Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Síða 7
Márvudagur 15. ágúst 1955
MÁNUDAGSBLAÐIÖ
Framhald af 3. síðu.
skepnum hvernig prestarnir
nota kvenfélagskonurnar víðs
vegar í landinu í þarfir fjár-
söfnunar til kirkna. Þeim
mun þykja upphefð í öllu
þessu stússi enda þótt þær
sveitist blóðinu í öllum þræl-
dómnum. Þær eru mátulega
heimskar til þess að láta
narra sig út í þessa vitleysu.
En hvað sem um heimsku
kvenfólksins er að segja, þá
er þó eitt víst: Kvenfólk hef-
ur aldrei haft karlmannsvit
og því fer sem fer fyrir því.
VH.
Ekki má gleyma tignar-
merkjum ríkisins. Orðuregnið
okkar, utanlands og innan, er
orðið athyglisvert. Sögur
segja, að um 150 manns á
Norðurlöndum hafi verið
sæmt íslenzku Fálkaorðunni.
Fyrir hvað veit enginn. Sagt
er að jafnvel matreiðslukonur
meðal Norðurlandaþjóðanna
beri íslenzku Fálkaorðuna. •
Eftir hvaða reglum orðan er
veitt veit enginn. Heill her-
skari þjóðarinnar hefir verið
sæmdur Fálkaorðunni. Fyrir
hvað er almenningi óljóst.
Eitt er vist, að f jöldi mætra
sona þjóðarinnar sem á mik-
inn starfsdag að baki fær
ekki orðuna, enda ekki hægt
að láta öllum slíkt í té, sem
vel vinna fyrir land og þjóð.
Komum við þá að þeirri
spurningu. Hvers virði er ein-
staklingnum þetta merki. Dr.
med. Gunnlaugur Classen var
á sínni tíð sæmdur æðsta
tignarmerki voru. Hann end-
ursendi orðuna og taldi sig
ekkert hafa með hana að
gera. Dr. Classen stóð í fylk-
ingarbrjósti stéttar sinnar og
það með miklum ágætum.
Hann lét verkin tala, í þarfir
lands og þjóðar, tala máli,
sem alþjóð skildi og þjóðin
býr að, en skapgerð hans
leýfði honum ekki að hengja
þennan dinglanda á sig sem
tákn um unnin afrek. Vilji
hans og bragur allur var haf-
inn yfir hégóma, enda var
hann afbragð annara góðra
manna, sem þjóðin mun lengi
minnast, sem eins af sínum
ágætustu sonum.
VIII.
Eins og stimdum hefir ver-
ið minnst á, er það ógrynni
fjár, sem Reykvíkingar
greiða árlega í kirkjugarðs-
gjald; hart nær tvær millj-
ónir króna árlega. Þessu fé
er eytt í þarfir kirkjugarða
Reykjavíkur, en þek- eru
kirkjugarðurinn við Suður-
götu og Fossvogskirkjugarð-
ur. 1 viðhald þessara garða er
allri þessari skelfilegu fúlgu
eytt. En það, sem merkileg-
ast er í þessu efni, er að
stjórn kirkjugarðanna og
framkvæmdastjóri láta alger-
lega undir höfuð leggjast að
birta ársreikninga garðanna.
Manni verður' á að spyrja:
Hvað eru þessir háu herrar
að fela? Telja þeir sig hafna
yfir þær borgaralegu skyldur,
að standa hlutaðeigandi skatt
borgurum skilagrein fyrir
gerðum sínum í þessum efn-
um?
Ef svo er, að stjórn garð-
anna álítur að skattborgur-
unum komi ekkert við um með
höndlun þessa f jár, þá vil ég
benda á, að sérhver skatt-
borgari Reykjavíkur getur
látið setja sig inn í bókhald
kirkjugarðanna og séð með
eigin augum hvemig fénu er
varið. Cera má ráð fyrir því,
að sá, er þetta ritar, snúi sér
bráðlega til borgarfógeta
Reykjavikur með beiðni um
innsetningargerð í gerðabæk
ur kirkjugarða Reykjavíkur.
Verður þá úr þvi skoxið hvort
stjóm og framkvæmdastjóri
garðanna hefur einskorað
vald yfir bókum og fjárreið-
um garðanna.
IX.
