Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 11.07.1955, Blaðsíða 5
Mámíðagur 11. i júU 1955 ' Smásaga í sumarfríintí: HJART ATRUFLUN í>að var ekki tii sá hlutur, sem Paulá Gray, hjúkrunar- kona, hefði ekki gert til 'þess að láta Dr. Peter Kemp taka eftir, að hún væri til. Flesta morgr.a drakk hún morgunn- kaffið sem nsest honum í borð- salnum, á hverjum laugardegi fór hún að horfa á hann leika fótbolta, á hverju fimmtudags- kvöldi fór hún í leikhúsið og sat á bekknum fyrir framan hann, og á hverjum degi gekk hún fyrir aftan hann þegar hann vitjaði sjúklingaanna á þriðju deild. Ekki strax fyrir aftan hann heldur fyrir aftan deildar- hjúkrunarkonuna, sem gekk næst á eftir honum. En þá sjaldan honum var litið á hana, var augnaráðið álíka hlýlegt og hann væri að skoða beinbrot, sem erfitt væri að eiga við. Og svo, einn fimmtudag, kom hinn dýrðlegi morgunn, þegar deildarhjúkrunarkonan var ó- vænt kölluð inn í skurðstofu. Sjúklingarnir gleymdust meðan Paula stakk sér inn í snyrti- klefann, og fór einu sinni með varalitinn yfir varir sér til þess að fullnægja bæði hégóma- dýrð og spítalareglugerðinni. Meðan hún var að lagfæra á sér einkennisbúninginn, heyrði hún fótatak hans. Hún rakst á hann í dyrunum á snyrtiklefanum. „Deildarhjúkrunarkonan?" sagði hann hvast. Hann virtist einblína á fæðingarblett á handleggnum á henni. „Hún var kölluð fram í skurð- herbergið“, sagði Paula. Hinn ungi læknir varð hvumsa við. Hann sagði ekki að hún væri að ljúga, en hann skoð- aði sig vel urri. „Ég er staðgengill hennar“, sagði Paula mjóróma. Hann virtist ekki hafa heyrt til hennar. Hann var enn að skoða sig um. Loksins leit hann enn einusinni í áttina að fæð- ingarblettinum á handlegg henn- ar og sagði. „Eigum við þá að fara?“ Hann gekk á undan milli rúmanna. Hún sá hann taka um úln- lið á máttvana hendi mókandi manns. Hún stóð hinumegin við rúmið og hélt að nú mundi hann loks taka eftir sér. Þá sagði hann snögglega: „Er eitthvað að hjúkrunar- kona?“ Pauia vætti á sér varirnar. „Nei, alls ekkert, læknir. „Þér eruð svo rjóðar í kinn- tum‘. „Það er ekkert að,“ sagði hún. Doktor Kernp gerði einhverja athugasemd á línuritið við höfða- lagið á rúminu. Síðan héldu þau áfram. Paula reyndi að muna tim hvað deildarhjúkrunarkon- an talaði milli sjúklinga. Eftir augnablik sagði hún. „Ég sá yður leika fótbolta á laugardaginn var, doktor Kemp. „Við sýndum hinu lið- ínu sannarlega í tvo heimana“. Að minsta kosti framkallaði ►etta svar. Doktor Kemp nam Ítaðar, Hann rétti aðeins úr *ér. „Það var rugger, hjúkrunar- kona“, sagði hann þreytulega „Fótbolti er leikinn með kringl- óttum bolta“. .Auðvitað læknir". Þau námu staðar við rúm gamals manns, sem var að lésa. „líðanin betri?“ spurði doktor Kemp hann. Þegar maðurinn kinkaði kolli, sagði harin: ;,Við getum hætt sprautunum núna, hjúkrunár- kona“, og gerði athugasemd á línuritið við rúmið. „Þótti yður góðir afmælis- snúðamir, sem við höfðum í gær, doktor Kemp? Allar Eftir St. Clair hjúkrunarkonurnar hjálpuðu við að baka þá“. í þetta skipti sneri doktor Kemp sér alveg við. Augu hans mældu hana frá hvirfli til ilja. „Ég geymdi minn“, sagði hann, rödin var byrst. Ég nota hann fyrir biaðapressu“. Þau héldu enn áfram. Hún gekk fyrir aftan með ráðleysi í svipnum. Svo sagði hún. „Þótti yður gaman að leik- ritinu á fimmtudagskvöldið, doktor Kemp?