Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Side 2

Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Side 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Þjóðleikhúsið Töfraflautan eftir W. A. Mozart Þjóðleikhúsið minntist 200 ara afmælis Mozarts á veglegan og viðeigandi hátt með því að sýna ástsælustu óperu þessa mikla snillings, Töfraflautuna, á annan jóladag. Þeir sem bezt þekkja tónlistar- bókmenntir og tónlist, eru flestir sammála um, að Töfraflautan sé mesta meistaraverk Mozarts, þrungin .skáldlegu lífi og leiftr- andi ímyndunarafli. Efni óperunnar er ævintýra- legt en harla sundurleitt, en gef- ur hinsvegar tækifæri til skrauts og íburðar á sviðinu. Textinn sjálfur hefur jafnan verið tal- inn lélegur skáldskapur, og væri löngu gleymdur og grafinn ef Mozart hefði ekki samið þessa ódauðlegu tónlist Við hann. TÖfra flautuna samdi Mozart síðasta árið sem hann lifði, og mikils hefur heimurinn misst við að þessi snillingur skyldi deyja svo ungur að árum. Öllum getur -borið saman um að með -söng sinum í hlutverki Pamínu hafi Þuríður Pálsdóttir unnið nýjan listrænan sigur. Hún söng af skilningi og öruggri tækni, og túlkun hennar á hinni ásthrifnu kóngsdóttur var ein- læg og sönn. Þetta hlutverk hef- ur löngum ekki þótt meðfæri annarra en hinna reyndustu og beztu söngkvenna. En Þuríður vex við hverja raun, og hefur nú sýnt, að henni er trúandi fyrir hinum vandasömustu sönghlut- verkum. Þorsteinn Hannesson fór með annað aðalhlutverk óperunnar, hinn drenglundaða og þraut- seiga konungsson, Taminó’. Þor- steinn er glæsilegur á sviðinu en búríingur hansí vlar furðu íburðarlaus og minnti á myndir af Hróa hetti. Stakk hann því mjög í stúf við hinn glæsilega búning Tamínu. Þorsteinn lék hlutverk sitt af smekkvísi og án allrar tilgerðar. Söngur hans var víða góður, en þó má segja að röddin væri nokkuð þung fyr- ir hina svifléttu tónlist Mózarts. Hinn einfalda, ístöðulitla og sjálfselska fuglaveiðara, Papa- genó, söng Kristinn Hallsson með ágætum. Einnig var leikur hans ótrúlega góður, þegar þess er gætt, að þetta hlutverk krefst ekki aðeins góðs söngvara held- ur einnig töluverðra leikhæfi- leika. Var meðferð hans á hlut- verkinu létt og hæfilega spaugi- leg og án allra öfga. Gervi hans hefði getað verið betra, en eigi Jón Sigurbjörnsson Sarastro hamlaði það því, að Kristinn átti óskipta aðdáun allra leikhús- gesta. Stúlkuna, Papagenu, sem Papa- genó hlýtur að lokum, eftir allar þrengingaranar, lék Harina Bjarnadóttir. Hefur hún ágæta rödd og söng af glaðværð ög fjöri. Jón Sigurbjörnsson var mikil- úðlegur Sarastró og rödd hans í fullu samræmi við hinn vold- uga æðsta prest hofs guðsins Iris. Framkoma hans öll virðu- leg og góðlátleg eins og vera ber. Stina Britta Melander kom hingað sem gestur til að syngja hinar érfiðu aríur Næturdrottn- ingarinnar. Söng hún af mynd- ugleik og ágætri tækni, en hin- ar miklu handahreyfingar henn- ar áttu betur við í Kátu ekkj- Slina Britta Melander, Næturdróttningin; Ævar Kvaran, Mono- statos, og-þernur Næturdrottningarinnar Mánudagvr Í4. janúar 1957 unni en hlutverki hinnar skugga- legu og grimmúðugu nætur- drottningar. Guðmundur Jónsson fór með lítið hlutverk virðulega og auð- veldlega og Ævar Kvaran söng og lék Monostatos, hinn undir- förula og huglausa blökkumann af meStu prýði. Þernur næturdrottningarinnar sungu þær María Markan, Sigur- veig Hjaltested og Svava Þor- bjamardóttir, allt góðar söng- konur, en María beitti rödd sinni mjög um of og spillti með því heildaráhrifum söngs ' þeirra. Einnig skorti þær þann léttleika í hreyfingum, sem hægt er að hugsa sér að slíkar drottningar- þernur ættu að hafa. Þrjár ungar stúlkur, þær Ey- gló og Hulda Victorsdætur og Magnea Hannesdóttir sungu hlutverk hinna þriggja góðu ung- linga mjög smekklega. Hafa þær allar ágætar raddir, er féllu vel saman. Kór Þjóðleikhússins aðstoðaði við sýninguna. Var söngur hans blæfallegur en varla nógu vel samæfður. Þá er að geta þeirra er ekki <$>------------------------------ sáust á sviðinu en höfðU þó mik- ilvægum hlutverkum að gegna, hvei' á sinn hátt. Flest hlutverkin í Töfraflaut- unni krefjast ekki mikilla leik- tilburða, en þeim mun meirí skilnings og túlkunar. Hefur Lár- usi Pálssyni tekizt mjög vel að sigla hinn gullna meðalveg milli getu söngfólksins og þeirrar kröfu sem efni óperunnar gerir til leiks. Leikbjöld og búningar hefur verið gert að fyrirsögn Lothar Grund. Eru leiktjöldin gerð af hugviti og smekkvisi en bún- ingar nokkuð sundurleitir eins og vikið hefur verið áð áður. Dr. Urbancic stjórnaði söng og hljómsveit með sínum