Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Síða 1

Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Síða 1
29. tölublað Olafur Thors vill sparka Steingrími - RaforkumálaráSherra brýtur freklega af sér l Nú hefur einn af ráðhemtm Framsóknarflokksins, Steingrímur Steinþórsson brotið svo af sér i embœttisfærzlu sinni, að furðulegt má heita ef hann segir ekki af sér. Morg- unblaðið, sem styður stjórnina, sakar ráðherrann um „sið- leysi‘% „pólitískar ívilnanir“ og telur að hann myndi í hverju siðuðu landi hafa hlotið vitur eða þaðan af verra. Embættisbrot ráðherrans ei: það, að hann hefur sýnt óafsakanlega hlutdrægni þeg- ar. hann tók tilboði Verklegra framkvæmda h. f. í sambandi við virkjun Grímsár. Ekki þótti nægja, að taka tilboð- inu þvert ofan í meðmæli raf orkunefndar ríkisins, heldur bætti hann gráu ofan á svart með að leyfa Verklegum f ram kvæmdum h.f. að breyta (lækka) tilboði sínu, svo að mumrrinn á þeim tilboðum, sem til mála kemur er um 10 þús. krónur. Þrjú fyrirtæki sendu til- Almenna byggingafélagið: kr. 11.056,080. Verklegar framkvæmdir: kr. 11.065,080. Snæfell h.f.: kr. 8.892,490. Ekki úr háu msöðli Aðalmaður Verklegra f ram kvæmda er Steingrímur Her- mannsson, sonur Hermanns Jónassonar, svo að sýnilegt er hvað liggur á bak við þetta einstæða afbrot ráðherrans. Það er að vísu ekki úr háum söðli að detta þótt þeir Fram- sóknarmenn noti valdaað- og sina. Þess eru mýmörg dæmi. Steingrímur ráðherra gengur þó feti framar en aðr- ir af hans sauðahúsi í því að fara ekki diút með „vald- níðshi“ sína svo orð Mbl. sé notað. „Spilling" - Óhæfni Það einkennilega og stór- furðulega í málinu er, að sjálfur Mogginn, stuðning- blað stjómarinnar, sakar ráð- herrann rnn stórfellt brot í embættisrekstri og bendir um leið á að í hverju öðm „vest- rænu menningarlandi“ gæti slíkt ekki átt sér stað og efar að það myndi eiga sér stað i „spilltustu ríkjum Suður- Ameríku“. Blað forsætisráðherra seg- ir í raun og vem, að Stein- grímur hafi sýnt sig algjör- lega óhæfan í starfi sökum ranginda og lögleysu í embætt isrekstri. 1 venjulegum löndum myndi svona ásökun þýða það eitt að stjómarsht væra í vænd- um, og samkomulag stjórnar- flokka væri algjörlega farið út lun þúfur. Framsóknar- flokkurinn situr nú undir svo leiðis ákæram frá forsætis- ráðherra, að allar afsakanir af hans hendi eru og verða máttlaust fálm. Framsókn á engan kost annan en að f ara úr stjóm — eða sparka Stein grimi úr embætti Peningasýki - Hrossakaup Er hér komið fram, sem hér hefur ætíð verið fullyrt, að Framsókn eða réttar sagt forkólfar flokksins era óhæf- ir forastumenn í opinberum málum þjóðarinnar. Eru rök- in óteljandi en aðallega þau, að forsprakkarnir era æfin- týramenn á fjármálasviðinu, einstakir sterkir flokksmenn svo gífurlega peningasjúkir, að ráðherrar verða að beygja Er það satt, að yfir* völdin hafi haft í liót-> unum við kappann Pétur Hoffmann Salo- monsson ef hann byði sig frarn við næstu forsetakosningar ? sig undir vilja þeirra og bitl- ingastarfsemin orðin svo geigvænleg og hrossakaupin svo augljós og takmarkalaus að þjóðin fær vart risið und- ir þeim. Það er óþarfi að telja upp þá valdamenn innan Fram- sóknarflokksins, sem þjóðin verður að losna við úr embætt um. Þeir hafa