Morgunblaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flug og gisting frá kr. 49.990í 5 daga M.v. 2 í herbergi á Hotel Atlantis með morgunverði, 20. maí. Netverð. Barcelona í maí frá kr. 24.090 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Verð kr. 24.090 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. 20. maí. Netverð. Beint flug 13. maí - uppselt 20. maí - nokkur sæti laus 27. maí - nokkur sæti laus Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin HLUTAFÉÐ í Mosaic Fashions sem boðið verður til sölu hér á landi jafngildir um 13% hlut í félaginu. Boðið verður hlutafé fyrir 4,8 millj- arða, þar af verður fagfjárfestum boðið að kaupa 3,6 milljarða en al- menningi 1,2 milljarða. Verðið til al- mennings ræðst af niðurstöðu út- boðsins til fagfjárfesta, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka sem er ráðgjafi félagsins við söluna og fyrirhugaða skráningu í Kauphöll Íslands. Stærstu hluthafar félagsins eru Baugur Group, Kaupþing banki og lykilstjórnendur í félaginu og stofn- endur Karen Millen, þau Kevin Stanford og Karen Millen. Þessir aðilar hyggjast ekki selja hluti sína heldur verða eingöngu seldir nýir hlutir við fyrirhugað hlutafjárútboð. Í kjölfar hlutafjársölunnar er stefnt að sölu skuldabréfa fyrir 6 milljarða. Mosaic Fashions varð til við sam- einingu Oasis Store og Karen Millen í fyrra en auk þess rekur félagið verslanirnar Coast og Whistles. Þessi vörumerki eru, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, meðal þeirra þekktustu á sviði hátísku- kvenfatnaðar í Bretlandi og hafa sterka stöðu hjá aldurshópnum 18–45 ára. Þrjár verslanir á Íslandi Upphaf félagsins má annars veg- ar rekja til ársins 1981 þegar fyrsta Karen Millen-búðin var opnuð og hins vegar til ársins 1991 þegar Oas- is var sett á laggirnar. Verslanir fé- lagsins eru nú alls um 600, flestar í Bretlandi og á Írlandi en einnig rek- ur félagið verslanir á meginlandi Evrópu, í Mið-Austurlöndum, Bandaríkjunum og Kína. Hér á landi rekur félagið þrjár verslanir og nokkrar verslanir eru á Norð- urlöndunum. Helsti markaður fé- lagsins er eftir sem áður breski kvenfatamarkaðurinn og í tilkynn- ingu félagsins er sá markaður talinn velta um 1.900 til 2.000 milljörðum íslenskra króna á ári. Markaðurinn hafi að jafnaði stækkað um 4,7% á ári á árunum 1999–2004. Hlutdeild Mosaic af þeim markaði sé um 2% og framtíðarhorfur félagsins eru sagðar góðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að reksturinn hafi gengið mjög vel und- anfarin ár. Innri vöxtur hafi verið 13% á ári að jafnaði síðustu þrjú ár og á sama tímabili hafi hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBIDTA) aukist um 27% á ári. Veltan á síðasta ári hafi verið rúmir 43 milljarðar króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað 6,3 milljarðar. Eftir að tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagns- kostnaðar nam hagnaðurinn um 2,5 milljörðum króna, samkvæmt upp- lýsingum frá Kaupþingi. Til að fjármagna kaupin á Karen Millen í fyrra þurfti félagið að taka lán. Með hlutafjáraukningunni er ætlunin að endurskipuleggja fjár- mál fyrirtækisins, grynnka á skuld- um en jafnframt afla fjár til frekari uppbyggingar, jafnt í Bretlandi og á Írlandi sem og á alþjóðlegum mörk- uðum. Að sögn Örvars Kærnested, framkvæmdastjóra