Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Page 3

Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Page 3
Mánudagur 4. apríl 1955 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Jóns Reykvíkings JómírúrræSa forsfjéra sis Þó ég sæti við útvarpið í horni íninu heima, gat ég vel hugsað mér, hvemig það leit út Þjóðleikhúsinu síðdegis hinn 1. apríl. Það var verið að minnast 100 ára afmælis frjálsrar verzl- unar á íslandi. Þama sátu hlið við hlið allir }>eir, sem nú keppa liarðast um við- skipti inn á við og út á við, heildsalar, smásalar, iðn- rekendur, Sambandsfram- kvæmdastjórar og aðrir slíkir. Allt heyrðist vera þarna í einingu andans og bandi friðarins. Formaður hátíðanefndar setti sam- koinuna með látlausri ræðu sem virtist bera vott um, að allir þessir keppendur hefðu nú slíðrað sverðin þennan hátíðisdag og vildu minnast hans með söng og kurteislegum ræðiun. Það var sungið og smigið vel. Þarna heyrðist ljóð og lag, sem tveir félagar úr Verzl- unarmannafélagi Keykja- víkur bjuggu til árið 1904, þegar 50 ára afmælis Verzlunarfrelsisins var minnzt, en nú vom slíkir menn ekki lengur uppi, því auðvitað em menn laglaus- ari í sálinni heldur en fyrir 50 árum, og er ekki kynslóð vorri láandi, þó kaupsýslu- menn hennar hafi ekki skrifað Ijóð eða nótur á neitunarseðla frá nefndum eða ráðum- Semsagt, mér fannst þetta allt fara vel af stað, og ég fór í einfeldni minni að hugsa sem svo, að ef til vill væru verzlunarkepp- endur vorir orðnir svo 1 þroskaðir, að þeir gætu þó hafið sig yfir hversdags- lega þröngsýni á hátíðis- stund og átt hana sameig- inlega „eins og manneskj- ur“. ViIhjáJmur Þ. Gíslason hélt lipra ræðu í gamlárs- kvöldsstíl, og svo var sung- ið. En svo komu „ávörp“ fomstumanna í helztu sam tökum þeirra, sem stunda verzlun. Þar reið á vaðið forstjóri Sambandsins, — liinn nýi: Eriendur Einars- son. Eg hef aldrei séð manninn í eigin persónu, heldur aðeins myndir í blöðum af þessum unga forstjóra með hrokkið hár, koppagljáa og augu eins og fjallavötn. Eg bjóst sízt af öllu við, að hann myndi vera neinn veizluspillir. „En þar kvað við orð af afli og hljómi“. Ræðumað- ur \issi sýnilega ekki, hvar hann var staddur og hefur vafalaust haldið, að haim væri á f undi í Bifröst. Þing- eyingar frelsuðu verzlun- ina með þvi að stofna kaup félag. Samvinnumenn selja vöm með „sannvirði“ og kaupa afurðir bænda á sannvirði“. Ekkert — alls ekkert — nema ,sannvirði‘ gildir þar. Og afleiðingin: Milli 90 og 100 þúsund manns skipta við kaupfé- lögin. Eg lofa því, sagði forstjórinn, að „SAM- VINNUSTARFH)“ skal halda áfram, eins og það hefur gert, nú á komandi ámm. Samb. vill frjálsa verzlun, svo „samvinnu- starfið“ geti dafnað. Eg stundi með sjálfum mér: „Guð sé oss næstur“, þeg- ar é'g hafði hlustað á þessa ósmekklegu stríðsyfirlýs- ingu. Ekki hafa þeir Iært maunasiði ennþá þar við Sölvhól. Við þessa ræðu fékk athöfnin allt annan svip. Hún varð leiðinleg. Eg hlustaði á hógværar f ~~ Ný sending — Ullarpeysur MARKAÐURINN Bankastræti 4 ræður og kurteislegar hjá tveimur kaupmönnum, en einhvern veginn fannst mér eins og að kurteisi þeirra missti marks