Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 4
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson var
bjargvættur Halmstad sem lenti í
miklum vandræðum með 1. deild-
arliðið Boden í sænsku bikar-
keppninni í knattspyrnu í gær.
Boden, sem hefur ekki unnið leik í
fyrstu þremur umferðum 1. deild-
ar, komst í 2:0 á heimavelli Halm-
stad, sem varð í öðru sæti úrvals-
deildar í fyrra. Gunnar Heiðar,
sem fékk sitt fyrsta tækifæri í
byrjunarliðinu á tímabilinu, skor-
aði tvívegis og jafnaði metin, 2:2,
Seinna markið kom fimm mín-
útum fyrir leikslok. Í framlenging-
unni var Gunnar Heiðar svo enn á
ferð og lagði upp sigurmark
Halmstad fyrir Patrik Ingelsten,
3:2.
Gunnar Heiðar
bjargvættur
JÓHANN B. Guðmundsson, knatt-
spyrnumaður hjá Örgryte, fór
snemma í sturtu þegar lið hans
sótti 2. deildarliðið Syrianska heim
í sænsku bikarkeppninni í fyrra-
kvöld. Eftir aðeins 9 mínútna leik
fékk Jóhann að líta rauða spjaldið
eftir stimpingar við mótherja, sem
líka var rekinn af velli. Bæði lið
léku því með 10 menn mestallan
leikinn og Örgryte var ekki í telj-
andi vandræðum með að tryggja
sér áframhald í bikarkeppninni og
sigraði, 4:0.
Stutt gaman
hjá Jóhanni
Það má hins vegar segja að KR-ingar hafi haft heppnina með
sér því Þróttarar voru sterkari að-
ilinn megnið af leiknum. Það var þó
Gunnar Einarsson sem kom KR yfir
undir lok fyrri hálfleiks, með skalla
eftir hornspyrnu, 1:0 í hálfleik. Guð-
finnur Ómarsson jafnaði með skoti
frá vítateig á 56. mínútu og Páll Ein-
arsson kom Þrótti í 2:1 á 69. mínútu
úr vítaspyrnu eftir að Guðfinnur var
felldur.
Sextán ára með glæsimark
Skúli Jón Friðgeirsson, 16 ára
piltur, kom þá inn á hjá KR og hann
var aðeins tvær mínútur að jafna
metin – með glæsilegum skalla í
þverslána og inn eftir hornspyrnu,
2:2. Það var svo Sigmundur sem
skoraði sigurmarkið með fallegu
skoti rétt innan vítateigs eftir send-
ingu Sölva Davíðssonar.
Atli Jónasson, markvörður KR,
var annar ungur strákur í stóru hlut-
verki. Atli, sem er 17 ára, varði mark
Vesturbæinga mjög vel, meðal ann-
ars þrívegis úr dauðafærum Þrótt-
ara. Hann var hins vegar varnarlaus
í fyrri hálfleik þegar Dusan Jaic,
serbneski varnarmaðurinn sem
Þróttur fékk frá Færeyjum, átti hör-
kuskalla í varnarmann og þaðan fór
boltinn í markstöng KR-inga.
Rauð spjöld eftir stimpingar
Á lokamínútu fyrri hálfleiks sauð
upp úr milli liðanna. Gera þurfti tals-
vert hlé á leiknum vegna stimpinga
og þeim lauk með því að Bjarnólfur
Lárusson úr KR og Jens Sævarsson
voru báðir reknir af velli. Liðin voru
því með tíu menn hvort allan síðari
hálfleikinn.
KR-ingar hafa með þessum sigri
jafnað Skagamenn í deildabikarnum
en félögin hafa nú unnið keppnina
oftast, þrisvar hvort.
Sýndum að við erum
með góða breidd
„Ég er mjög sáttur við okkar
frammistöðu, við vorum með þunn-
skipaðan hóp og hefðum getað lent í
vandræðum. En það þarf góða
breidd til að ná langt og við sýndum
að við erum með hana. Það voru ná-
lægt tíu mönnum fjarverandi en
strákarnir sem komu í staðinn stóðu
sig mjög vel. Við fórum taplausir í
gegnum tíu leiki í þessu móti, ásamt
fleiri leikjum, og það er góður vani
að vinna. En við megum ekki fara
upp í skýin við þetta, það sem skiptir
máli er að vera tilbúnir hinn
sautjánda,“ sagði Magnús Gylfason,
þjálfari KR, við Morgunblaðið.
