Morgunblaðið - 02.05.2005, Side 33

Morgunblaðið - 02.05.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 33 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Vínarferð Vinafélags Íslensku óperunnar Örfá sæti laus - Skráning í síma: 562-1077 Nánari upplýsingar á Óperuvefnum HREYFIAFLIÐ í Blessuðu barnaláni er eins og löngum í gamanleikjum togstreita kynslóð- anna. Unga fólkið sýnir þeim sem eldri eru enga ræktarsemi og það er ekki fyrr en hin kúgaða heimasæta lýgur upp andláti móð- ur sinnar sem systkini hennar ómaka sig aust- ur í fæðing- arþorpið. Og gömlu sam- skiptamunstrin eru þarna enn þó æskuheimilinu hafi verið breytt í hótel og hver farið sína leið. Síðan gengur á með tilheyrandi veseni út af lyginni og alls kyns pínlegum uppákomum þar til tjaldið fellur. Verkið er kannski ekki eins vin- sælt verkefni nú og það var fyrir nokkrum árum, en við það að sjá hvað það verður Seltirningum efni í líflega og skemmtilega sýningu er alveg ljóst að það er hvorki úr- elt né byggir vinsældir sínar á for- tíðarþrá. Það er lipurlega skrif- aður og áreynslulaus gamanleikur með sterku farsabragði en missir aldrei tökin á því að fjalla um fólk af holdi og blóði af hlýju og sam- úð. Ég hef enga trú á að þetta verk eigi nokkurn tíma eftir að falla í gleymsku. Spái því að eftir svona tuttugu ár muni fólk kalla Blessað barnalán klassík án þess að blikna. Bjarni Ingvarsson er bæði gjör- kunnugur verkum af þessum toga og þaulvanur að vinna með fé- lögum á borð við Leiklistarfélag Seltjarnarness sem ekki státar af langri sögu og sterkri hefð þó sumir leikaranna kunni greinilega eitt og annað fyrir sér. Upp- færslan er enda hefðbundin mjög, umgjörðin með viðteknum hætti, óaðfinnanlega útfærð reyndar af leikstjóranum, og allt gengur lip- urlega fyrir sig. Sýningin er heilt á litið kraftmikil og fjörug, þó ein- staka leikarar ættu enn eftir að hrista af sér skrekkinn á frumsýn- ingunni og gefa í botn. Mestu skiptir þó að kómíkinni er vel til skila haldið með góðum tímasetn- ingum og hæfilegum hraða þegar það átti við. Fyndin tilsvör hittu í mark, framsögn öll til fyrir- myndar. Í stuttu máli sagt: þetta virkar. Þó svo allir hafi tækifæri til að sýna skemmtilega takta, og geri það, hvílir ábyrgðin á að halda sýningunni á floti þyngst á þrem- ur leikurum. Jóhanna Ástvalds- dóttir skilaði hlýjunni í frú Þor- gerði með mikilli prýði og var aukinheldur fyndin þegar á þurfti að halda. Askur Kristjánsson er ungur að árum og greinilega efni í afbragðs gamanleikara ef marka má hinn kostulega og vandræða- lega séra Benedikt sem hann skapar hér án teljandi áreynslu að sjá. Síðast en ekki síst er Guðrún Ágústsdóttir yndisleg sem hin bælda systir sem kemur öllu af stað og glímir við afleiðingarnar út verkið. Hún á samúð áhorfenda óskipta þó við hlæjum að hverjum þeim ógöngum sem höfundurinn sendir hana í af stráksskap sínum. Þetta er fyrsta sýningin sem ég sé hjá Leiklistarfélagi Seltjarn- arness. Það er óhætt að segja að þau kynni fari vel af stað. Blessað barnalán er ósvikin skemmtun af gamla skólanum, en fersk samt eins og góð leiklist er ævinlega; búin til á staðnum og því síung. Takk fyrir mig. Hún lifir! LEIKLIST Leiklistarfélag Seltjarnarness Höfundur: Kjartan Ragnarsson, leikstjóri. Bjarni Ingvarsson. Félagsheimili Seltjarn- arness 29. apríl 2005. BLESSAÐ BARNALÁN Kjartan Ragnarsson Þorgeir Tryggvason SÝNINGIN á Súperstar í Horna- firði er samvinna eins og hún gerist best í litlu plássi. Á milli fimmtíu og sextíu manns undirbúa söngleikinn; þrettán krakkar úr skólanum leika og syngja af list, átta manna kór leik- félaga, kennara og for- eldra nemendanna syngur af þvílíkum krafti og færni að það er eins og þau hafi aldr- ei gert annað og tónlist- in er leikin, stjórnað og tekin upp af atvinnu- tónlistarmönnum á staðnum. Það er auðvelt að hrífast af sýningunni í heild sinni því öll um- gjörðin er glæsileg og vönduð og lýsingin sér- kapítuli. Tónlistin er glæsilega samin og sagan spennandi hjá Webber og Rice og mjög gaman að rifja upp gæsahúðina frá því í Austurbæj- arbíói