Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 4

Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 4
f. 4 MáNUDAGSBLíAÐIÐ Mánudagur 13. febrúar 1956 wmiiniiiiiMMKUdiiiiutmui MÁNUDAGSBLAÐIÐ — Blað fyrir alla — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemúr út á mánudögum. — Verð 2 Rr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 3496. PrentsmiÖja Þjóðviijans h* Islenzk ræðumennska JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu: Á takmörkum vís inda og lista Framhald af 1. síðu. hraðmælskur, en þrótturinn að sumu leyti meiri. Meiri bar- áttugieði er oftast í málflutn- ingi Bjama, og ýmsu harð- skeyttu og alvörugefnu Sjálf- stæðisfólki líkar betur við hann en Ólaf, finnst Ólafur of meinlaus við andstæðing- ana. Það er reyndar alger misskilningur, að Bjami Bene- diktsson sé algerlega húm- orlaus maður, hann getur ver- ið skemmtilega fyndinn stundum. Gunnar Thoroddsen er mælskari maður en Bjami, hann hefur ágæta rödd og tal- ar gott mál. En Gunnar er ekki harður baráttumaður að eðlisfari, mælska hans nýtur sín betur í tækifærisræðum, sem oft em ágætar, en í póli- tiskum illdeilum, sem honum em í rauninni þvert um geð. Allt í allt er Gunnar þó einn bezt máli farinn maður á þingi. Jóhann Hafstein er mælsk- ur, en ræðumennsku hans skortir um of fmmleika og persónulegan blæ. Hann get- ur verið harður í hom að taka í umræðum, en mælska hans er ekki sérstæð á sama hátt og þeirra Ólafs, Bjama og Gunn- ars. í Framsóknai’flokknum ber einn maður höfuð og herðar yfir aðra í ræðumennsku. Þessi maður er Eysteinn Jóns- son. Hann er hraðmælskur, talar kjarngott alþýðumál og er allra manna slagferðugast-. ur í að „improvisera", ég held jafnvel að þær ræður hans séu beztar, sem em alveg ó- undirbúnar. Þó að ég væri Eysteini ósammála um margt í útvarpsumræðum, var ég að þeim loknum sannfærður um, að hann er bezt máli farinn þeirra manna er nú sitja á Aþingi. Mikið vantar á, að Hermann Jónasson sé jafn- ingi Eysteins í ræðustólnum, hann er stirður, rekur í vörð- umar, og málflutning hans skortir allan glæsibrag. Her- mann nýtur sín betur í blaða- greinum, sem oft eru vel samdar, en í ræðustóli. Haraldur Guðmundsson .er sérkennilegastur af ræðu- mönnum Alþýðuflokksins. Mér finnst hann nú orðið að vísu varla eins hraðmæltur og stundum í gamla daga, en alltaf finnur maður þó mik- inn perrsónuléik á bak við jæður hans. Hannibal Valdi- inai'sson er oft flóðmælskur, en hann má vara sig á að tala sig upp í of mikinn æsing, en til þess hættir honum oft. Gylfi Þ. Gíslason er vel máli farinn, en um hann finnst mér sama gilda og um Gunn- ar Thoroddsen, hann er betri í öðmm ræðum en pólitískum. Svipað og um þá Gunnar og Gylfa er að segja um Gils Guðmundsson, hann er betri í fræðilegum erindum en póli- tískum umræðum. Slík erindi em oft ágæt hjá Gils, röddin er í senn sterk og þýð og ein- hver sjarmerandi þungi í flutningnum. En í pólitískum umræðum bregður stmidum fyrir hjá honum einhverjum klökkva, sem minnir á Einar Olgeirsson, og það fer Gils ekki vel. Einar Olgeirsson er ein- hver hraðmælskasti maður á þingi, straumurinn stöðvast aldrei, og honum verður aldr- ei orðfall. En Einar má vara sig á því að mælska hans er að verða „sterotyp“, ræður hans em langtum of hver ann- arri líkar, undarlegt sam- bland af skömmum og senti- mentaliteti, sem getur á stundum nálgast hið kómiska hættulega mikið. Einar mætti eiga meira af húmor, þessum gáfaða og góða dreng er ann- að getur gefið. Einar er kom- inn á það stig, að hann má vara sig á stagnasjón í ræðu- mennsku. Mikið vantar á að Brynj- ólfur Bjarnason sé hrað- mælskur á við Einar, og þó held ég, að menn taki nú orð- ið ræður hans alvarlegar en Einars ræður. Brynjólfur er ofstækismaður, en ræður hans nálgast aldrei hið hlægilega. Hér