Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Síða 2

Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Síða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 22. ágúst 1955 LEIKHÚS HEIMDALLAR: „Nei" eftir Johan L. Heiberg Leikstjóri: Einar Pálsson FöstucLaginn 12. þm. frum- sýndi Leíkhus ' Heimdallar danska gamanleikinn %Nei‘‘ eftir J. Heiberg. „Nei“-ið hefur verið sýnt hér mörg- um sinum áðui í flestum sveitum landsins, en ástæð- rna fyrir að vekja upp ekki merkilegri draug en þennan, er erfitt að finna. Heiberg vinur þarna úr efni, sem höfundar gamanleikja hafá þaulunnið úr síðustu 50 — 75 árin, svo heldur er far- ið að „slá í það“ nú, og íurðulegt að L.H. skuli ekki hafa fundið annað heppi- legra verkefni, þar sem úr miklu er að velja. Einþátt- unga af svipaðri lengd og þessi eru til svo hundruðum skjptir og mikill meirihluti þeirra öllu heppilegri til sýninga hjá félagi ungra manna, sem nú hafa tekið að sér að kenna lýðnum sanna leikmennt, meðan venjuleg leikstarfsemi höf- uðborgarinnar liggur niðri. Þetta er önnur tilraun Leikhúss Heimdallar á sviði leiklistar, og svo miður sem hin fyrri tókst þá verður varla sagt að eftirleikurinn sé betri, þótt félagsmenn hafi klappað allmjög á frum- sýningunni. Efnið er í stuttu máli um m ® «** - ■ ungan mann, unga stúlku, gamlan mann, sem kemur í biðilsför til höfuðborgar- innar og þann misskilning, sem þessu verður samfara. Höfundurinn hefur unnið þekkilega úr efninu ef tillit er tekið til þess að leikrit- ið er ritað fyrir rúmlega hundrað árum. Lagleg lög og gamansöngvar auka gildi þess að mun, en heild- arsvipurinn er samt eins og fyrr getur, heldur rislár og á þar túlkun einstakra leik- ara sinn hlut að máli. Leikstjórinn, Einar Páls- son, teflir nú saman þaul- reyndum og nær óreyndum leikendum. Skemmir þetta nokkuð fyrir heildarsvip sýningarinnar, því að sviðs- reynsla, þótt leiknum sé viða áfátt hjá einstökum leik- endum hlýtur að skapa ótrú- legt misræmi í flestum til- fellum. Vaudeville- tæknin í leiklistinni er erfið enda verður hún þrem leikendum af fjórum ofurefli, en aðal- leikarinn, Haraldur Björns- son, sem hefði getað staðið sig vel skemmdi leikinn með kunnáttuleysi á texta, sem er alveg ófyrirgefanlegt. Yfir leikendum hvíldi frem- ur leikgleði en leikgeta, og oft vill svo verða, að áhorf- andi „finnur til“ er hann sér einstaka leikendur, fulla af vilja til að gera vel, glíma af alúð við reynslu - og hæfi- leikaskort. Allir meta þessa viðleitni, og hún er sannar- lega aðdáunarverð, en hvað sem því líður, þá breytir það engu um þá staðreynd, að leikritið, svo einfalt sem það er, tapar því, sem það sízt má án vera. Leikhúsi ’ Heimdallar er stjórnað af atvinnumönnum í leiklist og það hefur til umráða nokkra úrvalskrafta. Það er því ekki hægt að dæma það eins og t.d. leik- kvöld mentaskólans. Því síð- ur má leikdómarinn lofa vinnu þess einungis vegna þess, að hér er um nýbreytni að ræða. Öllu leikunnandi fólki þykir vænt um allar tilraunir