Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.05.1955, Page 6

Mánudagsblaðið - 09.05.1955, Page 6
„Segðu mér frá áliti þínu; ég er ekki ánægður með skoð- un mína, vegna þess að það eina, sem ég fæ skilið er ást Araba á kindakjöti." „Hr. Leigh, stjarnan á horni hrútsins táknar ef til vill Betlehem-stjömuna, og á- letrunin er vissulega orð eng- ilsins til hirðanna eins og stendur í Lúkasarguðspjalli, og þessa atburðar er líka get- ið í Islamtrúarbrögðunum". „Ráðning þín hefur eitt- hvað til síns máls, en, afsak- aðu þótt ég segi það líka, að blanda saman þessum tveim trúarflokkum er afar vafa- samt“. „Þú gleymir því hr. Leigh, að höfundur Móhameðstrúar bragðanna stal aðalkenning- um sínvun frá þeim trúar- brögðum, sem næst vom; það hefi ég séð greinilegast á árit- unum á hinum j'unsu austur- lenzkii peningum, sem ég hef skoðað í herbergjum hr. Mur- rays. En ég hefi svo lítið vit á þessum málum, að þú verð- ur að bera vandamál hrings- ins undir einhvern, sem betur þekkir það“. „En það sem þú hefur að minnsta kosti reynt að leysa þrautina, þá bið ég þig að þiggja hringinn og bera hann til minningar um vináttu okk- ar og námsár.“ Hann tók hendi hennar og ætlaði að setja hringinn á fingur hennar en hún varð- ist þéss. „Eg þakka þér, hr. Leigh, ég met við þig hina miklu virðingu, sem þú ætlar að sýna mér, en þú verður að af- saka þótt ég geti ekki þegið hann“. „Hversvegna ekki, ungfrú Edna?“ „í fyrsta lagi vegna þess, að hánn er mjög. dýrmætur, og ég vil ekki hafa hann af þér. I öðru lagi tel g ekki rétt að þiggja gjafir frá öðrum en skyldménnum eða dýrmæt- um vinum“. „En ég^hélt við værum góð- ir vinir. Hversvegna getum við ekki verið það?“ I !þessu augnabliki kom frú Murray inn í borðstofuna og er. hun sá þau sitja þarna í morgaunsólinni með blóma- körfuna á milli sín, og tók eftir roðanum og feimninni á andliti hinnar ungu og fríðu stúlku, og vonina í svip mannsins, karlmannlegum og göfugum, þá þaut hugsunin um framtíð þeirra beggja í hug. hennar, og . um leið' og hún flýtti sér til þeirra skein ánægjuglampi úr augum hennar: „Gíóðan daginn Gordon, gleður mig að sjá þig. Hvern- ig hefúr Clara það?“ „Brýðilégt, þakka þér fyr- ir, alveg upptekin af að und- irbúa veizluna, eins og þú munt sjá á þessu bréfi, sem hún bað nrig að koma tii þín persónulega". Meðan frú Murray, leit á bréSð;, œtlaði Edna að fara burtu, en hr. Leigh Mánudagur 9. maí 1955 8. FRAMHALDSSAGA »EDNA« spurði í því: „Fárðu ekki strax, ég ætla að fá frú Murray til þess að ákveða fyrir mig“. „Nú, Gordon, hvað er á seyði ?“ „Fyrst, ætlarðu að gera.það sem systir mín biður um?“ „Vissulega, ég ætla að láta Ednu koma með mér í kvöld, nema hún vilji heldur vera um kyrrt með bókum sínum. Þú veizt, að ég læt hana að mestu sjálfráða“. „Jæja, þá skulum við at- huga ágreiningsmál okkar. Hér er gamall og skrýtinn hringur, sem hún kann betur að meta en nokkur annar sem ég þekki, og ég vil að hún þiggi hann sem afmælisgjöf frá mér. Geturðu aðstoðað mig kæra frú Murray?“ Hún tók hringinn, skoðaði hann og sagði eftir litla þögn: „Eg held, Gordon, að hún hafi gert það eina rétta, en ég hygg líka, að núna, með mínu samþykki og ráði, þá þurfi hún ekki að hika við að taka við honum og bera hann, sem tákn vináttu þinnar. Réttu mér hendina, Edna“. Hún lét hringinn á fingur- inn, og um leið og hún sleppti hendinni beygði hún sig nið- ur og kyssti Ednu á ennið. „Sautján ára í dag. Eg fæ vart trúað því, barnið mitt. Og þú Gordon? Má ég spyrja hvað þú ert gamall?“ „Tuttugu og fimm — mér þykir leitt að segja það. Þú þarft ekki að segja mér---“ Samtalið truflaðist þegar bjallan hringdi til morgun- verðar og stuttu seinna hélt hr. Leigh . heimleiðis. Edna var undrandi og pirruð þegar hún leit á hringinn og í stað hugsunarinnar um frið og ró fannst henni einhver ófriður í vændum og hugsanir, sem aldrei höfðu komið í húga hennar komu nú f ram í dags- , ljósið. Þegar hún kom inn í herbergi sitt tók hún ffam bækur sínar en áður en, að hún gat fest hugann við efnið kom frú Murray til hennar. „Edna, ég kom til þess. að ræða við þig um kjólinn þinn fyrir kvöldið“. „Ekki segja að þú viljir að ég fari með þér, frú Murray, því ég kviði svo óskaplega fyrir þvi“. „En ég verð að segja þér það, að ég krefst þess að þú notfærið þér það góða, er þér býðst úr samkvæmislífinu. Þú gerir þig, að. nauðsynjalausu boði frá frú Inge. Það væri ákaflega dónalegt". „Kæra frú Murray, þú talar um þetta fyrsta boð mitt eins og ég, líkt og aðrar stúlkur, hefði ekkert annað að gera en undirbúa sjálfa mig til þess að taka þátt í samkvæmislíf- inu. Þessu fólki er nákvæm- lega sama um mig, og ég hefi lítinn áhuga á því að umgang- ast stutta stund það fólk, sem ég vegna tilvonandi stöðu minnar, mun hætta að um- gangast bráðlega". „Um hvaða vinnu ertu að tala?