Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Qupperneq 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 15. ágúst 1955 Hann beygði sig áfram, greip hendur hennar og kreisti þær upp að brjósti sér. . Einmitt, ég vissi að himna rík-i og helvíti hafa gert sam- band til þess að eitra huga þinn. Eg vissi að þetta bama- lega hugarfar þitt var orðið dauðhrætt við hinar óttalegu sögur og að ímyndunarafl þitt var allt í uppnámi vegna bragða þessa eindæma viður- styggilega hræsnara. Fi'æ prestlegs haturs - féll í góð- an jarðveg þar sem þú varst fyrír. og ég sé að uppskeran verður stórkostleg. Þú hefur verið algjörlega hlekkjuð við prestsetrið. En ég skal —“ Rödd hans var skjálfandi, eins og í villidýri, sem hrak- :ið er úr frumskógi sínum og á sér engrar undankomu auð- ið, en tefur þó fyrir veiði- mönnunum, en bíður dauðans. Stúlkuna verkjaði í hend- urnar sem hann kreisti og eftir að hafa gert tvær árang ufslausar tilramiir til að losa þær, sagði hún með stoltri en sársaukablandinni rödd: ..Nei, fyrirlitningu mína á þeirri tegund morða, ein- víganna, sem kölluð eru lögleg, lærði ég ekki á prestssetrinu. Eg lærði hana í æsku, áður en ég kynnt ist sr. Hammond, og þó ég efi -ekki, að hann sé mér innilega iSammála í þessum efnum, þá lief ég aldrei heyrt hann jninnast á þau“. „Hræsnari :— hræsnari — .litli saklausi úlfurinn í sauð- ^argærunni. Dettur þér í hug að þú getir blekkt mig? Held- urðu mig það fífl, að ég láti hlekkjast af mjúku lágu rödd inni þinni, þegar , ég þekki Btaðreyndirnar? Staðreynd, sem ég mun sverja fyrir svo Jengi sem ég lifi“. ,.Hr. Murray, ég hef aldrei blekkt þig, og það veiztu Jivað æstur sem þú kannt að "verða, því ég veit að í hjarta þínu, þá efast þú ekki um eannleik orða minna. En á- Stæðuna fyrir því, að þú ræðst ailtaf á sr. Hammond, þegar þér mislíkar við mig, get ég ekki skilið, en ég get fullviss- æíö þig mn það, að hann hefur aldrei svo mikið sem ymprað á þessu einvígismáli, síðan við kynntumst. Hr. Murray, ég veit að þú trúri mér fullkom- iega, þegar ég segi þér þetta.“ feað komu rauðir dílar í itinnar hans, eitthvað sem :myndi hafa verið kölluð von í andliti annara; hann skotr- aði augunum f eimnislega und an þykkum brúnunum, og dálítill skjálfti þurrkaði á brott grimmdarsvipinn. Hann dró hana svo þétt að sér, að hár hans snart enni hennar, og hvíslaði: ,,Ef ég trúi þér þá — það «r gegn betri vitund og, xeynslu, þá mun ég einhvem- tíma verða að þola mikið fyrir augnabliks veikleika minn. I kvöld treysti ég þér eins vel ■og Sampson treysti hinni Balílu; en á morgun kemst ég‘ 19. FRAMHALDSSAGA A. J. EVAN WILSON: v.. að raun um það, eins og hann gerði, að ég verðskulda sann- arlega aðkast fyrir þennan kjánalega trúnað minn“. Hann kastaði höndum hennar ruddalega frá sér, og gekk hratt út úr bókaher- berginu. Edna settist og' gróf andlit sitt í sárum hönd- um sínum, en hún gat ekki útirökað það sem bæði gerði hana undrandi og hrædda — eitthvað sem vakti hroll hennar og skelfingu svo að hún titraði öll. Hingað til hafði hún verið þess fullviss, að hún skildi algerlega og stjórnaði hjarta sínu með samvisku sinni og viti; en síðasta klukkutímann hafði það gert alvarlega uppreisn — kastað á brott allri holl- ustu til alls — og lýst því yfir á ósvífnasta hátt að St. Elmo Murray væri konungur þess. Hún gat ekki skýrt þessa nýju tilfinningu, það reyndist henni ómögulegt að kalla hana fyrir æðsta dóm 'sjálfsvirðing&r sinnaií, sem svo mjög var ofboðið. Og í þungu skapi og full af ámæl- um í- eigin garð, varð henni ljóst að hún var byrjuð að elska þennan guðlausa, synd- uga mann, sem hafði móðgað afa hennar, og varla þoldi nærveru hennar í húsinu. Þessi hætta hafði henni aldrei orðið ljós áður, því hún hafði alltaf haldið að ást gæti aðeins skapast þar sem gagnkvæm aðdáun og mat voru fyrir; og hún var þess vel vitandi, að skapgerð þessa manns hafði æst upp hræðslu hennar og óbeit frá þeim degi, sem þau kynntust. Fyrir tíu dögum haf ði hún ákveðið hat- að hann og hræðst hann; nú, henni til undrunar, fann hún að hann skipaði æðsta sess 1 hjarta hennar og neitaði að verða á brottu. feessi skyndi- lega vitund, ruglaði og auð- mýkti hana, og hún ákvað að bola henni á brott, hvað sem það kostaði. Þegar frú Murray hafði spurt hana hvort hún elskaði nokkurn annan en hr. Leigh, þá hugs- aði hún, nei vissi að hún hafði svarað henni hreinskilnislega að svo var ekki. En nú, þegar hún gerði tilraun til að bera þessa tvo menn saman, þá fann hún að öll blíða hennar var St. Elmo megin, og hroll- kennd stuna leið frá brjósti hennar. Þegar hún gerði þessa upp- götvun í fyrstu, fórnaði sam- vizkan hondunum í hrýllirigi végna hins kærúlatísa grá- lyndi hans, en stuttu síðar heyrðust enn hærri mótmæli og þau frá kvenlegu stolti, sem fyrirvarð sig að þola ást, sem ekki var óskað eftir og cinskis metin. Meðan þessi styrjöld milli ástarinnar og rökfærslunnar var á hápunkti, stakk frú Murray höf ðinu inn um dyrn- ar og spurði: „Edna, hvar ertu Edna?