Morgunblaðið - 02.05.2005, Page 36

Morgunblaðið - 02.05.2005, Page 36
36 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ  The Jacket kl. 5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 8 9 Songs kl. 10,30 b.i. 16 Maria Full of Grace kl. 6 b.i. 14 á Napoleon Dynamite kl.8 - 10 Beyond the Sea kl. 5,30 Vera Drake kl. 8 Hole in my Heart kl. 10,30 b.i. 16 Don´t Move kl. 5,40 b.i. 16 Garden State kl. 8 b.i. 16 Beautiful Boxer kl. 10,15 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Síðasta sýning Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!  DV  S.V. MBL A Hole in my Heart Síðasta sýning Ó.H.T Rás 2  Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. Framlengt til 2. maí Lokadagur SKEMMTIKRAFTURINN Bjarni Ara er landsmönnum að góðu kunnur allt frá því hann var valinn Látúnsbarki Stuðmanna árið 1987. Nú vinnur Bjarni hörðum höndum að nýrri breiðskífu sem stefnan er að komi út með haust- inu. Af plötunni er nú eitt lag nýkomið í spilun á útvarpsstöðvum, endurútgáfa af lagi Hilmars Oddssonar „Allur lurkum laminn“ úr kvikmynd hans „Eins og skepnan deyr“. Bjarni segir þó að lagið sé í hans flutningi komið í allt annan bún- ing en upprunalega útgáfan. „Laginu er snúið algjörlega við. Það er það skemmtilega við mús- íkina, hún er svolítið eins og arkitektúr, hægt að innrétta á svo margan hátt.“ Lengi langað að gera plötu í Big Band-stílnum „Allur lurkum laminn“, eins og önnur lög plötunnar, er nefnilega í svokölluðum stórsveit- arstíl eða Big Band sem er þema plötunnar. Platan er enn á frumvinnslustigi og því segir Bjarni að ekki sé komið nafn á gripinn. Á plöt- unni verði aðallega að finna íslensk lög þó ein- hver erlend slæðist með. Hann hafi leitað í hin- um og þessum kistum að efni en fyrst og fremst haft í huga tónlist sem sé lagræn og þjóðinni þyki vænt um. Síðast en ekki síst sé skilyrði að hægt sé að snúa lögunum í stórsveitarsveiflu. Bjarni segir að sig hafi raunar lengi langað að gera slíka plötu, aðspurður hvers vegna hann hafi valið stórsveitarstílinn. Til að byrja með hafi það ekki verið hugmyndin með einmitt þessa plötu en einhvern veginn hafi hún orðið ofan á. Þrýstingur frá góðum vinum hafi kannski haft sitt að segja. Segja má að Bjarni leiti til upphafsins með plötunni, en áður en hann byrjaði að syngja spilaði hann sjálfur á trompet og lék í stórsveit sem spilaði tónlist í anda Glen Miller og gömlu meistaranna. Einnig segist Bjarni ásamt hljómsveitinni Milljóna- mæringunum hafa fengist við skylda tónlist. „Snilld hvað Þóri tekst vel upp“ Ásamt Bjarna koma að plötunni ýmsir vanir hljóðfæraleikarar. Sjálfur tekur Bjarni tromp- etinn upp á ný en meðal annarra má nefna Sam- úel Samúelsson „Samma í Jagúar“, Einar Val Scheving trommuleikara og Róbert Þórhallsson bassaleikara. Bjarni segir að ekki sé um að ræða stórsveit í bókstaflegri merkingu sem mæti í hljóðverið, heldur séu það mikið sömu mennirnir, vanir hljóðfæraleikarar sem spila inn á í lögunum. Síðastan en ekki sístan ber að nefna Þóri Úlfarsson, en hann er bæði upp- tökustjóri, útsetjari og leikur á píanó á nýju plötunni. „Þórir er svona altmulig-maðurinn á bak við plötuna. Það er snilld hvernig hann vinnur þetta og frábært að heyra hvað honum tekst vel upp með Allur lurkum laminn.“ Bjarni segir ekki komna nákvæma tímasetn- ingu á útgáfu plötunnar en að næsta lag fái að heyrast í sumar. Líklega verði um fjögur lög bú- in að heyrast áður en platan sjálf komi út. Blaðakonu fannst liggja beint við að spyrja hvort svona plata bjóði ekki upp á ballstemn- ingu og Bjarni telur því ekki að neita. Bjarni Ara í stór- sveitarstemningu Morgunblaðið/Þorkell Bjarni leikur sjálfur á trompet á plötunni. Látúnsbarkinn Bjarni Arason vinnur nú að nýrri breiðskífu sem kemur út með haustinu. Platan verður í svokölluðum stór- sveitarstíl en fyrsta lag plötunnar er komið í spilun á útvarps- stöðvum. Anna Pála Sverrisdóttir átti stutt spjall við Bjarna. Tónlist | Fyrsta lag af nýrri plötu komið út FJÖLDI fólks lagði leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gær, en Iðnnemasamband Íslands (INSÍ), Bandalag íslenskra náms- manna (BÍSN) og Samband ís- lenskra námsmanna erlendis (SÍNE) buðu til fjölskylduhátíðar og skemmtidagskrár í tilefni af frídegi verkalýðsins. Á skemmtidagskránni var m.a. boðið upp á tónlistarflutning frá Skólahljómsveit Kópavogs og hljómsveitinni Hraun!. Þá var í boði andlitsmálning og blöðru- trúðar bjuggu til dýr úr blöðrum fyrir börnin. Gestir garðsins gæddu sér á pylsum og Hi-C auk þess sem Skoppa og Skrítla skoppuðu um garðinn og spjöll- uðu við börn og fullorðna til skiptis. Hulda Katrín Stefánsdóttir, formaður INSÍ, segist afar ánægð með daginn og aðsóknina að garðinum, en alls er talið að um 3.500 manns hafi sótt garðinn í gær. „Það var ánægjulegt að sjá aukinn áhuga ungs fólks á fyrsta maí og hátíðahöldum á þessum degi,“ segir Hulda. „Yngra fólk hefur undanfarin ár sýnt bar- áttudegi verkalýðsins sífellt minni áhuga, en við viljum efla þátttöku ungs fólks í verkalýðs- baráttu yfir höfuð og það endurspeglast í þátttöku í há- tíðarhöldum 1. maí. Dagurinn kórónaðist með örfáum snjó- kornum sem komu niður í sólinni, sem kom ekki að sök og var í rauninni bara mjög fallegt.“ Iðnnemasambandið hefur und- anfarin ár boðið félagsmönnum sínum frítt í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og hefur mikil að- sókn verið í garðinn á þeim há- tíðum. Kátt í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum Mikil hátíðarstemning ríkti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Frá æfingasvæði ökumanna framtíðarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Þessi ungi maður hefur kunnað vel að meta pylsur sem gestum garðsins var boðið upp á. Sara Líf ásamt hinum hressu Skoppu og Skrítlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.