Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Page 7
Mámklagur 14. janúar 1957
7
HELGAR TÖLUR . . .
Framhald aí 5. síðu.
reikistjörnur). Og líklegt er, að
helgi tölunnar hafi aukizt, af því
að hún er summa hinna helgu
talna 3 og 4.
9
Níu voru heilög tala með
Forn-Germönum, Forn-Keltum,
Grikkjum og fleiri þjóðum.
Heimdallur átti sér níu mæður,
Óðinn hékk níu daga í Aski
Yggdrasils, Hel réð yfir níu
himnum, níu dísir vógu Þíðranda
Siðu-Hallsson. Menníagyðjur
Grikkja voru níu, og þeir töldu
svo langa leið til undirheima, að
steðji væri niu sólarhringa að
falla þangað niður. Helgi tölunn-
ar níu stafar sennilega að ein-
hverju leyti af því að hún er
veldi af helgitöluríni 3. Sumir
halda þó, að hún tákni í öndverðu
níu mánaða mðgöngutíma
kvenna, en flest það, sem stend-
ur í sambandi við'frjósemi mann-
fólksins fær á sig blæ helgi og
dulrænu með frumstæðum þjóð-
10
Tíu voru heilög tala hjá
ýmsum fornþjóðum í Asíu, sam-
anber hin tiu boðorð Gyðinga.
Tálnakerfi okkar, sem er byggt
á 1Ö, er runnið frá Indlandi, en
Arabar fluttu það til Evrópu.
Frumstæðar veiðimannaþjóðir
hafa oft mikla helgi á 10, og á-
stæðan er augljós, talan táknar
fingur beggja handa.
12
í fyrndinni voru tólf heil-
ög tala víða í Asíu. Talnakerfi
Súmera og Babyloníumanna var
byggt á 12. Hjá Gyðingum var
helgi tölunnar mikil. Tólf voru
synir Jakobs og ættkvíslirnar frá
þeim, postularnir voru tólf o.s.
frv. Sennilega er helgi tölunnar
sprottin af tunglgöngunni, sem
mánaðaskiptingin er svo byggð
á. Aukna helgi hefur hún svo
fengið af því að hún er marg
feldi helgitalnanna 3 og 4.
13
Þá er komið að sjálfri ó-
happatölunni, sem milljónum
manna um allan heim stendur
enn í dag hinn mesti stuggur af.
Ef 13 manns setjast til borðs slær
oftast nær óhug' á mannskap-
inn, jafnvel forhertum efnis-
hyggjumönnum verðurÁrótt inn-
anbrjðsts, þó að þeir láti kannski
ekki á því bera. Það ér eins og
skuggi falli á veizluborðið og
hverjum um sig af gestunum dett-
ur kannski í hug, að hann eigi
ekki langt eftir. í mörgum
gistihúsum erlendis er ekki til
neitt gestaherbergi nr. 13, og oft
er klefa nr. 13 sleppt úr farþega-
skipum. Það þykir ekki vita á
gott, ef fólk tekur upp á því að
opinbera trúlofun sína eða gifta
MÁNUÐAGSBLAÐIÐ
sig hinn 13. í mánuðinum eða
skíra barn á slíkum óhappadegi.
Ekki þykir heldur vænlegt að
ráðast í nein meiri háttar fyrir-
tæki hinn 13. Sums staðar kveð-
ur svo rammt að þessu, að sjó-
mönnum er illa við að leggja úr
höfn hinn 13.,, en sú hugprúða og
ágæta stétt mánna er engan veg-
inn laus við hjátrú á þessu sviði
og fleirum. Til er að .vísu íólk,
sem snýr hlutunum við og telur
13 happatölu sína, alveg eins og
sumir eru farnir að telja það
heillamerki að sjá svartan kött,
sem annars hefur þótt hinn mesti
óheillaboði.
Hvernig hefur talan 13 lent i
þessum ósköpum að vera útskúf-
uð meðal talnanna, úrhrak þeirra
allra, nærri því eins og holds-
veikur maður, sem allir flýja?
Hvað hefur talan gert af sér? Al-
gengasta skýringin á vanvirðu
hennar er sú, að þetta stafi af
því, að 13 sátu til borðs kvöldið
sem Júdas sveik Krist. Og líklega
er þessi skýring að einhverju
leyti rétt. Fleiri skýringar eru
þó til. Fyrr á Öldum var það
mjög algengt, að 12 menn væru
í ræningjahópum þeim, sem
höfðust við i fjöllum Sikileyjar
og Suður-Ítalíu. Ef einhver lenti
í klóm ræningjanna átti sá hinn
sami venjulega ekki langt eftir
ólifað. Sumir halda, að það sé að
einhverju leyti af þessu sprottið,
að það er talið feigðárboði, að 13
séu saman. En hvernig svo sem
á þessari hjátrú stendur í sam-
bandi við 13, er hún undarlega
lífseig eins og ýmsar fleiri hug-
myndir af líku tagi. Ég gæti vel
trúað því, að fluggörpum fram-
tíðarinnar yrði ekkert vel við
það að leggja af stað í geimfari
til tunglsins eða Marz hinn 13.
