Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer að vanda fram í dag, sumardaginn fyrsta, og hefst það í Tjarnargötu kl. 13. Þetta er í nítugasta skipti sem hlaupið fer fram en það hefur ekki fallið úr hlaup síðan fyrst var keppt árið 1916. Hlaupnir verða 5 km um göturnar við Tjörnina og á stígum í Hljómskálagarðinum. Hlaupinu lýk- ur við Ráðhúsið og fyrstu hlauparar koma í mark rúmum stundar- fjórðungi eftir að þeir lögðu af stað. Í tilefni afmælisins er meira haft við en venjulega. Sérstakir verð- launapeningar hafa verið steyptir, glæsileg verðlaun verða veitt sig- urvegurum í karla- og kvennaflokki, litprentuð leikskrá hefur verið gerð og hið ómissandi kaffihlaðborð að hlaupi loknu verður hlaðið veislu- föngum. Marteinn Guðjónsson, fyrrver- andi sleggjukastari, verður að vanda ræsir í hlaupinu en hann hef- ur í yfir fimmtíu skipti haft þann starfa. Víðavangshlaup ÍR þreytt í 90. sinn KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Aston Villa – Charlton ............................ 0:0 31.312. Blackburn – Crystal Palace ................... 1:0 Morten Gamst Pedersen 45. – 18.006. Chelsea – Arsenal .................................... 0:0 41.621. Everton – Manchester United................ 1:0 Duncan Ferguson 55. Rautt spjald: Gary Neville (Man.Utd) 72., Paul Scholes (Man.Utd) 90. Manchester City – Birmingham ............ 3:0 Maik Taylor 55. (sjálfsm.), Richard Dunne 80., Antoine Sibierski 86. (víti) – 42.453. Norwich – Newcastle.............................. 2:1 Youssef Safri 68., Dean Ashton 90. – Pat- rick Kluivert 89. – 25.503. Portsmouth – Liverpool ......................... 1:2 Diomansy Kamara 34. – Fernando Morien- tes 4., Luis Garcia 45. – 20.205. Tottenham – WBA................................... 1:1 Robbie Keane 52. – Zoltán Gera 24. – 35.885. Staðan: Chelsea 33 25 7 1 62:12 82 Arsenal 33 21 8 4 73:33 71 Man. Utd 33 19 10 4 48:20 67 Everton 33 17 6 10 40:33 57 Liverpool 34 16 6 12 48:35 54 Bolton 34 15 8 11 44:38 53 Tottenham 34 13 9 12 42:38 48 Middlesbro 33 12 10 11 46:44 46 Aston Villa 34 12 10 12 41:42 46 Charlton 34 12 9 13 40:50 45 Man. City 34 11 11 12 42:37 44 Blackburn 33 9 12 12 29:37 39 Birmingham 34 9 11 14 35:42 38 Newcastle 32 9 11 12 42:51 38 Fulham 33 9 8 16 39:53 35 Portsmouth 34 9 8 17 38:53 35 WBA 33 5 14 14 32:53 29 Southampton 34 5 13 16 37:55 28 Cr. Palace 34 6 9 19 36:58 27 Norwich 34 5 12 17 37:67 27 Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Bielefeld – Bayern München.................. 0:2 Michael Ballack 3., Roy Makaay 90. (víti) Rautt spjald: Buckley (Bielefeld) 90.  Bayern mætir Schalke í úrslitaleik. Ítalía AC Milan – Chievo ................................... 1:0 Clarence Seedorf 65. – 54.894. Cagliari – Lazio ....................................... 1:1 Mauro Esposito 70. – Sebastiano Siviglia 90. – 15.000. Fiorentina – Messina............................... 1:1 Dario Dainelli 61. – Arturo Di Napoli 90. Rautt spjald: Cristian Maggio (Fiorentina) 89., Marco Zoro Kpolo (Messina) 90. Juventus – Inter Mílanó.......................... 0:1 Julio Cruz 24. – 25.000. Lecce – Bologna....................................... 1:1 Guillermo Giacomazzi 19. – Claudio Bel- lucci 41. – 10.894. Palermo – Brescia ................................... 3:3 Luca Toni 39. (víti), 78., Christian Terlizzi 13. – Pierre Wome 16., Luigi Di Biagio 21. (víti), Andrea Caracciolo 84. Rautt spjald: Christian Terlizzi (Palermo) 68., Simone Dallamano (Brescia) 26. Parma – Sampdoria ................................ 1:1 Alberto Gilardino 38. – Andrea Gasbarroni 34. – 14.170. Reggina – Atalanta ................................. 0:0 Roma – Siena............................................ 