Frekar svekkjandi en árang-
urinn eykur sjálfstraustið
„Ég neita því ekki að það er frekar
svekkjandi að hafa tapað þessum
leik. Við vorum aðeins betri, að mínu
mati, en það eru mörkin sem ráða úr-
slitum. Það er samt gott að hafa náð
svona langt í keppninni, það eykur
sjálfstraustið fyrir sumarið. Liðið er
í ágætu formi, þessi hópur hefur ver-
ið lengi saman og þekkist vel og við
erum bjartsýnir fyrir Íslandsmótið.
Það eru engin meiðsli að trufla okkur
og við verðum með allt okkar lið
tilbúið þegar mótið hefst,“ sagði Páll
Einarsson, fyrirliði Þróttar, við
Morgunblaðið.
Nýliðarnir sýndu góðan fótbolta, í
stíl Ásgeirs Elíassonar, en þeir
stjórnuðu leiknum á löngum köflum
og gerðu oft harða hríð að marki KR.
Þeir geta reynst öllum skeinuhættir
andstæðingar í sumar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigurvin Ólafsson og Kristján Finnbogason lyfta deildabikarnum eftir sigur KR á Þrótti í gær. Sig-
urvin var fyrirliði í stað Kristjáns sem hvíldi vegna smávægilegra meiðsla.
KR-strákarnir
kræktu í bikar
KR-INGAR geta eytt peningunum í annað en leikmenn næstu árin,
ef marka má lið þeirra sem tryggði sér sigur í deildabikarnum í gær
– með því að sigra Þrótt, 3:2, í fjörugum úrslitaleik í Egilshöllinni.
Níu af fjórtán leikmönnum sem Magnús Gylfason, þjálfari KR, tefldi
fram í leiknum eru á aldrinum 16 til 21 árs, átta uppaldir í Vest-
urbænum og sá níundi, Sigmundur Kristjánsson, er Þróttari að upp-
lagi. Það var einmitt hann sem skoraði sigurmarkið, sex mínútum
fyrir leikslok, og gerði draum síns gamla félags um fyrsta sigur sinn
í stóru móti á landsvísu að engu.
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
ÓLAFUR Víðir Ólafsson, landsliðs-
maður í handknattleik úr HK, ætl-
ar að breyta til og leika með Kópa-
vogsfélaginu í 1. deildinni í knatt-
spyrnu í sumar. Ólafur Víðir hefur
æft og spilað með knattspyrnuliði
HK undanfarnar vikur og sagði við
Morgunblaðið að hann sæi engin
vandamál í því að leggja stund á
báðar greinarnar. „Mig hefur lengi
langað til að reyna fyrir mér aftur
í fótboltanum og verð í enn betri
æfingu fyrir vikið þegar ég kem
aftur í handboltann í september,“
sagði Ólafur Víðir sem þótti geysi-
lega efnilegur knattspyrnumaður
á unga aldri en ákvað snemma að
einbeita sér að handboltanum.
Ólafur Víðir
í fótboltann
GUÐJÓN L. Sigurðsson og Ólafur
Haraldsson, handknattleiksdómar-
ar, dæmdu sinn síðasta leik hér á
landi í gærkvöldi. Þeir hafa ákveðið
að hætta dómgæslu en eiga einn leik
í Evrópukeppninni eftir. Þeir hafa
verið lengi að, Guðjón frá 1972 og
Ólafur frá 1974.
BJARNÓLFUR Lárusson úr KR
og Jens Sævarsson úr Þrótti, sem
voru reknir af velli í úrslitaleik
deildabikarsins í knattspyrnu í gær,
þurfa að bíða í níu mánuði eftir því að
afplána refsinguna fyrir það. Spjöld í
deildabikar hafa ekki áhrif á Íslands-
mótið og þeir verða því í banni þegar
næsta deildabikarkeppnin hefst í
febrúar á næsta ári.
TRYGGVI Bjarnason og Sölvi
Sturluson, sem hafa leikið sem mið-
verðir með KR undanfarnar vikur,
voru ekki með í úrslitaleik deildabik-
arsins gegn Þrótti í gær þar sem
báðir tóku út leikbann. Tryggvi var
rekinn af velli í annað sinn í mótinu
þegar KR vann ÍBV í átta liða úrslit-
unum og fékk þá tveggja leikja bann.
