Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 07.10.1957, Blaðsíða 3
- Mánudagur 7. október 1957 3 MÁNUDAGSBLAÐIÐ ÞJOÐLEIKHUSIÐ: Köf.: ARTHUR MILLEK — Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON Övanju léleg ieikstjérn. i. Leikhúsg'tístjr m.unu hafa beð- ið með nokkuri’i eftirvæntingu i fruinsýningar leikritsins „Horft af brúnni“ eftir. Artiuir Miller. Að lokinni sýningu s.l miðviku- dag nrá fullyrða að flestir hafi orðið fyrir miklum vobrigðum — ef undan eru skildir þeir, sem venjulega mæta á frumsýningum tii þess að sýna sig og sjá aðra. Leikrit Millers er að ýmsu leyti eftirtektarvert, vel ritað, stígandi góð, en langdregið. Þetta er upphaflega ritað sem einþáttung ur, svipmynd úr lífi hafnarverlca- manns í Brooklyn, en síðar end- urskrifað og nú sýnt í „þáttum". Það er örsjaldan að slílc verk, sem þessi, batni'jafnvel þótt sjálf , ur höfundurinn vinni að endur- samningu þeirra. Efnið er hvers- dagslegt, staðbundið og yfirleitt fremur ólistrænt. En Miller hef- ur lag á því að vekja spennu í upphafi og halda henni til leiks loka í flestum verkum sínum. í „Horft áf brúnni" hefur þetta hinsvegar ekki tekizt að marki. Lögfræðingur segir frá kynnum sínum af íjölskyldu hafnarverka- manns, konu hans og uppeldis- dóttur, tveim innflytjendum, sem reyndar er smyglað inn í Bandaríkin) og verður annar þeirra, piltungur ástfanginn af „uppeldisdótturinni.“ Að tarna er ósköp venjulegt verkefni, enda kemst höfundur sjálfur í slík vandræði með seinnihluta verksins, að gripið er til klauíulegra og ómerkilegra bragða til að- „sleppa stórslysa- laust“ frá uppgjörinu. En Miller sleppur eklji stórslysalau.st. Loka- atriðið er í senn algjör „krpss- vending" frá því, sem. upp er ðyggt, sáh-æn og listræn uppgjöf — sem fela á undir yfirborði ofsa og manndráps. Raunveru- lega mætti spyrja: Hvað hefur Eddie, aðalpersónan ,gert til saka? Hann telcur tvo frændur konu sinnar, sem smyglað hefur verið til Bandaríkjanna inn á heimili sitt. Sá yngri verður ást- fanginn af stúlku, uppeldisdótt- urinni, sem Eddie hefur ætlað betra gjaforð, betra hlutskipti en hann sjálfur fékk og kona hans. Síðán dreg'st inn í þetta kynferð- islegt samband þeirra hjóna — dylgjur um afbrýði Eddis út í hinn unga mann, ákæra um kyn Villu, og þvæla um „sjálfsvirð- ingu.“ Að vísu má hnoða þessu efni í einþáttung, svipmynd án endaloka, því svona svipmyndir eru algengar úr hversdagslífinu, en fá aldrei endi. Lausn Miler er á engan hátt sérstæð; ofsaleg, en ekki áhrifarík. •— Enn- í dag, meðal ríkra og fátækra, g'etur að finna heimilisfeður, sem ekki eru gjarnir á, að sautján ára dætur þeirra kasti sér í fangi þess fyrsta, sem þær kynnast. Og vissulega hafa þeir nokkuð til sín máls. Eddie krefst tíma, ein- hverrar skynsemi frá hinum ungu aðilum. Þegar það fæst ekki, koma óheilindin fram, fyrst hjá Eddie sjálfum, en síðar lijá tröllinu og sæmdarmanninum Marco. Þegar tjaldið fer fyrir í lok sýning'arinnar er áhorfand- inn engu nær. Eftir litla urnhugs- un kemur í ljós, að hér var ekk- ert að sjá, ekkert mikið. Átök að vísu, en án markmiðs. En þrátt fyrir þetta er Miller gjálfur lista- og leikhúsmaður.. Víða sáust eftii'tektarverð leik- ræn atriði — möguleikarnir, að fyrir mundi bregoa leik voru aug. ljósii’. En hér unnu tveir aðilar það verk, sem leikritið ekki þoldi: leikstjórinn og þýðandinn. Þýðing leikritsins er óvenju léleg. Setningar eins og „Náðu í hana, viltu það ekki“ — „rit- ai'i“ og sífelldar bókstafsþýðing- ar á „will you?