Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 4
STAÐA íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla breytist ekkert frá fyrra mánuði á styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem gefin var út í gær. Sem fyrr er það í 95. sæti og hafði tap fyrir Króatíu í undan- keppni heimsmeistaramótsins og jafntefli við Ítali í vináttu- landsleik engin áhrif, en landsliðið hefur fallið talsvert niður listann á síðustu miss- erum. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans. Tékkar færast upp um tvö sæti og upp í ann- að sæti en í staðinn falla Frakkar um tvö sæti niður í það fjórða. Argentína er í 3. sæti, Hollendingar í því fimmta og Englendingar stökkva upp í sjötta sætið. Þar á eftir koma Spánverjar, Mexíkóar, Portúgal, Ítalía og Bandaríkin. Óbreytt staða á FIFA- listanum EKKI er búið að ganga frá ráðn- ingu nýs þjálfara fyrir karlalið Grindvíkinga í körfuknattleik en samningur Einars Einarssonar er runninn út. Hann tók við af Kristni Friðrikssyni rétt fyrir síð- ustu áramót. Aðalfundur körfu- knattleiksdeildarinnar verður haldinn á föstudaginn og þar verð- ur ný stjórn kjörin og verður það fyrsta verk stjórnarinnar að ráða þjálfara fyrir karlaliðið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins koma þrír þjálfarar til greina hjá karlaliðinu, Einar Ein- arsson sem þjálfaði liðið í vetur, Guðmundur Bragason, fyrrver- andi leikmaður og þjálfari liðsins, og Friðrik Ingi Rúnarsson sem þjálfaði Grindavíkurliðið á síðustu leiktíð, en Friðrik tók sér frí frá þjálfun í vetur. Landsliðsframherjinn Páll Axel Vilbergsson verður áfram í her- búðum liðsins en hann gerði þriggja ára samning við félagið í fyrra og í lok síðustu viku gerði annar landsliðsmaður tveggja ára samning við félagið, Páll Kristins- son, sem hefur leikið með Njarð- vík allan sinn feril. Grindavík endaði í áttunda sæti deildarinnar en féll úr keppni í fyrstu umferð gegn grannaliðinu Keflavík, 2:1, en Keflavík varði Ís- landsmeistaratitilinn gegn Snæ- felli í úrslitum Íslandsmótsins. ÍR-ingar eru einnig að leita að eftirmanni Eggerts Maríusonar og það sama gildir um lið Hauka en Reynir Kristjánsson hætti með lið- ið. Nýliðar Hattar frá Egilsstöðum verða án efa með Eugene Christo- pher áfram sem þjálfara og Þór frá Akureyri með Hrafn Kristjáns- son. Sigurður skoraði að meðaltali tæp16 stig í deildinni í vetur og tók um 6 fráköst að meðaltali. Hann varð Hópbílabikarmeistari með Snæfelli sem endaði í öðru sæti í deildinni og tapaði fyrir Keflavík í úrslitum Ís- landsmótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsmaðurinn hlýtur þenn- an titil en Teitur Örlygsson hefur oftast hlotið þennan titil eða fjórum sinnum alls. Helena skoraði að meðaltali tæp 23 stig með liði Hauka sem varð bik- armeistari og endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni. Hún tók að með- altali tæp 14 fráköst í leik og gaf þar að auki 7 stoðsendingar í leik. Hel- ena er einnig að fá þessa viðurkenn- ingu í fyrsta sinn en Anna María Sveinsdóttir hefur oftast verið valin sem besti leikmaður 1. deildar kvenna eða sex sinnum alls. Sigurður og Helena voru að sjálf- sögðu í liðum ársins. Benedikt og Ágúst valdir þjálfarar ársins Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis í Intersportdeildinni, var val- inn þjálfari ársins. Ágúst Björgvins- son þjálfari Hauka var valinn þjálf- ari ársins í 1. deild kvenna.  Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var valinn besti dómarinn.  Joshua Helm úr KFÍ á Ísafirði var valinn besti erlendi leikmaðurinn í úrvalsdeild karla og Reshea Bristol frá Keflavík var besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna.  Úrvalslið 1. deildar kvenna er þannig skipað: Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir úr ÍS. Helena Sverrisdóttir úr Haukum, Bryndís Guðmundsdóttir og Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík.  Úrvalslið Intersport-deildar er þannig skipað: Sævar Haraldsson, Haukum, Magnús Þór Gunnarsson Keflavík, Friðrik Stefánsson Njarð- vík, Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson úr Snæfelli.  Pálína Gunnlaugsdóttir úr Hauk- um og Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson voru valin bestu varnar- menn ársins.  