Morgunblaðið - 02.05.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 02.05.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 21 Í ALLAN vetur hefur legið fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um „verndun Þingvallavatns og vatna- sviðs þess“. Lagafrumvarp þetta hefur verið lagt fram í ýmsum myndum á nokkrum fyrri þingum, fyrst á 122. löggjafarþinginu 1997–1998 . Nú sem endranær er það unnið að tilhlutan Þingvallanefndar þótt umhverfisráðherra sé skráður flutnings- maður þess. Grunn- tónn þess hefur alla tíð verið hinn sami: að flytja stjórn- sýsluna frá sveit- arfélögunum til rík- isins undir því yfirskini að vernda þurfi væntanlegt „framtíðarvatnsból suðvesturhornsins“ ásamt lífríki þess. Í fyrstu frumvörpunum var Þing- vallanefnd ætlað það hlutverk að verða einhvers konar yfirvald æðra sveitarstjórnum á svæðinu. Frá þessu var þó fallið þegar frumvarpið var endurflutt í hið 3. sinn, kannski vegna þess hve Þingvallanefnd hefur verið sein- heppin í ýmsu er varðar stjórnun á því landsvæði sem henni hafði í lögum verið falin forsjá með. Núna er gert ráð fyrir að valdið verði beint í höndum umhverf- isráðherra. Umræddar „vernd- unar“-hugmyndir byggja á sí- byljuáróðri skreyttum frjálslega fram settum og jafnvel vafasöm- um staðhæfingum Péturs M. Jón- assonar, fyrrv. vatnalíffræðings í Kaupmannahöfn, sem að eigin sögn hefur verið sérlegur ráðgjafi formanns Þingvallanefndar um árabil. Hin sérlega ráðgjöf er líka staðfest með því prentaða fylgi- skjali sem jafnan hefur fylgt til rökstuðnings frumvörpunum og ráðgjafinn er skráður höfundur að. Frá því frumvarp til laga um þetta efni leit fyrst dagsins ljós hafa hins vegar orðið miklar breytingar á íslensku laga- og reglugerðaumhverfi. Engu að síð- ur er frumvarpið enn lagt fram efnislega óbreytt rétt eins og tím- inn hafi staðið í stað og að engu sé hafandi gildandi löggjöf og reglur. Núverandi lög landsins ná í reynd til alls vatns og er óheim- ilt að spilla því hverju nafni sem það nefnist. Þessi lög og reglu- gerðir snerta líka lífríkið og eru taldar fullnægjandi þegar um er að ræða umgengni við vatnsból þar á meðal neysluvatnsból stærsta þéttbýlissvæðis landsins (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður). Vatnasvið þess er þó snöggtum minna en hið 1300 km² vatnasvið Þingvallavatns. Núverandi lagaumhverfi og framkvæmd þess heyrir undir umhverfisráðuneytið. Af vinnu- brögðunum kringum þetta „vatns- verndunar“-frumvarp Þingvalla- nefndar má því ætla að bæði ráðgjafanum og jafnvel öðrum frumvarpssmiðum hafi yfirsést hið breytta lagaumhverfi eða séu því kannski ókunnugir með öllu. Það er því hálfhallærislegt að um- hverfisráðherra skuli skráður flutningsmaður. Á Íslandi í dag gilda eftirfarandi lög og reglur með áorðnum breytingum: Lög um hollustuhætti og meng- unarvarnir nr. 7/1998 796/1999 Reglugerð um varnir gegn mengun vatns 797/1999 Reglugerð um varnir gegn mengun grunnvatns 798/1999 Reglugerð um fráveit- ur og skólp 799/1999 Reglugerð um með- höndlun seyru 804/1999 Reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá land- búnaði