“, ásamt tilvitnun- um í alíslenzk orðtök áttu sízt heima í munni leikenda. „Horft af brúnni“ þolir ekki að kastað sé höndum til þýðingarinnar, Millei', eins og Hemingway, bygg ir á sérstökum orðum og setn- ingum í sínu máli eins og Kiljan gei-ir í „Klukku" sinni. Þetta verð ur þýðandi að bera í huga, en svo varð ekki að þessu sinni. Leikstjói-n Lárusar Pálssonar minnir délítið á viðbrögð Gissur- ar Þorvaldssonar er Sturla Sig- hvatsson lá helsærður og beidd- ist prestsfundar eftir Öi-lygs- staðafund. Hann rnælti: „Hér skal ég at vinna“ og hjó síðan í höfuð deyjandi mannsins. Ef litið er frá efni leikritsins má ætla, að hér hefði þó getað oi'ðið brúkleg sýning, ef vel hefði verið valið í hlutverk. Vanda og veg sýningarinnar ber Róbert Ariifinnsson, Eddie. Leikur hans var sannur og traustur og sam- leikur hans og Haraldar Björns- sonar, Alferis, var ljósi punktur- urinn, sem bar af öllu öðru. Leik- ur Róberts verður, á sinn hátt, að teljast þrekvirki. Hann fékk aldrei ,nema í áðurnefndu at- ri'ði, stuðning frá mótleikara. Kraftur hans og sannfæring birt- ist í hverju ati-iði, svipbrigðum og fasi. Þetta er pei’sónulegur Katrín (Krhtbjörg Kjeld), Rudolpho {Ólafm Jónsson), Bealrice (Regína 'Þórðdrdóttir), Marco (Helgi Sktihison og Eddie (Róbert Arnfinnsson), . Beatríce og Eddie (Regína Þórðardóttir og Róbert Arnfinnsson). Eddie (Róbert Arnfinnsson). sigur fyrir listamanninn Róbert. sem ekki getur skrifast hjá leik- stjóra. Leikstjói-inn, sem á að hafa yfirsýn og lieildarsvip af því, sem gerist á sviðinu, getur ekki unnið ,,stjörnu“ sinni meira ógagn, en láta mikilsvei'ð hlut- verk á herðar óreyndra leikenda, sem vegna æsku sinnar, reynslu- leysis og hæfileikaskorts, rífa ó- 'viljandi niður allt, sem hann ger ir vel. Regina Þórðardóttir, Beat- rice eiginkona Eddies, réð ekki að neinu leyti við vei-kefni sitt. Leikur hennar var áhrifalítill og fálmkenndur. Hreyfingar voru tilgerðarlegar: hana skorti sann- færingu og listræn túlkun var ekki fyrir hendi. Einkum kom þetta fram í samleik hennar og Kristbjargar Kjeld, Katrínar. Hið mikla augnablik, er „afbi'ýð- in“ kemur til greina féll stein- dautt niður. Kristbjörg Kjeld er ung stúlka, óvön með öllu. Samt er hún valin í erfitt hlutverk, sem liún á engan hátt veldur. Þetta er ógreiði, sem skrifa verð ur á kostnað leikstjóra. Hreyfing ar hennar voru næstum bi'oslegar t. d. atriðið þegar Eddie vill relca elshuga hennar á brott. Það at- riði -var hrein tragi-komedia, á- lappalegt um hóf fram. Elskhug'a hennar, Rodolpho, lék svo enn einn viðvaningurinn, Ólafur Jóns- son. Ólafur gerði hlutverkinu furðu góð skil, en hvergi nærri þeirn kröfum, sem menn gera til leikenda í Þjóðleikhúsinu. Leik- stjórinn hefði getað bætt úr þess- um „ballet“-tilburðum á ein- hvern hátt — ef hann hefði-vilj- að. í sfað.þess er þesgi ungi ma'ð- ur látinn þræla- sér út án leið- sagnar í veigamiklu hlutverki. Helgi Skúlason, Marco, náði nokk uð góðum leik, en hefur ekki þá likamsburði, sem ætla mætti slíku krðftamenni. Menn verða að bera í huga, að þótt hér sé um fremur ómerki- legt leikrit að ræða ,er Arthur Miller mikill listamaður og mik- ill leikhúsmaður. Pei-sónur hans eru flestar sterkar ,vel skýrar og persónudrættir miklir. Þetta er lians sterka hlið, þótt minna fari fyrir efninu sjálfu eins og í þessu verki. Efnisheildin og persónurnar sjálfar geta verið ó- skild og. misjöfn að gæðum í ýmsum verkum. En Miller skap- al aldrei veika eða persónulausa menn ok konur. Hann er of raun- sær, of nálægt lífinu og einstakl- ingum til þess — hann málar allt af í stex-kum litum, gefur hverj- um éinstaklingi „charakter11. Þvi miður er hér um mjög lé- lega sýningu að ræða. Leikritið er ekki veigamikið, en þetta gæti hafa orðið mjög góð sýning. Það er ástæðulaust, að áfellast þann eða þá, er völdu verkefnið. Mein- ið liggur einungis hjá leikstjór- anum sjálfum. Lárus Pálsson gæti kannski hafa gert betur, þótt undirritaður efist um það persónulega. Má af þessu tilefni enn nefna það, hve mikil nauð- syn er að við fáum hingað er- lenda leikstjórá, sem í senn geta sett upp góða sýningu og miðlað okkar mönnum af þekkingu sinni. Ástæða er til að óska Róbert Arnfinnssyni til hamingju með leik sinn og lofar slíkur sigur miklu um verk hans á komandi leikári . A. B. ÍPOPUNFRAKKÁR nýkomnir KR. m jP. EYFELÐ } Ingótfsstr. 2. Sími 10199 | KIMIIIIIIIIIIIHtllllUmiUlllMIIMnMUS

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.