til að auka leik- listarlíf okkar — þótt lof og last sumra byggist meira á stjórnmálaskoðunum að- standenda en gildi þess í þjónustu Thalíu. Leikstjóranum ætti að vera þetta vel kunnugt, en þar sem hann er jaínframt forstöðumaður L. H. og alls- ráðandi í þeim efnum, þá hljótum við að viðurkenna að hér hefur honum tvisvar brugðist bogalistin og á- stæðu mistakanna er fyrst og fremst að finna hjá hon- um sjálfum. í leikskrá getur leikstjóri þeirrar skoðunar Heibergs, að „ung stúlka plús ungur maður (er) sama sem af- spyrnu góð kvöldskemmt- an“. Þessi kenning Heibergs kann að hafa dugað árið 1836. En hún dugar ekki nú á leiksviði. Hvorki unga stúlkan né ungi maðurinn nægðu til þess að veita „af- spyrnugóða kvöldskemmt- an“. Og gömlu mennirnir, sem áttu að hjálpa þeim, veitu heldur ekki „afspyrnu- góða kvöldskemmtan“. í leikskránni er skemmtilegt greinarkorn um fyrstu kynni Oscars Clausens rithöfundar af leiklist í Stykkishólmi. Þá eru og góðar teikningar af leikendum eftir Halldór Pétursson teiknara. Einnig er þar grein eftir Einar Páls- son um Heiberg, lífsskoðan- ir hans og verk almennt, svo og skoðun leikstjórans á verkum hans og filosófía um afstöðu Heibergs gagnvart íslenzku blöðunum. Er það næsta fróðlegur lestur. Nær tuttugu manns hafa unnið að sýningu þessari, en ef spurt er hvort hér sé um leiklistarviðburð eða fram- lag til íslenzkrar leiklistar að ræða, þá tökum við und- ir með meistara Heiberg og segjum: „NEI“. A.B. DAGINN SEM ÉG Framhald af bls. 5. almannafæri eða í sam- kvæmi, sem þér mynduð ekki þora að segja heima? 8. Hafið þér nokkurntíma sagt eftirfarandi við eigin- mann. yðar: Ég þekki þig betur en þú sjálfur. Farðu bara einn. Þú skemmtir þér vel án rrtín. Þú ert sá sem fólkið vill hitta. „Ég er aðeins að hugsa um þetta frá þínu sjónar- miði, elskan“. „Ég hafði það mjög gott, áður en ég giftist þér, mundu það bara“. „Svona elskan, vertu nú ekki æstur“. 9. Þegar þú last greinina míná, minntu dæmin þig á aðra konu en sjálfa þig? Ef þú svarar einhverri af þessum spurningum, skaltu vara þig. Nokkur „já“ þýÖa ekki að þú sért fortapaður kvenskratti, en þau þýða, að þú sért í hœttu með að verða það. (Pýtt, endursagt úr Sunday Mirror) AUGLÝSIÐ í MÁNUDAGSBLAÐINU VALHALLARTÍfil NDI 1. árgangur 1237 29. tölublað. Allir helztu menn landsins að þjóna Sturlu Sighvatssyni Samfal Sighvats á Grund fréttisf viSa Grund, Eyjafirði. Frá fréttaritara. Hingað kom fyrir skömmu Sturla Siglivatsson að finna föður sinn. Dvaldi hann hér um stund en reið slðan heim til Sauðafells. Sighvatur tók vel við Sturlu syni sínum er hann kom hingað og var margtalaður um bardagann í Bæ en þó gætti nokkuð meinlegrar gamansemi í tali Siglivats. Er hér útdráttur úr tali þeirra feðga eftir því er bezt verður Aitað. Sighvatur spyr Sturlu: „Hefir þar enn bardagi hjá yður verið, frændi?“ „Svo létum vér“ kvað Sturla. „Skammt hefur það él verið“, segir Sighvatur. „Eigi þótti oss allskammt“ segir Sturla. „Allmjög þykist þú nú upp hafa gengið,“ segir Sighvat- ur, „það er svo auðséð". „Hví mun eigi svo þó?