og öðrum atvinnurekstri Lög um mat á umhverfisáhrif- um nr. 106/2000 671/2000 Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum Skipulags- og byggingalög nr. 731/1997 400/1998 Skipulagsreglugerð 441/1998 Byggingareglugerð Náttúruverndarlög nr 44/1999. Endurskoðun á núgildandi reglum ES varðandi vatnsvernd er ennfremur í farvatninu. Íslend- ingar þurfa væntanlega að taka tillit til þeirra breytinga innan skamms en rúmsins vegna verða þær ekki tíundaðar hér. Hlutaðeigandi sveitarstjórnir og fleiri aðilar hafa ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að þetta sértæka vatnsvernd- arfrumvarp sé óþarft og að umhverfisnefnd Alþingis hefði átt að vísa því frá þar sem um sé að ræða íþyngjandi forræð- ishyggju og óvið- unandi gamaldags miðstýringu í anda ráðstjórnar. Almennt er frumvarpið klassískt dæmi um vonda stjórnsýslu. Í athugasemdum með frum- varpinu kemur hvergi fram hvorki fyrr né síðar hvaða vá sé fyrir dyrum varðandi Þingvallavatn og vatnasvið þess, hvort sveit- arstjórnir hafi vanrækt skyldur sínar eða yfirleitt hvers vegna þörf sé á að svipta sveitarstjórnir því forræði sem þær til þessa hafa haft samkvæmt þeim gildandi reglum sem teljast fullnægjandi fyrir öll önnur sveitarfélög lands- ins. Hugmyndafræðin að baki frum- varpinu kemur hins vegar fram í fylgiskjali þess. Þar er m.a. í sér- stökum kafla lýst mikilli hættu sem steðji að Þingvallavatni af völdum niturmengunar og hve nauðsynlegt sé að bregðast við til að bjarga fjórum tegundum bleikju ásamt „steinaldar“- urriðanum sem svo er nefndur. Þessi kafli hefur aldrei birst með frumvarpinu fyrr en nú á yfir- standandi þingi. Hann vekur því sérstaka athygli og furðu fyrir það hvernig er byggt á órök- studdum tilgátum annars vegar og ósönnum fullyrðingum hins vegar. Skal drepið á nokkur atriði í því sambandi. Er þar fyrst að nefna, að fyrir rúmri viku síðan leitaði ég upplýs- inga á Umhverfisstofnun um hver afskipti menn þar á bæ hefðu haft af þessum málum, því að mér þótti ólíklegt, að þar væru menn hrifnir af svona málflutningi og framgangi mála. Þar kom fram að menn höfðu skoðað laga- frumvarpið eins og það var lagt fram á yfirstandandi þingi og séð það vera samhljóða frumvarpinu sem lagt var fram á síðasta þing- vetri. Af þeim sökum var ekki hugað að fylgiskjali þess sér- staklega í þetta skipti. Enginn hafði því áttað sig á hvað ráðgjafi Þingvallanefndar hafði skáldað upp til viðbótar fyrri greinargerð sinni. Líka kom fram að umhverf- isnefnd Alþingis hafði heldur ekki kallað eftir áliti Umhverfisstofn- unar í þetta sinn. Það eitt út af fyrir sig sýnir þó óvönduð og vafasöm vinnubrögð þegar um er að ræða jafn veigamiklar breyt- ingar á opinberri röksemdafærslu fyrir lagafrumvarpi. Engar eru þær eða hafa verið í sjálfum at- hugasemdunum með frumvarpinu. Ég kannaði líka betur hvaða innlend gögn gætu stutt fullyrð- ingar höfundar fylgiskjalsins um vaxandi niturmengun. Þau eru engin! Samkvæmt mælingum Veð- urstofunnar hefur árleg ákoma niturs með úrkomunni haldist meira og minna óbreytt síðan 1990 og reynist oft rétt við grein- ingarmörk og verulega