Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 1
2005  FIMMTUDAGUR 21. APRÍL BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KÖRFUKNATTLEIKUR: HELENA OG SIGURÐUR LEIKMENN ÁRSINS / C4 ÞRÍR knattspyrnumenn frá Serbíu-Svartfjallalandi eru til reynslu hjá úrvalsdeildarliði ÍA þessa dagana. Þeir heita Milos Glogovac, 24 ára varnarmaður, Igor Pesic, 22 ára miðjumaður, og Jovan Kuc, 19 ára sóknarmaður. Pesic hefur leikið í úrvalsdeildinni í heimalandi sínu með Borac Cacak og Zemun. „Við ætlum að hafa þessa leikmenn hjá okkur fram í næstu viku og þá skýrist nánar hvort af því verður að einhver eða einhverjir þeirra leiki með okkur í sumar. Við erum fyrst og fremst að leita að sóknarmanni og miðjumanni,“ sagði Eiríkur Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, við Morgunblaðið í gær. ÍA á einnig möguleika á að fá leikmenn frá Reading í Englandi. „Það skýrist hins vegar ekki fyrr en tímabilið í Englandi er búið. Reading á góða möguleika á að kom- ast í umspil um úrvalsdeildarsæti og vill halda öllum sín- um hópi þar til það er yfirstaðið. En við getum fengið leikmenn þaðan til reynslu eftir þann tíma,“ sagði Eirík- ur. Þrír Serbar hjá Skagamönnum ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Magdeburg, fær að glíma við sinn gamla læri- svein, Ólaf Stefánsson, þegar Magdeburg verður þátttakandi á móti í Ciudad Real í lok ágúst í sum- ar. Þangað hefur Magdeburg verið boðið að koma og taka þátt í fjög- urra liða móti, en auk heimamanna í Ciudad Real tekur Celje Lasko frá Slóveníu þátt í því og rússneska lið- ið Chehovski Medvedi. Með mótinu vill Ciudad Real þakka fráfarandi þjálfara sínum, Juan de Dios Román, fyrir sam- starfið en hann hætti þjálfun liðsins í sumar. Um leið hyggst Román hætta alveg þjálfun handknattleiks- manna og fara á eftirlaun. Við starfi hans tek- ur hinn kunni leikmaður Ciu- dad, Talant Dushjebaev og verður mótið jafnfram frumraun hans með Ciudad Real-liðið. Alfreð mætir Ólafi á Spáni Alfreð GUNNAR Þorvarðarson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara bikar- meistaraliðs Njarðvíkur í körfu- knattleik karla. Gunnar er einn reyndasti körfu- knattleiksmaður Íslands enda lék hann með Njarðvík á árun- um 1968–1985 og var jafnframt þjálfari liðsins síðustu tvö árin sem leikmaður. Gunnar þjálf- aði Keflavík 1986–1988 og var þjálfari Grindavík- ur 1990–1992. Hann var formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á árunum 1997–2001 og ekki má gleyma því að hann var aðstoðar- landsliðsþjálfari karlalandsliðsins á árunum 1985–1989. Á heimasíðu fé- lagsins segir Gunnar að hann muni ekki skipta sér mikið af þjálfun liðs- ins og hans hlutverk sé að vera þjálf- aranum til aðstoðar við ýmis mál sem komi upp hverju sinni. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur einnig fram að íslenski landsliðsmið- herjinn Friðrik Stefánsson ætli sér að semja á ný við félagið en hann hef- ur verið orðaður við mörg lið að und- anförnu. Páll Kristinsson, framherji liðsins, hefur hins vegar samið við Grindvíkinga til tveggja ára. Gunnar aðstoðar Einar í Njarðvík Einar Árni Guðjón Valur Sigurðsson lét líkamikið að sér kveða og skoraði sex mörk fyrir Essen sem vann Wil- helmshavener, 30:24. Gylfi Gylfason var ekki á meðal markaskorara Wil- helmshavener. Essen lyfti sér upp í fimmta sæti með sigrinum. Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Düsseldorf og Markús Máni Michaelsson eitt þegar lið þeirra gerði jafntefli, 29:29, í fallslag gegn Post Schwerin á útivelli. Magdeburg, lið Alfreðs Gísla- sonar, tapaði fyrir Kiel á heimavelli, 35:39, í stórleik kvöldsins og á ekki lengur möguleika á að veita Kiel og Flensburg keppni um titilinn. Sigfús Sigurðsson skoraði ekki fyrir Magdeburg en var tvisvar rekinn af velli og Arnór Atlason lék ekki með vegna meiðsla. Magdeburg saknaði líka Grzegorz Tkaczyks og Olegs Kuleschovs af sömu ástæðu. Stefan Kretzschmar lék sem leikstjórnandi hjá Magdeburg og skoraði sjö mörk en Markus Ahlm og Johan Petters- son skoruðu tólf mörk hvor fyrir Kiel. Jaliesky Garcia skoraði fimm mörk fyrir Göppingen sem vann góðan útisigur á HSV Hamburg, 31:26. Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar sem tapaði sín- um áttunda leik í röð, 21:29, gegn toppliði Flensburg á heimavelli. Snorri og Einar í stórum hlutverkum SNORRI Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson voru í aðal- hlutverkum hjá Grosswallstadt í gærkvöldi þegar lið þeirra vann Nordhorn, 28:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Snorri og Ein- ar skoruðu 6 mörk hvor fyrir Grosswallstadt sem komst af mesta hættusvæði deildarinnar með sigrinum. ■ Úrslit / C2 Joe Cole, leikmaður Chelsea, hefur betur gegn Patrick Vieira, fyrirliða Arsenal, í slag Lundúnaliðanna á Stamford Bridge í gær- kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og með því steig Chelsea enn eitt skrefið í áttina að enska meistaratitlinum. / C3 Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.