“ kvað Sturla brosandi „en ekki ekki hefi ég þó orð á gert“. Þá mælti Sighvatur: „Bú muntu nú ætla að efna, frændi, er mér sagt, að þú hafir af höndum látið Reyk- holt. Sér þú nú og ofsjónum yfir flestum bústöðum, — eða hvar skaltu staðfestu fá, þá er þér þykir sæmileg.“ „Þig læt ég nú allt að gera“ segir Sturla. „Ekki er um fleiri að leita en tvo“, segir Sighvatur, „þegar frá eni tekriir bisk- upsstólarnir. Er þar annarr Oddastaður, en annar Möðni- vellir í Hörgárdal. Þeir eru bústaðir beztir og munu þér þykja einskis til miklir“. Svör Lofts Mskups- sonar Frétzt hefur að þegar Lofti biskupssyni var hermt tal þeirra Sighvats og Sturlu, þá svaraði hann: „Slíkt er allkerskilegt og allvel til komizt, Jmð er hverjum veí hent, sem hann hefur til fundið.“ En er það var hermt, að þeir Böðvar skyldu geyma hrossanna, þá mælti hann: „DjÖfuIIinn hafi þeirra hróp, og þrífist þeir aldrei, og mun þeim að öðru verða en allir muni til þeirra stunda“. „Þessir líka mér báðir vel“ segir Sturla, „en eigi ætla ég þá lausa liggja fyrir“. „Margs þaif búið við, frændi,“ segir Sighvatur. „Ráðsmann þyrftir þú og ráðskonu. Þessir menn skyldi vera birgii' og kunna góða fjárhagi. Þessa menn sé ég gerla. Það er Hálfdán, mágur þinn á Keldum og Steinvör, systir þín.“ Þá svarar Sturla: „Þessa er víst vel til fengið“. „Þá þarftu, frændi, smala- mann að ráða í fyrra lagi,“ segir Sighvatur. „Hann skyldi vera lítill og léttur á baki, kvensamur og liggja löngum á kvíagarði. Þann mann sé ég gerla. Það er Björn Sæmunds son. En fylgdarmenn skal ég fá þér, þá er gangi út og inn eftir þér. Það skulu vera bræður þínir, Þórður krókur og Markús.“ Sturla kvað bræðrum sín- um það vel mundu fara. „Margs þarf búið við, frændi,“ segir Sighvatur. „Þá menn þyrf tir þú og, sem hefði veiðifarir og væru nokkuð laghentir, kynnu að gera að skipum og öðru því, er búið þarf við. Þessa menn sé ég gerla. Það eru þeir frændur þínir, Staðar-Böðvar og Þor- leifur í Görðum“. Sturla lét sér fátt um finn- ast og lézt þó ætla, að þeir væru báðir vel hagir.“ „Svo er og, frændi“, segir Sighvatur. — „Þá menn þarftu er vel kunna hrossa að geyma og hafa ætlan á, hvað í hverja ferð skal hafa. Þessa menn sé ég gerla. Það er Loftur biskupsson og Böðvar í Bæ.“ „Engi von er mér til þess,“ segir Sturla, „að allir menn þjóni til mín, og er slíkt þarflausutal.“ „Nú er fátt um mannaskip- anir eftir, það er þykir all- mikla nauðsyn til bera“, sagði Sighvatur“, en þá menn þarftu, er hafi aðdráttu og f ari í kaupstefnur og til skipa,, skilvísa og skjóta í viðbragði og kunna vel fyrir mönnum að sjá og til ferða að skipa. Þessa menn sé ég gerla. Það er Gissur Þorvaldsson og Kol- beinn ungi.“ Þá spratt Sturla upp og gekk út. En er hann kom inn, brá Sighvatur á gaman við j Sturlu — og tóku þá annað J tal. j Sturla dvaldist þar þá eigi lengi og reið-heim til Sauða- fells.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.