minni en höfundur fylgiskjalsins gefur til kynna. Ákoman er eðlilega mest með sunnan- og suðaustan- úrkomu. Önnur gögn ná lengra aftur í tímann og benda heldur ekki til breytinga nema kannski til hins betra. Og samkvæmt upp- lýsingum á vef Hagstofu Íslands hefur dregið úr nitur-mengun af völdum bílaumferðar síðustu árin þrátt fyrir aukinn bílafjölda. Er þetta sama þróun og í Vestur- Evrópu og talin tengjast hvarfa- kútum og hreinna bensíni. Í röksemdafærslu fyrir frum- varpinu er vitnað til ótilgreindra danskra rannsókna sem eigi að sanna mengun stöðuvatna einkum af völdum barrtrjáa. Ég hefi feng- ið upplýsingar frá Danmörku varðandi þessa meintu nitur- mengun af völdum barrtrjáa þar í landi. Ekki staðfesti sú leit full- yrðingu höfundar fylgiskjalsins! Ekki fyrir löngu fullyrti hinn sér- legi ráðgjafi Þingvallanefndar frá því hér opinberlega, að tiltekin bandarísk rannsókn staðfesti nit- urmengun í stöðuvötnum af völd- um barrtrjáa og nefndi sérstak- lega sitkagreni í því sambandi. Það reyndist líka ósatt! Rann- sóknaniðurstöðurnar í Bandaríkj- unum sýndu alveg þveröfugt við það sem ráðgjafinn fullyrti varð- andi barrtrén. Sömuleiðis hefur dr. Gunnar Steinn Jónsson hjá Umhverfisstofnun sem líka er vitnað til í fylgiskjali frumvarps- ins fullyrt að það sem eftir sér er haft gefi ekkert tilefni til að halda að um niturmengun geti verið að ræða. Annað sé alrangt! Okkur sem höfum kynnst ráð- gjafanum og málflutningi hans gegnum árin varð snemma ljós andúð hans á hvers kyns trjá- og skógrækt. Við minnumst þess þegar hann fyrir allmörgum árum benti unglingum sem unnu við stígagerð innan þáverandi þjóð- garðs hvernig þeir gætu svo að lítið bæri á eyðilagt barrtrén með- al annars í furulundinum gamla. Ekki er samt ljóst hvort Þing- vallanefnd hafi á einhvern hátt smitast af andúð ráðgjafa síns á trjágróðri af erlendum uppruna en víst er að með skógarhöggi á hennar vegum þegar dró að sum- armálum á liðnu ári fækkaði nokkuð stæðilegustu trjá- „nýbúunum“ á Þingvöllum auk annarra minni, sbr. blaðafregnir þar að lútandi. Sóma síns vegna geta alþing- ismenn og allra síst þingmenn Sjálfstæðisflokksins því ekki stað- ið að svona ráðstjórn fáránleik- ans: að samþykkja á Alþingi frumvarp til laga, sem byggir jafn augljóslega á ósönnum fullyrð- ingum, rangtúlkunum, tilgátum og rómantísku fjasi um „litasinfóníu“ fjallanna eða ímyndaðri vænt- umþykju gagnvart urriðanum. Við framlagningu þessa máls vekur sérstaka athygli framganga borgarfulltrúa Reykjavíkur og sveitarstjórnarmanna nágranna- byggðarlaganna sem jafnframt eiga sæti á Alþingi. Þeir halda sig vera að vernda lífríki Þingvalla- vatns gegn ímynduðum hættum með þrengri reglum en núgildandi lög segja til um í stað þess að beina áhyggjum sínum að enn öfl- ugri verndun vatnasviðs Gvend- arbrunna. Verndun neysluvatns- bóla Reykjavíkursvæðisins og vatnasviðs þess ætti að standa þeim nær en kannski vilja þeir ekki láta taka sig alvarlega. En svona getur umhyggjan fyrir kjósendum tekið á sig skrítnar myndir. Ljóst er að hin eina vá sem ógnar vatnasviði Þingvalla- vatns umfram vatnsból okkar Reykvíkinga er þráhyggja Þingvallanefndar og ráðgjafa hennar. Vandi Þingvallavatns Bjarni Helgason fjallar um Þingvallavatn ’… hin eina vá sem ógn-ar vatnasviði Þingvalla- vatns umfram vatnsból okkar Reykvíkinga er þráhyggja Þingvalla- nefndar og ráðgjafa hennar.