hjá barnaverndar- nefnd þar sem þeir búa. Félagasamtök eða aðrir, sem hyggjast taka á móti börnum til sólarhringsdvalar vegna t.d. meðferðar, tómstundastarfs og námskeiðs- halds svo sem sumarbúða, þurfa leyfi Barna- verndarstofu til reksturs. Frekari ákvæði er að finna í reglugerðum nr. 366/2005 og 652/2004. Reglugerðirnar má finna á heimasíðu Barna- verndarstofu www.bvs.is og Félagsmála- ráðuneytis www.felagsmalaraduneyti.is/ Iðnaðarhúsnæði óskast til kaups eða leigu Húsnæðið þarf að vera vel staðsett og helst í austurhluta borgarinnar. Æskilega stærð er 350 til 600 fermetrar og loft- hæð að lágmarki 5,5 m. Aðkoma þarf að vera góð fyrir stóra bíla og innkeyrsludyr stórar. Upplýsingar gefur Bjarni Benediktsson í síma 895 2807 eða í bjarnib@bl.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.