reyndu höndum, af nákvæmni og dugn- aði, en oft og tíðum hefði mátt vera léttara yfir tónlistinni, en það stendur vafalaust til bóta þegar frumsýningarhrollurinn er farinn úr listamönnunum og sýn- ingum fjölgar. Þýðingu textans gerði Jakob Jóhann Smári vafalaust af vand- virkni, en náði þó ekki þeim létta blæ, sem oft og tíðum er Leikfélag Reykjavíkur \----------------------------s HÖFUNÐUR: A. TSÉKOF — LEIKSTJ. GUNNAR HANSEN AFMÆLISSÝNiNG VELDUR VONBRIGÐUM Um þessar mundir á Leikfélag Reykjavíkur 60 ára starfsaf- mæli og í tilefni dagsins, 11. janú- ar, frumsýndi félagið „Þrjár syst- ur“ eftir Anton Tsékov í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Um leið og Mánudagsblaðið óskar öllum starfsmönnum L. R. fyrr og nú til hamingju með þennan áfanga, væntir það þess, að í framtíðinni megi starf þess blómgast og bera ríkan ávöxt. Leikrit Tsékofs, Þrjár systur, er tragi-comedia fremur rislág að efni, en allvel samin á köflum. Sjálft verkið fjallar um smá- vægileg dægurmál — eiginlega mjög ómerkilegt dægurmál ef skoðað er niður í kjölinn — en mannleg eru þau í orðsins fyllstu merkingu. Smíðagallar á sjálfu leikritinu, formi þess og persón- um, eru stórir. Skáldið skapar hér ósköp hversdagslega atburði, dregur fram persónur, sem á sín- um tíma voru allt eins algengar í leikritum almennt og fyrir- myndir skáldanna frá 1925 til dagsins í dag. Tsékof fór sínar eigin brautir í síðari verkum sín- um, breytti frá hefðbundnu formi samtíðarmanna sinna í lausari frásögn af hversdagsvið- burðum, kynnti fleiri persónur í leikritum sínum, sem allar höfðu álíka mikið fram að færa. Gall- inn er hinsvegar sá, að hér, sem í'fleiri verkum hans eru endur- 'tekningar eins1|akra persóna í orðaskiftum of miklar — þótt ráunar riiegi segja, að ■ þær séu sánnar,- því viðbrögð einstaklmga. til 'géfirina viðhorfa' eru hvers- dagsmarinirvum hin sömu. Til- raun Tsékofs tókst því aðeins að því leyti, að hann afkynnti „stjörnur" hvers leikrits, en skifti því, sem áður var ætlað einni persónu, milli margra — með árángri, sem i dag nýtur sin aðeins, ef afbragðsmönnum er skipað í hvert einasta stærri hlutverka. Leikritið byggir mjög mikið, ef ekki að mestu, á persónu legri túlkun þeirra, sem með stóru hlutverkin fára.'Ef hlekkur í þeirri keðju brestur, skapast óbrúanlegt misræmi og leikritið fellur • í flestum tilfellurn. Brynjólfur Jóhannesson herlæknirinn Ljósm.: Þórarinn. Sýníhgin 'í kVold féll, féll af þvi að gljúfrið var með öllu ó- tírúanlegt, fjárlægðm milii ' ein- í þýzka textanum. íslendingar ferðast mikið og margir munu hafa séð Töfra- flautuna erlendis. Ekki er sann- gjarnt að gera samanburð á þvi bezta sem hægt er að sjá í stór- borgum heimsins, þar sem heims- frægir söngvarar fara með stærstu hlutverkin. Ekki er held- ur réttlátt að bera sönginn sam- an við hljómplötuupptökur sem við getum hlustað á, þar sem valinn maður er i hverju hlut- -verki. Við erum að byggja upp okkar söngleikjasýningar, en ekki af vanefnum. Það sannaði þessi sýning Töfraflautunnar. Þjóðleíkhúsinu, og öllum þeim, er að þessu unnu, færðist mikið í fang, þegar lagt var út í að sýna þetta mikla meistaraverk Mozarts. Misjafnlega var spáð um það hversu myndi takast. En þótt ýmislegt hefði betur mátt fara, bæði hvað snertir söng, búninga og sýningua í heild, er hún Þjóð- leikhúsinu, og öllum þeim er að henni störfuðu til sóma, og gleði- legur vottur um vaxandi getu ís- lenzkra listamanna um flutning söngleikja. B. S. E. Þorsteinn Ö. Stephensen sem Vérsjinin Ljósm.: Þórarinn. stakra leikenda langtum of mikil til þess að hér gæti orðið um góða sýningu að ræða. Leikstjóranum Gunnari Han-' sen, sem margt hefur gert prýði- legt á sviði, fataðist hér að marki og veldur dirfska nokkuð. Mörg stærri og vandameiri hlutverk eru í höndum nýliða, sem vilja en geta ekki. Þetta er lofsvert af þeifra hálfu, en kæruleysi af leikstjórans hendi .Það er víssu- lega kominn timi til að leikstjór- ar okkar yfirleitt — og þá ekki sizt Gunnar — athugi mannaval sitt, áður en þeir ákveða að ,',færa upp“ hin einstöku verk- efni. Hér er ekki — í neinu stærri hlutverkanna — um venjulega af- greiðslu hlutverka að ræða. Hvert einstakt hlUtverk krefst listrænnar framsagnar, persónu- sköpunar, sem hvergi bregst. Ef það er ekki fyrir hendi getur ekki farið vel. (Geta má þess til gamans, að sjálfur höfundur þorði ekki að vera viðstaddur frumsýn- inguna vegna þess að hér var um djarfa nýung að ræða bæði í orði og formi). Jafnframt þessu ber að draga í efa að túlkun leikstjóra Frámháld 'á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.