KRISTJÁN Finnbogason, Arnar
Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugs-
son og Ágúst Gylfason voru ekki
með KR vegna smávægilegra
meiðsla en verða tilbúnir í slaginn
þegar Íslandsmótið hefst. Sama er
að segja um Halldór Hilmisson
Þróttara sem er að jafna sig af
meiðslum en þau eru ekki alvarleg.
ATLI Jóhannsson verður líklega
ekki með ÍBV þegar Íslandsmótið í
knattspyrnu hefst hinn 16. maí. Atli
er meiddur í baki og hefur ekki verið
með í síðustu leikjum Eyjamanna.
SCOTT Cassie, skoski knatt-
spyrnumaðurinn sem kom til
reynslu hjá ÍA, er farinn aftur. Hann
var með í 5 mínútur á æfingu liðsins í
fyrrakvöld en þá tóku meiðsli í baki
sig upp og hann varð að hætta.
ÓSKAR Örn Hauksson skoraði tvö
marka Grindvíkinga sem unnu 1.
deildarlið Breiðabliks með yfirburð-
um, 5:1, í æfingaleik í Grindavík í
fyrradag.
HJÁLMAR Jónsson var hvíldur
ásamt fimm öðrum fastamönnum hjá
IFK Gautaborg þegar lið hans sótti
3. deildarliðið Skelleftå heim í
sænsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu í gær. Það kom ekki að sök
því Gautaborgarliðið vann yfirburða-
sigur, 11:2.
GUÐMUNDUR Viðar Mete lék
sinn fyrsta leik á tímabilinu með
Norrköping, eftir langvarandi
meiðsli, þegar lið hans vann Lund,
4:1, á útivelli í sænsku bikarkeppn-
inni í gær. Stefán Þ. Þórðarson var
hins vegar ekki í liði Norrköping að
þessu sinni.
KÁRI Árnason lék ekki með
Djurgården vegna veikinda og Sölvi
Geir Ottesen vegna meiðsla þegar
lið þeirra vann Väsby, 2:0, á útivelli í
sænska bikarnum í gær.
GUNNAR Lúðvík Nelson úr Kar-
atefélagi Reykjavíkur var valinn
efnilegasti karatemaður landsins á
uppskeruhátíð Karatesambandsins.
Auður Olga Skúladóttir úr Þórs-
hamri var valin efnilegasta karate-
konan. Bikarmeistarar urðu þau Jón
Ingi Þorvaldsson og Sólveig Sigurð-
ardóttir sem bæði eru í Þórshamri.
TOTTENHAM varð fyrir miklu
áfalli þegar ljóst varð að Paul Rob-
inson markvörður liðsins léki ekki
síðustu tvo leiki liðsins í deildinni.
Þar með telja forráðamenn liðsins að
möguleikinn á sæti í UEFA bikarn-
um minnki. Robinson meiddist á hné
þegar hann lenti í samstuði við Dar-
ius Vassell leikmann Aston Villa.
TÉKKNESKI markvörðurinn
Radek Czerny fer í mark Totten-
ham í staði Robinsons, en hann er 29
ára gamall og í láni frá Slavía Prag.
Tottenham er í 7. sæti og heimsækir
Middlesbrough um helgina.
FÓLK
KR-INGAR verða án þeirra Bjarna
Þorsteinssonar og Garðar Jó-
hannssonar þegar Íslandsmótið í
knattspyrnu hefst annan mánudag.
Bjarni hefur verið frá vegna
meiðsla síðan í janúar en er á góð-
um batavegi, að sögn Magnúsar
Gylfasonar þjálfara. Garðar
meiddist í nára í undanúrslitaleik
deildabikarsins, gegn Breiðabliki.
Magnús sagði við Morgunblaðið að
hann reiknaði ekki með þeim klár-
um í slaginn í byrjun Íslandsmóts-
ins.
Grétar Hjartarson og Arnljótur
Ástvaldsson fóru báðir meiddir af
velli gegn Þrótti í úrslitaleik
deildabikarsins í gær en meiðsli
þeirra virðast ekki alvarleg. „Ég
stífnaði upp í lærinu og tók enga
áhættu. Þetta verður allt í lagi,“
sagði Grétar við Morgunblaðið.
Bjarni og
Garðar frá