fyrirtækjaráð- gjafar Kaupþings, verða skuldir fé- lagsins á bilinu 17,5–18 milljarðar að lokinni hlutafjársölunni og skulda- bréfanna sem teljist ekki mikið mið- að við stærð félagsins og afkomu þess. Mosaic Fashions hyggst bjóða hlutafé til sölu hér á landi og skrá félagið í Kauphöll Íslands Almenningi býðst 1⁄4 af nýju hlutafé í Mosaic Hlutafjáraukningin jafngildir 13% hlut Um 600 verslanir eru reknar undir merkjum Mosaic Fashions víða um heim. DEREK Lovelock, forstjóri Mosaic, sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfsagt hefði stjórnendum fyrir- tækisins ekki dottið í hug að skrá fyrirtækið í Kauphöllinni á Ís- landi nema vegna þess að Jón Ás- geir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, stakk upp á því. „Eftir að hann nefndi þessa hugmynd skoðuðum við málið, leituðum ráð- gjafar, heyrðum álit nokkurra aðila í Bretlandi og tókum síðan ákvörð- unina. Hefði hann ekki minnst á þetta þá hefði okkur ekki endilega dottið þetta í hug,“ sagði hann. Lovelock sagði að kostir þess að skrá fyrirtækið á Íslandi tengdust einkum stærð fyrirtækisins sem væri fremur lítið á breskan mæli- kvarða. Með skráningu á Íslandi yrði það á hinn bóginn eitt stærsta fyr- irtækið á hlutabréfamarkaði hér á landi en slíkt hefði ýmsa kosti í för með sér, m.a. mundi væntanlega reynast auðveldara að afla frekari hlutafjár ef ákvörðun um slíkt yrði tekin. Þá væri upphæðin sem ætl- unin væri að afla með sölu hlutafjár, 4,8 milljarðar króna, fremur lág og í Bretlandi hefði það almennt verið talið erfiðleikum bundið að afla hlutafjár fyrir svo lága upphæð. Aðspurður sagði Lovelock að allt- af hefði staðið til að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Eftir kaup fyr- irtækisins á Karen Millen og Whistl- es í fyrra hefði fyrirtækið setið uppi með tiltölulega dýr lán og eftir að hafist var handa við að endur- skipuleggja fyrirtækið hefði orðið ljóst að einnig var þörf á fjárhags- legri endurskipulagningu. Með því fé sem fengist með hlutafjárútboð- inu yrði hægt að losa fyrirtækið við dýr lán og jafnframt safna fé til frekari uppbyggingar. Tímasetn- ingin væri góð fyrir fyrirtækið en einnig væri eftir talsverðu að slægj- ast fyrir fjárfesta því að þó svo að ár væri liðið frá kaupunum á Karen Millen og Whistles ætti hagnaður af sameiningunni, og hagræðingu sem fylgdi í kjölfarið, enn eftir að skila sér í rekstri fyrirtækisins. Þá gengi reksturinn afar vel hjá öllum keðj- unum og stefnt væri að því að opna enn fleiri búðir. Oasis ræki t.a.m. 34 búðir í Kína, í samvinnu við kín- verskan aðila, og væri stefnt að því að þær yrðu 70 í sumarlok. Þá hefði nýlega verið opnuð Karen Millen búð í Madríd og Moskvu og stefnt væri að því að opna fljótlega búð skammt frá New York. Lovelock kom til landsins í gær- kvöldi, eftir talsverðar tafir á Heathrow vegna skordýraeitursleka í flugvél Icelandair, og hyggst eiga fundi með ráðgjöfum og hugsan- legum fjárfestum. Lítið á Bretlandi en stórt á Íslandi Derek Lovelock runarp@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að til að byrja með yrði Mosaic Fashions ein- vörðungu skráð í Kauphöll Ís- lands. „Það er seinni tíma mál að skrá félagið einnig í Kaup- höllinni í Lond- on. Við teljum að félagið sé enn ekki nógu stórt til þess að fara á markað í Bretlandi. Okkar reynsla er sú, að