skilur á milli intellektúal- istans Brynjólfs og tilfinn- ingamannsins Einars. I síð- ustu útvarpsumræðum þótti mér Lúðvik Jósepsson mildu betri en þeir Einar og Brynj- ólfur. Hann var harður og fylginn sér í málflutningi og beitti kaldri hæðni sniðuglega. Lúðvík er í hröðum vexti sem ræðumaður. Hvemig væri annars, að við íslendingar iðkuðum mælskulistina skipulegar en verið hefur? Hingað tii hefur mestöll kennsla í ræðu- mennsku verið á snæj'um póli- tísku flokkanna. Hvernig væri að setja hér upp ópóhtískan mælskuskóla? Slíkt gæti án efa orðið allri ræðumennsku og mælskulist í landinu hin mesta ljrftistöng. Taflmeistarafélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir merkilegri and legri tilraun í sambandi við kappskák Bents og Friðriks. Afburðir í tafli tilheyra átökum sviplíkum þeim sem koma til greina á hærri þrepum vísinda og lista. Fram að þessu hafa menn talið heppilegt fyrir „hugs- uði“ að glíma í fullkominni ró við erfiðustu lausnir erfiðra verkefna. Hér á íslandi hefur komið fram gagnstæð skoðun og einkum reynd í sambandi við taflþrautir. Þá er leitazt við að hafa fjöhnenni sem einskonar þátttakendur í hinu andlega stórátaki og magna lista- eða vís indamanninn með straum frá velviljuðum mannfjölda. Ef þessi íslenzka uppgötvun reynist rétt mun hún verða sett við hlið þess bezta sem Newton og Einstein hafa gert á vísindasviðinu. Eg legg til að hér verði mynd- að listvinafélag til að standa fyr- ir framhaldsrannsókn í þessu efni og að leitað verði eftir við þrjá frægustu listamenn þjóðar- innar, málarana Ásgrím og Kjar- val og tónskáldið Pál ísólfsson að þeir vilji auka við fengna frægð og vinna í þágu föður- landsins með því að gera vísinda lega og listræna tilraun um hvort þeim vegnar betur við ný- sköpun í heimi listanna með því að vera aleinir að störfum og í sem mestri kyrrð eða í návist allt að 800 manna, sem umkringja þá, óska þeim alls hins bezta, fefa þeim ráð og vara þá við ef þeir virðast ætla að hrasa á hál- um brautum. Um fram allt þarf að fullreyna hvort mannfjöldinn getur sent straum eftir ósýnileg- um leiðum, inn í hugskot þeirra sem vinna að sjálfu Iistaverkinu. Tilraunin gæti hafizt með því að áhugamenn stofna listavinafélag og skipuleggja hina fjárhagslegu hlið málsins með því að láta prenta 10 þúsund aðgöngumiða að sýningunni og selja hvern miða á 25 kr. Tekjurnar af miðasöl- unni mundu verða notaðar til að standa straum af nauðsynlegum útgjöldúm. Næst yrði stjóm fé- lagsins að snúa sér til listamann- ana þriggja og biðja þá að vera þátttakendur og frumleikendur í tilrauninni. Verkefnið þyrfti að vera tvískipt, eftir staðháttum og umhverfi. Málaramir ,ættu að skapa tvö málverk hvor en Páll tvö lög, helzt við stórkvæði eftir beztu atómskáld landsins. Til- raunin ætti að gerast á tveim stöðum. í Mjólkurstöðinni við isjónvarpstæki lápað frá Dan- mörku og að sumri til á Þingvöll- um, helzt á gamla Lögbergi þar sem mannfjöldinn gæti á eðlileg- an hátt fylgzt með sköpun lista- verkanna. í Mjólkurstöðinni mundi hver listamaður fá til umráða eitt her- bergi og hefja sköpunarstarfið á fyrirfram auglýstri stundu, helzt þyrfti fyrirfram að tryggja nær- veru 800 áhugasamra og borg- andi gesta. Allir gestir þyrftu að hafa með sér teiknipappír, lita- spjald, tiu pensla og viðeigandi áhöld fyrir lítilsháttar sönglaga- gerð. Um leið og málararnir og tónskáldið byrjuðu listafram- leiðslu sina gripu allir tilheyr- endur og áhorfendur listvinafé- lagsins að fylgjast nákvæmlega með öllum hreyfingum listamann anna þriggja og reyndu að líkja eftir með smátækjum sínum öllu sem listamennirnir gerðu, hver á sínu sviði. Það mundi vafalaust verða unnið dag eftir dag að þess- um málverkum og sönglaginu við atómkveðskapinn. Á kvöldin, mn nætúr og á morgnana þurfa