Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Page 5

Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Page 5
Mánudagur 4. april 1955 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Kvenfólk - Dtvarp - Skrítlur - ofl. w Frá skýjunum fá- um við fegurðina Vitið þið að rigningavatn- ið, sjálft fegurðarmeðal náttúrunnar, hefur töfraáhrif á húðina og greir hana mjúka og fallega. Ef húðin hefur orðið hrjúf af slæmri meðferð, þá er bezta ráðið að þvo sér upp úr rigningarvatni, og mun hún þá verða silkimjúk og falleg. Hin fagra franska Diane de Poitiers fegurðardrottning á dögum Hinriks konungs átt- unda, var spurð þegar hún var áttræð, hvað væri leynd- armálið að hinum fagra hör- imdslit hennar. Það er ekkert leyndarmál, svaraði hún, ég nota rigning- arvatn til að þvo mér úr, og því einu og engu öðru, á ég að þakka þá fegurð sem ég á. Allar konur ættu að not- færa sér þessa guðs gjöf. Not- ið því tækifærið þegar rigning er, og safnið ykkur eins miklu af rigningarvatni og þið get- ið, ekki eingöngu fyrir and- litið heldur allan líkamann. BragÓbelri matur Kigningarvatnið er ekki að- eins gott til fegrunar líkam- ans heldur er þáð líka ómet- anlegt við matargerð. Flesk eða saltað nautakjöt sem soðið er í rigningarvatni er mýkra og miklu bragð- betra heldur en ef notað er vatnið úr kranum. Grænmeti heldur miklu betur hinum ferska græna lit, þegar það er soðið í rigninga- vatni. Þurrkaðir ávextir verða mýkri og bragðbetri ef soðnir eru í rigningarvatni. Málning Alit, sem málað er verður fallegra og auðveldara að þrífa, ef hún er þvegin upp úr rgningarvatni. Munið, áð áður en þið not- rigningavatnið að síja það vel. Smávegir I litlu blaði sem heitir Smávegis og var gefin út 1872 eru þessar sundurlausu hugsanir. ★ Fyrstu hundrað ástar- kossarnir eru úr eldi, hinir næstu 899 úr gulli, en sú þús- undasti úr steini. ★ Kvenmannslaust heimili er eins og sykurlaust kaffi. ★ Konan er nokkurskonar grammatík, sem öll verba ganga óreglulega í. Hraði Krossgáta [ M ánudag sb la ðsins SKÝRINGAR: Lárétt: 1. Eyja í Miðjarðarhafi -— 5. Fyrirtæki í Rvík — 8. Sund — 9. Kirkjustaður — 10. Óþrif — 11. Blekking — 12. Baun — 14. Eldsneyti — 75. Bleytur — 18. Upp- hafsstafir — 20. Kona — 21. Tveir ósamstæðir — 22. Amboð — 24. Nauðsynlegt í ferðalögum — 26. Tré — 28. Huppar — 29. Bráðlyndur maður — 30. Geislabaugur. Lóðrétt: 1. Stjómmálamaður (útl.) — 2. Verkfæri — 3. Tala illa um — 4. Upphafsstafir — 5. Andstæður — 6. Fisk — 7. Eldstæði — 9. Tangi — 13. Léleg — 16. Sjór — 17. Buga — 19. Halda — 21. Gras — 23. Húsmóðir — 25. Ýfirhöfn — 27. Glíma. Maður nokkur missti konu sínu á sunnudegi. Hann lét jarðsetja hana á mánudag- inn, syrgði hana á þriðjudag- inn, bað sér annarar konu á miðvikudaginn og gjörði brúð kaup til hennar á fimmtudag- inn. Hann gerði heimnn forviða með hraða sínum; en nú kom röðin að heiminum, að gjöra hann forviða, Kona hans fæddi honum son á föstudag- inn; þett gramdist honum svo mjög, að hann hengdi sig á laugardaginn, og var hann svo grafinn á sunnudaginn. Þeir kveð ja í út- varpmu Tveir fastir þættir kvöddu hlustendur í síðustu viku. Fyrst kvaddi Björn Th. Björnsson sem hafði á hendi þáttinn, Úr heimi myndlistar- innar, og gerðt það af snilld. Vafalaust hefur öllum þótt sá þáttur bæði skemmtilegur og fróðlegur; á hann góðar þakk- ir skilið fyrir hann- Rétt á eftir kvaddi Jónas Jónsasson, sem hefur haft á hendi þáttinn Léttir tónar, eru það frekar hlustendur en hann sjálfur sem stjórna þætt inum, svo hann á ekki svo mikið í sínum þætti og Björn á í sínum, en hvað um það, hann kvaddi og kvaddi vel með því að enda hann á að syngja sjálfur. Og nú í kvöld (föstudag) kveður Helgi Hjörvar með sína sögu. Það er leiðinlegt hvað Hjörvar hefur verið ó- heppinn með val tveggja sagna í vetur. Eymdin í þeim báðum var svo mikil, að flestum hlustendum, sem hlusta á sögur sér til skemmt- unar, hefur víst þótt nóg um. Ert nú er spurningin, ætlar útvarpsráð að láta okkur í té enn meiri eymd, eða leyfir það Hjörvar að vera einráðum og velja og lesa fyrir okkur hlustendur eina góða skemmti lega sögu, sem uppbót fyrir hinar ? Sögur í útvarpinu geta haf t geipimikið aðdráttarafl. Á- í’eiðanlega veit það enginn betur en Hjörvar, sem hefur slegið met í því efni. Þessvegna er það áskorun að Helgi Hjörvar komi nú fram og lesi fyrir okkur eina reglulega spennandi sögu sem hann velur sjálfur. Kvöldvakan á fimmtudags- kvöld var vel lukkuð. Fræðslu þættir, eru sjálfsagt góðir, en því er eytt heilu kvöldi í þá? Áreiðanlega væri betur þegið aðfá einn fræðsluþátt á kvöldi og svo eitthvað léttara með Hvernig stendur á að þátt- ur Bjarna Böðvarssonar, Gamlar minningar, hefur fall- ið niður ? Gerði hann of mikla lukku? Þátturinn „Hvað er á seiði“ er vægast sagt ósköp lélegur, enda varla við öðru að búast þegar kallað er í Pétur og Pál til að skemmta Pétri og Páli og engin dómgreind fyrir hendi hvað sé hægt og hvað ekki. ★ Læknavísindin segja að fólk lifi núna 20 árum lengur en það gjörði fyrir 100 árum. Þeir verða að gera það, til þess að borga skattana. ★ Presturinn í umvöndunar- tón: „Þeir segja að þú takir 9% fyrir peningalánin en þú veist að þú mátt ekki taka meir en 6%.. Hvernig heldur þú að himnaföðurnum líki þetta?" Okrarinn: „Þegar hann sér töluna 9 ofanfrá, þá heldur hann að það sé 6“. Faðirinn: „Mundu nú að lesa bænirnar þinar, . Óli minn“. Öli: „Eg þarf þess ekki, — þeir halda á himnum að ég sé dáinn“. Faðirinn: „Hvað er að heyra, af hverju heldurðu það?“ Auglýsið Óli, hróðugnr: „Eg hef ekki lesið bænirnar mínar í hálfan mánuð og svo hugsa þeir bara að ég sé dáinn“. Mánudagsblaðinu Myndimar að ofan sýna ýms- ar tegundir hálsmena en neðsta myndin sýnir bæði hálsmen og eymalokka. ll-t — fyrsti trúlofuuarhringurinn minn!“

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.