“ „Kennslustörfin mín. Eftir nokkra mánuði þá vonast ég til þess að geta unnið mér inn fyrir þörfum mínum, og þá------“ „Þá verður nægur tími til þess að ákveða hvers þörfin krefst; en á meðan, svo lengi sem þú ert í mínum húsum, þá .verðurðu að leyfa mér að dæma um það hvað sé rétt hjá þér. Clara Inge er vinkona mín, og ég get ekki leyft þér að vera dónaleg í hennar garð. Eg hef sent vagn í borg- ina eftir O’RiIey, snyrtidöm- unni minni, og Hagar mun hjálpa til við pilsið þitt. — Komdu og ég skal taka mál- ið“. Frú Murray sá, að Ednu leið ekki vel, en ákv.að að láta það afskiptalaust en haf ði yf- irumsjón með snyrtingu Ednu af eins mikilli natni og hún væri hennar eigin dóttir. Á leiðinn talaði hún um ýms málefni, og þegar þær komu í snyrtiherbergi, þá sá hún að Edna var alveg laus við alla hræðslu. Þær höfðu komið seint, og boðsgestir voru komnir, salirnir fullir þegar frú Murray gekk inn. Frú Inge mætti þéim í dyrun- i um og hr. Leigh, sem virtist: ; á verði, gekk samstundis til i Ednu og bauð að leiða hana inn‘. „Svei mér frú Murray, ég ; hafði næstum misst allá von um að sjá ykkur. Ungfrú Edna, dansinn er að hef jast, og við verðum að halda upp á afmælisdag okkar með því að dansa f yrsta dansinn sam- an. Afsaka þig, sussu nei. Þú ætlar sýnilega að notfæra þér mitt góða innræti: og göfug- 1 mennsku, en í kvöld hefi ég rétt tfl að vera dálítið reigm- ; gjarn.“ I Um leið og hann leiddi hana; j inn á dansgólfið sá hún, að‘ ’ uninn í hnappagatinu, og þetta, jafnframt þeirri at- hygli sem hún vakti, kom dá- litlum roða fram í kinnar henni. Dansinn hófst og úr einu horninu horfði sr. Ham- mond af miklum áhuga á nem endur sína, og bar þá saman við hin glöðu pör, sem fylltu hinn bjarta sal. Hann var svo upptekinn af þessu, að hann tók ekki eftir komu frú Mur- rays fyrr en hún settist við hlið hans. „Gordon virðist mjög hrif- inn af Ednu“, sagði hún. „Sr. Hammond andvarpaði og skuggi færðist yfir andlit hans um leið og hann svaraði: „Finnst þér það nokkur furða, Ellen? Getur nokkur þekkt hana vel, án þess að dást að henni og elska hana?“ „Ef hanngæti aðeins gleymt þyí að hún er smárrar ættar -----ef hann vildi aðeins gift- ast henni----það yrði sann- arlega stórvel til fundið". Dansinum var lokið og er Edna sá kennara sinn, dró hún sig frá hr. Leigh og flýtti sér til hans. „Eg er svo fegin að sjá þig, ég er búin að gá að þér svo lengi“. „Hversvegna, mér sýndist þú skemmta þér svo vel við dansinn. Edna, líttu framan í mig“. Hann tók handlegg hennar og leiddi hana rólega út á ver- öndina, þar sem f ærra var um fólkið. „Það er eitthvað að, Edna. Viltu segja mér frá því?“ „Mér finnst eins og ég sé í falskri stöðu hrna, og samt fæ ég ekki séð hvemig ég kems.t á brott án þess að móðga frú Murray, sem ég vil alls ekki móðga-----hún er svo góð og rausnarleg". „Hvað áttu við, góða mín?“ „Þú veizt, að ég á ekki eyri til nema það sem frú Murray gefur mér. í kvöld, meðan ég var að dansa, þá heyrði ég tvær af vinkonum hennar vera með aðfinnslur í minn garð; hæða hana fyrir það reyna að smygla þessum spillta ungling, foreldralaus- um og eflaust lágra ætta, inn í samkvæmislífið". „Geturðu ekki sagt mér allt sem sagt var?“ | „Mér hryllir við að endur- taka það, sr. Hammond, jafn- vel í þinni áheyrn“. „Heyrði hr. Leigh það?“ ,Eg vona ekki“. „Góða barnið mitt, mér leið- ist mjög mikið að þú hefur orðið fyrir svona miskunnar- utangatta við allt og alla, og ég leyfi þér. ekki að neita sliku hann bar blómin, sem. hún hafði gefið honum um-morg- JACQMAR - TWEED í kápur og dragtir, | 50 tegundir — Athugið: ~ Aðeins í eina til tvær kápur eða dragtir ai \ hverju efni Hafnarstræti 11. f

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.