Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Page 6
6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 22. ágúst 1955
„Clinton, það er stöðugt
styrjaldarástand milli okkar,
og það hófst meira að segja
fyrir mitt minni. En eins og
stendur, beinir Estelle öllu
hugviti sínu og dugnaði til
þess að skapa óþolandi á-
stand meðal allra hamingju-
samra piparsveina, einskonar
endursýning á Pappia Pop-
pæa í sambandi við August-
us.“
í fyrsta skipti meðan á sam
talinu stóð leit Edna á Estelle
því, þótt henni væri ekki vel
til hennar, þá fannst henni
þetta ganga of langt; en sam-
úð hennar var algerlega til
einskis, og henni til undrunar
var svipur hennar rólegur og
brosandi.
Hr. Allston yppti öxlum,
en frú Murray hrópaði:
„Fyrir alla muni gerið
vopnahlé. I guðs nafni,
St. Elmo, geymdu lærdóm
þinn fyrir bókasafnið og
múmíurnar þínar, en þegar
|þú Iverður að segjja svona
hryllilega hluti þá brúkaðu
mál, sem gerir okkur fært að
skilja, að verið sé að veita
okkur ákúrur. Hver heldurðu
að skilji þetta um Papia
Poppæa. Þú ert óþolandi
lærdómsgikkur. ‘ ‘
„Kæra móðir, manst þú
eftir að hafa nokkurn tíma
lesið eða heyrt svar siðfágaðs
orðabókahöfúndar til fljót-
færa áhugasama mannsins,
sem reyndir að finna galla á
orðabók hans? Leyfið mér,
virðusamlegast, að benda á
það yrði til athugunar; ég
er skyldugur að finna góðar
skýringar, en ekki vitið til að
skilja þær.“
„Mig minnir að þú hafir
sagt mér að þú hafir verið
talsvert í Kína“, sagði ung-
frú Harding.
„Satt er víst, og lærði þar
að lesa „Líki“.“
„Eg var svo heimsk, að halda
að jafnvel útlendingar sem
þangað kæmu í heimsókn
fengju aðkenningu að sonar-
legri virðingu, sem þar er inn-
rætt unglingum samkvæmt
lögum.“
„Meðal kínverskra spak-
mæla má nefna eftirfarandi:
„Allar persónur eru eins, og
eini munurinn liggur í mennt-
uninni.“ Jæja, þar sem þú og
ég vorum alin upp í sama
barnaherberginu, hvað er orð
ið af lotningu þinni fyrir kín-
verskum helgidómum?“
„Eg held, að það sé afar ó-
heppilegt fyrir þá, sem verða
að umgangast þig, að þú
varst ekki uppalinn eins og
Spartverja þar semallir höfðu
leyfi til að flengja óhemjuleg
börn nágrannans."
„Það efa ég, frænka mín
góð, og ég held að spartneski
vöndurinn hefði aldrei getað
bætt skapgerð mína né mild-
að.“
Móðir hans svaraði hlæj-
andi:
„Esteile hefur á réttu að
standa. Þér tókst að vaxa úr
grasi án þess að þér væri
jefsað nógu oft, eins og þú
20.
FRAMHALDSSAGA
»EDNA«
áttir sannarlega skilið.“
Hr. Murray virtist ekki
heyra orð hennar;.hann leit
ákaft í brosand iandlit henn-
ar, og um leið og hann tók
utan um mitti hennar, dró
hann hana þétt að sér. Hann
hvíslað einhverju sem kom
henni til að rykkja höfðinu
aftur á bak og stara framan í
hann.
„Ef þetta er venjulegur endir
riíjrildis ykkar, þá ætti að
veita verðlaun fyrir það“
sagði hr. Allston, sem hafði
verið að athuga andlit Ednu,
en sneri sér núað frænda sín-
um. Um leið og hann sneri
upp á yfirskegg sitt hélt hann
áfram:
„St. Elmo, þú hefur ferðast
meira en nokkur annar sem
ég þekki, og undir sérstak-
lega góðum kringumstæðum.
Hvern af öllum þeim stöðum,
sem þú hefur heimsótt, mynd
ir þú telja vænlegastan til
varanlegrar búsetu?“
„Ert þú með hugmyndir um
að flytja af landi burt —
hverfa af landi burt, landinu
til heilla?“
„Maður veit aldrei hvað
viljað getur til, og mér þætti
vænt um að fræðast af þér;
því ég er viss um að aðeins
mjög fallegir staðir hafa get-
að haldið þér svo lengi um
kyrrt.“
„Ef svo væri, að ég væri
frjáls um að velja mér eigin
bústað, rólegan og blessunar-
ríkan í einu og öllu, þá myndi
ég vissulega ekki bíða augna1
blik eftir að flytja alfarinn á
Athos-skagann“.
„Einmitt, alveg rétt, lands-
lagið meðfram ströndinni er
sagt ákaflega fallegt og heill-
andi.“
„Bull, landslagið er alveg
eins fallegt í að minnsta
kosti fimmtíu öðrum stöðum.
