Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Síða 8
tJR EINU 1 ANNAÐ
|
I
í
„Snemma ólæs" — Óliasl villeysur — Lands-
leikurinn - Siefnuljós bifreiða - Eflirsóil blanda
Steinn Steinar, skáld, og Barði Guðmundsson,
þjóðskjalavöi'ður, sátu saman á veitingahúsi og ræddu
bókmenntir. Bar þar ýmislegt á góma, og um síðir
minntist Steinn þess, að margt væri gott um ævisögu
Þórðar hreppstjóra, sem Hagalín reit á árunum, en
þó væri galli á, þvi framarlega í bókinni stæði:
„Snemma varð Þórður ólæs“.
Þá segir Barði: „Þetta er vitanlega prentvilla,
en ef ég, sem vísindamaður, ætti að sjá um nýja út-
gáfu af þessari bók, myndi ég ekki þora að breyta þvi“
★----------------------
Menn sátu í Sjálfstæðishúsinu yfir kaffibollum
og ræddu um málfar Morgunblaðsins og bar margt
á góma. Voru menn á einu máli, að margt mætti betur
fara í Morgunblaðinu, en sumum þótti taka út yfir er
Morgunblaðið skýrði frá því, að í Noregi væri það
notað til jafns við Snorra-Eddu og Heimskringlu í
sambandi við íslenzkukennslu. Aðrir töldu mein mik-
ið, að börnin, sem blaðið læsu, kynnu að taka upp rit-
hátt og mállýzku Moggans, og yrði það unglingum
að óbætanlegu tjóni.
Eitt af vinsælustu ljóðskáldum þjóðarinnar, sem
jafnframt er frægt fyrir hnyttin svör, varð þá að orði:
„Það yrði þó enn verra, ef svo yrði, að bömin þyrðu
ekki að taka orðréttar setningar upp úr Morgunblað-
inu, af ótta við að þær væru vitlausar.“
★----------------------
Mikill spenningur er meðal almennings í sam-
bandi við landsleikinn við Bandaríkjamenn nú í vik-
| uni. Má telja, að vart hafi verið beðið nokkurs leiks
hérlendis með jafn miklum spenningi, enda ber margt
til, og má ætla að geysilegt fjölmenni sæki leikinn.
Blaðið vill góðfúslega benda fólki á að tryggja sér
aðgöngumiða að leiknum í tíma til þess að forðast
biðraðir og þrengsli rétt áður en leikurinn hefst. Er
það bezt að kaupa miðann nokkram dögum áður en leik
urinn hefst, og vísast hérmeð til auglýsingar um sölu
aðgöngumiða, sem birt er á innsíðum blaðsins.
★-----------------------
Síðustu mánuði hefur flutzt inn mikið af nýjum
bifreiðum í landið og þær búnar beztu öryggistækjum,
sem völ er á. Bifreiðastjórar hafa bent oss á, að öku-
menn almennt hafi ekki kynnt sér nægilega stefnuljós
þau, sem bifreiðir þessar hafa bæði „að framan og
aftan“, og gefa til kynna áttina sem bifreiðin ætlar
að beygja.
Ættu bifreiðastjórar að athuga vel ljós þessi og
myndi það eflaust koma í veg fyrir allmarga árekstra
ef vel er að gætt.
I ★------------------------
Mikið hefur verið spurt um ediksblöndu þá (cider
vinegar) sem sagt var frá í síðasta tölublaði Mánu-
dagsblaðsins. Var sagt, að blanda þessi, ef tekin er
inn eftir reglum tvisvar á dag, myndi vinna gegn offitu,
þrátt fyrir mataræði einstaklinga, sem af henni þjáð-
ust vegna ofáts. Segjast þeir, sem reynt hafa, leggja
af allt að hálfu pundi á viku tíma.
Verzlun ein hér í bæ fékk margar fyrirspurnir
um þessa blöndu, og tjáðu forráðamenn hennar oss,
að hún myndi fást innan skamms, en unz það verður
getum við ekki birt nafn verzlunarinnar.
MMvað á íið germ í hröld?
Gamla bíó: Genevieve. John Gregson. Kl. 5, 7 og 9.
Nýja bíó: Kvenstúdentar. Jeanne Crain. Kl. 5, 7 og 9.
Tjamarbíó: Sveitastúlkan. Bing Crocby, Grace Kelly. 5, 7, 9.
Austurbæjarbíó: Hneykslið í kvennaskólanum. Walter Gill,-
er. Kl. 5, 7 og 9.
Stjörnubíó: Galapagos. Guðrún Brunborg. Kl. .5, 7 og 9.
Hafnarbíó: Undrin í Auðninni. Richad Carlson. Kl. 5, 7, 9.
Tripolibíó: Fransmaður í fríi. Jacques Tali. Kl. 5, 7 og 9.