0:2 Massimo Maccarone 60., Enrico Chiesa 88. Rautt spjald: Francesco Totti (Roma) 64. Udinese – Livorno ................................... 1:1 Stefano Mauri 8. – Christiano Lucarelli 86. Staðan: Juventus 32 21 7 4 55:22 70 AC Milan 32 21 7 4 52:20 70 Inter 32 14 17 1 57:35 59 Sampdoria 32 15 7 10 34:24 52 Udinese 32 14 8 10 47:34 50 Palermo 32 12 12 8 39:34 48 Lazio 32 11 8 13 41:42 41 Cagliari 32 10 10 12 45:51 40 Livorno 32 10 10 12 38:44 40 Messina 32 10 10 12 35:43 40 Bologna 32 9 12 11 30:30 39 Roma 32 10 9 13 50:52 39 Reggina 32 10 9 13 31:38 39 Lecce 32 9 11 12 54:59 38 Siena 32 7 15 10 34:45 36 Parma 32 8 10 14 37:52 34 Chievo 32 9 7 16 26:44 34 Fiorentina 32 7 12 13 35:46 33 Brescia 32 8 7 17 29:44 31 Atalanta 32 6 10 16 29:39 28 Spánn Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur: Osasuna – Atletico Madrid ...................... 1:0 Frakkland Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Nimes – Sochaux ...................................... 4:3 Boulogne – Auxerre ................................. 1:2  Eftir framlengingu. Holland Úrvalsdeild: Utrecht – Alkmaar ................................... 3:2 Bikarkeppnin, undanúrslit: Feyenoord – PSV Eindhoven ..................1:1  PSV sigraði í vítaspyrnukeppni. Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikir: Club Brugge – Lierse .............................. 1:0 Lokeren – Germinal Beerschot .............. 1:1 Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit, síðari leikir: Midtjylland – Horsens ............................. 1:0  Midtjylland áfram, 5:0 samanlagt. FC Köbenhavn – Bröndby ...................... 2:2  Bröndby áfram, 3:2 samanlagt. Vináttulandsleikur Eistland – Noregur.................................. 1:2 Aleksander Saharov 80. – Frode Johnsen 24., Daniel Braaten 54. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Post Schwerin – Düsseldorf ................ 29:29 Essen – Wilhelmshavener ................... 30:24 Grosswallstadt – Nordhorn................. 28:25 HSV Hamburg – Göppingen ............... 26:31 Pfullingen – Gummersbach................. 28:33 Wetzlar – Flensburg ............................ 21:29 N-Lübbecke – Minden......................... 32:28 Magdeburg – Kiel................................. 35:39 Staðan: Flensburg 28 23 2 3 864:713 48 Kiel 27 23 2 2 863:733 48 Magdeburg 28 20 0 8 922:826 40 Lemgo 28 19 0 9 873:765 38 Essen 28 17 3 8 803:743 37 Nordhorn 28 17 2 9 834:779 36 Gummersb. 28 16 2 10 810:745 34 Hamburg 28 15 2 11 779:754 32 Wallau 28 14 3 11 828:832 31 Göppingen 28 14 2 12 791:776 30 Wilhelmshav. 28 11 1 16 750:819 23 Lübbecke 28 10 2 16 834:865 22 Grosswallst. 28 9 1 18 728:786 19 Wetzlar 28 9 1 18 765:845 19 Düsseldorf 28 6 3 19 727:812 15 Minden 27 4 4 19 724:822 12 Pfullingen 28 5 1 22 720:836 11 Schwerin 28 3 1 24 720:884 7 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Cleveland – Boston .............................100:85 New Jersey – Washington................109:101 Miami – Charlotte .................................99:80 Atlanta – Detroit ...................................68:95 Chicago – New York .............................92:91 Milwaukee – Toronto ........................109:127 Dallas – Seattle....................................101:96 Denver – Portland.............................119:115 ÍSHOKKÍ Fyrsti úrslitaleikur: SR – SA ..................................................... 9:6 PÁLMI Rafn Pálmason, knatt- spyrnumaður úr KA, æfir með enska úrvalsdeildarliðinu Man- chester City í 7–10 daga um næstu mánaðamót. Lið KA fer til Eng- lands í dag og verður í æfingabúð- um í Manchester og Pálmi Rafn verður síðan eftir í herbúðum City. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra knatt- spyrnudeildar KA, er boð City til Pálma til komið vegna kunn- ingsskapar Þorvalds Örlygssonar, þjálfara KA, og Stuarts Pearce, knattspyrnustjóra City, en þeir léku saman með Nottingham Forest á sínum tíma. Pálmi Rafn er tvítug- ur miðjumaður og hefur leikið með KA í úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár en spilaði áður með Völsungi. Pálmi Rafn til Man. City Robert Pires fékk tvö gullin færitil að koma Arsenal yfir á fyrstu 10 mínútum leiksins. Fyrst átti hann þrumufleyg í þverslána á marki Chelsea og skaut síðan framhjá markinu úr galopnu færi. Chelsea var síðan þrívegis nálægt því að skora, Didier Drogba tvívegis og Frank Lampard einu sinni, en í heildina séð var jafnteflið sanngjörn niðurstaða í líflegum leik sem þó bauð upp á fá marktækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen lék áfram á miðjunni hjá Chelsea og spilaði vel. Hann átti eitt ágætt marktækifæri en skallaði þá framhjá marki Arsenal eftir fyrirgjöf. Eiði Smára var skipt af velli þegar mín- úta var eftir af uppbótartíma. Stórslys ef þeir verða ekki meistarar „Við vinnum ekki meistaratitilinn í ár og við vissum það áður en við mættum til leiks. Chelsea verður meistari nema einhver sprengi stað- inn í loft upp. Það þyrfti stórslys hjá Chel inum meis einst Mað ham bæra lega Ch færi men frem End að þ sókn ann gegn spyr „V ennþ En þ hven setja þeim GAMLA orðatiltækið; Frændur eru frændum verstir, hefur loðað við Knattspyrnufélagið Fram á undan- förnum árum, en ófáir félagsmenn- irnir í Safamýrinni hafa verið hraktir frá störfum sem þjálfarar, þannig að félagsandinn hefur ekki verið samur á eftir. Það er svo í íþróttafélögum, að það er alltaf skynsamlegri stefna að fá fleiri fé- lagsmenn til starfa en fæla frá. Þær komu geysilega á óvart fréttirnar úr herbúðum handknatt- leiksmanna Fram á þriðjudaginn, að búið væri að segja Heimi Rík- arðssyni upp störfum. Heimir hefur verið trúr sínu félagi og tekið til hendinni þegar aðrir vildu ekki, eða þorðu ekki. Það má segja að Heimir hafi verið sannkallaður fað- ir handknattleiksins hjá Fram síð- ustu árin. Hann hóf að starfa við þjálfun yngri handknattleiksmanna hjá Fram 1982. Var það rétt að láta Heimi fara, þegar hann átti eftir eitt ár af samningi sínum sem þjálfari og hef- ur unnið gott starf? Menn gætu skil- ið að breytingar væru gerðar, ef samningur Heimis væri útrunninn og menn vildu breyta til. Gat ég ekki skorast undan Heimir tók við meistaraflokki Fram við afar erfiðar aðstæður 23. ágúst 2001 – þegar rússneski þjálf- arinn Anatolí Fedjúkin hljóp óvænt á brott um sumarið. Þá tók Heimir við með þeim orðum að hann hafi ekki getað skorast undan. Það var aðeins sex vikum áður en Íslandsmótið hófst. Þegar Heimir tók við Framliðinu höfðu leikmenn liðsins verið þjálf- aralausir í hálfan mánuð og þjálfað sig sjálfir. Miklar breytingar höfðu orðið á leikmannahópi Fram og Heimir þurfti þá að móta liðið frá grunni á skömmum tíma. Hann var ákveðinn í að leggja sig allan fram við að byggja nýtt Framlið upp á heimamönnum, en það hafði ekki verið gert undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar 1995–1999 og Fedjúkins 1999–2001. Heimir kunni til verka, enda hafði hann alið upp margar kyn- slóðir handknattleiksmanna hjá Fram frá árinu 1982, en það ár voru margir leikmenn sem hann stjórn- aði í meistaraflokki ekki farnir að ganga. „Ég ætlaði aldrei út í þessa meist- araflokksþjálfun. Ég kenni for- manni deildarinnar, Hermanni Björnssyni, algerlega um þetta! Ég var úti í Danmörku með unglinga- landsliðið þegar vandræðin komu upp. Hermann var í stöðugu sam- bandi við mig og þegar ég fann vilja stjórnarmanna og leikmanna – gat ég ekki skorast undan því að taka