Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Blaðsíða 4
«
írfámidagur #?. :ágúst. 1955
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
— BlaS fyrir alla —
Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
•laðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. (lausasölu.
Afgreiðsla: Tjaraarg. 39. — Simi ritstj. 3466:
, . .... ... .1 ; ... ' rt -tí „ 'r\ ’
. ■ ! fíJU {rt • .-f; TL i\. A •• ^
„ PrentsmiSja Þfóðviljans h.}.
Olafur Thors — Stjórnarsamvinnan
Upplausn á kærleiksheimilinu —
— „A skal að ósi stemma“
Hvað lengi ætlar Ólafur Thors að halda áfram að sitja
í stjórn með flokki, sem hans eigið blað heldur fram að sé
stjórnað af verstu tegund æfintýramanna, sem dæmi séu
til í sæmilega siðuðu landi? Hvað lengi ætlar sjálfur forsætis-
ráðherrann að veita þeirri stjórn forstöðu, sem setin er
af þremur Framsóknarmönnum „sem hugsa jafnframt fyrst
um eigin vasa, frændur, vini og fIokkshagsmuni“ (Mbl.
17. ágúst a.l.).
Morgunblaðið ber fram eftirfarandi ósk í leiðara mið-
vik^daginn 17. ágúst.
„Eitt getur Þjóðin gert:;
Veitt framsóknarmönnum í náð lejTi frá störfum að
málum þjóðarinnar svo þeir komizt aldrei í þá óþægi-
Iegu aðstöðu að þurfa að velja milli sín og hennar.
Reynslan hefur sýnt, að þeir velja jafnan fyrri kost-
inn“.
Þetta segir blað forsætisráðherra í leiðara undir fyrir-
sögmnni: .„Ráðherrann og Grímisárhneykslið“, þar sem
Steingrímur er borin hinum verstu sökum, réttilega.
Þetta eru nokkuð stór orð, þegar þess er gsett að þau
fjalla um mann og flokk, sem sitja í stjórn með Sjálfs-
stæðismönnum. Þau myndu meira að segja þýða það „í
siðmenntuðum löndum“, að stjómarsamyinnan væri komin
í strand og stjómarslit væm framundan.
Þessi leiðari Morgunblaðsins vakti nokkra von meðal
manna um það, að nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn hefja
þá sókn á hendur óvininum, sem enda myndi með fullum
fjandskap. Var beðið með eftirvæntingu eftir framhaldi
næsta dag, en sú von brást óhugnanlega.
Daginn eftir birti Morgunblaðið í leiðaraplássi sínu,
einskonar samsull úr Time magazine, Observer og hugmynd-
um stjómmálai’itstjórans úm notkun vinnuafls í Sovétríkj-
unum!!!
Hvað lengi ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins að sitja
undir fullyrðingum stjórnarblaðsins Tímans, að „Hann
(Sjálfstæðisflokkurinn) sé' nákvæmlega sama fyrirbæri og
liokkar auðstéttanna í Suður-Ameríku, sem láta engin meðöl
ónotuð tíl að tryggja yfirráð purkunarlausrar gróðaklíku“.
(Tíminn 18. ágúst s.l.).
Hversu líður forsætisráðherra er hann setzt á fund með
mönnum, sem hann raunverulega hafur ásakað um stór-
felld afbrot í embættisfærslu — mönnum, sem næsta dag
bera hann og flokksmenn hans þeim sökum að nota öll meðul
til pólitískra glæpa, sem hugsanleg eru — að morðum og
uppreisnum undanteknum — sennilega?
Heldur Ólafur Thórs að kjósfendum flokksins þyki nóg,
að einn daginn sé hann og flokksmenn hans bornir svívirði-
legaun sökum, og næsta dag lýsi Morgunblaðið yfir þvi, að
raforkumálaráðherra sé nálega óálandi og óferjandi fyrir
„græðgi“, „tílhliðrunarsemi“, „valdníðslu“ og íslendingum sé
bezt að sparka Framsókn á brott fyrir fullt og allt?
Svona ásakanir og gagnsakir eru orðnar daglegur við-
burður í blöðum stjórnarinnar, og fólkið er farið að undrast
hve mikið langlundargeð forráðamenn Sjálfstæðisflokksins
ætla að sýna þeim suður-amerísku æfintýramönnum, sem
Sjálfstæðismenn hafa unnið með undanfarin ár.
Upphrópanir um Framsóknarflokkinn nægja ekki
lengur íslenzkum kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn verður
að slíta allri samvinnu við þann flokk, sem mest vinnur
gegn frjálsu og heilbrigðu viðskiptalífi, níðir og rægir allt
það, sem sannir Sjálfstæðismenn trúa á. Hann verður að
skjóta loku fyrir hinn sjúklega hugsunarhátt lestreka Vil-
hjálms Þórs — eysteinskuna — hermaníuna, sigurði jónas-
synina og þau þjóðfélagsmein, sem skapast hafa kringum
þessa menn.
Þetta minnir einna helzt á það, þegar skólafélag í
menntaskólanum samþykkti að víta harðlega utanríkis-
stefnu Rússa hér áður fyrr, enda telja kunnugir að Bulg-
anin hafi skelfst ógurlega við orð Sigurðar.