undantekning- arlaust ALLIR fallið á verk- um sínum og tími til kominn að gefa þeim frí — fyrir fullt og allt. boð: stöðu sína til að auðga sig Nýlega fór eiginmaður hinnar frægu itölsku kvikmyndastjöniu Gina Lollobrigida i mál út af því hvernig kona hans var mynduð i sið- ustu mynd sinni. Stærri myndin sýnir hvað að- aliega vakti mótmæli hans, cn hin smærri sýn ir atriði úr kvikmynd- inni. — Gina er nú með vij(sælustu kvikmynda stjörnum veraidar. Rannsóknarnefnd Bandaríkjanna sit- ur veizlu Olíufélagsins h.f. HvaS hátt var tilboS Esso? r,n*BB Undanfarið hefur staðið yfir ofboðsleg styrjöld milli ís- I lenzku olíufélaganna Shell, BP og Esso. Esso, fyrirtæki SIS, hefur haft olíu- og benzínsölu til hemámsliðsins á Keflavíkur- flugvelli frá því að það kom, en fyrir skömmu bauð ASPPA (Armed Services Petroleum Purchasing Agency) sem hefur að- setur i Pentagon-byggingunni í Washington D.C., út olíu- og benzínsölu á vellinum. Sendu þessi þfjú íslenzku félög öll til- boð til ASPPA, og eru nú komin þau tiðindi að Esso hafi orðið hlutskarpast og haldi áfram sölunni. Einkennileg aðferð Það einkennilega rið þessa niðurstöðu er, að ekkert hefur verið látið enn uppi um það hversu hátt tilboð Esso var, né heldur nokkrar skýringar gefn- ar af hálfu ASPPA. Nú er það siður í Bandaríkjunum að keppnisaðilar í málum eins og þessum eru jafnan látnir vita strax um tilboð þess aðila er verkið hlýtur en slikt hefur ekki verið gert hér. Nú er hér stödd nefnd frá Bandaríkjunum, sem á að rannsaka starfsemi bandaríska hersins á Keflavíkurvelli og „hafa hönd í ba.gga með iit- gjöidum vamariiðsins“ éine og •Mbl. -kotnst að orði. Viðbrögð Hvannbergs fevo undarlega brá við, að strax og nefnd þessi kom til landsins. brá Haukur „yður kemur-það-ekki-við“ Hvann- berg, forstjóri Esso á Islandi, á leik og hefur síðan verið flaðrandi utan í nefndarmenn- ina amerísku. Hefur hann þan- ið vagn sinn Reykjanesbraut- ina meira en dæmi eru til, og nú síðastliðinn fimmtudag hafði hann alla nefndarmenn til há- degisverðar í Þjóðleikhúskjall- aranum. Nú mun öllum eflaust heim- ilt að bjóða Ameríkumönnum til hádegisverðar, en það þykir víst með ólíkindum; þyersu nat- inn þe&si mngi forstjóri ér við þá. Má vera, að hann httgsi sér enn fleiri viðskipti við þá, eða ef til vill liggur veizlu- gleði ein og góðvilji að baki boðsins. Hversvegna Esso? I sambandi við .. það að ASPPA tók tilboði Oliufélags- ins (Esso) velta sumir því fyr- ir sér hvort opinberum aðila, þ.e. Bandaríkjanna, þyki hent- ugra að halda áfram viðskipt- um við félag hvers fyrrverandl forstjóri og aðrir aðilar þv| nátengdir, hafa ekki alls fyrir löngu verið dæmdir í stórsektin fyrir brot á íslenzkri löggjöf í stað þess að hefja viðskiptj við félög', sem bera hreinan skjöld. Bandarikjamenn eru sjálfir fljótir að afskrifa þá í opin- berri þjónustu heima fyrir, er nota sér aðstöðu sína á ó- sæmilegan hátt — og flestir ís- lenzkir aðilar munu helzt kjósa að viðskipti landsins við her« inn verði rekin meira fyrir opn« um tjöldum en hingað til hefur verið gert. Sjálfir segjum vér bara það, að mikil tíðindi eru það í vora. landi þegar slík veizluhöld og aftahíoss-háttur brýzt út -— án þess að ekkert liggi að baki. 4

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.