þetta verkefni að mér. Ég sé ekki eftir því núna, það er geysilega gaman að starfa í kringum þennan meistaraflokk og vinna með strák- unum, enda gjörþekki ég að sjálf- sögðu bæði þá og allt umhverfið hjá Fram,“ sagði Heimir í viðtali við Morgunblaðið þegar fyrsta keppn- istímabil hans var hálfnað og undir hans stjórn voru ungu strákarnir komir í úrslitakeppnina – nokkuð sem fáir reiknuðu með. Það reiknuðu heldur ekki margir með því að Heimir kæmi enn yngra liði Fram í úrslitakeppnina í vetur, en það má segja að Framarar hafi verið óheppnir að leggja ekki ÍBV að velli og komast í undanúrslit. Ég efast um að nokkur annar þjálfari en Heimir hefði komist svo langt með Framliðið í vetur. Þess vegna kom fréttin um að bú- ið væri að koma Heimi frá störfum á óvart. Heimir hefur verið vakinn og sofinn við uppbyggingu hjá Fram í 23 ár. Það er ekki nema von að Heimir sé ósáttur, en hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á mið- vikudaginn: „Ég er að sjálfsögðu ekki sáttur við þessa ákvörðun stjórnarmanna Fram, tel hana ranga og ekki gæfu- spor fyrir félagið á þessum tíma- punkti. Ég er búinn að þreyja þorr- ann með Fram í gegnum erfiða tíma og finnst hart að fá ekki að njóta þess þegar rofar til hjá félag- inu,“ sagði Heimir, sem sagði þetta um árin sín með meistaraflokk: „Það hefur verið ákveðin uppbygg- ing í gangi á þessum tíma og ég horfi stoltur til baka yfir þessi fjög- ur ár. Við komumst tvisvar í bikar- úrslit og í vetur tefldum við fram kornungu liði eftir að hafa misst sex leikmenn, en unnum 1. deildina og spiluðum þrjá jafna leiki gegn ÍBV. Ég var mjög sár þegar mér var tilkynnt þessi ákvörðun, ég vildi halda áfram með þá uppbygg- ingu sem ég hef unnið að undan- farin ár.“ Já, Heimir má vera sár eftir 23 fórnfús ár í herbúðum Framara. Hann hefur unnið mjög gott upp- byggingarstarf og byggt lið sitt upp á ungum heimamönnum. Við hans starfi tekur þjálfari, sem hef- ur ekki verið þekktur fyrir að byggja lið sín upp á heimamönnum. Það má því búast við miklum breyt- ingum hjá Fram. Frændur eru frændum verstir sos@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson Á VELLINUM William Gallas, franski varnarmaðuri bert Pires, í viðure „Við v EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í C í áttina að enska meistaratitlinum í knat markalaust jafntefli við Arsenal á Stamf með skilja enn 11 stig liðin að þegar þau og nú gæti Chelsea fagnað sigri í deildin Til þess þarf liðið að sigra Fulham á laug að tapa stigum gegn Tottenham á mánu Arsene Wenger se KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Fífan: Grindavík - ÍBV...............................14 Fylkisvöllur: Fylkir - ÍA............................16 KR-völlur: KR - Völsungur .......................16 Egilshöll: Valur - Breiðablik .....................17 Fífan: Haukar - Selfoss..............................12 Deildabikarkeppni kvenna: Egilshöll: Valur - FH .................................21 Egilshöll: Þróttur R. - Fjölnir...................19 Í DAG RÚNAR Sigtryggsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, verður annaðhvort í herbúðum Þórs eða Hauka á næsta keppn- istímabili. Hann er á heimleið frá Eisenach í Þýskalandi. Fari Rúnar til Þórsara, síns uppeldisfélags, verður hann þjálfari ásamt Axel Stefánssyni og einnig leikmaður, en hjá Haukum yrði hann leikmaður. „Já, það eru þessir tveir kostir eftir í stöðunni en það liggur ekki fyrir ennþá hver endanlega niðurstaðan verður. Það er ekki bara handbolt- inn sem ræður úrslitum í því, held- ur hvar við viljum koma okkur fyrir til frambúðar,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið í gær. Rúnar með Þór eða Haukum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.