hinir bórgandi gestir að geta náð tíl þremenninganna til að gefa þeim bendingu og fyrirmæli um gerð myndanna, litavalið og jafnvel einstaka drætti í hverri mynd. Hið sama ætti við um sönglög Páls. Hér liggur vandinn í að veita straum í hug lista- manna og styrkja anda þeirra við sköpun listaverkanna, því að gest irnir vita bezt hvað gera skal í hvert sinn. Á Þingvöllum ætti ekki að vera neinn vandi að fá 800 þátttakend- m* í prófrauninni. Snorri Sturlu- son lék sér að koma með 700 dáta úr Borgarfirði á Þingvöll og á stjórnai*tíð Ólafs Thórs ætti að vera auðvelt að flytja á helgi- staðinn enn meiri liðsafla. Má þá nota hinn nýfengna bílakost og þörf atvinnuveganna aö eyða benzíni til þess að gjaldeyrir safnist til framdráttar útveginmn. Á Þingvöllum þarf ekkert sjón- varp, því að þar gætu hinir borg- andi gestir umkringt listaménn ina og Svo að ségja haldið þeim í greip sinni. Listamennirnir yrðu með sín áhöld á grasblettinum milli vatnsgjánna. Gestirnir gætu sumpart verið allt í kringum listamennina, á gamla Lögbergi og báðummegin við vatnið. Ef málararnir og tónskáldið lyftu sínum hálfgerðu listaverkum nokkuð frá jörð og snéru þeim í allar áttir mundu áhorfendur fullkomlega geta fylgzt með verk inu. Þá gætu komið bendingar frá hundruðum manna á þeim tíma þegar ráðleggingar geta náð tilgangi sínum. Að líkindum væri rétt að selja aðganginn að gamla Lögbergi hálfu dýrari en að hlið- arstæðuniun vegna þess að þatí er rétt hjá listamönnunum og þeir sem þar eru eiga hægara með að blanda sér meira í verkið heldur en þeir sém verða að kaíla yfir vatnsgjárnar. TafIforingjar Reykjavíkur hafa, með vissum hætti, varðað veginn í þessu efni, en ein tilraun full- nægir ekki kröfum óháðra vís- inda. Hér er bent á leið til að sannprófa fcetta umdeilda atriði, Hvort er vænlegra til góðs árang- urs, þar sem mikið reynir á skarpa og glögga hugsun að unnæ þeim sem þreytir kappraunina að búa að hugsun sinni, gáfum„ menntun og reynslu í fullkom- inni kyrrð eða að draga að fjöl- menni, umkringja listamannimi með velviljuðum hjálparflokki, sem leitast við að láta stráun® múgsefjunar ná til listamannsins meðan hann leitast yið að ráða fram úr vandanum. Fullnaðar- dóm í þessu efni má fá ef lista- mennirnir þrír vilja að aflokinni vísindaþrautinni hafa opinberan samanburð á verkum, sem þeip hefðu fullgert í andlegri kyrrð og hinum sem héfðu fæðst þar sem 800 gestir aðstoðuðu með straum heitra geðbrigða. Þessari sýningtt mætti bezt koma fyrir með því a<5 raða málverkummi meistaranna í skemmuglugga Hai*aldar meðan Páll gripi í kirkjuorgelið og leyfði þjóðinni, gegnum útvarpið að heyra lögin sem hann gerði einn og hin þar sem bylgjur mannhafsins endurnærðu lista- verkið. Reykvíkingar hafa svo að segja óafvitandi gert tilraun til að breyta vinnuskilyrð- um við andleg störf þa* sem mest reynir á orkuna. Sam- spil hins áhugasama fjölda við Friðrik Ólafsson í Sjómannaskól- anum er frumleg nýjung. Taldsfi að sanna gildi þessa nýmælis eins og hér er bent á, mundi jákvæður úrskurður gerbreyta tækni mik- illa vitmanna við átök þeirra. Ef hinsvegar tækist svo illa til að tilraunin leiddi til neikvæðrar niðurstöðu mundu taflforingjar landsins aldrei framar endurtaka sálarlífsvísindin úr kappþrautinni í Sjómannaskólanum Jónas Jónsson frá Hriflu. Aðolfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálfstæðishúsimi mánudaginn 20. þ.m. og* hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: Venj'uieg aðalfundarstörf Lagabreytingar. Fundargerð síðasta aöalfundar liggur frammi í 1 skiifstofu félagsins. Félagar sýni skírteini viö innganginn. STJÓRNIN. aiuuiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiuiiiHiiiiiuiiuiimimiiiHiiiHiiuuimHiiiuiiiuiiRiS Ajacs.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.