‘ Bjarni Helgason Höfundur er doktor í jarðvegs- fræði og land- og skógareigandi við Þingvallavatn. ðar- stjórn- rif og ð, órof- m- r. Gunni, lengi starfrækt blogg sem nú er einnig orðið mjög virkt tón- listarblogg, en slík blogg eru orðin vinsæll og áhugaverður hluti blogg- flórunnar, en þar er bent á nýja og spennandi tónlist. Blogg eru jafnólík og þeir sem skrifa á þau. Í upphafi gegndu blogg hlutverki nokkurs konar hugsanaskjóða, ábendinga á áhuga- verða hluti eða atburði, rökræðuvett- vanga og vefleiðara. Bylting bloggs- ins fólst ekki síst í því að vefsíður hættu að vera óbreytanlegar og upp- færðust reglulega. Því höfðu gestir ástæðu til að heimsækja vef blogg- arans oftar og fylgjast með því hvað viðkomandi hefði að segja. Und- anfarið hefur svonefndum hvers- dagsbloggum fjölgað langmest, en þar er dægurspjall um allt og ekkert í aðalhlutverki og oft algengara að sjá lýsingar á matseðlum mennta- skólamötuneyta en pólitískar grein- ingar og yfirlýsingar. Engu að síður halda langflestir upprunalegu bloggararnir áfram að rita um hugðarefni sín allt frá veffor- ritun og vefhönnun, upp í tónlist, myndlist, heimspeki og stjórnmál. Þá hefur aukið og almennt tölvulæsi valdið því að fólk með áhugasvið sem áður sköruðust ekki við bloggheim- inn hefur nú haslað sér völl innan hans. Þar má nefna áhugasíður um bílaviðgerðir, vélfræði, líkamsrækt og fótbolta svo fátt eitt sé nefnt. Þá er á Netinu að finna fjölda síða áhugaljósmyndara sem deila mynd- um sínum með lesendum. Hljóm- sveitir hafa fengið sér bloggsíður og einnig hinir ýmsu klúbbar. Ef heildarmyndin er skoðuð má fullyrða með nokkru öryggi að lang- flest hversdagsbloggin eru yfirleitt í frekar einsleitu umhverfi og inn- byrðis lík í útliti. Hins vegar eiga blogg virkari og gagnrýnni ein- staklinga það yfirleitt sameiginlegt að útlit þeirra og hönnun er persónu- legri og afar fjölbreytt. Segja má að ástandið hafi breyst mjög síðan um síðustu aldamót, þeg- ar bloggheimur var nokkuð þröngur hópur netvæddra einstaklinga. Eins og svo oft áður hefur einokun frum- kvöðlanna vikið fyrir almennri vitund um nýjan miðil. Í bloggheimum má gjarnan finna áhugaverðar ábend- ingar, nái lesendur að skilja kjarnann frá hisminu. Það er einnig mikilvægt að hafa það í huga að tilkoma blogga hefur valdið því að venjulegt fólk er farið að lesa og skrifa í mun meira mæli og þá má velta því fyrir sér hvort hversdagsbloggarar dagsins í dag eigi eftir að þroskast ört til per- sónulegri og agaðri skrifa, sem skili meiru til umræðunnar í samfélaginu. ggformsins Morgunblaðið/ÞÖK urning um einn músarsmell og þá lýsingarnar útgefnar og öllum að- gar. Þessi eiginleiki vefjarins er það ir af sér bloggið. Þessi tæknibylting ðan af sér þessa hugarfarsbyltingu sem bloggið er. Við sjáum ofboðslega aukn- ingu á útgáfu en ekki endilega aukningu í gæðum. Það er einfaldlega meira magn og meiri breidd.