“ Þau gengu framhjá öðru rúmi áður en hann svaraði. Svo sagði hann. „Það sem ég sá af því, Því miður var stúlka fyrir framan mig með alveg fáránlegan hatt“. „Ó", Paulu svelgdist á og hún þagði. Þegar sjúkravitjunin var á enda var venjulega hvíld og vingjamlegar samræður um hluti sem ekki snertu spítalann. En þennan morgun hafði dr. Kemp enga viðdvöl. Án þess að líta frekar við henni, kall- aði dr. Kemp á gangavörðinn og sagði. „Sam! Komdu með sjúkrabörumar hingað“. Sam ók börunum bakvið for- hengi. Doktor Kemp benti á þær „Leggist þér þarna“, sagði hann við Paulu. Paula leit i grá augu hans, sem voru eins ópersónuleg eins og vetrarhimininn. „Ég?“ hvíslaði hún. „Já'V sagði doktor Kemp stutt- aralega. „Leggist þér niður“. Hún sveipaði að sér slopnum um leið og hún lagðist á bör- urnar. „En það gengur ekkert að mér!“ Sam hagræddi koddanum und- ir höfði hennar á meðan dr. Kemp tók sin hvorri hendi ut- anum börumar og laut yfir hana. Hjartatruflun", sagði hann og horfði béint í hvíða- full augu hennar. Paula miimtist þess þakklát- lega, að gamli Sam var frem- ur heymardaufur og gat verið MÁNÍOÐÁGSBLADIÐ mjög heymardaufur, þegar á þurfti að halda. „Hjartatruflun?" spurði hún og hvíða svipur kom í kring um munninn. „Ekkert til að hafa áhyggjur af“, sagði Kemp skyndilega í miklu mildari rómi en ,áð\ir. „Ég hef hann sjálfur. Hlustið þér nú vandlega á“. Paula kinkaði kolli, „Þér verðið að halda kyrru fyrir í hálfsmánaðar tíma,“ hélt hann áfram með festu. „Hættið að fara í leikhúsið á fimmtu- dögum ög sitja fyrir framan n\ig með þennan fáránlega hatt. flaldið yður ifrá borðsalnum og „BB'; stúkunni á hverjum laug- ardegi, þegar ég leik rugger. Og hættið að horfa á mig með þessum sægrænu augum í hvert skipti sem ég kem í sjúkarvitj- un í 3. deild. Með öðrum orð- um haldið yður frá mér í tvær vikur og gefið mér tækifæri til að ljúka prófi!“ Paula kinkaði kolli aftur og sælubros lék um varir henni „Og ekki brosa að mér“, sagði doktor Kemp stranglega. „Nei, doktor Kemp“. Hún lok- aði augunum. Það, varð þögn svo flýtti hann sér að bæta við. „Og lokaprófið er eftir hálf- an mánuð frá deginum í dag að telja í Jamesonsjúkrahús- inu. Ég hitti yður fyrir utan aðalhliðið kl. hálf fimm. Sam- fsgarns Ullar Xyloncrepe Nvlon Bómullar SOKKAR fslenzk- erlenda verzlunarfélagið Garðastræti 2 — Sími 5333 Sumarjakki SKÝKINGAR: Lárett: 1. Kvæði eftir Einr Ben. — 5. Guðshús— 8. Gælu- nafn (kvk.) — 9. Franskur rithöfundur — 10. Fóðra vel —« 11. Ósamstæðir — 12. Yfirhöfn — 14. Öhreinindi — 15. Vondur — 18. Loðna — 20. Skip — 21. keyr — 22. Karl- mannsnafn — 24. Láta af hendi — 26. Bíta — 28. Vit- leysa — 29. Lak — 30. Nestispoka. Lóðrétt: 1. Land — 2. Kjána — 3. Reiðmaður — 4. Hjálp- arfélagsskapur — 5. Á hestum — 6. Belti — 7. Iðn — 9. I girðingum — 13. Þjóðsagnaveru — 16. Á fötum — 17. Féll — 19. Vitleysa — 21. Gælunafn (kvk), — 23. Temja, '—25. Þar sofa menn — 27. Ósaxustæðir. - : ■ þykkt?“ Með augtm ennþá lokuð hvísl- aði Paula, „Já“ Eitthvað snerti varir hennar, og þegar hún leit upp var hann farinn. Hún settist upp, dösuð. Um leið og hún rétti ásér höfuð- kappann kom deildarhjúkrunar- konan. „Er nokkuð að?“ spurði hún, „Eruð þér veikar". „Ég er fílhraust", sagði Paula. j Svo bætti hún við „Mér hefur aldrei liðið eins vel á æfinni“. „Svo“. Deildarhjúkrunarkon- an leit undrandi á hana og gekk á undan henni út úr sjúkrastofunni . „Karlmennirnir hér eru sannarlega að verða altof kærulausir. Vitið þér, að þegar ég kom í skurðherberg- ið var mín alls ekki þörf. Ein- hverjum ungum lækni hafði orð- ið á mistök“. Hún stundi gremjulega. „Læknarnir hugsa, aldrei um okkur, ekki satt hjúkrunar- kona?“ Á bak við hana setti Paula finguma í kross, „Jú, dagsatt“, sagði hún bljúglega. Allir farseðlar seldir An ankagjalds Ferðaskrifslofan ORLOF H.F. Hafnarstræti 21 Sími 82265 Krossgáta Mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.