um árið; sirka sjötíu og fimm. Júdas er í forgrunni; öfund hans og svik vegna velgengni Jesú og vin- sælda. Júdas er kvengerður hjá Gunnari leikstjóra og tekst það prýðilega því að Nanna H. Imsland syngur svo ljómandi vel. Það var þó synd hvað lítið skildist af texta henn- ar í fyrri hlutanum og sennilega mest um að kenna hvað tónninn í hljómflutningstækjunum var al- mennt hvellur. Þetta hafði verið lag- að eftir hlé. Verkið er vel þýtt og textinn áheyrilegur og leitt að heyra ekki hvert orð. En tónlistin var firna vel flutt og vel blönduð með kunn- uglegum áherslum. Unga fólkið söng almennt vel og sumir áttu stjörnu- leik og -söng. Þar ber fyrstan að telja Þórð Ingvarsson í hlutverki Pontíusar Pílatusar með flotta rödd og mjög sterka útgeislun. Elvar Bragi Kristjónsson var mjög skemmtilegur í hlutverki prests, drengurinn iðar af leiklist og ætti að rækta hana vel. Ingibjörg Ingv- arsdóttir var í stutta númerinu hans Heródesar sem hafði verið gerður að gleðikonu dyntóttri en stúlkan sló í gegn með söng sínum og leik. Í heildina var leikstjórnin til fyrir- myndar, hraði og jafnvægi ríktu frá upphafi til enda og mörg glæsileg at- riði fengu áhorfendur til að grípa andann á lofti. Hins vegar hefði þurft að sinna betur hverjum og ein- um, draga fram sérkenni persón- anna. Galli uppfærslunnar er valið á leikaranum í hlutverki Jesú. Strákn- um er enginn greiði gerður með þessu grundvallarhlutverki. Í það þarf leikara með sterka útgeislun og hæfileika í erfiðum söngnum en því var ekki hér að heilsa og þess vegna vantaði alveg ástæður hinna persón- anna fyrir að trúa á hann og ástæður Júdasar fyrir svikunum. Allt annað var samt glæsilegt hjá Hornfirð- ingum sem sönnuðu hér stórhug sinn og listrænan metnað eins og oft áður. LEIKLIST Leikfélag Hornafjarðar, Fram- haldsskólinn í Austur-Skafta- fellssýslu, Tónskóli Austur- Skaftafellssýslu Höfundar: Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Þýðendur: Emilía og Hannes Örn Blandon. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Tónlistarstjóri: Jóhann Moravek. Tónlist- arvinnsla og upptaka: Heiðar Sigurðs- son. Ljósahönnun: Sigurður Kaiser. Leik- myndarhönnun: Gunnar Sigurðsson. Búningar: Guðleif Kristbjörg Bragadóttir og Heiðveig Maren Jónsdóttir. Sýning í Mánagarði 20. apríl. Rokksöngleikurinn Súperstar Hrund Ólafsdóttir Stórhugur og listrænn metnaður Júdas kyssir Krist í Súperstar. ÁRBÓK Ferðafélags Íslands 2005 nefnist Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar eftir Hjörleif Gutt- ormsson, náttúrufræðing í Nes- kaupstað. Í bókinni eru á fjórða hundrað litljósmyndir og einnig eru 12 mynda syrpur úr hverjum þétt- býlisstað svæðisins, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Seyð- isfirði. Þá eru birtar 20 gamlar ljós- myndir af mannvirkjum og merk- ismönnum fyrri tíðar. Guðmundur Ó. Ingvarsson land- fræðingur hefur teiknað öll stað- fræðikort bókarinnar, 11 talsins og einnig 13 jarðfræðikort og skýring- aruppdrætti unnin eftir frum- gögnum annarra. Í þessum kortum og teikningum felast miklar upplýs- ingar sem ekki hafa verið almenn- ingi aðgengilegar áður, svo sem um berggrunninn, rof hans og aðra landmótun. Síðasti kafli bókarinnar geymir ágrip af jarðfræði Austfjarða sem höfundur hefur tekið saman eftir ritgerðum jarðfræðinga sem birst hafa undanfarin 50 ár. Í landlýsingu sinni nefnir höf- undur alla sveitabæi sem byggðir hafa verið á svæðinu og gerir grein fyrir því hvernig þéttbýli hefur myndast og segir helstu drætti at- vinnusögunnar. Hann lýsir stað- háttum, stað- setur öll helstu örnefni og segir þann hluta þjóð- arsögunnar sem gerst hefur á þessum austasta hluta landsins. Landlýsing bók- arinnar hefst við Eyri á suður- strönd Reyðarfjarðar og lýkur í landi jarðarinnar Brimness í Seyð- isfirði á mörkum við Loðmund- arfjörð. Þetta er 75. árbókin sem FÍ gefur út og er hún afhent félagsmönnum gegn greiðslu árgjalds sem er 3.900 krónur. Árbók Ferðafélags Íslands 2005 Austfirðir frá Reyðar- firði til Seyðisfjarðar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.