Leikhús Heimdallar: „Nei“. Haraldur Björnsson. Kl. 8.30.
„UNGFRÚ ÍSLAND“
Framhald af 1. síðu.
MÁNIJDAGSBLABIB
UIIUMIIiniHIHtlfllllllllHKtllllllllllllllHllimKlllinillllHIMIUKinilllllHlim
verða samkeppendur hennar
öllu veraldarvanari en kepp-
endur hér heima og ber
þeim skylda að gefa Örnu,
sem gleggstar hugmyndir
um tilhögun alþjóðakeppn-
innar áður en á vettvang er
komið, svo henni sé ljóst að
hverju er gengið.
iMargar þær stúlkur, sem
fegurðardrottning okkar
keppir við, munu eflaust
hafa lært sitthvað í „listinni
að koma fram á sýningar-
palli“ — öryggi í framkomu,
hreyfingum og öllu fasi. Án
þess að kastað sé nokkrum
skugga á persónulega fram-
komu ungfrú Örnu ber að
hyggja að því, að hún er
slíku óvön, sem von er, og
skylda að sjá svo til að henni
sé ekki gerður ógreiði með
því að kynna hana ekki full-
komlega fyrir öllum þeim
ráðstöfunum, sem aðrar feg-
urðardísir gera til að allt
það bezta komi fram í fari
þeirra, þegar á hólminn er
komið.
Viljum vér vinsamlega
benda forráðamanni Tívoli-
skemmtigarðsins, sem svo
ágætlega stóð fyrir keppn-
inni, að hann geri allt, sem
í hans valdi er, til að tryggja
„Ungfrú ísland“ allar nauð-
synlegar upplýsingar um
keppnina.
Iiversu, sem kepnin kann
að fara, er ungfrú Arna full-
trúi þjóðar sinnar og hennar
ósk er vissulega sú að verða
henni til sæmdar og sóma.
Eysteinn við sama heygarðshomið -
Verður „kvöldsöluverð" sett á áfengi!
Eins og alþjóð er kunnugt, þá situr f jármálaráðherra,
Eysteinn Jónsson, alla daga við svarta iðju. Hlutverk hans
í lífinu er orðið það, að finna upp nýjar og nýjar skatta-
álögur til að íþvngja þjóðinni
andi óhófsútgjöld rikisins.
Hafa sögur flogið víða um
„bjargráð" fjármálaráðherr-
ans og nú síðastí Alþýðu-
blaðinu 19. ágúst, að hann
hefði í huga að skattleggja
barnavagna og sælgæti til
að bjarga karfaveiðunum.
Eins og alþjóð veit hafa
bændur á Suðvesturlandi
orðið illa úti vegna óþurrka
og má telja víst að einhverj-
ir skattar verði „fundnir
upp“ til að bjarga óþurrka-
svæðinu.
Kvöldverð
Nú berast út þær sögur
að Eysteini hafi dottið enn
eitt snillibragðið í hug í sam-
bandi við fjáröflun í ríkis-
sjóð. Er sagt, að hann leyti
nú hófanna um að fá sam-
þykki til þess að láta á-
fengiseinkasöluna standa
opna frá kl. 7 — 12 á kvöld-
in og selja þyrstum bæjar-
búum vín á kvöldverði.
Þessi hugmynd ráðherra,
ef sönn reynist, er alls ekki
verri en aðrar hugmyndir
og jafnframt standazt sívax-
hans — því hún getur látið
margt gott af sér leiða.
Leynivínsala hverfur
Ef hún kemst í fram-
kvæmd má heita víst, að öll
leynivínsala á bifreiðastöðv-
um leggist niður. Talsverð-
ur hópur bifreiðastjóra
stunda vínsölu fremur ,en
akstur og er þetta á allra
vitorði. Drekkandi menn eru
sjaldan nógu forsjálir að
kaupa birgðir fyrir kvöldið,
þótt drukkið sé daglangt
og leita þeir óspart til stöðv-
anna er kvölda tekur.
Hví ætti ráðherrann ekki
að reyna þessa leið? Hún
yrði eflaust vinsælli en flest-
ar aðrar fjáröflunaraðferðir
hans: myndi þetta ef til vill
útiloka lögbrot af þessari
tegund og vissulega auka
tekjur ríkissjóðs.
Það er ósköp barnalegt að
stinga höfðinu í sandinn og
þykjast eklci vita um leyni-
vinsöluna.
t>ýzk gamanmynd í Ausiurbæjarbíói
„Hneykslið í kvennaskólanum“, heitir myndin sem Austurbæjarbíó sýnir um þessar mund-
ir. Mynd þessi hefur verið sýnd við mikla aðsókn og hlotið frábæra dóma, enda gaman-
myndi 1 Frænku Charleys stíl. — Aðalhlutve rk leika Walter Giller og Giinther Luders, en
danskir skýringartextar fylgja. (Augl.)