Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 C 3 lsea til að félagið missti af titl- m úr þessu. Chelsea verðskuldar staratignina, liðið hefur verið taklega stöðugt í leik sínum. ður óskar alltaf sigurvegurum til mingju, Chelsea hefur gert frá- a hluti í vetur og á svo sannar- hrós skilið. helsea skapaði sér nokkur góð , en það var greinilegt að leik- nn liðsins hugsuðu fyrst og mst um að tapa ekki leiknum. da voru þeir í þannig stöðu í kvöld það var ekki þeirra að blása til nar. Við vorum mikið með bolt- en það var erfitt að brjótast í n,“ sagði Arsene Wenger, knatt- rnustjóri Arsenal. Við erum ekki orðnir meistarar ennþá Við erum ekki orðnir meistarar þá, við verðum að ljúka verkinu. það skiptir okkur ekki öllu máli nær það gert, við ætlum ekki að a of mikla pressu á okkur sjálfa í m efnum,“ sagði Steve Clarke, að- stoðarmaður Josés Mourinhos, knattspyrnustjóra Chelsea. „Við lögðum hart að okkur og fengum nokkur marktækifæri. Drogba var líka tvisvar nálægt því að skora en við vörðumst vel og liðs- heildin var mjög sterk hjá okkur í leiknum. Chelsea vill spila aftarlega og láta mótherjana um að vera með boltann, og við reyndum eins og við gátum að sækja að þeim en þeir vörðust mjög vel. En við höldum áfram okkar striki og reynum að ná þremur stigum í hverjum leik. Samt sem áður erum við alveg sáttir við jafntefli út úr þessum leik,“ sagði Ashley Cole, bakvörður Arsenal. Neville og Scholes reknir af velli á Goodison Park Gary Neville og Paul Scholes hjá Manchester United voru báðir rekn- ir af velli þegar lið þeirra tapaði, 1:0, fyrir Everton á Goodison Park. Ne- ville fyrir að sparka boltanum í stuðningsmenn Everton og Scholes fyrir að sparka á eftir Tim Cahill, leikmanni Everton, undir lok leiks- ins. Duncan Ferguson skoraði sig- urmark Everton með glæsilegum skalla snemma í síðari hálfleik og lið hans er enn með undirtökin í barátt- unni um fjórða sæti deildarinnar. „Það er ekki hægt að réttlæta gjörðir Garys. Menn sparka ekki boltanum í áhorfendur, það eiga allir að vita. Auðvitað reyna áhorfendur að æsa leikmenn upp, og það var nóg af slíku í þessum leik, en í svona að- stöðu verða menn að halda stillingu sinni,“ sagði Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United. Hann hrósaði kraftinum og baráttu- gleðinni í liði Everton en sagði jafn- framt að leikmenn þess hefðu nýtt sér það til hins ýtrasta að dómarinn hefði verið of linur.  Liverpool lagði Portsmouth á útivelli, 2:1, með mörkum frá Fern- ando Morientes og Luis Garcia og er þremur stigum á eftir Everton en hefur leikið einum leik meira.  Hermann Hreiðarsson var ná- lægt því að tryggja Charlton sigur í markalausri viðureign gegn Aston Villa á Villa Park. Hermann átti hörkuskalla, hárfínt framhjá mark- stöng Villa. Hann fór af velli þremur mínútum fyrir leikslok.  Norwich galopnaði fallbarátt- una með ævintýralegum sigri á New- castle, 2:1. Patrick Kluivert jafnaði fyrir Newcastle þegar ein mínúta var eftir af leiknum en Dean Ashton náði að svara fyrir Norwich og tryggja liði sínu þrjú dýrmæt stig. WBA náði ennfremur í gott stig á útivelli gegn Tottenham, 1:1, en Crystal Palace tapaði í Blackburn, 1:0. SUÐUR-Afríkumaðurinn Retief Goosen sem sigraði á Opna banda- ríska meistaramótinu í fyrra er ekki á því að konur eigi að fá að taka þátt í atvinnumannamótum á bandarísku og evrópsku mótaröð- inni. Goosen sagði á fundi með blaðamönnum fyrir Johnnie Walk- er-mótið sem hefst í dag í Kína að flestir atvinnukylfingar telji það óréttlátt að konum sé boðið að taka þátt á sterkum atvinnumótum – og vill Goosen að þeir kylfingar sem komist í gegnum erfið úrtökumót fái að njóta þess að fá boð um að taka þátt. „Að mínu mati eiga þær ekki að fá að fara aðrar leiðir en við. Ef konur eiga að taka þátt á mótaröðum fyrir karla þá eiga þær að fara í gegnum