í mánuðinum.
AÐRAR HELGITÖLUR
19 er helgitala sums staðar í
Asíu. Hjá hinurn sérkennilega
trúflokki Babista er hún helgust
af öllu heilögu, tákn lífsins og
heimsrásarinnar allrar. 40 var
helgitala hjá Semítum, og má sjá
þess merki víða í biblíunni. Þann-
ig stóð syndaflóðið í 40 daga og
40 nætur (syndaflóð Grikkja
stóð í 9 daga og 9 nætur), Gyð-
ingar voru 40 ár að hrekjast í
eyðimörkinni, Kristur fastaði í
40 daga og 40 nætur, 40 dagar
liðu milli upprisu og uppstign-
ingar. Helgi tölunnar stendur í
einhverju sambandi við helgina
á 4 og 10. Á sama hátt er helgi
tölunnar 70 tengd helginni á 7.
Almenningur fer ekki hærra
en þetta í trú sinni á helgitölur.
En þeir, sem sökkv sér nið-
ur í dulræna talnafræði geta
fundið út marga hluti og undar-
lega, og þeir geta sjálfsagt fund-
ið undratölur, sem nema mörg-
um milljónum. Sérstaka áherzlu
hafa slíkir dulspekingar lagt á
það að nota fræði sín til að reikna
út hvenær heimsendir muni
verða, en það hefur bæði fyrr og
síðar verið boðað með miklum
sannfæringárkrafti að hann væri
alveg á næstu grösum, talnafræð-
ingarnir hafa reiknað hann út
upp á ár og dag. En hann hefur
samt látið standa á sér, fræði-
mönnunum til mikillar furðu. Á
10. öld var það almenn trú i
kristnum löndum, að heimsendir
yrði árið 1000, enda var talan fög-
ur. Og illa er ég svikinn, ef ein-
hverjir dulspekingar og sértrú-
arflokkar fara ekki að boða
heimsendi árið 2000. Sannleikur-
inn er sá, að tölur má nota til
að spá flestum hlutum, ef menn
fara með þær eftir sínu höfði.
Ef menn fengju það á heilann, að
heimsendir yrði 1957 mætti sjálf-
sagt sanna það fagurlega með
einhverju dulspekilegu talna-
kerfi. Það hefur svo sem verið
spáð mörgu heimskulegra en því
að þeim herramönnum, sem ríkj-
um og löndum ráða, tækist á þvi
ári að sprengja hnöttinn sundur.
Hin dulræna talnatrú er búin
að hafa geysimikil áhrif á mann-
fólkið í þúsundir ára. En þó að
við leggjum ekki alltof mikinn.
trúnað á slíka speki verður þvi
ekki neitað, að margt er skrýtið
við tölur. Og þegar allt kemur
til alls eru þær kannski ekki all-
ar þar sem þær eru séðar. Ef til
vill eru tölurnar á einhvern hátt
tengdar innsta eðli alheimsins.
Að minnsta kosti lét hinn heims-
frægi brezki visindamaður Jeans
svo um mælt, að hann gæti helzt
líkt skapara alheimsins við stór-
kostlegan stærðfræðing. Tölurn-
ar rista svo djúpt niður í innsta
kjarna allra hluta, að ekki er
að furða, þótt þær á bernsku-
stigi mannkynsins séu hjúpaðar
dularblæ.
Ólafur Hansson.
t
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA
ÍSLANDS
i
* -
verðtir velta happrjraettisins tvöföldlið, bæði vúiningar og
verð; Vinningar tíu þúsund — samtals 13.44 niiil.jónir kr.
Verð 1/1: 40 kr., .1/2: 20 kr., 1/4 : kr. á ináiiuði
Hæsti vinningur í janúar er hálf milljón.
Hæsti vinningur í desembér er hálf milljón.
Enginn .1
vinningur
lægrj'
en 1000 M
VINNINGAR ERU 70% AF SAMANLÖGÐU ANDVIRÐI ALLRA MIÐA. EKKERT ANN-
AÐ HAPPDRiETTI HEFUR HEIMILD TIL AÐ GREIÐA VINNINGA í PENINGUM.
ÖNNUR HAPPDRÆTTI HÉR GREIÐA NÚ 45—50% 1 VINNINGA. — -HAPPDRÆTTIÐ
HEFUR FRÁ UPPHAFI GREITT 55-56 MILLJÓNIR í VINNINGA, SKATTFRJÁLST FÉ
fe
!