Vart verður annað sagt en að svona hlaup út í heims-
málin þegar allt annað stendur okkur nær hér heima fyrir,
stafi aðeins af einhverri óskiljanlegri hræðslu við að
punda á Framsókn því, sem fyrir löngu hefði átt að punda
á Framsóknarflokkinn.
Blaði forsætisráðherra ætti að vera ljóst, að það er ekki
vel séð meðal flokksmanna og annara landsmanna, sem
fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, að hótað sé stjórn-
arslitum-einn daginn, en abbast út í rússneskt vinnuafl þann
næsta. Morgunblaðið á fylgjendur víða en það þarf ekki að
ætla sér áhrif hvorki í innan- né utanríkismálum stór-
veldanna.
Það er einmitt um þessar mundir að Sjálfstæðisflokk-
urinn á mestum vinsældum að fagna. Vissulega er margt
rangt í starfi hans og margt yrði ef til vill lagfært ef ekki
þyrfti að drattast með Framsókn í eftirdragi. Höfuðstað-
urinn er í hættu vegna sífelldrar innrásar Sambandsins.
Framsóknarflokkurinn kaupir íbúðir undir uppflosnaða
sveitabændur og lið þeirra hér í Reykjavík. Hann skaffar
þeim atvinnu og styrkir þá á ýmsan hátt til þess að auka
kjósendafylgi sitt. Áhugamál og fyrirætlanir Sjálfstæðis-
manna ei’u oftast bornar ofurliði vegna heimtufrekju Fram-
sóknar og einhvers óskiljanlegs ótta Sjálfstæðismanna.
Þetta verður að koma í veg fyrir áður en skriðan er orðin
of sterk.
„Á skal að ósi stemma“ sagði Þór ■— og ekkert myndi
frekar stöðva gleðikonu Framsókn en að senda henni slíka
sendingu, sem Þór tröllkonunni.
(Aðsent, stytt.
Sfjórnarstif undirbúin
.;v,í'í :> '•> * %'
Framhald af 1. síðu.
hann hefur skort kjark og
festu til að halda málefn-
um sínum til sleitu gegn
stanzlausri sókn Fram-
sóknar. Sjálfstæðismenn
hafa of oft gefið undan.
Þeir hafa dregizt, illu
heilli, meira og meira niður
í svikafen Framsóknar þó
enn standi höfuð og herð-
' kr uþþi ' — eri Framsókn
kömin’í kaf. ' ■ "
En Sjálfstæðisflokkurinn
hefur það sem Framsökn
vantar. Ef gripið er í taum
ana strax, þá getur hann
kippt sér upp úr feninu og
jtekið upp þráðinn á ný.
Blekkinga- og svindlvefur
Framsóknar er svo auð-
sær, svikin, valdníðslan og
prettirnir svo margir, að
sá flokkur getur ekki af-
sakað forkólfa sína á.
nokkurn hátt.
Eru þessir flokkar, að
búa sig undir opinbera
styrjöld. Þvi verður ekki
svarað að sinni. En eitt er-
víst: Stjómarrof og nýjar
kosningar mundu bæta að-
stöðu Sjálfstæðisflokksins
og hnekkja Frasókn.
Sjálfstæðismenn vilja að
flokkur þeirra hverfi úr ó-
heillasamstarfi við Fram-
sókn. Meðan hún er við
völd komast engin fram-
faramál þjóðarinnar á.
rétta braut.
Þjóðin þolir ekki lengur-
ágang og ok það, sem.
Framsókn leiðir yfir hana.
í æ rikari mæli. Viðskipta-
frelsinu er voði búinn. At-
hafnafrelsið er í hættu og
jafnvel efnahagslegt og'
þjóðernislegt sjálfstæði er
í voða fyrir fésjúkum,.
valdamiklum einstakling-
um innan herbúða Fram-
sóknar.
Að þessu leyti getur-
Sjálfstæðisflokkurinn una.
ið heillastarf með að
hrinda framsókn frá völd-
um Aðrar og smærri mis-
fellur má bæta fyrir síðaiv
Það verður ekki erfitt þeg-
ar höfuðóvinurinn er lagð-
ur að velli.
I.S.1
K.S.I.
Landsleikurinn
ISLAND - BANDARIKIN
FEK FRAM A ÍÞRÓTTAVEHINPM I REYKIAVÍK FIMMTUDA6INN 25. AGOST KL. 7.30 SÍÐDE6IS
ASgöngumiÖasala hefst á morgun (laugardag) í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins og stendur til kl. 7
Aðgöngumiðar seldir sem hér segir;
Laugardag 20. ágúst
Sunnudag 21. ágúst
Mánudag 22. ágúst
Þriðjudag 23e ágúst
M’ðvikudag 24. ágúst
Fimmtudag 25. ágúst frá kl. 1.
Kaupið miða tímanlega
Verð aðgöngumiðanna:
Stúkusæti .......... Kr. 50.00
Önnur sæti ........... — 35.00
Stæði ................ — 20.00
' Bamamiðar .............. — 3.00
i rrui Tnn SELD VERÐA 200 STOKUSÆTI
Allllijltr. QG 500 ÖNNUR SÆTI
Móttökunefndin
■MMIIIlMltlllllOIMIIIIUUmilUlH piMBl