sömu síu og karl- arnir. Ég tel að það sé óréttlátt að styrktaraðilar bjóði konum að taka þátt til þess eins að vekja athygli á mótinu,“ sagði Goosen en hann er þar með kominn í hóp Vijay Singh frá Fijíeyjum sem gagnrýndi þátt- töku Anniku Sörenstam á Colonial mótinu. Greg Norman frá Ástralíu hefur einnig gagnrýnt það að kon- um sé boðið að taka þátt án þess að fara í gegnum úrtökumót. Goosen tók þátt í góðgerðarmóti á Phuket- eyju á Taílandi um síðustu helgi og þar var Grac Park ein fremsta golf- kona heims á meðal keppenda. „Ég hef hins vegar ekkert á móti því að konur taki þátt á slíkum mótum þar sem unnið er að góðu málefni líkt á fámennu boðsmóti sem er aðeins til skemmtunar,“ bætti Goosen við. Goosen vill ekki að kon- um sé boðið á karlamótin ÓLAFUR Már Sigurðsson, at- vinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék vel í gær á EPD-mótaröðinni á Pader- borner-vellinum í Þýskalandi og lék Ólafur samtals á einu höggi undir pari vallar. Hann lék á 70 höggum í gær eða tveimur undir pari en hann fékk alls 6 fugla og fjóra skolla á hringjunum þremur. Ólafur Már endaði í 12.–14. sæti af alls 46 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurð- inn en alls voru um 120 kepp- endur skráðir til leiks. Efsti maður mótsins var á samtals 12 undir pari en Ólafur fékk um 50.000 kr. fyrir árang- urinn. EPD-mótaröðin er vett- vangur fyrir atvinnumenn sem eru ekki að leika mikið á Áskorenda- eða Evrópumóta- röðinni en vilja öðlast aukna reynslu. Logi Geirsson lands- liðsmaður í handknattleik og leikmaður Lemgo var kylfu- sveinn Ólafs á mótinu. Ólafur Már í 12. sæti AC MILAN náði Juventus að stigum á toppi ítölsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Milan lagði Chievo að velli, 1:0, og fékk síðan góða aðstoð frá grönnum sínum í Inter sem sóttu Juven- tus heim á Delle Alpi í Torino og hirtu þar öll þrjú stigin – sigruðu 1:0. AC Milan og Juventus eru með 70 stig hvort, ellefu stig- um á undan Inter sem er í þriðja sæti, og verði þau jöfn að deildakeppninni lokinni leika þau úrslitaleik um meistaratitilinn. Clarence Seedorf skoraði sigurmark AC Mil- an gegn Chievo þegar 16 mínútur voru til leiks- loka. Juventus réð ferðinni allan tímann gegn Inter en náði ekki að skora. Það gerði hins veg- ar Julio Cruz sem skoraði sigurmark Inter með fallegum skalla á 24. mínútu leiksins.    Milan náði Juventus Seedorf og Stam fagna marki AC Milan. ÞAÐ verður Bayern München sem mætir Schalke í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í vor. Schalke vann Werder Brem- en eftir vítaspyrnukeppni í fyrrakvöld og í gærkvöld lék Bayern við Arminia Bielefeld og sigraði, 2:0. Bayern fékk óskabyrjun því Mich- ael Ballack skoraði strax á 3. mínútu með skalla eftir sendingu frá Bastian Schwein- steiger. Þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma var dæmd víta- spyrna á Bielefeld. Delron Buckley fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli og Roy Makaay innsigl- aði sigur Bayern úr vítaspyrnunni. Bayern og Schalke í úrslitaleik SAMTÖK úrvalsdeildarliða í Englandi hafa samþykkt að Chelsea eigi rétt á að leita eftir skaðabótum vegna brots Rúmenans Adrian Mutu á samningi við félagið. Chelsea hafði far- ið fram á að dómstóll á vegum samtakanna úr- skurðaði í málinu. Chelsea mun krefjast að fá endurgreiddar 8 milljónir punda, helming þeirrar upphæðar sem það greiddi Parma fyrir Mutu sumarið 2003. Chelsea segir að Mutu hafi með eiturlyfjanotkun sinni brotið samkomulag sitt við félagið. Mutu gerði í vetur samning við Juventus eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea eftir að upp komst um neyslu hans á eitur- lyfjum. Mutu getur leikið síðustu leiki Juventus á leiktíðinni þegar keppnisbanni hans verður lokið. Chelsea ætlar að höfða mál gegn Mutu en verði félaginu dæmdur sigur þá kemur það væntanlega í hlut þess félags sem hann leikur með að greiða bæturnar. Málið fer nú inn á borð FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Ef ekki vill betur þá hyggst Chelsea höfða mál- ið fyrir almennum dómstólum. Krefjast bóta vegna Adrian Mutu  ÅRHUS GF komst í gærkvöldi í annað sæti dönsku úrvalsdeildar- innar í handknattleik með því að sigra Team Helsinge á útivelli, 32:29. Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Árósaliðið og Sturla Ás- geirsson 3. Magnús Agnar Magn- ússon skoraði ekki fyrir Team Hels- inge en hinn hálfíslenski Hans Lindberg gerði hinsvegar 10 mörk fyrir liðið. Kolding er með 43 stig á toppnum, Århus GF 38 og GOG 36 en GOG á leik til góða. Þessi lið leika ásamt Viborg til úrslita um meistaratitilinn.  SKJERN, undir stjórn Arons Kristjánssonar, burstaði botnliðið Svendborg á útivelli, 44:29, en er í fimmta sæti og á ekki möguleika á að komast áfram. Ragnar Óskars- son og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu 4 mörk hvor fyrir Skjern.  GÍSLI Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Fredericia sem tapaði fyrir AaB á útivelli, 30:25. Fredericia er í 10. sæti af 14 liðum í úrvalsdeildinni.  RÍKHARÐUR Daðason, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu, framlengdi í gær samning sinn við Fram um eitt ár. Hann er þar með samningsbundinn félaginu út tíma- bilið 2006. Ríkharður kom til Fram í fyrra eftir langa dvöl erlendis og var markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 7 mörk í 15 leikjum.  KEFLAVÍK tapaði fyrir Víkingi R., 2:4, í æfingaleik sem fram fór í Egilshöllinni í gærkvöldi. Baldur Sigurðsson og Guðmundur Stein- arsson skoruðu fyrir Keflavík en Halldór Jón Sigurðsson gerði þrennu fyrir 1. deildarlið Víkings.  GRÉTAR Rafn Steinsson lék all- an leikinn með Young Boys sem tapaði, 1:3, fyrir Zürich í undan- úrslitum svissnesku bikarkeppninn- ar í knattspyrnu í gærkvöldi. Zür- ich leikur til úrslita gegn Luzern, félaginu sem landsliðsmennirnir Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason léku með á árum áður.  DAVID Moyes og Alex Ferguson, knattspyrnustjórar Everton og Manchester United, lentu í rifrildi á hliðarlínunni undir lok leiks liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hvorugur vildi gera mikið úr atvik- inu eftir leikinn. „Við töluðum sam- an á skosku, þetta hendir þegar tveir skoskir knattspyrnustjórar mætast,“ sagði Moyes brosandi.  EVERTON tókst loksins að sigra Manchester United, í fyrsta skipti í 20 leikjum síðan 1995. Duncan Ferguson skoraði sigurmarkið þeg- ar liðin áttust við fyrir tíu árum og hann lék sama leik í gærkvöldi. Manchester United hafði unnið 17 af þessum síðustu 20 leikjum lið- anna. FÓLK Reuters inn hjá Chelsea, sækir hart að landa sínum í liði Arsenal, Ro- eign liðanna á Stamford Bridge í gærkvöld. vinnum ekki“ Chelsea tóku enn eitt skrefið ttspyrnu þegar þeir gerðu ford Bridge í gærkvöldi. Þar u eiga fimm leikjum ólokið nni næsta mánudagskvöld. gardaginn og Arsenal síðan udag. egir að Chelsea verðskuldi enska meistaratitilinn ARNAR Grétarsson sá til þess að Lokeren ætti enn ágæta möguleika á að komast í úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar með því að jafna metin, 1:1, gegn Germinal Beerschot í fyrri undanúrslitaleik liðanna sem fram fór í Loker- en í gærkvöldi. Mark Arnars kom sex mínútum fyrir leikslok, hann átti þá hörkuskot úr erfiðri stöðu sem markvörður Germinal varði en Arn- ar fylgdi á eftir og náði að koma boltanum í netið. Arnar Þór Viðarsson kom aftur inn í lið Lokeren eftir ökklameiðsli og tók á ný við fyr- irliðastöðunni af Rúnari Kristinssyni. Rúnar var tvívegis nærri því að skora í fyrri hálf- leiknum. Liðin leika aftur á heimavelli Germ- inal eftir þrjár vikur. Mikilvægt mark Arnars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.