eftir að ég hafði hlustað á vopna- glamur Sambandsforstjór- ans. Til hvers er að sitja með kurteisi við borð með slíku fólki? Til hvers eru ~ tyllidagar haldnir í svona félagsskap? Ut yfir tekur þó að bjóða heilli þjóð að « hlusta á slíkt og þvílíkt í I gegnum útv-arp. Svona | ræður er bezt að bjóða ' kunningjum. Geti menn ekki hagað sér eins og manneskjur, eiga þeir ekki með manneskjum að vera. Þetta og ýmislegt fleira þaut í gegnum höfuð mitt, I er ég hugleiddi hátíð verzl- unarmanna og veizluspjöll SlS. En við íslendingar er- um víst ósköp skammt á veg konuiir. Að minnsta kosti eigum við ennþá og ef til vill í meira mæli en stundum fyrr þær mann- gerðir sem vegna skorts á viti eða menningu eða hvorttveggja, setja leiðin- legan blæ á þjóðlíf okkar í stóru og smáu — jafnt í umfangsmiklum viðskipt- um og síðdegishátíð, þar 1 sem menn eiga að sitja á sínum innra manni, ef hann er strákur eða eitt- hvað verra, í 10 mínútur, en geta það ekki. Ósköp er þetta lítilmótlegt. Óþarff verkfðll „Kyrra vikan“ heldur nú reið sína við þröng á f jölda lieimila. Það er vegna verk- falls, sem er óþarft — al- gjörlega óþarft. Það er ó- þarft einfaldlega vegna þess, að það er alveg vafa- laust, að þeir, sem láglaun- aðir eru, svo sem Dags- brúnarmenn, liefðu getað fengið leiðréttingu sinna mála, ef þeir liefðu gengið einir og frjálsir til samn- inga, en ekki verið spennt- ir fyrir vagn liálaunaðra iðnaðarstétta og ef ekki væri sú pólitík kommúnista og vinstri krata að koma öllu í öngþveiti í þeim til- gangi að bola ríkisstjórn- inni burt. Þessar tvær höf- uðástæður, kröfur hálauna manna og fyrirætlanir pólitíkusa gera það að verkum, að Dags- brúnarmenn lenda í verk- falli, sem er óþarft fyrir þá en bitnar miklu verr á þeim en iðnaðarmönnum. Það er enginn vafi að nú er þröngt í búi fyrir hátiðina á ýms- um lieimilum verkamanna. Nú eru margir verkamenn að verða búnir með viku- kaupið sitt, og er því ekki bjargarlegt hjá þeim fyrir páskana. Margir af þessum verkamönnum geta ekkert að því gert, að þeir eru í verkfalli. Kommúnistar hafa stefnt þeim út I for- aðið ýmist með fölskum fortölum eða algerlega á bak við þá. Eins og útlitið er nú, get- ur verkfallið vafalaust staðið nokkuð lengi. Að vlsu er óánægja í röðurn verkamanna yfir því, að þeir skuli vera látnir vera í fylkingarbrjósti fyrir há- laimuðum stéttum. En kommúnistar halda öllu í járngreipum sínum eins og fyrr. Kommúnistar eru að sönnu orðnir smeykir. Þeir vita að verkfallið er óvin- sælt og að verkfallsmönn- um verður sífellt I jósara að Framhald á 8. síðu Kjólar Jersey-kjólar oi ií MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 snyrtivörur l 4 fyrir hátíðina MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 1 Enskcsr kápur Tweed-dragtir Svartar dragtir MARKAÐURINN Laugaveg 100 ; í'.lé;.J.i .. • i(i .tli; ( ú i :: • ,.UI)t.. lUIiiiti.í i't ■ ■■ .Miiti'i -i uI rfiV nittuirt tfft’fntí 'l«' (JHIK SÍaSfi irit; ■■■'■:) .'[ufitteh srui'A j -ijso.cu-c, L iinairj; :í.h>W *ió líiJ'jLd | -*o.afí ■■■ T L' "1- I 'U.-J.O tii' -tn-.'-uíSI !.« ivxc-t

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.