þess byggist á allt öðru og
dýrmætara“.
„Hvað meinarðu með því?“
„Hið dásamlega og heill-
andi við það er sú staðreynd,
að síðan á dögum Constantín-
usar hefur engin kona stigið
fæti sinum á þær friðsömu
grundir; og hinir hamingju-
sömu innbyggjar þessa jarð-
neska Edengarðs eru svo
mikið á varði af ótta við aðra
Evu, að ekkert kvenkyns
kvikindi fær að stíga fæti á
hina helgu jörð. Hugsaðu þér
hina guðdómlegu hvíld, hina
dæmalausu dásemd að dvelja
í landi, þar sem engin kona
hefur stigið fæti í fimmtán
hundruð ár.“
„Skammastu þín St. Elmo.'
Ef einliver ókunnur myndi
hlusta á þetta tal þitt þá
mætti hann ætla að móðir þín
væri eins óeðlileg og óvinveitt
og Byrons lávarðar; og að ég,
trúasta og undirgefnasta
frænka þín væri slíkur engill
og Griselda.“
Estella reyndi að sýna að
hún væri mjög móðguð um
leið og hún vildi losa sig frá
honum, en hr. Miarray, herti
takið, beygði sig nær henni
og hélt áfram.
„Hefði þinn ímyndaði ó-
kunni maður heyrt getið um
vísindagrein þá er rökfræði
er kölluð, eða nokkurntíma
heyrt um Watley eða Mill,
myndi niðurstaðan eins og þú
segir, vera óumflýjanleg. Eg
hef séð krýnda menn, stjórn-
málamenn og mikla hernað-
arleiðtoga og vitringa hverra
nöfn verða ódauðleg; en þeg-
ar ég stend hér, og endur-
skoða kynni mín, sem ekki
eru lítil’ þá sver ég, að ég öf-
unda öllum fremur myndar-
lega munkinn, sem Curzon
hitti í Simopetra, og hafði
aldrei séð konu. Hann var
færður í fjallið helga barn að
aldrei og þó hann væri full-
vissaður um að hann hefði
átt móður, þá gleypti hann þá
yfirlýsingu með sömu blindu
trúnni og hann varð að gleypa
allar trúarkreddurnar.
Mér hefur oft orðið hugsað
til þess, hvort sálinni vesa-
lingsins hans Sókratesar yrði
ekki leyft, með tilliti til lið-
inna kvala og reynslu, að
reika um friðsælt land, þar
sem jafnvel sálum kvenna er
bönnuð öll vist.“
„Þú átt eftir að líða hrylli-
lega fyrir alla þessa lítilsvirð-
ingu á okkar kyni. Mikið lang
ar mig til að hitta konu, sem
er nógu hugrökk og þolin til
að temja þig, riddaralegi
frændi, til þess að hefna
þeirrar óvirðingar, sem þú
hef ur sýnt kynsystrum henn-
ar.“
„Ef þessi möguleiki væri
fyrir hendi, þessi óhamingja,
þá myndi ég vissulega harma
örlög mín á sama hátt og hin
vitrasta kvenvera er sögð
hafa gert, er hún athugaði
englaskap kynsystra sinna:
eina hugsunin, sem getur
sætt mig við að vera kona er,
að ég þarf ekki að giftast
konum.“
Svipurinn á andliti hr.
Murrays er hann leit á
Estelle, minnti Ednu á lýs-
ingu ferðamárins af ljóni
einu, sem eftir að hafa étið
eina gasellu, hélt á annari í
hramminum og milli þess að
urra, stríddi fórnardýri sínu
á ýmsa lund.
Þar sem hún sat og beygði
sig yfir sauma sína, þá spurði
Edna sjálfa sig háðslega:
„Hvað gengur eiginlega að
mér? Maðurinn er djöfulleg-
ur spottari, ómaklegur allrar
virðingar og þolinmæði krist-
innar konu. Hvaða kosti fá
augu mín séð í þessum
manni? Ekki einn, nei ekki
einn einasta".
Hún gladdist þegar hann
lét háðslegar skoðanir sínar í
Ijósi á einhverju sem gekk
fram af henni, því hún vonaði
að háð hans myndi vinna
gegn því, sem hún áleit
krabbameinsblett í hjarta
sínu.
„Edna, þér líður ekki vel,
og ég ráðlegg að þér leggja
frá þér saumana, svo þú of-
reynir ekki augu þín“, sagði
frú Murray.
Hún vafði sauma sína sam-
an og var um það bil að
leggja þá í saumakassann,
þegar hr. Allston spurði af
meiri bíræfni en Edna var
undirbúin fyrir: —
„Ungfrú Earl„ hef ég ekki
séð yður áður?“
Ödýru ORIS-órin
eru komin affur
v^j 17 sfieina vafnx- og höggvarin
kr. 585.0
15 sfeina með dagafali
vafns- og höggvarin
kr. 575.00
Ábyrgðarskírteini fylgir
hverju úri.
skarfgripaverzlun, Laugavegi 39