“ Már segir óhætt að fullyrða að neðri gæðamörk útgefins efnis hafi stórlækkað sökum þess að útgáfa er orðin svo ódýr. „Þá detta menn gjarnan í þá gryfju að fókusera á allt ruslið en gleyma því að öll góða útgáfan er enn til staðar og hefur jafnvel aukist. Fjölmiðlar eiga það til að líta á bloggin sem einhvers konar nýjan fjölmiðil, einhvers konar heild sem á eitthvað innbyrðis sam- eiginlegt og leggja þá einhvern einn dóm á allan bloggheiminn. Réttara er að horfa á bloggin sem aðgreindar sjálfstæðar ein- ingar. Þetta eru einfaldlega tugmilljónir sjálfstæðra radda á Netinu, sem allar hafa ólíkar hvatir og markmið með sínum blogg- um. Þá þurfum við að nota sömu dómgreind og áður varðandi hvaða einstaklinga maður ætlar að lesa, hverjum maður tekur mark á og hverjir þeirra segja fréttir.“ ygsson i,“ segir Salvör. „Stjórnmálamenn da að þeir geti þagað málin í hel ð horfast í augu við að sá tími er lið- hafa allir aðgang að upplýsingum.“ r segir bloggið vera sterkan miðil. verður samt að vera einhver sam- ræða til að hann sé áhrifamikill miðill. Ef maður er að fara inn í samfélag þar sem er ofgnótt upplýsinga verður að hafa einhvers konar efnisvaka, þar sem maður getur fylgst með uppfærslum. Það er allt að fara inn í svona efnisvaka í vefumhverfinu.“ Í einum pistli sínum um blogg og virkni þeirra sem brú milli menningarheima segir Salvör m.a. „Á svæðum þar sem tjáning- arfrelsi er lítið þá hafa blogg og spjallkerfi verið ein helsta lind þeirra sem vilja breyt- ingar. Stjórnvöld hafa sums staðar brugðist harkalega við og fangelsað bloggara, lokað netkaffihúsum og sett upp einhvers konar eldveggi. Þannig lokar Kína fyrir Google og blogger. En það eru ekki bara miðstýrð strangtrúarríki múslima sem takmarka tján- ingarfrelsið, það berast sögur af því að tján- ingarfrelsi sé mjög heft í Kína og þar séu bloggarar og þeir sem skrifa vefpistla hand- teknir og spjallsvæðum lokað. Ég fitjaði fyr- ir nokkru upp á þræði á málverjavefnum þar sem ég vakti athygli á því að spjallsvæðum er nú lokað í Kína og ýmislegt undarlegt að gerast þar varðandi netaðgengi.“ Gissurardóttir rgir ð af m væmt ipedia- em kom blog í t úti ann vís- fnum. em eða upp . Orðin blogg- rd 03. i víða árás- m fólk og leita um . Íraks- stríðið er í raun fyrsta stríðið sem bloggheimurinn hefur fylgst með og fjallað um að einhverju leyti og fylgdust margir með bloggum bandarískra hermanna og íbúa Bagdad á þeim tíma. Þá hefur komið út bók byggð á einu bloggi Bagdhadbúa – Salam Pax. Sem dæmi um mátt blogganna má nefna afsögn repúblíkanans Trent Lott, sem var leiðtogi meiri- hluta Bandaríkjaþings. Lott hafði látið orð falla í veislu til heiðurs Strom Thurmond, sem einkennd- ust af kynþáttafordómum. Í kjöl- far þessara orða leituðu bloggarar að öðrum tilvitnunum í Lott til að sýna fram á að þetta væri ekki ein- angrað tilfelli. Þannig héldu bloggararnir málinu lifandi nógu lengi til að það næði fyrir alvöru athygli fjölmiðla og Lott neyddist til að segja af sér. gum“ svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.