Á fjái’lögum yfirstandandi
árs er söngmálastjói’a þjóð-
kirkjunnar ætlaðar kr. 2.400.-
00 í ferðakostnað vegna
starfs síns. Hlutverk hans er
að stofna kirkjukóra víðsveg-
ar um landið, æfa þá í og
kenna þeim kirkjutónlist og
söng.
Að öllum líkindum eru ca.
300 kirkjukórar í landinu,
sem söngmálastjórinn á að
ferðast á milli og veita föðm’-
lega forsjón. Ef þessi hður
fjárlaganna á ekki að fara
fram úr áætlun verður söng-
málastjórinn, á þessum
kennsluyfirreiðum sínum, að
hfa á risnu fólksins hkt og
Símon Dalaskáld og Sölvi
Helgason, er þeir á smni tíð
höfðu yfirreiðir sínar xxm
byggðir landsins. Hitt mun þó
mála sannast, að í ferðakostn
að söngmálastjórans er borg-
að mikið meira fé úr ríkis-
sjóði, en fjárlagafrumvarpið
sýnir og þjóðin þannig leynd
. hinrnn í’aunverulega ferða-
kostnaði.1
X;
Th eru í landi voru tveir
Þórsteinar. Þetta eni sóma-
menn. Þeir hafa um sína
daga haft gaman af bókum.
Þeir eru alveg sérstaklega
miklir skrudduskjóðar. Þeir
eiga heljar mikil bókasöfn,
sem þeir eru alveg í ráðaleysi
með. Þá vantar hús yfir bæk-
urnar, þjón til að hirða þær,
þeir eru hættir að líta í þær
og þær eru þeim einskis virði.
Þeir eru búnir að gera miklar
tilraunir til að selja þess
bókasöfn, en það hefur mis-
tekizt.
Annar hefur haft á prjón-
unum miklar tilraunir um að
selja sitt safn til Rússlands,
hann er sólginn í rússneskar
rúblur, því á þeim má græða.
En sala bókanna til Rúss-
lands hefur mistekist og er
með öllu vonlaus.
Nú reyna þessir Þórstein-
ai’, að selja ríkissjóði þéssi
bókasöfn. Annað handa Skál
holtsstað, en Hitt handa Kenn
ai’askólanxxm. Við þetta er að
athuga. Kennaraskólinn hefir
ekkert með stórt bókasafn að
gera, þar sem að hann er
ekki heimavistai’skóli, en nem
endur hans hafa ávallt og
gei’a enn, að nota sér bóka-
söfn borgarinnar og þeim
miklu hentugra en bókasafn
skólans.
Að fara að kaupa hitt safn
ið fyrir Skálholtsstað, meðan
allt er óséð hvemig endurreisn
hans verður er fiúleit vit-
leysa. Hvort bókasafnanna
um sig mun kosta eina millj-
ón króna. Væri hórfið að kaup
unum mmidi verða að setja á
stofn bókavarðarembætti á
hvorum staðnum auk alls
annars kostnaðr sem af-þess-
um ástæðulausu bókakaupum
leiddi.
P. Jak.
Hr. ritstjóri.
Við undirritaðir, sem borðum
að jafnaði á „Röðli“ óskum
að gefnu tilefni að taka eftir-
farandi fram.
Afgreiðslustúlka sú, sem í
síðasta tölublaði Mánudags-
blaðsins var borin ómaldegum
sökum og talin óhæf til að
gegna störfum, er að okkar
dómi höfð fyi’ir rangri sök.
Okkar reynsla af þessari af-
greiðslustúlku er þveröfug við
þá, sem Guðm. nokkur Jónas-
son telur sig hafa af fram-
reiðslu hennar. Teljum við
stúlkuna rækja starf sitt með
mestu prýði og höfum við aldr-
ei orðið annars varir, en að
hún sé ávalt kurteis og alúð-
leg við matargesti. Gagnýni er
rættmæt og nauðsynleg, en sé
hún eigi á rökum reist, eins og
hér er um að ræða, særir hún
og skaðar þann sem fyrir verð-
ur.
Virðingarfyllst,
Bragi Jónsson, Viðar Gunn-
laugsson, Júlíus J. Daníels-
son, Vigfús Guðbrandsson.
4 S /íl |
Framhald af 2. síðu.
Þar sem við íslendingar erum
nú farnir að senda skemmti-’
krafta okkar á erlendan vett-
vang, er sízt að lasta að flytja
inn skemmtikrafta, sem geta
kennt okkar fólki ýmsar nýjung-
ar í listinni. Hótel Borg og ýnús
önnur veitingahús og skemmti-
staðir eru nú farin að vanda til
um val erlendra skemmtiki-afta
og ber sannarlega að þakka það
sem slíkt.