“ ,,Eg er hérna“. „Hversvegna siturðu í myrkrinu? Eg hef leitað þín um allt húsið.“ Hún fálmaði sig um her- bergið og kveikti ljós, og gekk síðan að glugganum. „Hvað er að bamið mitt? Ertu lasin?“ „Eg held að eitthvað hljóti að vera að, því ég er eitthvað svo skrýtin“ stamaði stúlkan, um leið og hún faldi andlit sitt í gluggakistunni. „Er þér illt í höfðinu?“ „Nei, alls ekki.“ Hún hefði getað sagt með sanni, að sig verkjaði í hjart- að. „Réttu mér hendina, svo ég geti athugað púlsinn. Hann slær mjög hratt, en það virð- ist vegna taugaæsings frem- ur en hita. Láttu mig sjá í þér tunguna, barn, mér er sagt, að það séu nokkur tauga- veikistilfelli í nágrenninu. Mikið skelfing eru kinnarnar þínar heitar.“ „Já, ég ætla að fara upp og þvo þær, og þá líður mér ef- laust betur“. „Viltu svo koma inn í setu- stofuna strax og þú getur, ,því Estelle segir að Cliton hafi fundizt þú vera sérstak- lega dónaleg í sinn garð; og þó ég afsakaði þig við hann með því að segja, að þér liði ekki vel, þá myndi mér þykja betur ef þú kæmir sjálf. Þarna, þar misstirðu vasa- klútinn þinn.“ Edna beygði sig til að taka hann upp, og sá að nafn hr. Murrays var saumað á hann, og fyrsta hugsun hennar var að stinga honum í vasann, en hún rétti móður hans hann í þess stað. : „Það er ekki minn klútur, heldur sonar þíns. Hann var hér fyrir stundu síðan, og hlýtur að hafa misst hann.“ „Eg hélt að hann hefði gengið út með Clinton. Hvers vegna var hann hér?“ „Hann kom til þess að skamma mig fyrir að hafa ekki tekið í hendiria á hr. Clinton". ,;Einmitt? Þú hlýtur áð hafa verið ákaflega ókurteis, ef hann tók eftir því. Skiptu um kjól og komdu niður“. Það var árangurslaust fyr- ir Ednu að baða heitt andlitið og leggja kaldar hendur við kinnar sér. Henni fannst, sem öll forvitin augu gætu lesið hugsanir sínar. Hún skamm- aðist sín fyrir að koma fram fyrír f jölskylduna — og lang- mest hr. Murray. Hingað til hafði hún sneytt hjá honum vegna þess að hún hafði and- úð á honum. Nú langaði hana að sneyða hjá homim vegna þess, að hún var byrjuð að finna að hún elskaði hann, óg vegna þess að hún óttaðist að spyrjandi augnaráð hans myndi komast að hinu fyrir- litlega, og í hennar augum, ó- kvenlega veiklyndi. Hún tók með sér inn í stof- una, saumadót sitt, og settist við miðborðið, en yfir því hékk stóra ljósakrónan. Ednu fannst, sem veik- lyndi sitt væri nú alþjóð kunn ugt, og hún beygði höfuð sitt riiður í saum’akassa sinn, og lézt þurfa að leita að ein- hverju þar. Estelle rírtist í kvöld í sér- lega góðu skapi, og talaði hratt unz hr. Murray virtist allt í einu allt í einu vera far- inn að taka eftir þýðingu sam talsefnisins, og sagði henni stuttlega að takmarka tal sitt við það efni, sem hún bæri betra skyn á og þekkti betur. Rödd hans og framkoma vakti undrun hr. Clintons Allsons, og hann sagði: „Væri ég keisari myndi ég gefa út keisaralega tilskipun, myndi ég láta hlekkja þig þar til þú lærðir að brúka þær reglur, sem mönnum býður er þeir ræða málefni við konur. Sannast sagt, St. Elmo, þá talarðu eins og mesti ruddi við ungfrú Estelle. Maður mætti ætla, að þú hefðir. ver- ið nógu lengi í góðum félags- skap til þess að vita að svona orðbragð og hranaskap mál alls ekki nota í skeggræðum við konur.“ ,,Þegar konur setja upp box-hanska og sýna andlit sitt í box-hringnum, þá biðja þær um illa meðferð, og verða venjulegast ekki fyrir von- brigðum.“ „Ungfrú Estelle, er þetta fyrsta, önnur eða þriðja pun- verska styrjöldin þín? Þú og St. Elmo, eða réttar, frændi hinn, iHnn Þrætugjami, virð- ist berjast á ekta kartagósk- an hátt“. „Eg hef aldrei skrifað und- ir friðarsáttmála, og þar af leiðandi hef ég ekkert bók- hald.“ FRANSKUR VARALITUR -'•‘jÉhfetuðSCl' Fæst víða Heildsölubir^ðir: fslenzk- erlenda verzlunarfélagið Garðastræti 2 — SMi 5SS3 ^■■•“•••■•••■•■•••••••■•■••••■•■••■•■■•■■•••••••••■••••••••••■••••••••■■■•■■•, !■■■■■■■■■»•

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.