Grindvíkingurinnn Sólveig Gunn- laugsdóttir og KR-ingurinn Lárus Jónsson voru útnefnd sem prúðustu leikmenn tímabilsins.  Bestu ungu leikmenn ársins eru Bryndís Guðmundsdóttir úr Kefla- vík og Brynjar Þór Björnsson úr KR. Ivey með góða nýtingu Að auki voru veitt verðlaun fyrir ýmis einstaklingsafrek á tímabilinu og skiptust þau þannig:  Besta vítanýting: Alda Leif Jóns- dóttir, ÍS, 88,8%, og Jeb Ivey, Fjölni, 90,3%.  Besta 3 stiga nýtingin: Reshea Bristol, Keflavík, 44%, og Jeb Ivey, Fjölni, 43,3%.  Flest stig að meðaltali: Helena Sverrisdóttir, Haukum, 22,8 stig, og Joshua Helm, KFÍ, 37,2 stig.  Flest fráköst að meðaltali: Signý Hermannsdóttir, ÍS, 13,8, og George Byrd, Skallagr., 16,2.  Flest varin skot að meðaltali: Signý Hermannsdóttir, ÍS, 3,1, og Friðrik Stefánsson, Njarðvík, 2,7.  Flestir stolnir boltar að meðaltali: Reshea Bristol, Keflavík, 6,8, og Nick Bradford, Keflavík, 4,1.  Flestar stoðsendingar að meðal- tali: Reshea Bristol, Keflavík, 7,8,og Bethuel Fletcher, Tindast., 8,2.  Vefsíða ársins: KR. Lokahóf körfuknattleiksmanna í gærkvöldi í Stapanum í Njarðvík Helena og Sigurður útnefnd leikmenn ársins LOKAHÓF Körfuknattleikssam- bands Íslands fór fram í gær- kvöldi í Stapanum í Reykjanes- bæ og þar var tilkynnt um val á leikmönnum ársins í karla- og kvennaflokki, en að því kjöri stóðu leikmenn og þjálfarar í úr- valsdeild karla, Intersportdeild, og 1. deild kvenna. Sigurður Þorvaldsson, framherji úr liði Snæfells, var valinn besti leik- maðurinn í karlaflokki og er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Helena Sverrisdóttir úr liði Hauka var valinn besti leikmað- urinn í kvennaflokki. Benedikt Guðmundsson, Fjölni, var val- inn þjálfari ársins í karlaflokki og Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennaliðs Hauka fékk sömu viðurkenningu. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Morgunblaðið/Golli Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. Grindvíkingar þrengja hringinn  ÞRÓTTARAR úr Reykjavík, ný- liðarnir í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, gerðu jafntefli við varalið enska 1. deildarfélagsins Reading í gær, 2:2. Daníel Hafliðason og Jens Sævarsson skoruðu fyrir Þróttara sem lögðu varalið Watford, 2:1, í fyrradag. Þróttarar eru væntanlegir heim í dag.  HJÁLMAR Jónsson hjá IFK Gautaborg og Stefán Þ. Þórðarson hjá Norrköping voru hvíldir vegna smávægilegra meiðsla þegar lið þeirra unnu auðvelda sigra á liðum úr neðri deildum í sænsku bikar- keppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Gautaborg vann Kalmar AIK 7:1 og Norrköping vann Anundsjö 5:1. Guðmundur Mete gat ekki leikið með Norrköping vegna meiðsla.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson var hins vegar í liði Halmstad sem vann Ystad á útivelli, 2:0, í sænsku bikarkeppninni. Gunnar fór meiddur af velli á 62. mínútu.  EGIDIJUS Petkevicius, mark- vörður í handknattleik, hefur fram- lengt samning sinn við félagið og leikur því í markinu á næstu leiktíð. Petkevicius, sem er Lithái, hefur verið á mála hjá Fram síðustu tvö ár, en var þar á undan í röðum KA- manna og FH-inga.  JONATHAN Woodgate, varnar- maður hjá Real Madrid, verður lík- lega tilbúinn í slaginn eftir þrjá mán- uði að sögn sérfræðinga. Woodgate, sem gekk til liðs við Real í ágúst, hef- ur ekkert getað leikið með félaginu vegna meiðsla.  PHIL Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, segir að farið verði í viðræður við senegalska landsliðsmanninn El- Hadji Diouf þess efnis að hann verði um kyrrt hjá félaginu. Framherjinn er á lánssamningi frá Liverpool og hefur Sam Allardyce mikla trú á honum þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í vetur hjá leikmanninum.  DIOUF var úrskurðaður tvívegis í þriggja leikja bann vegna atvika sem þóttu ósæmileg. Gartside segir að Diouf hafi gert tímabilið meira spennandi þar sem hann hafi ekki alltaf farið hefðbundnar leiðir. „Við munum setjast niður með forráða- mönnum Liverpool á næstu vikum og vonandi komumst við að niður- stöðu sem hentar báðum aðilum vel,“ sagði Gartside. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.