Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 8
QR EINU I ANNAÐ Snögg viSbrögð - LeikháshorniS - Ellimörk - Full- hugi - SlysavarSsfofan - rrHonky-lonk,r-bragur LEIKARAR lenda oft í vandræðum þegar eitthvað óvænt kemur fyrir á sviði, en góðir leikendur og sviðsvanir geta jafnan „reddað“ málinu með innskotum eða hreyfingum frá eigin brjósti. Þegar leikritið „Það er aldrei að vita“ var frum- sýnt í haust var Brynjólfur Jóhannesson á sviðinu í hlutverki þjóns. Svo tókst til að „þjónninn“ braut glas og hrutu brotin víðsvegar um sviðið. Þetta hefði getað komið hiki á leikinn, því margir viðvaningar léku með. í stað þess fór Brynjólfur hinn rólegasti að tína upp brotin, en tautaði jafnan fyrir munni sér svo vel heyrðist: „Sjaldan brýtur gæfumaður gler“. Hugðu margir, að hér væri um setningu úr leiknum að ræða, sem alls ekki var tilfellið. ★--------------------------- NÆSTA viðfangsefni Þjóðleikhússins á eftir Don Camillo, er Dulari'ullt bros“ eftir A. Huxley. Þetta er mjög spennandi leikrit sálf”æðilegs eðlis, en kvikmynd byggð á því var sýnd hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Leikstjóri og þýðandi er Ævar Kvaran og er þetta annað verkefnið, sem hann stjórnar við leikhúsið. ★--------------------------- „KONAN þín er orðin alveg góð á taugum — hætt að skamm- ast og sieppa sér að tilefnislausu. Hvernig fór læknirinn að lækna hana?“ „Mjög auðvelt, hann sagði henni bara, að taugaæsingurinn væri fyrirboði elhnnar". ★——1-------------------—— : SMÁVAXINN maður, sem átti við tengdamömmuerfiðleika að etja, stóð „rnjúkur" við vínbar og sagði regingslega: „Tengdamamma kom skríðandi til mín á fjórum fótum í gærkvöldi". „Og hvað sagði hún?“ spurði vinur hennar. „Komdu undan rúminu, «f þú þorir væskillinn þinn“. ★--------------------------- SVO ER AÐ sjá, sem nauðsyn sé á því, að læknum verði bætt við á næturvakt Slysavarðstofunnar. Fjöldi kvartana eru á lofti um það, að mjög erfitt sé að ná í lækni á nóttum, enda umsvifasan.t hjá þeim. Úr þessu er mikil nauðsyn að bæta, því mikið getur legið við, og ættu viðkomandi yfirvöld að finna lausn á þessu hið snarasta. ★--------------------------- HEFUR Jóhannes á Borg látið af stjórn hótelsins? Unglinga- lýður virðist vera að „taka yfir“ veitingasalina og hljóm- sveitin spilar nú ískrandi músik, sem áður ekki tíðkaðist þar (sem hún auk þess ræður ekki við) og nær lífshættu- legt að fara út á dansgólfið. Það var öðruvísi í tíð Jóhannesar og óskandí að hann hlut- aðist til að þessi ,,honky-tonk“-bragur hyrfi burtu af hótel- inu, sem til skamms tíma var einn þokkalegasti samkomu- staður bæjarins. ★--------------------------- í SÍÐASTA tölublaði birtist rammaklausa á forsíðu undir fyrirsögninni „Nýtt fjármálahneyksli“. Var þar getið þess, að rannsóknarlögreglan hafi verið beðin staðfestingar á fréttinni en ekki fengizt. Þetta er rangt, því heimildar- maður blaðsins náði ekki í rannsóknarlögregluna, og kom leiðréttingu sinni til blaðsins um seinan. Er viðkomandi skrifstofa beðin velvirðingar á tómlæti þessu. Þá er og þess að geta að vegna fjölda getgáta i sambandi við klausuna um að lögfræðingar eigi hlut að máli, að slíkt er alveg úr lausu lofti gripið og enginn löglærður maður átti þar hlut að máli. Hvað á að gera í kvöld? Kvikmyndahús: Gamla bíó: Morgunn iífsins. W. Borchert. Kl. 