Þótt gamaldags fólk telji það
óþarfa útgjöld, þá verðum við
fyrr eða seinna að beygja okk-
ur undir þá staðreynd, að okkur
er ómögulegt að berjast gegn
straumum nágrannalanda okkar
í þessum málefnum, og ber að
þakka þeim, sem forstöðu hafa
um það, að fá hingað góða.
„hreina“. skemmtikrafta.
A. B.
Enn um samkomuna á Selfossi
Nokkrir mætismenn og góð-
kunningjar rnínir hafa réttilega
bent' mér á, að ég hafi orðið
fyrir skynvillu, er ég reit grein-
ina: „Samkoman að Selfossi“,
sem birtist í Mánudagsblaðinu
1. ágúst s.l., að get.a. þar ekki.
séra Sveinbjarnar Högnasonar,
prófasts, að Breiðabólstað í
Rangárvallasýslu. Þetta skal hér
fúslega viðurkennt. Mörg, ef
ekki öll blöð, sem gátu samkom-
unnar minntust hans sem ræðu-
manns, enda flutti hann aðra
aðalræðuna. Séra Sveinbirni
gerði ekki svo mikið til þótt ég
gleymdi honum í áminnstri
grein, því hróður hans-.stendur
ofar mínu lofi.
Þegar þess er minnst, að séra
Sveinbjöm Högnason hafi haldið
ræðu, þarf slíkt ekki umsagn-
ar, því svo gáfaður, málsnjall
og geðríkur maður, sem séra
Sveinbjörn er, hlýtur ávallt og
æfinlega að halda góða ræðu.
Hins er verðugt að geta, að
séra Sveinbjörn hefur verið um
tvo áratugi, einn af aðalmáttar-
viðum bændasamtakanna á Suð-
urlandsundirlendinu og landinu
í heild. Hann hefur um tuttugu
ára skeið verið í stjórn Mjólkur-
bús Flóamanna og jafnlengi ver-
ið formaður Mjólkursamsölunn-
ar í landinu, að því ég bezt veit
og leyst hvorttveggja af hendi
með viðurkenndum ágætum.
í hafróti átakanna milli bænda
og borgarlýðs hafa brotnað all-
þungir sjóir á séra Sveinbirni,
en hann hefur staðið þá af sér
með glans, enda er hann mikill
málafylgjumaður til sóknar og
varnar og veit vel hvar í fylk-
ingu hann stendur og gáfur
hans bíta eins og stál hvar
sem hann beitir þeim. Af þessu
er hann kjörviður sinna stétta
og merkisberi þeirra.
Það er vitað og viðurkennt
um séra Sveinbjöm, að hann
er maðux. hálærður í sinni aðal-
fræðigrein, guðfræðinni, og auk
þess fjölfróður maður. Þá má
ekki gleyma því, að séra Svein-
björn er búhöldum ágætur og
er á undan stéttarbræðrum sín-
um, prestunum, í þeim efnum
um gjörvallt landið.
En það hafa fleiri gleymt
séra Sveinbirni en ég á þeim
stundum sem bar að minnast
hans. Á síðustu fimmtán árum
hafa farið hér fram tvö biskups-
kjör, en prestar landsins hafa
í bæði skiptin gleymt honum
enda þótt hann standi í fylking-
arbrjósti presta um gáfur, lær-
dóm og hverskyns hæfileika sem
einn biskup. má prýða,
Þar sem það er vitað og við-
urkennt, að séra Sveinbjörn
Högnason, er meðal hinna beztu
stuðningsmanna bændasamtak-
anna í landinu er vert og viðeig-
andi, að óska bændum og búa-
lýð þess, að hans megi sem
lengst njóta við um máleíni
bænda í landinu og ennfremur,
að kirkja þessa lands megi eign-
asf sem flesta menn honum
líka, að lærdómi, mælsku, mál-
snilld og hverskonar glæsi-
mennsku sem einn höfðingja má
prýða.
P. Jak,
Isgarns
Ullar
%loner«pe
%loii
Bómnllar
SOREAR
Heildsölubirgðir:
Isl.-erlenda verzlunarfélagið hi.
Garðastræti 2
Sími 5333.