fyrirtæki þurfi að vera með veltu upp á um það bil einn milljarð punda, til þess að ná ein- hverjum sýnileika á markaðnum,“ sagði Jón Ásgeir. „Það er hluti af endurfjár- mögnun félagsins, að skrá það á markaði. Við teljum að félagið eigi góða möguleika á að spjara sig á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Þetta er spennandi og ört vaxandi félag, með fjögur mjög góð vöru- merki og mun því væntanlega vekja athygli íslenskra fjárfesta,“ sagði Jón Ásgeir. Baugur Group á, að sögn Jóns Ásgeirs, 43% í Mosaic Fashions, stjórnendur félagsins eiga um 20%, Kaupþing banki á 11%. 26% hlut- arins eru síðan í dreifðri eign og stofnendur Karen Millen, þau Kev- in Stanford og Karen Millen, eru stærstu eigendurnir í þeim hópi. „Baugur Group ætlar sér að vera áfram kjölfestufjárfestir þessa félags, á því verður engin breyting,“ sagði Jón Ásgeir, og bætti við að hlutafjáraukningin hér á landi færi öll til íslenskra fagfjárfesta og almennings, ekki núverandi eigenda. Það væri hlutafjáraukning upp á um 12%. Jón Ásgeir kvaðst bjartsýnn á að það tækist að safna þeim 4,8 milljörðum króna í nýju hlutafé hér á Íslandi, bæði meðal almenn- ings og fagfjárfesta, eins og að er stefnt. Aðspurður hvenær hlutafjár- útboðið yrði haldið sagði Jón Ás- geir að forsvarsmenn félagsins myndu þegar í næstu viku byrja að hitta fjárfesta. Almenningur kæmi til með að geta skráð sig fyrir hlutabréfum í Mosaic síðar í þess- um mánuði. Mosaic spennandi og ört vax- andi félag Jón Ásgeir Jóhannesson EITUREFNI helltist niður í vél Icelandair á Kefla- víkurflugvelli í gærmorgun. Átti vélin, sem kom frá Minneapolis, að fara til London klukkan átta en flug- inu var frestað vegna lekans. Vélin lagði þó af stað til London kl. 11.45 og seinkaði þannig um tæpa fjóra tíma. Lögregla girti strax af svæðið í kringum vélina og var eiturefnateymi kallað til í því skyni að hreinsa upp eitrið. Þar var um að ræða skordýraeitur sem verið var að flytja frá framleiðanda í Minneapolis og átti það að fara áfram til Parísar, að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Guðjón segir ákveðnar reglur gilda um hvernig bregðast skuli við í slíkum tilfellum og sú atburðarás hafi verið sett í gang. „Það er kallað á lögreglu, slökkvilið, eiturefnateymi kemur að þessu auk þess að þeir sem hugsanlega gátu hafa komist í snertingu við efnið voru sendir í læknisskoðun,“ segir Guðjón og bætir við að í ljós hafi komið að ekkert amaði að hvorki farþegum né áhöfn vélarinnar. Efnið var í fragtrými flugvélarinnar en að sögn Guð- jóns eru slík efni dagsdaglega flutt í farþegavélum um allan heim. Um flutning slíkra efna gildi þó strangar reglur. „Svo virðist sem í þessu tilviki hafi verið farið að öllum reglum varðandi frágang efnanna. Við vitum ekki á þessu stigi hvernig stóð á að lekinn varð,“ segir Guðjón og bætir við að málið verði rannsakað. Segir Guðjón málið þó ekki flokkast undir flugatvik og þurfi því ekki að kalla til Rannsóknarnefnd flugslysa á þeim forsendum. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðar Lögregla, slökkvilið og sérstakt eiturefnateymi voru kölluð til vegna eiturlekans í vél Icelandair í gær. Þá var Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja gert viðvart. Skordýraeitur helltist niður í vél Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.