5, 7, 9. Nýja bíó: Fannirnar á Kilimanjaro. G. Peck. Kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó: Hirðfíflið. D. Kaye. Kl. 5, 7, 9. Tripólibíó: Marty. E. Borgnine. Kl. 5, 7, 9. Austurbæjarbíó: Ótti. Ingrid Bergman. Kl. 5, 7, 9. úSljörnubíó: Héðan til eilífðar. B. Lancaster. Kl. 5, 7, 9. Hafnarbíó: Spellvirkjar. J. Chandler. Kl. 5, 7, 9. Laugarásbíó: Fávitinn. G. Philippe. Kl. 5, 7, 9. Leikhús: Þjóðleikhúsið: Tehús ágústmánans. Lárus Pálsson. KI. 20. Iffnó: Þrjár systur. Þorsteinn Ö. Stephensen. KJ. 20. SKRÝTLUR Tveir skrifstofumenn kvört- uðu sárt um hve stuttan tíma þeir fengju til hádegisverðar. Porstjórinn tekur sér alltaf hálfan annan tíma í mat, en ætlar okkur aðeins hálftíma, sagði Pétur. Ef ég hefði aðeins fimmtáni mínútur í viðbót, sagði Skúli, myndi ég komast heim að borða. Forstjórinn er aldrei á skrifstoftmni í hádeginu, svo! þú ættir bara að taka þessarj fimmtán mínútur auka, sagðij Pétur. Skúli var honum sammála,J og fór heim í hádegisverð dag inn eftir. Þegar hann fann ekki konu sína í stofunni leitj hann hljóðlega inn í svefn-! herbergið og sá hana þá í rúminu með forstjóranum. Skúli lagði hægt á eftir sér dymar, læddist út og beint í vinnuna. Daginn eftir spurði Pétur hvort hann ætlaði ekki að stelast heim aftur í dag. Nei, kemur ekki til mála, sagði Skúli, ég var nærri napp aður í gær. — O — Það er komið upp í hverfi einu hverfi einu í New York, að óvenjulega örar barneign- ir hjóna þar, slá öll met í borginni. Eftir nána rannsókn er á- stæðan fundin. Á hverjum morgni klukkan 6.15 fer hrað- lestin um þann borgarhluta og flautar nær viðstöðulaust. Þá er of snemmt að fara á fætur og of seint að leggja sig aftur. — O — ánudagsblaðið ÖTTI Austurbæjarbíó sýnir nú þýzka stórmynd, „Ótti“, sem byggist á smásögu eftir Stefan Zweig. Fjallar myndin um ást, afbrýSi og fjár- Maður einn var að koma heim úr jarðarför konu sinn- ar, sem hafði verið mjög fög- ur, enda var hann ákaflega hryggur. Vinur hans, sem reyndi að hressa hann og hugga, sagði: Ég veit hve hryggur þú ert, en þú ert enn ungur og tím- inn læknar sárin. Þú kynnist ábyggilega bráðlega annarri stúlku, sem skapar ykkur hamingjuríka framtíð. Ég veit það, veit það vel, sagði syrgjandinn, ’en hvað verður um kvöldið í kvöld ? Skipstjórinn kom heim eft- ir tveggja ára ferðalag um heimshöfin og sá konu sína hygla mánaðargömlu barni. Hver á þetta? spurði hann æstur, var það vinur minn, Georg ? Nei, sagði kona hans hljóð- látlega. Einmitt, var það þá vinur minn, Jón? Konan hristi höfuðið. Siggi, spurði þá skipstjór- inn, var það þá Siggi, vinur minn? Vinur minn, vinur minn, sagði konan óþolinmóð. Þú talar alltaf um þína vini. Heldurðu kannski að ég eigi ekki neina vini? svik, en í henni leikur m.a. Ingrid Bex-gman, og er þetta fyrsta þýzka myn.din hennar. Aörir sem leika í myndinni eru m.a. Mathias Wieman og Kurt Kreuger. — Mynd þessi er mjög spennandi. „Síðbuxnatízka” í SuSur-Frakklandi íslenzkar stúlkur em nú þegar farnaí- að ganga mikið í síðum Luxum um sumar og vetur. Stallsystur þeirra í suðrænum lönd- um keppast í sífellu við að slá hverja aðra út í sniði og litum „síðbuxna“ og sýnir myndin, sem er frá Riviera-ströndinni í (Endursagt. Playboy, des. ’S6). S-Frakklandi, árangur tveggja stúlknanna.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.